Morgunblaðið - 28.09.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Stjórn og formenn svæðisdeilda Landssambands
lögreglumanna (LL) lýstu í gær yfir „megnri
óánægju og reiði með niðurstöðu gerðardóms
sem þvinguð var fram í kjaradeilu LL við fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs sl. föstudag gegn
mótakvæði fulltrúa LL,“ að því er fram kemur í
tilkynningu sem gefin var út í gærkvöldi. Stjórnin
og formennirnir funduðu frá kl. 13 og langt fram
eftir kvöldi og var um hitafund að ræða.
Í tilkynningunni sagði jafnframt að ljóst væri
að niðurstaða gerðardómsins leiðrétti ekki þann
mun sem væri á grunnlaunum lögreglumanna og
þeirra viðmiðunarstétta sem lagt var upp með
þegar verkfallsréttur lögreglumanna var afnum-
inn með lögum. „Óánægja innan raða lögreglu-
manna með þessa niðurstöðu hefur væntanlega
ekki farið fram hjá nokkrum manni. Lögreglu-
menn sætta sig ekki við niðurstöðuna.“
Krefjast afsökunarbeiðni frá Ólínu
LL sendi frá sér aðra tilkynningu í gærkvöldi
þar sem það lýsti yfir furðu sinni á ummælum
Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylking-
arinnar, í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar
sagðist hún vera ósátt við að lögreglan ætlaði ekki
að standa heiðursvörð við þingsetningu Alþingis á
laugardaginn. Slysavarnafélagið Landsbjörg eða
önnur hjálparsamtök gætu tekið verkið að sér.
„Ummæli hennar eru til þess ætluð að skaða
virðingu lögreglumanna og sett fram af þekking-
arleysi hennar á tildrögum þess að lögreglustjóri
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók ákvörðun
um að heiðursvörður lögreglumanna yrði ekki
staðinn við þingsetningu 1. október nk. Sú
ákvörðun tengist kjarabaráttu lögreglumanna
ekki á nokkurn hátt og er samtökum lögreglu-
manna algerlega óviðkomandi.“ Var Ólína hvött
til að kynna sér staðreyndir málsins og biðja lög-
reglumenn afsökunar á ummælunum.
Samúðin lögreglumannamegin
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir
lögreglustjóra venjulega ekki skipta sér af kjara-
deilu lögreglumanna við fjármálaráðuneytið.
„Hinsvegar verð ég að segja alveg eins og er að
mín samúð liggur lögreglumannamegin í þessari
deilu og ég hef fullan skilning á því að lögreglu-
menn telji að þeir eigi að fá launahækkanir frá
fjármálaráðherra.“
„Megn óánægja og
reiði“ með gerðardóm
Fundað langt fram á kvöld Lögreglumenn óánægðir með ummæli þingmanns
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan Stjórnir og formenn svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna funduðu frá hádegi í
gær og langt fram á kvöld. Ályktuðu fundarmenn harðlega gegn niðurstöðu gerðardóms.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lögreglumenn í lögregluumdæmum
víðs vegar um landið ætla að segja
sig úr óeirðasveitum lögreglunnar
eða hafa þegar gert það vegna
óánægju með launakjörin og niður-
stöðu gerðardóms sl. föstudag.
Óeirða- eða aðgerðasveitirnar eru
sérþjálfaðar í mannfjöldastjórnun
og til að fást við óeirðir. Lögreglu-
menn fá þó ekki greitt sérstaklega
fyrir þessi verkefni eða þjálfun sem
þeim fylgir.
Fjöldi lögreglumanna í óeirða-
sveitum í öllum umdæmum
Óeirðasveit lögreglu var upp-
haflega komið á fót í tengslum við
fund utanríkisráðherra NATO í
Reykjavík árið 2002. Liðsmenn
hennar fengu svo eldskírnina mót-
mælaveturinn mikla 2008-9 sem náði
hámarki dagana 20. til 22. janúar
2009, þegar á þriðja hundrað lög-
reglumanna voru kallaðir á vett-
vang vegna óeirðanna við Alþingi.
