Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Sæll félagi! Þetta var hlýlegt
ávarp samvinnumanns úr Mjóa-
firði og framsóknarmanns í besta
skilningi þess orðs. Nú heyrir
ávarpið minningunni til en endur-
ómur þess lifir í huganum, rétt
eins og önnur sérkenni eiganda
þess, Hjálmars Vilhjálmssonar,
sem ég naut þeirra forréttinda að
starfa með í ríflega fjóra áratugi á
Hafrannsóknastofnuninni. Hjálm-
ar var alúðlegur og kátur, einstak-
lega lipur í samstarfi og hrein-
skiptinn. Margar kunni hann
sögurnar af körlum og konum í
Mjóafirði.
Hjálmar lauk fiskifræðinámi í
Skotlandi 1965 og vann allan
starfsferil sinn við Hafrannsókna-
stofnunina. Rannsóknir hans
snerust einkum um uppsjávar-
fiska sem eru mikilvægir í vist-
kerfi hafsins og þjóðarbúinu verð-
mætir. Snemma á starfsferli hans
komu hafísárin svokölluðu sem
voru okkur mikilvæg lexía. Þau
sýndu það hversu viðkvæmt lífríki
hafsins er hér við land og hvað
breytingar í því geta verið óvænt-
ar og hraðar. Síldin hvarf, þjóð-
artekjur hrundu.
Flestir munu tengja rannsókn-
ir Hjálmars loðnu eða uppsjávar-
fiskum, enda skilaði hann miklum
og árangursríkum verkum á þeim
vettvangi. Það var ekki síður
merkileg glöggskyggni hans á
ástand sjávar og skilningur á
tengslum þess við vistkerfi stórra
hafsvæða. Hjálmari var ljóst að
hnattrænar veðurfarsbreytingar,
sem mannkyn allt þarf að glíma
við, gætu haft mikil og jafnvel
óhagstæð áhrif hér nyrst í Atl-
antshafi. Á grundvelli þekkingar
sinnar á þessu sviði var Hjálmar
kallaður til alþjóðlegra verkefna
og má sérstaklega nefna skýrslu
Loftslagsnefndar Sameinuðu
þjóðanna sem út kom 2007 en það
starf var síðar heiðrað með Frið-
arverðlaunum Nóbels.
Hjálmar var snyrtilegur maður
og hann bar klæði sín vel. Allt var
til fyrirmyndar, ermalengd sem
skálmasídd, litaval og stíll. Ekki
er ólíklegt að Kolla kona hans hafi
komið við sögu í þessum málum
enda var árangurinn einstakur.
Við Sigrún vottum fjölskyldu
Hjálmars dýpstu samúð og fáum
að deila með henni minningu um
góðan dreng.
Vertu nú sæll félagi og ljósinu
falinn.
Jón Ólafsson.
Óvænt er fallinn í valinn góður
samstarfsmaður og vinur, Hjálm-
ar Vilhjálmsson, sem ég vil hér
minnast með nokkrum orðum.
Hjálmari kynntist ég fyrst sum-
arið 1976 er ég starfaði sem sum-
arstarfsmaður á Hafrannsókna-
stofnuninni. Þegar við hittumst í
fyrsta sinn fannst mér hins vegar
sem ég hefði þekkt hann lengi áð-
ur. Það tengdist því að Hjálmar
var á þessum árum, sem og reynd-
ar oftast á sínum starfsferli, áber-
andi í fjölmiðlum og eins var hann
var viðræðugóður og sýndi áhuga
því sérsviði sem ég hugðist
mennta mig á.
Mér er minnisstætt er ég fór í
minn fyrsta rannsóknaleiðangur
með Hjálmari haustið 1983.
Stuttu eftir að landfestar voru
leystar kallaði hann mig til sín í
leiðangursstjóraklefann, kveikti
sér í sígarettu, teygði höndina í
Hjálmar
Vilhjálmsson
✝ Dr. philos.Hjálmar Vil-
hjálmsson fæddist á
Brekku í Mjóafirði
25. september
1937. Hann lést á
Landspítalanum
20. ágúst 2011.
