Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 9
Ríkið er að spara
Í frétt um fjölgun refa í Borgarfirði
á forsíðu blaðsins á mánudag er
sagt að sveitarfélagið Borgarbyggð
hafi í sparnaðarskyni ákveðið að
hætta að styðja refaveiðar. Þetta er
rangt, það er ríkið sem hefur tekið
slíka ákvörðun, eins og kemur
reyndar fram í frétt í sama blaði á
bls. 7.
Misritun í ljóði
Í Morgunblaðinu 26. ágúst 2011 var
minningargrein um Margréti
Gestsdóttur eftir Lísebet Gests-
dóttur. Í ljóði sem minningar-
greinin hófst á urðu þau leiðu mis-
tök að höfundur greinarinnar
misritaði orðið litur í fyrstu ljóðlínu
og er ljóðið því birt hér aftur:
Líkt og rósin litur fölnar
lýtur höfði, dofnar sinn.
Brestur kjarkur, blómið sölnar,
beygist bak og hugurinn.
(Kristjana J. Jónsdóttir).
LEIÐRÉTT
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný sending
af kápum og úlpum
St. 36-52
HREIN
SNILLD
Drjúgt, fjölhæft og þægilegt...
Gott á:
gler
plast
teppi
flísar
stein
ryðfrítt stál
fatnað
áklæði
tölvuskjái
omfl.
ATH. frábært á
rauðvínsbletti
og tússtöflur
S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Mörg snið - margir litir
GALLABUXUR FRÁ 14,900,-
SVARTAR KLASSÍSKAR FRÁ 16,900,-
NÝ SENDIN
G
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Gangi vinna við skipulag lóðar undir
nýjan spítala við Hringbraut vel
verður hægt að hefja jarðvinnu á
lóðinni næsta vor. Þetta segir Gunn-
ar Svavarsson, formaður verkefnis-
stjórnar um byggingu nýs Landspít-
ala. Formleg kynning á
deiliskipulagstillögu er að hefjast,
en miðað er við að vinnu við fyrsta
áfanga ljúki árið 2017. Kostnaður
við þennan áfanga er áætlaður 40
milljarðar króna, en í þessari tölu er
ekki reiknað með breytingum á
eldra húsnæði eða kostnaði við tæki.
Þá er gert ráð fyrir að Háskóli Ís-
lands fjármagni sínar byggingar
með framlagi frá Happdrætti Há-
skólans.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
ala, segir alveg skýrt að mikil þörf
sé fyrir nýjan spítala. Núverandi
byggingar séu orðnar gamlar og
henti illa nútímaspítala. Öryggi
sjúklinga batni á nýjum spítala, sem
verði búinn einmenningsstofum en
það dragi úr sýkingarhættu. Að-
staða starfsfólks batni líka mikið og
það verði auðveldar að laða til hans
hámenntað starfsfólk. Sameining
bráðaaðstöðu spítalans á einum stað
auki öryggi og stuðli að meiri sam-
fellu í meðferð sjúklinga. Hann segir
engan vafa leika á að rekstur spít-
alans verði ódýrari í nýju húsnæði.
Kristín Ingólfsdóttir háskólarekt-
or segir að við höfum náð miklum
árangri á síðustu árum og það sé
mikilvægt að varðveita hann. Við
verðum að horfa til framtíðar því
það sé ekki nóg að halda áfram að
gera eins og við höfum verið að gera.
Stöðnun þýði að við drögumst aftur
úr í samkeppni, m.a. um starfsfólkið.
15 hektara lóð
Ár er síðan hönnunarhópurinn
SPITAL var valinn til að vinna
áfram að hönnun spítalans. Nú ligg-
ur fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir
svæðið, en stærð þess er 15 hekt-
arar. Nýja byggðin á að rísa að
mestu á suðurhluta lóðarinnar, en
þar verða meðferðar- og bráða-
kjarni, rannsóknarhús, dag- og
göngudeildir, sjúkrahótel og hús-
næði heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Á miðri lóðinni, framan við gamla
Landspítalann, verður aðaltorg
svæðisins sem fengið hefur nafnið
Sóleyjartorg.
Aðkoma að svæðinu verður bæði
frá Hringbraut um Barónsstíg og
um Snorrabraut frá Bústaðavegi og
Miklubraut. Áhersla er lögð á að
draga úr neikvæðum áhrifum sam-
gangna á umhverfi, efla sjálfbæran
samgöngumáta og almenningssam-
göngur, hvetja til hjólreiða og göngu
með góðum aðbúnaði en miða einka-
bílanotkun fyrst og fremst við þarfir
sjúklinga og þeirra sem þurfa á
þjónustu spítalans að halda.
Byggingarnar næst gömlu Hring-
brautinni verða í sömu hæð og
gamla aðalbygging Landspítalans
sem tekin var í notkun árið 1930.
Byggingar sem eru fjær, þ.e. næst
nýju Hringbrautinni, verða lægri.
Gert er ráð fyrir þyrlupalli uppi á
einni byggingunni og brú af henni
beint inn á bráðamóttöku. Tillaga er
gerð um að sjúkrahótel verði reist
norðvestan við gamla spítalann.
