Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vinstri græn-ir tóku sérfrí frá
stjórnarsamstarfi
um síðustu helgi,
en eru nú komnir
endurnærðir til
verka á ný. En
þeim varð ljóst á sínu stutta
skeiði utan stjórnar að eitt og
annað þarf endilega að rann-
saka.
VG og Samfylkingin hafa
lengi hrópað að rannsaka
þyrfti hvernig það atvikaðist
að íslensk yfirvöld samþykktu
að eiga aðild að árásinni á Írak
fyrir nærri áratug. Vinstri
stjórnin hefur nú senn setið í
þrjú ár án þess að hafa látið
framkvæma þessa mikilvægu
rannsókn. Það mun hafa tafið
óðfúsa rannsakendur í að
hefja nauðsynlegar aðgerðir
að þeir áttuðu sig allt í einu á
því að Ísland hafði aldrei verið
aðili að árásinni á Írak, ólíkt
til að mynda aðild íslensku rík-
isstjórnarinnar að árás Nató á
Líbíu, þar sem ríkisstjórn Ís-
lands undir forystu Jóhönnu
og Steingríms gat ráðið því
hvort Nató færi í stríð eða
ekki. Íslensk yfirvöld höfðu
ekkert með það að gera hvort
ráðist var á Írak.
Nú vilja ráðherrar VG og
aðrir flokksráðsmenn fá að
vita af hverju þeir sjálfir
tryggðu með Samfylkingunni
að Nató kæmist átölulaust í að
láta sprengjum sínum rigna
yfir réttláta og rangláta í Líb-
íu. Það er auðvitað sjálfsagt að
samþykkja þessa tillögu um
rannsókn. Fyrsti kafli hennar
gæti falist í því að ráðherrar
VG litu í eigin barm og könn-
uðu hvað þar væri að finna,
jafnvel þótt óvíst sé að allt það
sé endilega fyrir
viðkvæma.
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sem líkt
hefur þingmönn-
um VG við ráfandi
villiketti, hefur af
þessu tilefni árétt-
að að stjórnarliðar eigi að tala
af virðingu hverjir um aðra.
Hún benti jafnframt á að utan-
ríkisráðherra Samfylking-
arinnar, Össur Skarphéðins-
son, hefði hagað sér „kórrétt“
í Líbíumálinu. Hann hefði í
einu og öllu fylgt ályktun Al-
þingis um málið, sagði Jó-
hanna. Það var vissulega mjög
vel af sér vikið hjá utanrík-
isráðherranum í ljósi þess að
Alþingi hefur enga ályktun
gert um málið. Yfirlýsing Jó-
hönnu er talin hluti af Dýra-
fjarðarafbrigðinu í pólitískri
refskák, sem enginn teflir bet-
ur en núverandi forsætisráð-
herra landsins.
Hvernig geta Vinstri grænir
gert ríkari kröfur til nokkurs
ráðherra í mikilvægu máli en
að hann fari í hvívetna og út í
æsar eftir ákvæðum þeirrar
ályktunar sem Alþingi hefur
ekki gert í tilteknu máli? Nú
er það svo að fjöldi þeirra
ályktana sem Alþingi hefur
aldrei gert er augljóslega mik-
ill, jafnvel óteljandi líkt og
eyjar Breiðafjarðar og hólar
Vatnsdals. Miðað við það hlýt-
ur að sæta furðu að Össur
skuli verða fyrsti ráðherra
landsins til að fylgja sam-
viskusamlega eftir sérstakri
ályktun sem Alþingi hefur
ekki gert um tiltekið mál, því
ekki geta aðrir ráðherrar af-
sakað sig með því að ekki hafi
verið úr nægilega mörgum
ályktunum af því tagi að velja.
Það er óþarfi
að taka ríkisstjórn
landsins alvarlega.
Ekki gerir hún
það sjálf }
Rannsóknarríkisstjórn
Ástand fuglalífsá Tjörninni er
alvarlegt eins og
allir þeir sem
þangað hafa komið
nýlega hafa séð.
Skýrsla um fuglalíf
var afhent yfirvöldum í
Reykjavík í janúar og hefði
verið farið eftir ábendingum
sem þar koma fram eru líkur til
að andarungar hefðu dafnað og
mávar ekki orðið jafn
yfirgnæfandi í fuglalífi Tjarn-
arinnar.
Skýringar sem borgar-
yfirvöld gefa á því að ekki var
litið til ráðlegginganna í
skýrslunni eru þær að skýrslan
hafi ekki verið lesin þar sem
hún hafi ekki verið tekin fyrir
fyrr en nokkuð var liðið á
ágúst.
