Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir
Kátir skátar Skátar frá Akureyri og Sauðárkróki á leiðinni á heimsmót skátahreyfingarinnar í Svíþjóð í ár.
landið. „Það eru færri skátar núna
en voru fyrir 50 árum en það var
allt annað samfélag þá. Með endur-
skoðuninni og bókunum ætlum við
okkur að efla skátastarfið á Íslandi
og kynna betur fyrir bæði ungu
fólki og samfélaginu öllu hvað
skátastarfið stendur fyrir. Það er
mikið af fordómum í gangi og sjálf-
sagt fullt af fólki sem finnst skát-
arnir púkó en það veit eflaust af-
skaplega lítið fyrir hvað skáta-
hreyfingin stendur. Við ætlum
auðvitað að kynna það líka,“ segir
Ólafur og bætir við að skátafélög
muni standa fyrir kynningum í sín-
um hverfum eða byggðarlögum.
„Við ætlum að setja meira púður í
þetta, kynna skátahreyfinguna bet-
ur fyrir foreldrum svo þeir átti sig á
því hversu mikils virði þetta getur
verið fyrir börnin þeirra.“ Áætlað
er að það taki um þrjú ár að inn-
leiða nýja starfsgrunninn og verður
það gert með námskeiðum og alls
konar verkefnum.
Kennir börnum sjálfstæði
Ólafur segir skátastarfið hafa
uppeldisleg markmið og leitast við
að kenna börnum að verða sjálf-
stæðir, virkir og ábyrgir ein-
staklingar í samfélaginu. „Það
finnst börnum og unglingum ekki
sérstaklega spennandi en fyrir þeim
er skátastarfið ævintýri þar sem
þau upplifa mjög margt: Útilíf,
söng, leiki o.fl. Fólk hefur þrönga
mynd af því sem skátastarfið stend-
ur fyrir en það sem þetta gengur
fyrst og fremst út á er að skátarnir
verði smám saman sjálfstæðir og
marki sína eigin braut. Þetta er allt
gert í gegnum leik og ævintýri og ef
þú spyrð skátana hvað sé gaman við
að vera skáti þá nefna þeir útilegur,
vera að vinna að ýmsum verkefnum,
fara á skátamót o.fl. Skátar eru
ekki einungis að hnýta hnúta, það
er bara ein leið að markinu.“
Morgunblaðið/Eggert
Handbækurnar Afrakstur fimmtán ára vinnu innan skátahreyfingarinnar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Eldri menn sem eyða litlum tíma í
djúpum svefni geta verið í meiri
hættu á að þróa með sér háan blóð-
þrýsting en þeir sem sofa vel. Þetta
kom fram í bandarískri rannsókn sem
er sagt frá á BBC.co.uk.
Skoðaðir voru 784 karlkyns sjúk-
lingar og þeir sem fengu minnstan
svefn voru í 83% meiri hættu á að fá
of háan blóðþrýsting en þeir sem
fengu mestan svefn. Rannsakendur
sögðu að þeir gerðu ráð fyrir að það
væri svipað hjá konum. Hár blóð-
þrýstingur, einnig þekktur sem há-
þrýstingur, eykur líkurnar á hjarta-
áfalli og öðrum
heilsufarsvandamálum.
Rannsökuð voru gæði svefnsins
hjá 784 mönnum eldri en 65 ára á
tímabilinu frá 2007 til 2009. Í byrjun
átti enginn þeirra við háþrýsting að
etja en í lok rannsóknar voru 243
komnir með háþrýsting. Sjúkling-
unum var skipt í hópa eftir því hvað
þeir eyddu miklum tíma í djúpum
svefni. Þeir sem eyddu minnstum
tíma í honum, eða 4% af nætursvefn-
inum, voru 1,83 faldri meiri hættu á
að fá háan blóðþrýsting en þeir sem
sváfu 17% næturinnar í djúpum
svefni.
Rannsakendur sögðu að nánari
skoðunar væri þörf til að sjá hvort
bættur svefn lækkaði blóðþrýsting-
inn aftur. Auk þess finnst þeim þurfa
að skoða þetta í fleiri aldurshópum
og hjá báðum kynjum.
Það er samt löngum vitað að svefn
er mikilvægur fyrir góða heilsu og
mikilvægt að setja hann í forgang og
ná sex til átta tíma nætursvefni á
hverri nóttu.
Heilsa
Reuters
Svefn Betra er að sofa vel heima hjá sér en í vinnunni.
Lítill og grunnur svefn getur
hækkað blóðþrýstinginn
Dalvík
Sparisjóður Svarfdæla – söluferli
Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd Bankasýslu ríkisins, 90% stofn-
fjárhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla.
Um Sparisjóð Svarfdæla
Sparisjóður Svarfdæla hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Skrifstofa Sparisjóðs Svarfdæla og aðal-
afgreiðsla er í ráðhúsinu á Dalvík, en auk þess er rekin afgreiðsla í Hrísey. Alls starfa nú tíu starfs-
menn hjá sjóðnum. Sparisjóðurinn er eina fjármálafyrirtækið á Dalvík og því mikilvægur í fjölbreyttu
atvinnulífi Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu eru sterk fyrirtæki sem hafa skapað sér sérstöðu og er
Dalvíkurhöfn stór og umsvifamikil fiski- og vöruhöfn.
Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010 og er stofnfé að henni
lokinni 424,4 milljónir króna. Í kjölfar endurskipulagningarinnar varð ríkissjóður eigandi stofnfjár
að nafnverði 382,0 milljónir króna eða 90% af heildarstofnfé. Á grundvelli laga nr. 88/2009 um
Bankasýslu ríkisins fer Bankasýslan með hlut ríkisins. Sparisjóður Svarfdæla hefur að undanförnu
starfað á grundvelli undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall, en eiginfjárhlut-
fall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%.
Söluferlið
Frá og með mánudeginum 5. september n.k. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Spari-
sjóð Svarfdæla og önnur gögn vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. Verðbréfum hf. Frestur til að skila
inn óskuldbindandi tilboðum er til kl 12:00 mánudaginn 19. september n.k. Tilboð skulu berast
á sérstöku formi sem nálgast má hjá H.F. Verðbréfum hf.
Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum, sbr. 9. tölulið 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr.
108/2007. Auk þess þurfa fjárfestar að uppfylla tiltekin skilyrði sem gerð er grein fyrir í sölugögnum
og lúta einkum að fjárhagslegum styrk og hæfi að öðru leyti til að fara með virkan eignarhlut
í fjármálafyrirtæki.
Fjárfestum er frjálst að bjóða í allan eignarhlut seljanda og/eða hluta hans. Seljandi áskilur sér rétt til
þess að breyta söluferlinu og/eða stöðva það án fyrirvara. Einnig áskilur seljandi sér rétt til að hafna
öllum tilboðum.
Fjárfestar sem vilja taka þátt í söluferlinu geta haft samband við fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf.
í síma 585 1700 eða sent tölvupóst á spsv@hfv.is.
Snúið Súlufimi og dans eiga
margt sameiginlegt.
Morgunblaðið/Eggert
Á hvolfi Það varmargt kennt á nám-skeiðinu.