Reiknað er með að byggingar gamla
spítalans verði nýttar að hluta sem
legurými fyrir sjúklinga og undir
skrifstofur meðan verið er að klára
allar nýbyggingar. Þegar spítalinn
verður fullbyggður er reiknað með
að byggingarnar verði nýttar undir
skrifstofur og þjónustu- og stoð-
deildir.
Gert er ráð fyrir að neðanjarð-
argangar verði frá öllu byggingum
spítalans. Þessir gangar verði m.a.
nýttir til að flytja lín og sorp frá
deildum spítalans.
Stefna að því að hefja jarð-
vinnu á lóðinni næsta vor
Tillaga um nýtt deiliskipulag á Landspítalalóð lögð fram til kynningar
Lóðin Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingum á Landspítalalóð sem verða samtals 95 þúsund fermetrar að stærð.
Sóleyjartorg Á þessari mynd má sjá inn Sóleyjartorg sem verður fyrir
framan aðalbyggingu Landspítalans sem tekin var í notkun árið 1930.
Byggingarmagn á Landspítala-
lóð er núna 76 þúsund fer-
metrar. Tillagan gerir ráð fyrir
að í fyrsta áfanga, sem gert er
ráð fyrir að verði lokið árið
2017, verði stærð nýbygginga
95 þúsund fermetrar. Þess má
geta að Tónlistarhúsið Harpa
er 28 þúsund fermetrar. Það
er því rætt um að byggja hús-
næði við Hringbraut sem sam-
svarar þremur og hálfri Hörpu.
Starfsemi Landspítala fer
nú fram á 17 stöðum í nærri
100 húsum. Með uppbygging-
unni við Hringbraut er ætlunin
að sameina alla bráða-
starfsemi sem rekin er við
Hringbraut og í Fossvogi.
Lífeyrissjóðirnir og stjórn-
völd hafa undirritað vilja-
yfirlýsingu um að lífeyrissjóð-
irnir sjái um að fjármagna
framkvæmdir. Sjóðirnir munu
síðan taka veð í húsunum og
ríkið greiðir niður lánin á 30-
40 árum. Ríkissjóður mun því
eignast húsin.
Stærri en
þrjár Hörpur
NÝI LANDSPÍTALINN
„Það er afskaplega mikill misskiln-
ingur ef einhver heldur að við séum
að draga lappirnar í þessum efnum.
Mér væri það mikið fagnaðarefni ef
lífeyrissjóðirnir tækju þátt,“ segir
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra um hugsanlega aðkomu lífeyr-
issjóðanna að fjármögnun þyrlu-
kaupa fyrir Landhelgisgæsluna.
Félag vélstjóra og málmtækni-
manna kom fram með þá hugmynd
að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu
þyrlukaup og hafa undirtektir verið
jákvæðar, meðal annars hjá Samein-
aða lífeyrissjóðnum og Gildi. Guð-
mundur Ragnarsson, formaður VM,
sagði hins vegar í Morgunblaðinu í
gær að tregða væri gagnvart þessum
möguleika í inn-
anríkisráðuneyt-
inu og hjá Ög-
mundi Jónassyni
ráðherra.
Ögmundur rifj-
ar upp að nauð-
synlegt sé að fá
nýja björgunar-
þyrlu fyrir ára-
mót, vegna þess
að gert er ráð fyr-
ir að TF-LÍF fari í mikla viðgerð í
byrjun næsta árs. Þá yrði aðeins ein
þyrla í rekstri. Hann segir að unnið
hafi verið að því að leigja þyrlu, að-
allega frá Noregi, en það hafi ekki
reynst hagstætt.
Ráðherra segir að það hafi verið
orðað óformlega að lífeyrissjóðirnir
kynnu að vilja koma að málinu. Þeir
þyrftu að taka frumkvæðið, með því
að stofna félag um þyrlukaup. Þá
gæti Landhelgisgæslan boðið út
leiguna.
Hagstætt fyrir þjóðina
„Ef lífeyrissjóðirnir kæmu með
hagstætt tilboð yrði það stórkostleg-
ur ávinningur fyrir þjóðina og ég
myndi fagna því mjög,“ segir Ög-
mundur og bætir því við að þá myndi
leigan verða greidd til lánveitenda
hér á landi en ekki með erlendum
gjaldeyri.
helgi@mbl.is
Fagnar áhuga lífeyrissjóða
Innanríkisráðherra hafnar því að tregða sé í ráðuneytinu
gagnvart því að leigja björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna
Ögmundur
Jónasson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði konu á þrítugsaldri við
akstur í síðustu viku.
Að sögn lögreglunnar var konan í
annarlegu ástandi og einnig fundust
í fórum hennar fíkniefni.
Með í för var barn konunnar. Lög-
reglan gerði þegar í stað viðeigandi
ráðstafanir í þágu barnsins og
barnaverndaryfirvöld voru upplýst
um málið.
Konan var handtekin og flutt á
lögreglustöð en hún hafði þegar ver-
ið svipt ökuleyfi.
Undir áhrif-
um með barn
í bílnum