Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 20

Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 ✝ SigurlínaBjarnadóttir fæddist í Reykja- vík 14. september 1951. Hún lést á heimili sínu á Miklubraut 74 í Reykjavík 22. ágúst 2011. Móðir hennar er Steinunn Gróa Valdimarsdóttir, f. 2. júlí 1925, en faðir hennar, Bjarni Knudsen, f. 9. mars 1924, er nú látinn. Sigurlína var þriðja af sex systkinum: 1) Valdimar Bjarnason, f. 25. nóvember 1943, maki hans er Unnur Edda Müller, f. 9. júlí 1952, og eiga þau tvær dætur, Ragn- heiði Söru og Rakel Ýri, fædd- ar 26. janúar 1976, en sonur þeirra var Róbert Kári, f. 30. 7. apríl 1969, maki Áslaug Ólafsdóttir, f. 3. janúar 1972, eiga þau tvö börn; Fannar Örn, f. 1. október 1992, og Ólöfu Rebekku, f. 15. janúar 1997. Fyrir átti Arnar Elvu Kristínu, f. 14. mars 1988. Sigurlína var í sambúð með Birni Blöndal en þau slitu sam- vistir. Þau eignuðust einn son, Ívar Blöndal Björnsson, f. 21. desember 1972, í sambúð með Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, f. 8. júlí 1982. Börn þeirra eru Júlía Rós, f. 16. desember 2002, Sindri Már, f. 20. mars 2004, og Andri Þór, f. 27. nóv- ember 2007. Ívar átti fyrir soninn Daníel Örn, f. 25. sept- ember 1998. Hinn 2. janúar 1996 eign- aðist Sigurlína Aron Ívar Benediktsson. Dyggur og trúr vinur Sigur- línu hin síðari ár var Sigurður Ómar Pétursson, f. 2. mars 1963. Sigurlína verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag, 31. ágúst 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. september 1980, d. 9. maí 1982. Fyrir átti Valdimar Magnús, f. 7. sept- ember 1965, og Dagmar, f. 4. októ- ber 1966, með Ástu Benedikts- dóttur. 2) Berta Karen Rumens á þrjá uppkomna syni, Brján, Hugo Brynjar og Thom- as Edward. 3) Kristmundur Már, f. 24. janúar 1954, á hann einn uppkominn son, Þórarin, f. 8. mars 1973. 4) Bjarni Steinar, f. 29. júní 1961, hann var kvæntur Margréti Harðar- dóttur, f. 13. júlí 1964, eiga þau þrjú börn; Bryndísi Stein- unni, f. 29. ágúst 1989, Hörð Má, f. 24. júlí 1991, og Maríu, f. 15. ágúst 2005. 5) Arnar, f. Elsku Lína mín. Ég á erfitt að trúa því að þú sért farin frá mér, elsku dóttir mín. Þú varst alltaf svo blíð og góð við alla. Ég sakna þín sárt en veit að góður guð vakir yfir þér. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Hvíl í friði elsku dóttir. Þín móðir, Gróa. Lína systir átti margt ógert þegar englar guðs heimsóttu hana árla mánudagsmorguninn hinn 22. ágúst sl. Hennar tíma hér á meðal okkar er lokið. Ekki væri hægt að leggja meiri þjáningar og erfiðleika á hana. Lína þurfti að takast á við mörg erfið veikindi í gegnum tíðina. Það vakti undrun hversu sterk hún var og fljót að jafna sig eft- ir erfiðar aðgerðir. Það var einnig aðdáunarvert hvað hún tók öllum áföllum með jafnaðar- geði. Alltaf stutt í brosið og staðráðin í að sigra veikindin. Lína sigraðist á mörgum erf- iðum veikindum í gegnum tíð- ina. Hún átti mörg góð ár mið- að við hennar líkamlega ástand eftir margar aðgerðir. Þegar lífið virtist ætla að verða henni þolanlegt gerðu veikindin vart við sig á ný. Hún var að und- irbúa 60 ára afmælið sitt sem hefði orðið hinn 14. september nk. Lína var þekkt fyrir mikið örlæti, naut þess að velja og finna og gefa fallegar gjafir, þrátt fyrir lítil fjárráð. Línu dreymdi um að ferðast til útlanda. Nú ferðast hún með englum