Lögreglumenn í óeirðasveitunum
koma úr öllum deildum lögregl-
unnar. Hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu eru allt að 80 lögreglu-
menn í óeirðasveitinni, auk allra
meðlima sérsveitar ríkislögreglu-
stjóra. 26 eru í sveitinni á Suður-
nesjum, en þeir hafa eins og fram
hefur komið samþykkt að segja
starfi sínu fyrir óeirðasveitina lausu.
Átta eða níu lögreglumenn í hverju
lögregluumdæmi á landsbyggðinni
tilheyra óeirðasveitunum og þurfa
að vera reiðubúnir til starfa í þess-
um flokkum.
Níu lögreglumenn í Eyjafirði hafa
allir sem einn sagt sig frá störfum í
óeirðasveitinni. Síðdegis í gær höfðu
alls yfir 40 liðsmenn í óeirðasveitum
sagt sig úr þeim, þ. á m. hjá lögregl-
unni á Akranesi, í Borgarnesi og á
Selfossi. Meðlimir í óeirðasveit lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
hafa verið boðaðir til fundar í dag
klukkan 15. Bað Lögreglufélag
Reykjavíkur liðsmenn sveitarinnar í
gær að bíða með uppsagnir fram að
fundi.
,,Lögreglumenn fá ekki greitt
neitt sérstaklega fyrir þetta,“ segir
Aðalbergur Sveinsson, formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur, um
störf lögreglumanna í óeirðasveit-
unum.
Eftirsóknarverð þjálfun
„En þetta hefur samt verið eft-
irsóknarvert vegna þess að þessir
lögreglumenn hafa fengið meiri
þjálfun en hefur verið venja hjá lög-
reglunni,“ segir hann en bætir við að
íslenska lögreglan sé aftarlega á
merinni hvað þjálfun varðar sam-
anborið við nágrannalöndin.
Lögreglumenn í óeirðasveitunum
þurfa að vera í mikilli þjálfun og hef-
ur verið byggð upp viðbótarþjálfun
að undanförnu, sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu. Aðalbergur segir að
ólíkt því sem algengast er hjá hinu
opinbera, séu þessi viðbótarverkefni
og sérþjálfun ekki sérstaklega metin
til launa. Hjá ríkinu eru sérhæfð
störf eða verkefni yfirleitt metin
með einhverjum hætti, s.s. með til-
færslum milli launaflokka en það
hefur aldrei fengist í gegn vegna
starfa í óeirðasveit lögreglunnar.
,,Einhverra hluta vegna hefur hún
verið látin sitja á hakanum.“
Óeirðasveitir ekki metnar til launa
Morgunblaðið/Júlíus
Óeirðir Viðbúnaður við Alþingi í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Allt
tiltækt lið lögreglumanna, sérþjálfaðra í mannfjöldastjórn, var kallað til.
Tugir lögreglumanna segja sig úr óeirðasveitunum Þjálfun aðgerðasveita
til mannfjöldastjórnunar hófst í tengslum við ráðherrafund NATO árið 2002
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra segist
bæði sár og
svekkt yfir yfir-
lýsingu Vilmund-
ar Jósefssonar,
formanns Sam-
taka atvinnulífs-
ins, um að sam-
tökin muni ekki
eiga frumkvæði
að samskiptum við sitjandi rík-
isstjórn.
Þetta segir hún til marks um að
samtökin hafi gengið í lið með
stjórnarandstöðunni og séu að reyna
að koma ríkisstjórn sinni frá völdum.
Hún segir jafnframt að stjórnvöld
hafi haft frumkvæði að þeirri at-
vinnuuppbyggingu sem liggi fyrir í
landinu og að samtökunum væri nær
að líta í eigin barm áður en slíkar yf-
irlýsingar væru settar fram.