Útför Hjálmars
fór fram frá Hall-
grímskirkju 23.
ágúst 2011.
ljóðabók og hóf að
lesa upp. Bókina
þekkti ég ekki, en
ljóðin þóttu mér
áhugaverð þar sem
þau lýstu mannlegu
eðli af margvíslegum
toga. Þegar ég
spurði Hjálmar
hvaða bók þetta væri
var svarið: Ljóða-
safn (þýðingar)
Magnúsar Ásgeirs-
sonar, ein af hans uppáhaldsbók-
um, en ljóðin sem hann las voru
eftir sænska skáldið Gustaf Fröd-
ing. Er í land kom lét ég það verða
mitt fyrsta verk að kaupa Ljóða-
safnið og löngum hef ég metið það
á sama hátt og Hjálmar. Nú þegar
Hjálmar er allur og ég hugsa til
baka um þann mann sem hann
hafði að geyma, lífshlaup hans og
okkar góðu kynni skil ég vel hvers
vegna hann dáðist að ljóðum
Frödings.
Á Hafrannsóknastofnuninni
tókst fljótt með okkur Hjálmari
vinátta og síðan margvíslegt sam-
starf þar til hann lét af störfum
fyrir um fimm árum. Það var gott
að starfa með Hjálmari, hann
hafði víðtæka þekkingu og
reynslu á viðfangsefnum fiski-
fræðinnar, var ósérhlífinn, vand-
virkur, greiðvikinn, gamansamur
og síðast en ekki síst góður félagi.
Hjálmar átti farsælan feril sem
stjórnandi loðnurannsókna á Haf-
rannsóknastofnuninni í nær fjóra
áratugi. Þeir sem til þekkja vita að
þar er um ræða eitthvert van-
þakklátasta starf sem um getur
innan stofnunarinnar en með
ódrepandi áhuga, þolinmæði,
samstarfi við hagsmunaaðila sem
og léttu hugarfari leysti Hjálmar
það af hendi svo ekki varð betur
gert.
Hjálmar var vel lesinn og fróð-
ur langt út fyrir starfssvið sitt,
kunni ógrynni af sögum og hafði
gaman af að segja frá. Við sam-
starfsmenn hans kölluðum þessar
frásagnir gjarnan einu nafni
„Mjóafjarðarsögur“ en þær
greindu yfirleitt frá furðulegum
persónum eða spaugilegum uppá-
komum sem oft tengdust heima-
slóðum Hjálmars eða honum sjálf-
um.
Þegar stund gafst milli stríða
var Hjálmar handlaginn heima-
við, mikill fjölskyldumaður og
hann gladdist mjög þegar barna-
börnin komu í heiminn og var
óþreytandi að sinna þeim.
Vor gæfa er léttvæg, af gleðinni logið,
menn gera ekki rétt það sem skapað var
bogið,
en iðrunarstunur og amakvein
bæta engin mein
(Gustaf Fröding)
Við Ásta kveðjum góðan dreng
og sendum Kolbrúnu og fjöl-
skyldu samúðarkveðju á sorgar-
stund.
Ólafur S. Ástþórsson.
Mér var brugðið og fann til
mikillar hryggðar er ég fregnaði
skyndilegt fráfall kollega og kærs
vinar, Hjálmars Vilhjálmssonar.
Við Hjálmar kynntumst fyrir um
þremur áratugum á fundum um
fiskveiðimál, því að við fengumst
báðir við rannsóknir á loðnu.