guðs um alheiminn og þar mun hún uppskera allan þann kærleik sem hún sýndi öðrum í lifanda lífi. Það er mik- ið tómarúm sem hún skilur eftir sig. Minningarnar eru margar og góðar sem við eigum um Línu systur. Þær eiga eftir að hugga okkur á komandi árum. Lína hefur kennt okkur að peningaauðæfi er ekki það sem skiptir máli, heldur það að sýna væntumþykju í garð þeirra sem okkur eru kærir. Línu var alls staðar vel tekið. Hún átti marga góða vinnufélaga á þeim árum þegar hún hafði gott heil- brigði til að vera á vinnumark- aðinum. Lína systir hafði fal- lega áru sem eftir var tekið. Hennar æðruleysi mun aldrei hverfa úr mínum huga. Megi guðs englar vernda þig og varð- veita. Þinn bróðir, Steinar. Fyrstu kynni mín af Línu voru þegar Valdimar, síðar maðurinn minn, bauð mér heim til þeirra til þess að kynna mig fyrir móður sinni. Þá var ég ný- orðin 17 ára. Þegar við komum inn tók tilvonandi tengdamóðir mín á móti mér og yfir öxl hennar kíkti Lína. Eins og hún sagði mér síðar var hún afar forvitin að sjá stelpuna sem var einu ári yngri en hún sjálf sem stóri bróðir hennar var með. Lína var mjög falleg sem barn og ung stelpa og sú fegurð og fallegt brosið fylgdi henni alla ævi. Lína fór ekki mennta- veginn en valdi þess í stað að ganga í skóla lífsins. Alls staðar þar sem hún fór og vann var hún vel liðin og aldrei lét hún verk úr hendi falla og var ann- áluð fyrir mikinn dugnað og umhyggju gagnavart öðrum. Hún eignaðist tvo yndislega drengi, þá Ívar og Aron, sem báðir hafa fengið það besta frá móður sinni. Lífið fór hörðum höndum um Línu og átti hún síðari ár ævinnar við mikil veik- indi að stríða. En þrátt fyrir alla erfiðleika var alltaf stutt í brosið. Við hittum Línu nokkrum dögum fyrir andlátið og sagði hún okkur hversu spennt hún væri að halda upp á sextugs- afmæli sitt og hvort við og börn okkar og barnabörn kæmum ekki örugglega í veisluna. Okkur Valda þykir voða vænt um að hafa hitt hana svona glaða og ánægða með líf sitt þrátt fyrir veikindi sem hún hafði nýlega frétt að væru að taka sig upp aftur. Megi minningin um góða konu lifa. Valdimar Bjarnason og Unnur Edda Müller. Elsku Lína systir, eins og Addi mundi segja það. Mig langar að minnast Línu mágkonu minnar í örfáum orð- um. Mér er mjög minnisstætt hversu elskuleg og góð þessi stúlka var. Ég kalla hana stúlku vegna þess að hún var alltaf stelpa í sér. Langaði alltaf til að vera fín og sæt og var mjög ung í anda. Hún fékk snemma mikla athygli fyrir fallegt útlit. Hún upplifði eflaust ekki þá auð- veldu ævi eins og maður kynni að óska sér. Hætti í skóla korn- ung aðeins 14 ára gömul, fór þá að vinna og vann til 30 ára ald- urs en þá fór að halla undan fæti hjá þessari elsku. Það var mjög mikið gæfuspor í hennar lífi þegar hún kynntist Sigga sínum og voru síðustu 10 árin sérstaklega góð, ef kalla má það gott að hafa alltaf lítið á milli handanna og vera mjög mikið veik, því hún var ástfangin. Hún hringdi minnst tvisvar, ef hún var í heimsókn hjá okkur, til að kanna hvernig honum Sigga sínum liði. Hún var ein- stök í alla staði. Dýravinur var hún og það eru ábyggilega ekki margir sem toppa það. Henni leið mjög illa ef hún sá úti- gangskött, fannst hún verða að bjarga honum. Kisurnar hennar tóku brosandi á móti henni þeg- ar hún kom inn úr dyrunum heima hjá sér og það var greini- legt að einstakt samband var þarna