Morgunblaðið - 31.08.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.08.2011, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Þann 9. september kemur út glæsilegt sérblað um börn og uppeldi sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag ÖRYGGI BARNA INNAN OG UTAN HEIMILIS BARNAVAGNAR OG KERRUR BÆKUR FYRIR BÖRNIN ÞROSKALEIKFÖNG UNGBARNASUND VERÐANDI FORELDRAR FATNAÐUR Á BÖRN GLERAUGU FYRIR BÖRN ÞROSKI BARNA GÓÐ RÁÐ VIÐ UPPELDI NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRNIN TÓMSTUNDIR FYRIR BÖRNIN BARNAMATUR BARNALJÓSMYNDIR ÁSAMT FULLT AF SPENNANDI EFNI UM BÖRN –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. sepember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Börn & uppeldi SÉRBLAÐ Börn & uppeldi Það mun hafa verið einhvern tíma á sögu- öld að bón barst Al- þingi, að Noregskon- ungur mætti kaupa Grímsey. Málið var rætt meðal þingmanna og voru skoðanir skiptar. En þá tók Einar Þveræingur Eyjólfsson af skarið og lagðist eindregið á móti því, að orðið yrði við beiðni Noregskonungs. Benti hann á, að þótt Grímsey væri lítil að flatarmáli, þá mætti ala þar her manns, því hlunnindi væru þar mikil, gnægð matar handa heilum her. Væri þá hægur vandi að leggja undir sig allt Ísland, þegar búið væri að ná fótfestu í slíkri matar- kistu sem Grímsey er. Fallist var á þessi rök Einars og var bón Nor- egskonungs hafnað. Ég undirritaður er nýorðinn 84 ára og er vistmaður á Litlu-Grund hér í borg. Þar sem ég er ekkju- maður hef ég nægan tíma til þess að fylgjast með útvarpi en þó eink- um sjónvarpi, því hér er aðstaða til að fylgjast með nær öllum sjón- varpsstöðvum og hefi ég nýtt mér þá aðstöðu og einkum horft á nor- rænu stöðvarnar, norsku, sænsku og dönsku. Fyrir skömmu var einn þátturinn um umsvif Kínverja í Afríku. Kína er fjölmennt land, ca. 1200 milljónir íbúa. Þeir komast ekki fyrir í heimalandi sínu og gera því útrásir til annarra landa og taka sér þar húsbóndavald. Í Afr- íku eru víða veikburða verklýðs- félög og nýta Kínverjar sér það út í yztu æsar. Kvarti Afríkubúi við hinn kínverska verk- taka er hann um- svifalaust rekinn. Er þetta það ástand sem við viljum skapa vin- um okkar á Hóls- fjöllum? Því skora ég á ríkisstjórnina að hafna beiðni hins kín- verska auðmanns um samþykki á sölu Grímsstaða á Fjöllum. Einn þáttur í banda- rísku sjónvarpi var um lokaviðskipti indíána við yfirvöld í U.S.A. Yfirvöld buðu indíánum skaðabætur fyrir land þeirra. Þetta skildu indíánarnir ekki, einkum Sitting Bull, höfðingi þeirra. Þegar hann var krafinn skýringa tjáði hann fulltrúum Bandaríkjastjórnar, að orðið eign- arréttur á landi væri ekki til í tungu indíána. Frekar mátti skilja á máli hans, að landið ætti hann. Minnugir þessarar speki indíán- anna skulum við fara hægt í að selja land, sem við kannske alls ekki eigum, en erum aðeins með að láni meðan á jarðvist okkar stendur og eigum svo að skila afkomendum okkar jafngóðu og helst betra landi, en við tókum við. Reykjavík, 26. ágúst 2011. Man nú enginn Ein- ar Þveræing lengur? Eftir Leif Sveinsson » Því skora ég á ríkis- stjórnina að hafna beiðni hins kínverska auðmanns um samþykki á sölu Grímsstaða á Fjöllum. Leifur Sveinsson Höfundur er lögfræðingur. Ég tel mig heppinn mann því að ég hef fengið að taka þátt í starfi Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. Í daglegu tali köllum við okkur AkureyrarAkadem- íuna. Ég bættist í hóp- inn 2008 en þá hafði fé- lagið