Næstu árin unnum við náið saman
að margvíslegum vísindaverkefn-
um. Hjálmar var ekki einungis
einn þekktasti fræðimaður heims
á sviði loðnu heldur einnig sér-
fræðingur um aðrar fisktegundir
við Ísland og veiðar þeirra. Vegna
þessarar yfirgripsmiklu þekking-
ar tók hann ríkan þátt í alþjóð-
legum samstarfsverkefnum. Á
síðustu starfsárunum tók hann
þátt í tveimur viðamiklum rann-
sóknarverkefnum þar sem áhrif
loftslagsbreytinga á fiskveiðar í
heiminum voru rannsökuð og
reynt að spá um þau. Hann gerði
sér ávallt fulla grein fyrir mikil-
vægi loðnu fyrir vistkerfi sjávar
og áhrifum hennar á aðra fiski-
stofna og þar með á efnahag þjóð-
arinnar.
Áhugi á fiskrannsóknum dvín-
aði alls ekki þótt hann færi á eft-
irlaun. Hann hélt nánu sambandi
við fyrrverandi starfsfélaga sína á
Hafró og fylgdist af áhuga með
rannsóknum þeirra, einkum á
loðnu, og sendi mér reglulega nýj-
ustu fregnir af ástandi loðnu-
stofnsins. Ásamt norskum kollega
okkar lukum við nýlega við tvær
fræðigreinar þar sem bornir voru
saman ýmsir þættir í líffræði
loðnu í Barentshafi, í hafinu við Ís-
land og undan ströndum Ný-
fundnalands.
Við Hjálmar urðum nánir vinir
þótt höf og lönd skildu að. Fyrir
um 20 árum komu hann og Kol-
brún, eiginkona hans, til St.
John’s á Nýfundnalandi er hann
vann að ritun bókar sinnar um
loðnu við Ísland. Hjálmar var
mjög mannblendinn. Fljótlega
eftir að hann kom til okkar þekkti
hann alla og vinnudagurinn hófst
ekki fyrr en hann hafði fengið sitt
kaffi og boðið hverjum og einum
góðan dag. Mér lærðist fljótt að
svona var Hjálmar – allir urðu vin-
ir hans og hann vinur allra. Þegar
við hjónin og kornung dóttir okk-
ar komum til Íslands tóku þau
hjónin á móti okkur á heimili sínu
af einlægri hlýju og fóru með okk-
ur líkt og við værum konungborin
og því munum við aldrei gleyma.
Hann var frábær sögumaður og
líklega hefur hann ræktað þá list
með sér á unga aldri er hann ólst
upp fyrir daga sjónvarps. Hann
hafði unun af því að segja sögur og
heyra sögur og þessu tilheyrði
ómæld kaffidrykkja. Hann gat
rætt um hvaða málefni sem var,
en iðulega lýstu sögurnar eigin
reynslu og í þeim kom fram kímni
þar sem hann oftar en ekki gerði
óspart grín að sjálfum sér.
Hjálmar hafði yndi af starfi
sínu og átti vini vítt og breitt um
heiminn, en það fór ekki fram hjá
neinum að fjölskylda hans var
kjarninn í lífi hans. Þegar hann
talaði um fjölskylduna var ljóst að
þar ríkti gagnkvæm ást og virðing
ofar öllu öðru. Við hjónin, og
Elizabeth, dóttir okkar, vottum
Kolbrúnu og fjölskyldu hennar
dýpstu samúð. Í hvert sinn er við
hugsum til Hjálmars streyma
fram ljúfsárar minningar; sárar
vegna þess að hann féll of fljótt frá
en ljúfar vegna samvista sem við
nutum og þær minningar munu
ylja okkur um ókomin ár.
James Carscadden,
St. John’s, Nýfundnalandi,
Kanada.
Í ársbyrjun 1959 kom nýlega
tvítugur háskólastúdent til starfa
á fiskideild Atvinnudeildar Há-
skóla Íslands. Hjálmar Vilhjálms-
son hét hann þessi ungi maður
sem fékk það hlutverk að aðstoða
mig við síldarrannsóknir og Þór-
unni Þórðardóttur við rannsóknir
á plöntusvifi. Hann varð strax eft-
irsóttur við hvers konar rann-
sóknastörf enda snilldar hand-
bragð á öllu sem honum var falið
að gera. Fáum vikum eftir að
Hjálmar hóf starf á fiskideildinni
var hann svo sannarlega orðinn
hvers manns hugljúfi. Um haustið
hélt hann til náms í fiskifræði við
háskólann í Glasgow. Að loknu
námi var hann fastráðinn og urðu
loðnurannsóknir aðalviðfangsefni
hans.