Vilmundur sagði á fundi um at-
vinnumál á mánudag að ríkisstjórnin
sýndi hvorki vilja né getu til að efla
atvinnulífið og draga úr atvinnu-
leysi. Ekki væri hægt að treysta orð-
um ráðamanna. Því væri sjálfgefið
að SA myndi ekki hafa frumkvæði að
samskiptum við ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur. hallurmar@mbl.is
SA í liði
með stjórn-
arandstöðu
Jóhanna
Sigurðardóttir
SA segir ríkisstjórn
ekki treystandi
Ferðamenn frá Danmörku, Þýska-
landi og Bretlandi voru marktækt
jákvæðari í garð lands og þjóðar
eftir markaðsátakið Inspired by
Iceland en fyrir. Þetta kemur fram
í viðhorfskönnun sem gerð var í
maí og aftur í ágúst.
Viðhorfsrannsóknin var í þremur
helstu markaðslöndum Íslands;
Danmörku, Þýskalandi og Bret-
landi. Niðurstöður hennar voru að
um umtalsverða marktæka breyt-
ingu var að ræða fyrir og eftir
Inspired by Iceland-átakið á þáttum
sem snúa að jákvæðni gagnvart
landinu sem áfangastað og ferða-
hug til þess. Þannig voru 24% Dana
jákvæðari í garð Íslands sem
áfangastaðar í ágúst en í maí-
mánuði, 48% Breta voru jákvæðari
og 25% Þjóðverja. Um 37% Breta
töldu líklegt að þeir myndu ferðast
til Íslands á næstunni.
Jákvæðari eftir
markaðsátak
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt þrítugan karlmann í 18 mán-
aða fangelsi fyrir nauðgun með því
að hafa veist að konu utandyra á
Austurvelli í Reykjavík þar sem
hún var að hafa þvaglát, og sett tvo
fingur í endaþarm hennar.
Þetta gerðist í maí á þessu ári.
Maðurinn játaði að hafa veist að
konunni en hafnaði því að um væri
að ræða nauðgun.
Héraðsdómur taldi hins vegar að
háttsemi mannsins teldist vera kyn-
ferðismök í skilningi almennra
hegningarlaga og sakfelldi hann
fyrir nauðgun.
Hann var einnig dæmdur til að
greiða konunni 700 þúsund krónur
í bætur auk málskostnaðar.
18 mánaða fangelsi
fyrir nauðgun
„Eitt af baráttumálum
Landssambands lögreglu-
manna er að auka þjálfun og
menntun lögreglumanna,“
segir Aðalbergur Sveinsson,
formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur. Íslendingar
standast ekki samanburð í
þessu við nágrannalöndin.
„Við verðum líklega innan ör-
fárra ára eina Norðurlandaþjóðin sem hefur
ekki háskólamenntaða lögreglumenn,“ segir
hann.
Yfirvinna lögreglumanna hefur breyst mikið
að undanförnu. Skv. yfirliti fjármálaráðuneyt-
isins yfir meðallaun opinberra starfsstétta
voru yfirvinnulaun lögreglumanna að meðal-
tali um 109 þúsund kr. á mánuði í fyrra. Hef-
ur sú upphæð lækkað jafnt og þétt á seinustu
árum. Áður fyrr voru dæmi þess að lögreglu-
menn væru með 100-150 yfirvinnutíma. Að
sögn Aðalbergs er meðalyfirvinna lögreglu-
manna á höfuðborgarsvæðinu í dag á bilinu
22 til 25 tímar. „Það er sú yfirvinna sem okk-
ur stendur til boða,“ segir hann.
,,Við vitum vel að við erum bundnir af
kjarasamningi en það er pólitísk ákvörðun
hvort ríkisstjórnin er tilbúin að leiðrétta
[launakjör okkar] eftir öðrum leiðum,“ segir
hann.
Baráttumál að auka þjálfun og menntun
EINA NORÐURLANDAÞJÓÐIN SEM HEFUR EKKI HÁSKÓLAMENNTAÐA LÖGREGLUMENN?
Lögreglumenn.