verið starfandi um tveggja ára skeið. Og nú erum við orðin fimm ára. Það er ástæða til þess að fagna því og ekki síður að þakka þeim sem áttu frumkvæði að stofnun félagsins á sínum tíma. Helsta ástæðan fyrir stofnun AkureyrarAkademíunnar var sú að nýta þyrfti betur þekkingu fræðafólks á Norðurlandi, skapa því vettvang til miðlunar og umræðu innávið sem og til samfélagsins. Þá knúði á þörf þessa hóps fyrir starfs- aðstöðu til rannsókna, og þörf sam- félagsins fyrir setur fræða, þangað sem stofnanir og fyrirtæki gætu einn- ig leitað eftir sérþekkingu á ákveðnum sviðum. Fræðastarf í gamla Húsmæðraskólanum Segja má að fljótlega hafi hug- myndin að baki AkureyrarAkademí- unnar þróast í tvískipta hugmynd. Við hlið fræðastarfseminnar sem er meginmarkmið félagsins, varð hús- næðið sjálft hluti af starfinu. Mörg þau sem nýttu sér aðstöðuna sem Ak- ureyrarAkademían hafði komið sér upp í gamla Húsmæðraskólanum tóku ástfóstri við húsið og varð húsið fljótlega því mikilvægur liður í starfi félagsins. Þau sem starfa í húsinu tala ein- um rómi um þann góða anda sem ríkir í húsinu. Þar er bjart, vítt til veggja, hátt til lofts og gluggar stórir, allt þættir sem eru til þess fallnir að þau sem þar starfi eflist að víðsýni og geti leyft sköp- unargleðinni að ráða ferðinni. Það er ekki laust við að maður öf- undi þau sem gengu í skóla í þessu húsi á sín- um tíma, enda húsmæðrakennslu sómi sýndur með þessu veglega húsi. Því er ánægja okkar sem nú störfum í húsinu um svo meiri að fá að halda húsinu og því starfi sem þar fór fram á lofti. Akademía Akureyrar Í hugum margra, bæði heima- manna og annarra, er Akureyri skólabær enda setja menntastofn- anirnar allar sterkan svip á menning- arlíf bæjarins. Tilkoma Akureyr- arAkademíunnar hefur enn aukið á þessa ímynd og bætt enn einum kosti í þá menningar- og mennta- flóru sem bærinn býður. Frá upphafi hefur Akademían sóst eftir samstarfi við menntastofnanir bæjarins, meðal annars í tengslum við viðburði eins og haust- og vorþing, sem og árlegar fyrirlestraraðir. Afnot Akademíunn- ar af húsnæðinu að Þórunnarstræti 99 eru auk þess til komin í góðu sam- starfi við Háskólann á Akureyri. Starfsvæði Akademíunnar nær vissu- lega til Norðurlands í heild, en þótt áhersla sé lögð á að efla tengsl við fræðasetur á svæðinu öllu eru um- svifin mest innan Akureyrar. Það er þó fremur litið jákvæðum augum enda er öflug miðstöð mikilvæg for- senda öflugs starfs á víðfeðmu starfs- svæði. Þótt Akademían leggi mikið upp úr góðu samstarfi við skóla og fræðasetur innan Akureyrar sem ut- an er sérstaða Akademíunnar henni einnig hugleikin. Staða Akademíunn- ar utan menntakerfisins, samhliða góðum tengslum hennar innan þess, eflir fræðastarf svæðisins í heild. Ýmsa sérfræðikunnáttu er meðal annars að finna innan raða Akade- móna sem ekki er að finna innan ann- arra fræðasetra á svæðinu. Auk þess er Akademían góður kostur sem eyk- ur starfsmöguleika fræðafólks á svæðinu. Stuðningur samfélagsins mikilvægur Því er eins farið með Akureyr- arAkademíuna og marga aðra aðila hér á landi að fjárhagurinn er þröng- ur. Það er því rík ástæða fyrir okkur sem störfum sem sjálfboðaliðar í Akademíunni að hvetja sem flesta til þess að styðja við Akureyr- ararAkademíuna. Með því að sækja viðburði í gamla Húsmæðraskól- anum, sýna starfinu áhuga og tala okkar máli sem víðast getum við í sameiningu haldið áfram því góða starfi sem hugsjónafólkið sem stóð að stofnun félagsins