Við hrun síldarinnar á sjöunda
áratugnum jukust loðnuveiðar
hratt og þær urðu mikilvægur
þáttur í sjávarútveginum. Þessum
veiðum varð að stjórna. Það kom
því í hlut Hjálmars að meta stærð
loðnustofnsins og móta tillögur
um leyfilegan hámarksafla. Þeim
var ævinlega vel tekið ef lagt var
til að aflinn yrði aukinn. Öðru máli
gegndi ef tillögurnar fólu í sér
miklar takmarkanir eða jafnvel
veiðibann. Þá var stundum brugð-
ið á það ráð að senda Hjálmar í
annan leiðangur í þeirri von að
meira mældist en í þeim fyrri.
Stundum brugðust þær vonir og
umræðurnar sem fylgdu voru
harðar. Þá kom sér vel að Hjálm-
ar hafði einstaklega gott lag á
fólki og honum veittist auðvelt að
orða skoðanir sínar á sannfærandi
hátt og ævinlega var stutt í gam-
ansemina.
Árin liðu, Hjálmar óx í starfi og
öðlaðist víðtæka reynslu. Hann
ávann sér traust sjómanna sem
mátu yfirburða þekkingu hans á
lífsháttum loðnunnar. Sú þekking
kemur glögglega fram í tíma-
mótadoktorsritgerð hans. Sagna-
þulur var hann með afbrigðum
góður og skemmtilegur. Aldrei
var góð saga svo sögð í návist hans
að hann rifjaði ekki upp aðra hlið-
stæða en miklu skemmtilegri – og
auðvitað frá Mjóafirði.
Þegar innra skipulagi stofnun-
arinnar var gerbylt á níunda ára-
tugnum stýrði hann nefnd sem
fjallaði um þessar breytingar og
var helsti hugmyndasmiður
þeirra. Og síðar þegar hafinn var
undirbúningur að smíði á nýju
hafrannsóknaskipi var ákveðið að
innan stofnunarinnar yrði sérstök
nefnd sem kæmi á framfæri allri
þeirri reynslu og þekkingu sem
starfsmenn hennar réðu yfir og
kæmi að gagni við hönnun skips-
ins. Hjálmar var valinn formaður
þessarar nefndar. Hann tók einn-
ig þátt í starfi á alþjóðavettvangi
og bar þar hæst þátttöku hans í
nóbelsverðlaunaðri skýrslu um
loftslagsbreytingar af mannavöld-
um.
Ungur varð Hjálmar fjöl-
skyldumaður. Rannsóknaleið-
angrarnir urðu margir og langir,
og reyndi þá mikið á Kolbrúnu
konu hans, en hann sinnti börn-
unum hvenær sem tími gafst og
síðar barnabörnunum. Hann var
einstaklega laghentur, góður
smiður og mikið snyrtimenni.
Margir nutu góðs af hagleik hans
og greiðvikni, og er ég einn af
þeim. Við unnum mjög náið saman
í 40 ár og aldrei bar neinn skugga
á samstarf okkar. Hann var sann-
ur vinur og þegar ég kveð hann er
mér þakklæti efst í huga.
Jakob Jakobsson.
Það var haustið 1953, fyrir 58
árum, sem leiðir okkar lágu sam-
an. Við vorum 32 að tölu, 16 ára
flest okkar og komum víða að af
landinu. Við vorum að setjast í
heimavistarskóla, flest í fyrsta
sinn. Það lá eftirvænting í loftinu,
enda staðurinn Laugarvatn,
sveipaður rómantík í sunnlensk-
um sveitum. Vorið áður hafði
Menntaskólinn að Laugarvatni
verið formlega stofnaður og við
vorum fyrsti hópurinn sem hóf
nám í skólanum eftir stofnun
hans. Það fannst sumum merking-
arþrungið.