Kristín Soffía Jónsdóttir,
varaformaður um-
hverfis- og sam-
gönguráðs fyrir
Samfylkinguna,
segir að skýrslan
hafi ekki fengist af-
greidd „vegna
fjölda aðkallandi mála“. Svo
hafi hún gleymst, en áhuga-
leysi hafi ekki verið um að
kenna.
Karl Sigurðsson, formaður
ráðsins fyrir Besta flokkinn,
tekur sama pól í hæðina og seg-
ir miklar annir hafa verið hjá
ráðinu á vordögum og nefnir
breytingar á sorphirðumálum
sérstaklega í því sambandi.
Margt ljótt má af sanngirni
segja um 15 metra regluna
alræmdu, en hverjum hefði
dottið í hug að hún hefði ofan á
annað orðið til þess að spilla
andastofninum á Tjörninni.
Meirihlutinn
í borgarstjórn gefur
furðulegar skýringar
á sinnuleysi sínu}
Aumkunarverðar afsakanir
Á
apaplánetunni er það górillan
sem ræður, stærsti apinn og
sterkasti, 400 kílóa górillan
segja enskumælandi (á ensku
reyndar) og eiga þá við ósigr-
andi ógnandi fyrirbæri sem vofir yfir manni.
Það má líka nota orðasambandið miðaldra
hvítur karlmaður í valdastöðu, eða jafnvel
bara orðin Dominique Strauss-Kahn.
Víst var Dominique Strauss-Kahn líkt við
eðlunaróðan sjimpansa af ungri franskri
stúlku sem hann reyndi að þvinga til maka
við sig, en górilla á eiginlega betur við, ekki
síst þegar ákæruvaldið í New York borg
hefur ákveðið að ekki séu líkur á að hann
hljóti sakfellingu fyrir samskipti sín við
þernuna Nafissatou Diallo.
Takið eftir því að það er ekki vegna þess
að saksóknari er sannfærður um sakleysi Strauss-
Kahns, heldur fyrir það að honum þykir ekki líklegt að
hægt verði að sannfæra kviðdóm um sekt hans þar
sem Diallo sé svo ótrúverðug; innflytjandi sem þekki
ókræsilega kóna. Í því sambandi skipti engu að sönn-
unargögn bendi til þess að eitthvað hafi átt sér stað,
lífsýni úr Strauss-Kahn fundust á jakkaboðungi þern-
unnar, í raun sé þetta spurning um orð á móti orði;
Strauss-Kahn heldur því fram að þernan hafi fallið fyr-
ir töfrum hans þegar hann birtist á besefanum –
hvernig getur ein kona staðist svo villimannslega
töfra? Hvað þernan segir skiptir engu í þessu sam-
bandi, það voru engin vitni frekar en svo
oft þegar górilla kemur fram vilja sínum.
Heyrðu góði, kallar kannski einhver;
Dominique Strauss-Kahn hefur nú líka
þurft að þola sitthvað, handjárnaður og
sýndur ógreiddur í ljótum jakka og missir
af færi á því að verða forseti Frakklands,
aukinheldur sem hann missti vellaunaða
stöðu!
Víst er það satt og rétt, en rétt að spyrja
á móti: Hvernig gat maður sem svo þungt
er haldinn kvenfyrirlitningu náð svo langt?
(Hvaða rugl, segir Strauss-Kahn, ég bein-
línis elska konur.) Hvernig má það vera að
maður sem telur að allar konur eigi að vera
sér til frjálsrar ráðstöfunar hafi komist til
slíkra valda?
Í Frakklandi segja stuðningsmenn
Strauss-Kahn, franskir vinstrimenn nota bene, að hann
hafi verið hvítþveginn, hann sé blanchi, og spá því að
hann eigi afturkvæmt í fremstu röð. Það má vel vera,
gleymum því ekki hvernig franska pressan tók á mál-
inu; Le Monde / Le Post lýsti útliti þernunnar,
brjóstastærð og lögun þjóhnappa hennar, France-Soir
lýsti sniðinu á þernubúningnum og því að fórnarlambið
liti vel út miðað við aldur og útvarpsstöðin RMC sagði
lögmenn Strauss-Kahn hafa fengið áfall þegar þeir sáu
hvað Diallo væri ófríð.
Er ekki kominn tími til að flytja sig af apaplánet-
unni?
Árni
Matthíasson
Lífið á apaplánetunni
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Minkurinn er ekki stór,talsvert minni en með-alköttur. En hann hef-ur víða reynst mikill
skaðvaldur í nýjum heimkynnum en
hann er upprunninn í Norður-
Ameríku. Hann veiðir mest algengar
fisktegundir sem hann hefur aðgang
að í ám og vötnum en einnig étur
hann egg og fugla yfir sumarið.
