Morgunblaðið - 28.09.2011, Side 8

Morgunblaðið - 28.09.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Fyrir tæpu ári fundaði ríkis-stjórnin á Suðurnesjum og fylgdi því mikið tilstand og mynda- tökur þar sem glaðbeittir ráðherrar stilltu sér upp fyrir ljósmyndarana.    Tilkynnt var að farið hefði veriðsérstaklega yfir atvinnumálin á svæðinu „og lausnir á því mikla at- vinnuleysi sem þar ríkir“.    Svo var sagt frá ýmsum málumsem samþykkt hefðu verið á rík- isstjórnarfundi í þessu skyni, enda skyldi ekki fara fram hjá neinum að ríkisstjórnin væri búin að bretta upp ermarnar og taka málin föstum tök- um.    Síðan hefurekkert gerst.    Ríkisstjórnin hefur ekki stuðlaðað neinni atvinnusköpun á Suð- urnesjum nema síður sé.    Ástæðan er fyrst og fremst sú aðþað hefur ekkert farið af stað á Suðurnesjum. Og það er ekkert stórt verkefni í sjónmáli,“ eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það þegar hann útskýrði fólksflótt- ann af svæðinu.    Stærsta og skýrasta dæmið þarum er stærsta atvinnuverkefnið á svæðinu en það hefur ríkisstjórnin stöðvað með undirmálum og bak- tjaldamakki.    Óklárað álverið í Helguvík er eittskýrasta dæmið um skaðlega atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hún talar sig ekki frá því. Innantómt tal STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 7 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 10 léttskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 12 alskýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 22 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 18 skýjað Vín 23 léttskýjað Moskva 11 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 30 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 23 þoka Chicago 13 skúrir Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:28 19:10 ÍSAFJÖRÐUR 7:34 19:14 SIGLUFJÖRÐUR 7:17 18:57 DJÚPIVOGUR 6:58 18:39 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Jú, jú, víst þykir manni vænt um að fá svona útnefningu,“ segir Sturla Þórðarson, sem var útnefndur fram- úrskarandi skipstjóri þegar íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í síðustu viku. Hann vill þó ekki gera mikið úr eigin afrekum. Segir kvóta- stöðu Síldarvinnslunnar góða, skipið gott og mannskapinn öflugan. „Árangurinn byggist mest á græj- unum og kvótanum, en eitthvað hef- ur maður þó gert rétt, því vissulega þarf að sækja þennan afla,“ segir Sturla. Þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið tilefni til að drekka úr einni krús af þessu tilefni er svarið stutt og laggott: „Kannski tveimur.“ Sturla er 55 ára Norðfirðingur og hefur verið skipstjóri á skipum Síld- arvinnslunnar frá 1990, einkum Berki, og síðan Beiti. Það skip hét áður Margrét EA og var gert út af Samherja. Skipið kom til Norð- fjarðar í byrjun júní í fyrra og hefur Sturla verið með skipið á móti Hálf- dáni Hálfdánarsyni sem er með skipið núna. Makrílvertíðin í ár gekk mjög vel að sögn Sturlu og er heildarafli árs- ins kominn í um 157 þúsund tonn, sem er rúmlega sá kvóti sem ráð- herra gaf út. Í september hefur makríll einkum veiðst sem meðafli með síld og um miðjan mánuðinn var makríll um 20% af afla á móti síld, að sögn Sturlu. Að lokinni fæðuöflun við Ísland yfir sumarið dvelur makríllinn vetrarlangt í Norðursjónum. Uppsjávarskipin hafa einkum ver- ið út af Bakkaflóa og Héraðsflóa undanfarið og hafa Beit- ir, Börkur og Bjarni Ólafsson trollað sam- an, þannig að tvö skip hafa verið að veiðum, en þriðja skipið siglt með aflann til vinnslu í landi. „Það er allt lagt upp úr góðri meðferð og vinnslu til manneldis,“ segir Sturla. Loðna að lokinni síldarvertíð Hann segir að undanfarin ár hafi veiðar á síld, makríl, kolmunna og loðnu nokkurn veginn náð saman yf- ir árið. Nú hafi kolmunninn gefið eftir og því hafi komið tveggja mán- aða hlé í vor, þ.e. apríl og maí og fram yfir sjómannadag. Loðnustofn- inn virðist hins vegar vera vaxandi á ný og á Sturla von á því að hugað verði að loðnunni þegar kemur fram í október eða í byrjun nóvember, en upphafskvóti í loðnu er 180 þúsund tonn. „Það fer þó eftir því hvernig gengur að klára síldina og hvort hún færir sig lengra frá landinu.“ „Árangurinn byggist mest á græjunum og kvótanum“  Allt lagt upp úr góðri meðferð og vinnslu til manneldis, segir skipstjóri ársins Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Kallinn í brúnni Sturla Þórðarson hefur verið farsæll aflaskipstjóri á Beiti og Berki undanfarna áratugi. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í fiskveiðum og sjávarútvegi. Alls voru veitt sautján verðlaun í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Kópavogi. Ekki aðeins var Sturla Þórðarson tilnefndur sem skipstjóri ársins, heldur var Síldarvinnslan í Neskaupstað valin framúrskarandi íslensk fiskvinnsla. Eftirfarandi texti fylgdi útnefningu Sturlu: „Sturla Þórðarson fiskaði allra manna mest á Íslandi eftir að hann tók við skipstjórn á uppsjávarskipinu Berki NK frá Neskaupstað. Sturla hefur verið afar farsæll í starfi og ávallt skilað skipi og áhöfn heilu og höldnu að landi. Sturla er nú skipstjóri á Beiti NK, flaggskipi Síldarvinnsl- unnar.“ Sturla fiskað manna mest SÍLDARVINNSLAN FRAMÚRSKARANDI FISKVINNSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.