á milli. Hún var einstak- lega hugulsöm og gjafmild manneskja og það er kannski sérstakt að oft gefa þeir mest sem minnst eiga. Samband okk- ar var alltaf mjög gott og hún elskaði að koma í heimsókn og fá góðan mat. Mér er mjög minnisstætt hversu mikið jólabarn hún var. Undanfarin ár hefur hún komið til okkar á aðfangadagskvöld drekkhlaðin af pökkum og byj- aði á að afsaka sig að hún hefði nú viljað gefa meira en hefði bara ekki haft tök á því. Já, það á vel við máltækið að guð taki þá til sín fyrst sem hann elskar mest. Hún var alltaf svo glöð og hress í seinni tíð og það var gaman að sjá hversu stutt var í brosið og vil ég þakka honum Sigga fyrir allt það góða sem hann gerði fyrir Línu sína. Hún hefði verið önnur án hans, það er eitt sem víst er. Það er alltaf yndislegt þegar fólk er ástfang- ið og það voruð þið svo sann- arlega. Í brúðkaupinu okkar vildi hún fá að flytja ræðu fyrir okk- ur eins og allir hinir en komst síðan ekki að og flutti hana bara sér fyrir okkur þegar hún var að kveðja okkur. Sagði m.a. að það væri örugglega auðvelt fyrir mig að búa með Adda, hann væri svo góður strákur og spurði síðan bróður sinn, eða sagði honum réttara sagt, að vera alltaf góður. Vissi greini- lega betur. Þá hittum við Sigga í fyrsta skipti og sáum hversu mikið ljúfmenni hann er. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég þakka fyrir margar góðar stundir og mun ávallt minnast þín með bros á vör. Megi góður guð varðveita þig og minninguna þína um ynd- islega fallega og góða stúlku. Ég votta Sigga, Ívari, Gróu og allri fjölskyldunni mína sam- úð. Takk fyrir samferðina, Lína mín. Þín Áslaug. Elsku Lína mín, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Við sem vorum að skipuleggja sex- tugsafmælið þitt. En skjótt skipast veður í lofti og nú erum við að kveðja þig í kirkjunni þar sem við ætluðum að gleðjast með þér. Þú varst búin að ganga í gegnum margt á þinni lífsleið en þú varst alltaf svo brosmild þegar við hittumst og þannig mun ég minnast þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Guð geymi þig Lína mín. Þín frænka Ingveldur Valdimarsdóttir. Elsku Lína mín. Það er mjög skrítið og sárt að þú sért farin frá okkur. Þú varst alltaf svo góð við mig og okkur öll. Ég helt að þú myndir ekki fara frá okkur svona snemma en svo gerðist það og maður getur ekki breytt því. Ég er sögð vera lík þér og það gleður mig mjög mikið og ég er mjög stolt af því. Jólin í ár verða mjög skrítin án þín, ég man alltaf þegar pabbi þurfti að fara að sækja þig, ömmu og Mugg, þú varst alltaf svo yndisleg og ljúf við mig, ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fyrir allt það sem þú hefur gefið mér, þú varst falleg bæði að innan og utan. Ég vildi að þú gætir verið að- eins lengur á lífi, gætir alla vega átt 60 ára afmælið þitt sem þú varst svo spennt fyrir. Við munum aldrei gleyma þér og munum alltaf hugsa til þín, þú varst yndisleg eins og þú varst. Þú munt alltaf vera til staðar í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Guð blessi þig og hvíldu í friði Lína mín, ég elska þig. Þín Ólöf Rebekka. Sigurlína Bjarnadóttir ✝ Ruth Guð-mundsson fæddist í Char- lottenlund í Kaup- mannahöfn 2. októ- ber 1914. Hún lést á heimili sínu í Seljahlíð 17. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Jens Mart- in Andersen úti- bússtjóri og Theodora Andersen húsmóðir. Systkini hennar voru Ellinor, Grethe, Jakob og Erik, öll látin. Hinn 29. maí 1943 maí giftist Ruth Axel Guðmundssyni, full- trúa á Skattstofunni, f. 14. apríl 1905. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðmundur Jens Axelsson fv. framkvæmdastjóri, f. 12. nóvember 1943, kvæntur Arndísi Axelsson. Börn þeirra eru: a) Kristín Couch ljósmynd- búð með Vali Grettissyni blaða- manni. Sonur þeirra er Ólafur Grettir. c) Guðný Elín þjónustu- fulltrúi, f. 19. apríl 1969, hún er í sambúð með Bjarna Jóns- syni vélsmið. Þau eiga tvö börn, Írisi Ósk og Jónas Frey. 3) Dóra Axelsdóttir kennari, f. 4. maí 1956, hún er gift Guð- mundi R. Jónssyni prófessor. Börn þeirra eru: a) Rut verk- fræðingur, f. 4. febrúar 1984, hún er í sambúð með Heimi Má Helgasyni rafvirkja og há- skólanema. b) Unnur Ágústa háskólanemi, f. 9. ágúst 1987. c) Jón Viðar háskólanemi, f. 3. ágúst 1989. Ruth ólst upp í Charlotten- lund í Kaupmannahöfn í Dan- mörku. Hún lauk prófi í hár- greiðslu og starfaði við það um skeið. Árið 1939 kom hún til Ís- lands og hefur hún búið hér síðan. Lengst af var hún hús- móðir, en eftir fráfall Axels hóf hún störf í þvottahúsi ríkisspít- alanna og síðar á saumastofu ríkisspítalanna. Ruth verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 31. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ari, f. 22. júlí 1965, gift Guðmundi Þórðarsyni kerf- isstjóra, þeirra dætur eru Bríet og Marín. b) Lísa Ruth, f. 20. sept- ember 1968, í sam- búð með Per Ti- deus verkfræðing. Dóttir þeirra er Linn Alexandra. Sonur hennar og Gunnars Þórs Sch. Elvarssonar er Aron. c) Axel Guðmundsson flugþjónn, f. 12. september 1970. 2) Ólafur Axelsson lög- fræðingur, f. 22. september 1946, látinn 14. janúar 2002. Börn hans eru: a) Katrín kvik- myndagerðarkona, f. 17. mars 1970. Hún á þrjú börn, Heklu, Flóka Antonio og Theodor Úlf. b) Hanna Ruth blaðamaður, f. 13. janúar 1979, hún er í sam- Okkur langar að minnast ömmu okkar með nokkrum orð- um. Í okkar huga var amma ein- stök kona sem var alltaf til í að hlusta á okkur og hvatti okkur til góðra verka. Amma Ruth var fædd í Danmörku. Líklega hef- ur verið ævintýraþrá í ömmu en nokkrum sinnum heyrðum við söguna af því þegar hún hélt á vit ævintýranna á Íslandi þá 25 ára gömul. Hún hafði ráðið sig til eins árs sem hárgreiðslukona á Íslandi árið 1939. Dvölin lengdist hins vegar í rúm 70 ár en seinni heimsstyrjöldin setti strik í reikninginn og amma komst ekki til baka þegar hún ætlaði sér. Við eigum margar góðar minningar um ömmu. Fyrst úr Ljósheimum þar sem oft var gist og þá voru iðulega bakaðar pönnukökur. Stofunni var reglulega umbreytt í saumastofu auk þess sem amma kenndi okkur stelpunum að prjóna og hekla. Síðustu árin dvaldi amma svo í Seljahlíð. Þar sátum við oft saman og lásum nýjasta slúðrið um dönsku kon- ungsfjölskylduna og ræddum um hvað litlu prinsarnir og prinsessurnar væru mikil krútt. Svo leysti amma krossgáturnar í dönsku blöðunum, sagði að það væri svo gott fyrir heilann. Þar hafði hún áreiðanlega rétt fyrir sér því hún náði 96 ára aldri og var skýr í kollinum alla tíð. Amma var mikil dama og lagði mikið upp úr því að vera vel til höfð. Fram á síðasta dag fór hún í lagningu auk þess sem neglurnar voru snyrtar og lakk- aðar að lágmarki tvisvar í mán- uði. Ef hárið og neglurnar voru í lagi þá leið henni vel og