Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER SVO
HRIFINN AF GÖMLU
KÁNTRÝLÖGUNUM
ÞAU VORU SVO
TILFINNINGA-
ÞRUNGIN
ÞETTA LAG HEITIR:
„VIÐ VORUM SVO FÁTÆK AÐ VIÐ
URÐUM AÐ BORÐA KÖTTINN”
ÞETTA ER
VISSULEGA
TILFINNINGA-
ÞRUNGIÐ
FÆDDIST
SYSTIR ÞÍN Á
HÓLASPÍTALA?
NEI... AF
HVERJU SPYRÐU?
ÞAÐ VAR LEITT EF HÚN HEFÐI FÆÐST
ÞAR ÞÁ HEFÐI HÚN FENGIÐ
ALLAR NÍU SINFÓNÍUR
BEETHOVENS ÓKEYPIS
KÆFISVEFNS-
ÁLFURINN
HVAÐ
SAGÐI
LÆKNIRINN?
HANN
SAGÐI AÐ ÉG VÆRI
MEÐ FLUGUNA OG
ÆTTI AÐ LEGGJAST
FYRIR
ÞÚ ÁTT VIÐ AÐ
ÞÚ SÉRT MEÐ
FLENSUNA!
ÞÁ ÞAÐ...
HANN
GERIR SITT
BESTA
TEK
UNDIR ÞAÐ
ÉG VONA BARA AÐ
HANN KOMIST EKKI AÐ ÞVÍ
HVERT WOLVERINE FÓR
ÞEIR
ENDURFUNDIR GÆTU
ENDAÐ ILLA
ÉG
ER SVO
ÁNÆGÐ
MEÐ AÐ ÞÚ
SÉRT HÉRNA
HJÁ MÉR EN
EKKI AÐ
ELTAST VIÐ
SABRE-
TOOTH
HEIMA Í
NEW YORK
VEGNA ÞESS AÐ
VIÐ SEGJUM ÞAÐ!!
SÁ VÆGIR
SEM VITIÐ
HEFUR MEIRAAF HVERJU ER SVONAMIKILVÆGT AÐ KUNNA
MANNASIÐI?
ÞVÍ ÞAÐ
ERU MANNA-
SIÐIR
AF
HVERJU ÞURF-
UM VIÐ AÐ
SEGJA „TAKK
FYRIR MIG” OG
„VILTU VERA
SVO VÆN”?
Gleraugu fundust
Kvengleraugu fund-
ust á Kringlusvæð-
inu, upplýsingar í
síma 568-3115.
Þakkir
Mig langar að þakka
Ólafi Stephensen, rit-
stjóra Fréttablaðsins,
fyrir að verja velferð
dýra í ritstjórnar-
grein sinni í Frétta-
blaðinu 18.7. og í
grein 14.6. 2010 þar
sem hann stendur
m.a. vörð um hina of-
sóttu en fögru og nyt-
sömu lúpínu. Í báðum tilfellum veit-
ir ekki af vörninni því Íslendingar
eru oft harðir naglar. Hundahald
var bannað þar til fyrir fáeinum ár-
um og köttum og kanínum oft kast-
að út á gaddinn þegar fólk fór í frí
eða er orðið þreytt á dýrunum sín-
um. Sumir setja köttinn sinn í Katt-
holt en of margir sækja hann ekki
aftur. Dýraverndarsamband Íslands
hefur aldrei hlustað á uppástungur
hestavina um að
skylda eigendur úti-
gangshrossa til að
byggja skýli með þaki
yfir þá þar sem þeim
væri svo gefið.
Ekki var heldur
hlustað á Dýravernd-
arsamband Íslands
þegar hreindýravinir
stungu upp á að hrein-
dýrunum á Austur-
landi yrði gefið legið
hey á veturna þegar
snjór liggur yfir öllu á
hinum skjóllausu
hrjóstrugu heiðum og
þau leita hungruð til
byggða í garða fólks
sem rekur þau burt með harðri
hendi, þangað sem ekki er stingandi
strá að finna. Af hverju skyldu Ís-
lendingar einir þjóða segja að dýrin
séu dauð en ekki dáin?
Ragnheiður
Sigurðardóttir.
Ást er…
… frábær leið til að
brenna kaloríum.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vetrarstarfið hefst í
sept.: Útskurður 5. og 7.9. kl. 13, leshóp-
ur 6.9. kl. 13.30, postulín 6.9. kl. 13 og
7.9. kl. 9 og 13, myndmennt 8.9. kl. 13 og
bókmenntakl. kl. 13.45. Skrán. hafin í
spænsku fyrir byrj. og tölvufærni. Hlát-
urjóga 17. okt. kl. 17.30, bingó 9. sept. kl.