Einn í hópnum var Hjálmar
Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóa-
firði. Hann skar sig ekki úr hópn-
um nema fyrir það að hann stam-
aði á þessum árum. Ekki lét
Hjálmar það hindra sig og ekki
man ég eftir að hann yrði fyrir
stríðni þess vegna, sem er til vitn-
is um hans látlausu framkomu,
frekar en göfugmennsku okkar
bekkjarsystkinanna. Hjálmar
kom þá eins og alltaf til dyranna
eins og hann var klæddur, varð
strax allra. Á menntaskólaárun-
um var Hjálmar prýðilegur náms-
maður, var þó ekki í flokki af-
burðanámsmanna. Að loknu
stúdentsprófi nam hann fiskifræði
við háskóla í Glasgow og kom
heim til starfa hjá Hafró að námi
loknu. Hann óx stöðugt sem vís-
indamaður í fiskifræðum og varð
doktor í þeim fræðum frá háskól-
anum í Bergen. En frami hans
sem fræðimanns stöðvaðist ekki
við það og hann náði þeim glæsi-
lega árangri að verða einn af
fremstu vísindamönnum á heims-
vísu í sinni fræðigrein. Til vitnis
um það er þátttaka hans í mörg-
um innlendum og alþjóðlegum
nefndum sem fjölluðu um vist-
kerfi hafsins. En sennilega náði
frami hans sem fræðimanns hæst
með þátttöku hans og forystu í
milliríkjanefndinni um loftslags-
breytingar sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels 2007. Fyrir utan Fin-
sen er Hjálmar einn Íslendinga
sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun
vegna fræðastarfa sinna.
Það er satt að segja umhugs-
unarefni hvers vegna þessi frami
Hjálmars á heimsvísu hefur ekki
náð til þjóðarinnar, allavega hefur
árangri hans ekki verið hampað í
fjölmiðlum. Þetta er því meira
áberandi þegar hugsað er til fjöl-
miðlafársins í kringum margskon-
ar froðu sem hampað er sem
heimsviðburðum. Hins vegar var
hógværð Hjálmars slík að hann
hampaði ekki frama sínum, suss-
aði jafnvel á þá sem vildu halda af-
reki hans á lofti. Frami hans steig
honum aldrei til höfuðs.
Hjálmar var gæfumaður í
einkalífi, jafnlyndur og greiðvik-
inn með afbrigðum. Hann var allt-
af sami góði félaginn, alltaf með
glens og gamanyrði, naut þess að
segja sögur, sannkallaður sagna-
meistari.
Sífellt fækkar í hópnum okkar
sem útskrifaðist frá Laugarvatni
1957, en Hjálmar er sá 11. af 27
sem kveður. Og eftir því sem fleiri
fara verður erfiðara að kveðja. Við
hin yljum okkur við minningarnar
og speglum okkur í frama geng-
inna félaga og trúum því að það
hafi verið merkingarþrungið að
vera fyrsti hópurinn sem settist í
nýstofnaðan menntaskóla á Laug-
arvatni 1953. Hjálmar var einn
merkisberi þeirrar hugljómunar.
Við vottum Kolbrúnu og börnum
þeirra, Vilhjálmi föður Hjálmars
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystkina,
Gísli G. Auðunsson.
Meira: mbl.is/minningar
Fátækleg orð frá vini.
Enn einn af Íslands hæfustu
mönnum hefur nú kvatt þennan
táranna dal. Hjálmar, eða Hjalli
eins og hann var tíðast nefndur af
vinum hans og fjölskyldu, var tví-
mælalaust einn slíkur. Jafnframt
að vera meðal Íslands fremstu
fiskifræðinga, þá var hann,
kannski framar öllu, drengur góð-
ur. Hjalli var margfróður,
skemmtilegur og vinamargur. Að
honum er mikill missir.