Rannsóknir skortir til að meta
að fullu áhrifin á vistkerfið hérlendis
en ljóst er að við vissar aðstæður
getur hann valdið miklum usla,
sundrað æðarvarpi og étið verðmæt
laxa- eða silungsseiði. Erlendis hefur
sýnt sig að tilkoma minksins hefur
fækkað í stofnum sílamáfs, teistu og
fleiri tegunda en oft flytja fuglarnir
sig aðeins þó aðeins um set.
Róbert Arnar Stefánsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Vestur-
lands í Stykkishólmi, hefur stundað
rannsóknir á mink og reynt að meta
stofnstærð. Lengi hefur verið vitað
að 5-6 ára sveiflur eru á stærðinni en
ekki ljóst hvað veldur.
Ekki er um samræmdar að-
gerðir á landsvísu að ræða við
minkaveiðar, misjafnt er hve mikil
áhersla er lögð á þær eftir sveit-
arfélögum enda þau sum mjög fá-
menn. Mörg eru líka illa stödd fjár-
hagslega. Beitt er ýmsum
veiðiaðferðum, hundar gjarnan látn-
ir leita dýrin uppi við sjó og vötn og
þau síðan skotin ef mönnum tekst að
hrekja þau úr fylgsnunum. Einnig er
beitt gildrum af ýmsu tagi, mörgum
finnst sumar þeirra stangast á við
dýraverndarlög.
Átaksverkefni bar árangur
Efnt var til sérstaks átaksverk-
efnis á vegum Umhverfisstofnunar á
árunum 2007-2010 um staðbundna
útrýmingu minks í Eyjafirði og á
Snæfellsnesi. Átakið mun hafa kost-
að alls um 140 milljónir króna, mest-
ur var kostnaðurinn við veiðarnar en
einnig var skráning veiða endurbætt
og settir upp gagnagrunnar. Ágætur
árangur náðist strax með auknu
veiðiálagi á fyrrnefnda svæðinu en
heldur minni fækkun varð á Snæ-
fellsnesi. Ekki tókst að útrýma dýr-
inu á þessum svæðum enda afar erf-
itt. Heimildarmenn segja einnig að
vel hafi gengið að fækka mink víða á
norðan- og austanverðu landinu.
Ríkið greiðir allt að helming
kostnaðar sveitarfélaga við eyðingu
minks, þó mest 1.500 krónur á skott-
ið. En auki sveitarfélögin mjög veið-
arnar getur Umhverfisstofnun
neyðst til að lækka endurgreiðslu-
hlutfallið til að fara ekki fram úr fjár-
lögum.
Minna hefur veiðst af mink síð-
ustu árin en áður, að sögn Bjarna
Pálssonar, sem er deildarstjóri á
náttúrauðlindasviði hjá Umhverfis-
stofnun og annast m.a. veiðistjórnun.
Væntanleg sé skýrsla um veiðina síð-
ustu 12 mánuðina á landinu öllu og
þá fáist gleggri mynd af stöðunni. En
hefur mink fækkað á Íslandi?
„Í raun veit það enginn en við
höfum grun um það,“ segir Bjarni.
„Það hefur veiðst minna af mink en
við vitum ekki enn með vissu hvað
veldur, hvort það er vegna þess að
sveitarfélög hafa haldið að sér hönd-
um vegna peningaleysis.
Ég sendi öllum sveitar-
félögum fyrirspurn í sumar
um þessi mál. Þau sem hafa
svarað segja að ekki hafi
orðið neinar verulegar
breytingar á tilhögun
veiðanna. Og á sumum
svæðum hafa menn
gert skurk í þessu,
t.d. í Kelduhverfi og
þar hefur mjög lítið
veiðst síðan.“
Víða hægt að halda
minkastofnum niðri
Morgunblaðið/RAX
Veiðimaður Reynir Bergsveinsson við Elliðavatn 2008. Hann notar minka-
síu sem hefur reynst mjög árangursríkt tæki við minnkaveiðar.
Byrjað var að ala norður-
ameríska minkinn í Evrópu
1927 til skinnaframleiðslu og
fjórum árum síðar var fyrsta
minkabúið stofnað á Íslandi;
fyrstu dýrin sluppu út árið eft-
ir. Það tók minkinn aðeins um
40 ár að nema allt landið enda
aðstæður um margt mjög hag-
stæðar fyrir hann hérlendis.
Minkurinn étur mikið af
fiski í ám og vötnum og seið-
um í eldisstöðvum en einnig
egg og fugla. Sums staðar,
m.a. á litlum eyjum við Skot-
land, hefur tekist að út-
rýma dýrinu eða halda
því í skefjum. En það
myndi kosta geysilegt
fé að reyna að útrýma
alveg mink á Íslandi.
Auk þess eru hér
mörg minkabú og
aldrei hægt að
útiloka að dýr
sleppi stundum
úr þeim.
Erfitt að út-
rýma mink
80 ÁRA SAGA HÉRLENDIS