Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 25

Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 þínu og litlu dótturinnar. Þú skil- ur eftir stórt skarð en líka ynd- isleg og flott börn, þau Kela og Guðrúnu sem voru þér svo mikið. Við hlökkum til að fá að kynnast Sigríði Hönnu sem án nokkurs vafa verður yndisleg eins og hún á kyn til. Við lofum þér að vera Gísla og börnunum ykkar innan handar um ókomna tíð. Það er með sorg í hjarta sem við kveðj- um þig elsku Hanna Lilja og líka hana Valgerði Lilju, litla yndis- lega engilinn ykkar. Guð geymi ykkur og varðveiti. Óskar og Hjördís Rut. Margs er að minnast þegar hugurinn reikar til baka á Hótel Eddu árin á Laugarvatni. Í minn- ingunni var alltaf gaman hjá okk- ur. Dagurinn byrjaði snemma og þegar út á hótelherbergin var komið varð Hanna Lilja eins og stormsveipur í grænum bómull- arhönskum og kom okkur hinum í hlutverk af mikilli röggsemi. Inn á milli voru teknar pásur og þá var lagt á ráðin með næsta partý, sem voru ófá, og mikið hlegið. Hanna Lilja var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar enda leitun að annarri eins útgeislun, sólin sjálf mátti vara sig. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum kveðja konu með mikinn karakter og stórt hjarta sem kvaddi ástvini sína allt of snemma. Blessuð sé minning litlu stúlk- unnar sem nú hvílir hjá móður sinni. Við biðjum fyrir fjölskyldu og vinum Hönnu Lilju á þessum erf- iðu tímum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Heiða Björg, Hildur Björk, Sabína Steinunn og Sigrún. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Það er þungbært að minnast og kveðja elsku Hönnu Lilju sem svo snögglega hefur verið brott- kvödd á besta aldri frá ungum börnum. Hugurinn leitar til baka til þess tíma er við unnum saman á Hótel Eddu á Laugarvatni. Guðrún móðir hennar hafði unnið hjá okkur á Eddunni áður en Hanna fæddist og reynst afburða starfskraftur. Það var því kær- komið að fá Hönnu Lilju til starfa, en hún var lifandi eftir- mynd móður sinnar í einu og öllu. Það var ekki hægt annað en að vera í góðu skapi í návist Hönnu Lilju. Hlýja brosið bjarta og blik- ið í augum hennar er eftirminni- legt því það hafði svo jákvæð áhrif á alla í kringum hana. Hún var mörgum góðum kostum prýdd, samviskusöm og ósérhlíf- in og ávallt reiðubúin að ganga í öll störf á nóttu sem degi. Við biðjum góðan Guð að varð- veita Hönnu Lilju, leiða hana á þeirri braut sem bíður hennar og vaka yfir börnum hennar. Fjölskyldu Hönnu Lilju send- um við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Erna Helga og Daníel. Elsku hjartans Valgerður Lilja okkar. Tíminn og fallegu stundirnar með þér og Sigríði Hönnu á vökudeildinni er okkur afar dýr- mætur. Þið systurnar voruð svo duglegar og mikil kraftaverk að það er ekkert orð sem lýsir því. Að hafa fengið tækifæri til að sjá þig og eyða tíma með þér er ólýs- anlegt, þú varst svo falleg og full- komin. Núna ertu komin í mömmufang og þið fallegu mæðgur eru saman á ný. Við munum geyma minningu um fallegan engil í hjarta okkar. Guð blessi þig Þínir vinir, Haukur, Anna, Helga Birna og Björn Bent. Mig langar með fátæklegum orðum að minnast Hönnu Lilju Valsdóttur, sem ég kynntist í Foldaskóla, þar sem við störfuð- um saman við kennslu í skamman tíma, allt of skamman tíma. Ég laðaðist að þessari ungu frísklegu konu fyrir margra hluta sakir, og fannst oftast í okkar samskiptum hún vera reynda, vísa, konan, sem gott var að leita til. Hanna Lilja var góður kenn- ari. Hún var skipulögð og mark- viss, úrræðagóð, ákveðin og kunni að beita mildum aga sem er svo eftirsóknarvert. Hún var líka góður samkennari og sam- starfskona, kát og skemmtileg. Hanna Lilja hvarf til annarra starfa en kennslu þegar hún hætti við Foldaskóla, enda var hún óhrædd við að breyta til og taka áskorunum. Eftir sátu margir sem söknuðu hennar, nemendur, foreldrar, annað sam- starfsfólk og ég. Lífið er óútreiknanlegt og það heldur áfram. Það heldur áfram hjá eiginmanni Hönnu Lilju og börnum þeirra, sem nú syrgja og sakna. En ég veit að þau eiga góða að, sem munu veita þeim styrk og leiða þau áfram, einn dag í einu. Megi ástkærar mæðgur, Hanna Lilja og Valgerður Lilja, hvíla í friði. Guðrún Erna Magnúsdóttir. Dýrahald Labrador Retriever svartir Tvær svartar tíkur, Kolka og Nótt. Eins árs frá 16 júlí . HRFÍ. Upplýsingar í síma 695 9597 og 482 4010. Óska eftir Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Geri tilboð á staðnum. Gull- og silfur- peningar. S. 825 1016, Sigurður. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s: 551-6488 KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald og reikningsskil Ársreikningar, bókhald, laun, ráðgjöf og stofnun félaga. Reynsla, þekking, traust. Viðskiptaþjónustan, Dalvegi 16d, Kópavogi. vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100. Við bjóðum alla bókhalds- þjónustu. Traust og gagnkvæmur trúnaður. www/fsbokhald.is. Fyrirtæki og samningar ehf, Suðurlandsbarut 46, 108 Reykjavík. S. 5526688 Leer-pallhús á Ford F250-350 Til sölu pallhús á Ford F250-350. Húsið er á 6 feta pall. 210 cm á lengd og 190 á breidd. Verð 150 þús. Upplýsingar í síma 849 9605. Vörubílar Van H41 35.430 8X4 BL, árgerð 12/2004. Ekinn 140 þús. km. Stell með nádrifum, loftpúðum, álpalli. Tengibúnaður fyrir vagn. Má draga 20 tonn og 500 kg. Rafdrifið segl og kojuhús.Ásettv erð 9.990 þús Góður bíll. Uppl. í s: 893 7065 og 567-0333. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 9-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 9-18, lau. 10-18. S. 534 2455 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái og leðurhreinsun. Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð.S: 612-6130 E-mail solbakki.311@gmail.com. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Byssur Skotfæri frá Sellier & Bellot Erum með mikið úrval af riffilskotum á góðu verði frá Sellier & Bellot. Skoðaðu vefsíðuna okkar Tactical.is og líttu á verðin. Netlagerinn slf. Sími 517 8878. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Pallhýsi Elsku amma mín, ég skil ekki enn að þú sért farin og ég eigi aldrei aftur eftir að fá hlýtt faðmlag þar sem þú hvíslar að mér: „Mundu hvað amma seg- ir.“ Elsku amma, ég lofa að passa mig í öllum þessum ferðalögum og ég man alltaf hvað þú sagðir. Ferðirnar á sumrin til þín eru mér minn- isstæðar. Ég var svo spennt átta ára stelpa að fá að fara ein til ömmu sinnar. Það voru margar góðar stundir á Hóla- braut 12 og síðar meir á Gull- smára 5. Þú varst alltaf svo góð og passaðir að mér liði vel. Þú sást alltaf til þess að mér yrði aldrei kalt og lést hitapoka við kaldar fætur mína áður en ég fór að sofa. Það lýsir því hversu umhyggjusöm þú varst. Guðbjörg Gísladóttir ✝ GuðbjörgGísladóttir fæddist á Selnesi í Breiðdal 14. janúar 1927. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 22. ágúst 2011. Útför Guð- bjargar fór fram frá Hafnarkirkju 30. ágúst 2011. Á fullorðinsár- unum ráðlagðirðu mér oft að sofa í sokkum með trefil ef ég var með kvef. Þú vildir alltaf sjá til þess að mér yrði ekki kalt og yrði ekki veik. Þú varst svo hlý og kær- leiksrík, elskaðir fjölskyldu þína og naust þess að vera í faðmi hennar eins mikið og við nutum þess að vera í faðmi þínum. Þú varst svo stolt af öllu fólkinu þínu, þegar ég fór út sem skiptinemi gafstu mér albúm með myndum af öllum og vildir sjá til þess að allir fengju að sjá hversu fallegt Ís- land er og hverjir ættingjar mínir eru. Allir þeir sem voru svo lánsamir að kynnast þér vita hversu góð og umhyggju- söm þú varst. Þú hafðir mjög gaman af því að spila. Það var svo gaman að sitja með þér langt fram á kvöld að spila vist eða horna- fjarðarmanna. Ég er svo glöð að Yasmin Ísold gat hitt þig og fengið að kynnast yndislegu langömmu sinni. Hún leikur sér alltaf með kisuna sem þú prjón- aðir handa henni. Elsku amma, ég veit að það taka margir á móti þér hinum megin og þú ert hamingjusöm. Þín verður sárt saknað en þú lifir enn í hjarta mínu. .... Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Takk fyrir allt. Takk fyrir að vera amma mín. Eva Sjöfn Helgadóttir. Elsku langamma, takk fyrir öll faðmlögin. Takk fyrir vín- berin. Takk fyrir að syngja fyr- ir okkur. Takk fyrir að láta okkur brosa. Takk fyrir að passa að okkur yrði ekki kalt. Takk fyrir að bera öryggi okk- ar fyrir brjósti. Takk fyrir ull- arsokkana og teppin. Takk fyr- ir hugulsemina, ástina og umhyggjuna. Takk fyrir að vera langamma okkar. Takk fyrir okkur. Þín langömmubörn Kristín Mjöll, Ægir Elí og Yasmin Ísold. Þá hefur nafna mín kvatt þetta líf, síðust allra systkina sinna. Hún hét eftir móðursyst- ur sinni, sem var amma mín, líkt og ég, og því kallaði hún mig yfirleitt nöfnu. Hún kom líka oft í heimsókn á bernsku- heimili mitt, einkum til að hitta ömmu og móður mína, þegar hún átti erindi í borgina. Samt sem áður gafst mér aldrei færi á að kynnast henni eins vel og systrum hennar, enda fannst mér þær um margt ólíkar, syst- urnar, þótt samrýndar væru. Ég hafði því ekki eins mikið samband við hana og þær, og sá hana sjaldan, en við töluð- umst oft við í síma, og að sjálf- sögðu komu alltaf kveðjur frá henni líkt og systrum hennar við ýmis tækifæri og alltaf um jól. Þrátt fyrir þetta á ég ábyggilega eftir að sakna henn- ar eins og systra hennar. Þegar ég kveð hana nú hinstu kveðju, vil ég þakka henni kærlega fyrir mig og tryggð hennar við mig, og bið henni allrar blessunar Guðs, þar sem hún er nú, og sendi af- komendum hennar öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning nöfnu minnar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þú ert besta amma í heimi. Þú varst alltaf svo góð og með svo góða ömmulykt. Ég elska þig svo mikið. Þinn, Sævar Axel. Kær æskuvinkona er fallin frá allt of snemma. Á hugann sækja minningar. Við Gunnhildur hitt- umst fyrst sumarið 1972, ég hafði farið vestur á Flateyri með Jónu systur hennar til að vinna í fiski. Þá var Gunnhildur 14 ára en ég 16 ára. Það myndaðist fljótlega góður vinskapur með okkur og um tveim- ur árum síðar leigðum við okkur saman hebergi í Reykjavík. Þá var oft kátt á hjalla hjá okkur. Gunn- hildur var allt í senn hjartahlý, kát og skemmtileg. Seinna skildi leiðir þegar Gunnhildur fór utan að vinna, þá saknaði ég hennar mikið, Gunnhildur Halla Haraldsdóttir ✝ GunnhildurHalla Haralds- dóttir fæddist á Flat- eyri 29. mars 1958. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hafn- arfirði 19. ágúst 2011. Útför Gunn- hildar Höllu fór fram frá Víðistaðakirkju 26. ágúst 2011. en hún var dugleg að skrifa og á ég ennþá bréf frá þess- um árum. Góður vinskapur okkar hélst í gegnum árin þó að við hittumst ekki svo mánuðum eða jafnvel árum skipti, en þegar við hittumst höfðum við oft á orði að það væri eins og við hefðum hist í gær. Síðastliðið ár áttum við margar góðar stundir saman, hún í snyrt- ingu hjá mér og ég í heilun hjá henni, svo var kíkt í bolla eða spil og alltaf fékk ég góðan spádóm. Þetta eru dýrmætar minningar. Einnig minnist ég þess er við föðmuðum hvor aðra og sögðum hvað okkur þætti vænt hvorri um aðra. Ég faðma þig nú í huganum elsku vinkona og bið guðsengla að umvefja þína fallegu sál. Ég votta öllum ástvinum Gunn- hildar mína dýpstu samúð. Heiða Th. Kristjánsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar ✝ Ástkær eiginkona, móðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, Hásölum 13, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt miðvikudagsins 24. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 2. september kl. 15.00. Kristinn Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Bergljót Kristinsdóttir, Andrés I. Guðmundsson, Sveinn Kristinsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Dagbjört Kristinsdóttir, Matthías Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.