ýtti úr vör. Ég er sannfærður um að við erum fjölmörg sem viljum sjá gamla Húsmæðraskól- ann á Akureyri í góðum höndum. Þá er ég líka handviss um að langflestir þeirra tæplega 3.000 gesta sem sótt hafa AkureyrarAkademíuna heim á síðustu fimm árum vilja sjá starf fé- lagsins halda áfram að dafna og blómstra. Tökum höndum saman, byggjum upp lifandi fræðasamfélag í AkureyrarAkademíunni. Stöndum saman um AkureyrarAkademíuna Eftir Pétur Björg- vin Þorsteinsson » Fjöldi fólks stendur þétt á bak við Akur- eyrarAkademíuna. Nú þegar fjárhagurinn er þröngur er mikilvægt að sú uppbygging sem orð- ið hefur glatist ekki. Pétur Björgvin Þorsteinsson Höfundur er djákni í Glerárkirkju og formaður AkureyrarAkademíunnar. Hverjum finnst ekki yndislegt að vakna upp við nístandi hávaða jafnvel áður en haninn galar. Þessir ynd- islegu Tékkar okkar sem við vorum svo heppin að fá að vinna með vöktu okkur einmitt upp á þennan hátt, lát- andi okkur halda að hörmungar- atburður hefði átt sér stað. Fólk var misjafnlega auð- trúa þegar það sá Tékkana í hvítum málningarbúningum með gjallarhorn og enginn vissi sitt rjúkandi ráð. Allir hlupu hver í sína áttina og í misgóðu ástandi, sumir klæddu sig í rólegheit- unum og burstuðu tennurnar meðan aðrir ruku út á undirfötunum hálfsof- andi. Þegar út var komið áttuðu flest- ir sig á að enginn hörmungar- atburður hafði átt sér stað og þetta var bara æfing. Við vorum rekin eftir götunni eins og ráðvilltar kindur þar til við komum í byrgið okkar sem var pínulítið her- bergi þar sem allt fór úr böndunum. Hver og einn fékk ýktan karakter til að leika, engir voru sammála og mörg deiluefni komu upp. Ákveðnir aðilar grenjuðu og vældu ef þeim var ekki veitt sú umhyggja sem þau þurftu og hinir vildu drepa þá sem veikburða voru. Eftir langar sveittar rökræður og ádeiluefni var gott að komast í ferskt loft og vita að allir voru vinir aftur. Langþráður morgunmaturinn batt svo enda á frábært verkefni hjá Tékkunum. Um kvöldið þegar ég leit í spegilinn heyrðist í einum Tékk- anum fyrir aftan mig sem sagði að ég liti vel út, ætli að það hafi ekki bara verið samviskubitið að naga hann eft- ir örlagaríka vakningu um morgun- inn. Þetta var eitt af eftirminnileg- ustu verkefnum mínu á þessu námskeiði þar sem yfirskriftin var „Taking action when disaster strik- es.“ Það má segja að það hafi átt vel við. Nokkrir hugmyndaríkir sjálf- boðaliðar á vegum AFS komu þessu tveggja ára verkefni af stað milli Ís- lands, Belgíu, Tékklands og Portú- gals. Það er svo haldið tvisvar sinnum á ári, einu sinni í hverju landi og mun þessu samstarfi ljúka í Portúgal í september 2011. Þetta 10 daga verkefni gekk út á að öðlast reynslu bæði innbyrðis og frá öðrum yndislegum sjálfboðaliðum og frá björgunarsveitum og lögreglu- þjónum landsins. Við lærðum að bregðast við í hinum ýmsu aðstæðum, allt frá skógareldum til jarðskjálfta og allt þar á milli. Einnig vorum við svo heppin að fá að smakka ljúffeng- an mat frá ókunnu löndunum, auðvit- að elduðum við Íslendingarnir lamba- læri sem klikkaði ekki. Öll áttum við það sameiginlegt að hafa verið skipti- nemar í ókunnum löndum um ein- hvern tíma. Þarna vorum við svo saman komin á Íslandi. Það var með- al annars Evrópa unga fólksins sem gerði okkur kleift að halda þessi ung- mennaskipti. LILJA BJÖRK BJARNADÓTTIR, skiptinemi. Ævintýraleg vika Frá Lilju Björk Bjarnadóttur Lilja Björk Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.