13.30, skartgripatorg 14. sept. og haust-
tískan kynnt og seld 28. sept. Skrán. og
uppl. á staðnum og í s. 411-2702.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9, heilsugæsla kl. 9-11.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, handa-
vinna. Á morgun kl. 9 er myndlist, bók-
band kl. 13.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9,
verslunarferð kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8-16.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist FEBK í Félagsheim. Gullsmára á
mán. kl. 20.30 og Gjábakka mið. kl. 13
og fös. kl. 20.30. Skrifstofa FEBK í Gull-
smára 9 opin mán./mið. kl. 10-11.30 og
Gjábakka mið. kl. 15-16.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-hrólfar ganga frá Stangarhyl 4 kl.
10.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofa, leiðb., félagsvist kl. 13, við-
talstími FEBK kl. 15-16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, ganga kl. 10, handavinnustofan
opin, kvennabrids kl. 13.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga
kl. 10, kvennabrids kl. 13. Kynning á vetr-
arstarfsemi í Gullsmára í dag kl. 14. Fé-
lag eldri borgara í Kópavogi, íþrótta-
félagið Glóð og hinir ýmsu hópar kynna.
Skrán. á námskeið á sama tíma.
Félagsheimili Seltjarnarness | Leir og
mósaík á Skólabraut kl. 9. Botsía í
íþróttahúsinu kl. 10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl.
12. Almenn handavinna kl. 13. Vatns-
leikfimi kl. 18.30. Félagsst. í Selinu hefst
eftir 15. september.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, handav. og tréútskurður. Spilasalur
op. frá hád. Á morgun kemur Anna Jóna
Lárusdóttir frá Félagi heyrnarlausra til
starfa. Vatnsleikfimi í Breiðholtslaug
hefst kl. 9.50 mán. 5. sept.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, brids
kl. 13. Skrán. hafin í félagsstarf. Leikfimi,
myndlist, glerlist, postulín og tréskurður.
Kynningarf. á félagsstarfi verður 1. sept.
kl. 13-16. Tímap á hárgreiðslust. í s.
8946856, tímap. hjá Helgu fótafræðingi
í s. 6984938.
Hraunsel | Pútt kl. 10, bingó kl. 13, dag-
skrá vetrarins kemur í september.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf-
ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13.
Norðurbrún 1 | Útskurður, vinnustofa kl.
9. Félagsvist í dag kl. 14.
Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldr-
aðra í Reykjavík, Söngfuglarnir, byrjar
vetrarstarfið 1. sept. kl. 13 undir stjórn
Gróu Hreinsdóttur. Getum bætt við okk-
ur öllum röddum. Kertaskr. og gler-
skurður byrjar 1. sept., leiðb. Vigdís Han-
sen. Uppl. og skrán. í s. 535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Skrán. á
námsk. hafin. Bútasaumur, bókband,
postulín, leirmótun og glerbræðsla, uppl.
í s. 411 9450.
Vetrarstarf Kvæðamannafélags-ins Iðunnar hefst með kvæða-
lagaæfingu miðvikudaginn 5. októ-
ber og verður félagsfundur að
venju á föstudegi tveim dögum síð-
ar. Í nýju fréttabréfi Kvæðamanna-
félagsins er úrval vísna af fundum
þegar Skálda siglir um sali. Ragnar
Böðvarsson orti:
Oft á kvöldin yrki ég
undarlegar vísur.
Hátta svo og hiklaust dreg
heldur smáar ýsur.
Teyga stóra tek ég mér
tæmi marga kúta
sofna fast og síðan sker
sílspikaða hrúta.
Þá Helgi Zimsen:
Einatt kvæði yndisleg
yrki í svefni heima
er svo vakna alltaf ég
öllu er búinn að gleyma.
Og Sigurður Sigurðarson:
Allan daginn utan stans
auðnuveginn gakktu,
leiðir greiðar lífs í dans
listilega aktu.
Ljúfa snótin létt í spori
ljósin augna blika skýr
Eins og blómin upp á vori
opna krónu og brosa hýr.
Loks orti Jón Ingvar Jónsson:
Á vísum fróma fólkið hér
fer ég vart að mata
því að maður oftast er
eins og biluð plata.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af hrútum og Iðunni
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is