sagð- ist bara þurfa nýjan kjól og þá gæti hún sko farið á ball. Amma lifði heilsusamlegu lífi. Henni fannst ekkert varið í sætindi og sagðist oft geta lifað á ávöxtum einum saman. Hún átti þó einn veikleika en það voru franskar kartöflur. Þegar við heimsótt- um hana í Seljahlíð og vildum hafa „kósíkvöld“ tókum við stundum með okkur franskar kartöflur og borðuðum með henni. Amma kenndi okkur margt og mikið um lífið og tilveruna. Líklega lærðum við mest af því hversu jákvæð amma ávallt var. Alveg sama hvað gat gengið á, þá sá amma alltaf einhverja ljósa punkta í tilverunni. Við eigum eftir að sakna ömmu mikið, sakna þess að fara ekki oftar í Seljahlíð og sitja með ömmu og ræða um lífið og tilveruna, en við vitum að hún er á góðum stað hjá afa Axel og Óla frænda og líður vel. Blessuð sé minning hennar. Rut, Unnur Ágústa og Jón Viðar. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástar örmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Þessar ljóðlínur Axels uppá- haldsfrænda míns og föðurbróð- ur komu upp í hugann við fráfall Rúdýar. Það var mikil gleði þegar Axel kom með hana inn í stórfjölskylduna og hún tók okkur systrum, sem þá vorum smástelpur, opnum örmum. Hún var fædd og uppalin í Dan- mörku og átti þar yndislega fjölskyldu, sem við fengum að kynnast síðar. Hjónaband þeirra Axels var fagurt og heillaríkt og eftir að börnin þeirra þrjú komu til sögunnar, helgaði hún sig heimilinu, enda nóg að gera og gestkvæmt mjög. Hjónin voru yfirveguð, hógvær og þægileg í allri fram- komu og þá mannkosti hlutu börn þeirra í vöggugjöf. Rudý var falleg kona, lítil og nett, með sjarmerandi danskan framburð á íslenskunni og dill- andi hlátur. Danski húmorinn var ríkur í fari hennar. Hún bjó yfir miklu æðruleysi og yfirveg- un sem kom svo vel í ljós við fráfall Axels alltof snemma og ekki síður, þegar Óli yngri son- ur þeirra hjóna dó úr hjarta- áfalli í blóma lífsins. Það var mikið áfall enda var hann mjög náinn móður sinni eins og reyndar systkinin öll. Ræktar- semi og kærleikur einkenndi samskipti systkinanna við móð- ur sína og síðar myndaðist náið samband Rúdýar við barna- börnin, með sömu formerkjum. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hafa fjölskylduböndin verið sterk á milli okkar, sam- skiptin náin og síðustu árin höf- um við Rúdý átt ánægjulegar samverustundir á heimili henn- ar í Seljahlíð. Þar röbbuðum við saman um liðna tíð og skipt- umst á fréttum af okkar fólki. Rudý var 96 ára þegar hún andaðist. Hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag og í gegnum árin hafa synir mínir oft haft á orði, að í hvert skipti sem þeir hittu hana, virtist sem aldurinn biti ekkert á hana. Hún lifði heilbrigðu og innihaldsríku lífi og varð tíðrætt um hversu lífið hefði verið henni hliðholt, þrátt fyrir áföll. Fyrir það var hún þakklát. Það var mannbætandi að fara á hennar fund, hún var ein af mínum fyrirmyndum í lífinu og ég sakna þess að samveru- stundirnar verða ekki fleiri að sinni. Um leið og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í gegnum lífið. Elsku Dóra, Mansi, fjöl- skyldur ykkar og niðjar Óla. Ég og strákarnir mínir sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að blessa minningu elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Bjarney V. Tryggvadóttir. Ruth Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.