Við Hjalli kynntumst í Glas-
gow, en þar vorum við báðir við
nám. Urðum við fljótt góðir vinir
og félagar. Ekki er hægt að minn-
ast Hjalla og Glasgow-tímans án
þess að Kolbrún kona hans komi
þar líka við sögu. Þegar mér verð-
ur hugsað til ánægjulegustu
stundanna þar þá kemur alltaf
upp í hugann „Hjalli og Kolla“.
Þau hjón voru frábærlega gestris-
in og vinsæl, alltaf voru dyr þeirra
opnar íslensku námsmönnunum,
sem í þá daga voru allmargir í
borginni og í dag flestir nafnkunn-
ir. Heima hjá þeim var því oft
glatt á hjalla, spjallað, sungið, sög-
ur sagðar og vandamál heimsins
farsællega leyst.
Síðustu ár Hjalla í námi leigð-
um við saman íbúð í Doune
Quadrant á bökkum árinnar Kelv-
in ásamt Jakobi Jakobssyni. Þar
kynntist ég annarri og ekki síður
frábærri hlið teymisins „Hjalla og
Kollu“. Þau voru einstaklega sam-
rýmd, og ég naut þeirrar ánægju
að kynnast syninum Sigurði og
Ínu dótturinni yngstu, sem var
allra yndi. Þessi íslensla nýlenda
breytti götumyndinni talsvert,
sérlega er varðaði aðra íbúa húss-
ins. Gangar ilmuðu af hangikjöti,
sem við hengdum upp í anddyri
íbúðarinnar, og harðfiski að heim-
an; fjölbreytni tungumála og
hljóma jókst umtalsvert, en
skoskir nágrannar okkar tóku
þessu öllu með stóískri ró eftir
nokkrar fortölur.
Minningarnar frá þessum tíma,
sem ég átti með „Hjalla og Kollu“,
eru mér afar dýrmætar og með
þeim bestu sem ég á. Þakka ég
það teyminu „Hjalla og Kollu“ og
bið af einlægni að ferð Hjálmars
um hina grænu dali eftirlífsins
verði farsæl og góð.
Föður Hjálmars, Kolbrúnu og
börnum þeirra öllum sendum
kona mín og ég innilegar samúð-
arkveðjur, og biðjum þau að minn-
ast í sorg sinni orða Hallgríms
Péturssonar um kaleik sorgarinn-
ar:
Kvöl sína Jesús kallar
kaleik áskenktan sér.
Kross þinn og eymdir allar
eins máttu nefna hér,
því Drottinn drakk þér til,
fyrir þig þá hann píndist,
svo þú, mín sál, ei týndist,
gjör honum gjarnan skil.
Þú mátt þig þar við hugga,
hann þekkir veikleik manns,
um þarftu ekki að ugga
ádrykkjuskammtinn hans,
vel þín vankvæði sér,
hið súrasta drakk hann sjálfur,
sætari og minni en hálfur
skenktur er skerfur þér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð blessi ykkur öll.
Inger og Einar Tjörvi.
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og
minningarathöfn ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, sonar, bróður, mágs og frænda,
MAGNÚSAR RÓBERTS
RÍKARÐSSONAR OWEN
flugstjóra.
Dorothy Butler Owen,
Róbert Leó Magnússon Owen,
John Magnusson Owen,
Jacob Magnusson Owen,
Magnus Liam Magnusson Owen,
Ríkarður Owen, Alda S. Björnsdóttir,
Magni Ríkarðsson Owen,
Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir,
Sylvía Rós Ríkarðsdóttir Owen,
Hildur Margrét Ríkarðsdóttir Owen,
Hulda Cathinca Guðmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason,
Jón Sigurður Magnússon,
Marteinn Helgi Þorvaldsson,
Elín Guðlaug Stefánsdóttir,
Hanna Guðrún Stefánsdóttir,
Stefán Huldar Stefánsson
og fjölskyldur þeirra.