Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
A.m.k. sextán manns biðu bana af völdum felli-
byljarins Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í gær.
Úrhelli sem fylgdi fellibylnum olli víða flóðum.
Rafmagnslaust varð í höfuðborginni Manila og á
stærstu eyju landsins, Luson, auk þess sem loka
þurfti mörgum skrifstofum. Um 100.000 íbúum
strandsvæða var skipað að flýja heimili sín áður
en ósköpin hófust. Á myndinni er flutningaskip
sem strandaði í óveðrinu nálægt Manila.
Reuters
Skæður fellibylur hrellir Filippseyinga
Fyrstu þingkosningarnar í
Egyptalandi eftir fall
einræðisstjórnar Hosnis Mub-
araks eiga að hefjast 28. nóv-
ember og nýtt þing á að koma
saman 17. mars.
Opinbera fréttastofan
MENA sagði að herforingja-
stjórnin hefði ákveðið að kosn-
ingar til neðri deildarinnar
ættu að fara fram í þremur
umferðum, 28. nóvember, 14.
desember og 3. janúar. Kosningar til efri deildar-
innar hefjast síðan 29. janúar og þeim á að ljúka í
mars.
Kosningalöggjöfin hefur verið mjög umdeild.
Lögin kveða á um að tveir þriðju þingmannanna
verði kjörnir með hlutfallskosningu en hinir í ein-
menningskjördæmum. Aðeins óháðir frambjóð-
endur eru kjörgengir í einmenningskjördæmun-
um, að því er fram kemur á vefsíðu
bráðabirgðastjórnarinnar.
Yfir tuttugu stjórnmálaflokkar hafa hafnað
kosningalögunum og segja þau til þess fallin að
auðvelda gömlum bandamönnum Hosni Mub-
araks að komast á þingið. Þeir krefjast þess að all-
ir þingmennirnir verði kjörnir með hlutfallskosn-
ingu og framfylgt verði lögum sem banna spilltum
stjórnmálamönnum að bjóða sig fram í kosning-
um. bogi@mbl.is
Stefnt er að því að Egyptar
ljúki þingkosningum í mars
Yfir tuttugu stjórnmálaflokkar hafna kosningalögum herforingjastjórnarinnar
Forsetakosningar á næsta ári
» Eftir að nýtt þing hefur verið kosið á nefnd
að semja nýja stjórnarskrá og síðan verður
efnt til forsetakosninga.
» Nefndin fær allt að hálft ár til að semja
stjórnarskrána þannig að líklegt er að for-
setakosningarnar verði í fyrsta lagi í lok
ágúst á næsta ári.
» Tugir flokka hafa verið stofnaðir eftir að
Hosni Mubarak sagði af sér 11. febrúar.
Andstæðingur Mub-
araks mótmælir.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þegar þýskur kafbátur sökkti
breska kaupskipinu Gairsoppa fyrir
sjötíu árum sukku með því um 219
tonn af silfurstöngum. Bandarískir
kafarar ætla að reyna að bjarga
silfurfarminum sem er metinn á
jafnvirði tæpra 25 milljarða króna.
Bandaríska fyrirtækið Odyssey
Marine Exploration staðfesti í fyrra-
dag að það hefði fundið skipið í Atl-
antshafi um 300 mílur, eða 490 kíló-
metra, undan strönd Írlands.
Forstjóri fyrirtækisins kvaðst vera
mjög vongóður um að hægt yrði að
bjarga silfrinu og sagði að svo verð-
mætum málmfarmi hefði aldrei áður
verið bjargað af hafsbotni. Stefnt er
að því að björgun farmsins hefjist
næsta vor.
Nokkrar árangurslausar tilraunir
höfðu verið gerðar til að finna Gair-
soppa en Odyssey Marine Explor-
ation kvaðst hafa fundið flakið til-
tölulega fljótt eftir að leit fyrir-
tækisins hófst.
Skipsflakið er á 4.700 metra dýpi
en fyrirtækið sagði að ekkert ætti að
vera því til fyrirstöðu að allur silfur-
farmurinn næðist. „Við vorum svo
heppin að skipsflakið er á réttum
kili, lestin er opin og greið leið er að
henni,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Greg Stemm, forstjóra Odyssey
Marine Exploration.
Miklar tækniframfarir
Fyrirtækið hefur leitað að fjölda
skipsflaka víða um heim. Fyrirtækið
skýrði frá því í maí 2007 að það hefði
fundið hálfa milljón silfurpeninga og
hundruð gullmuna í skipi sem nefnt
hefur verið „Svarti svanurinn“ og
sökk í Atlantshafi í grennd við
Gíbraltarsund árið 1804. Yfirvöld á
Spáni hafa gert tilkall til farmsins.
Fyrirtækið hefur notfært sér
miklar tækniframfarir við leitina,
m.a. hljóðsjártæki sem hafa stór-
batnað, staðsetningarkerfi og háþró-
uð fjarstýrð farartæki sem kanna
heimshöfin á miklu dýpi.
Kaupskipinu var sökkt í febrúar
1941 þegar það var á leiðinni frá Ind-
landi til Bretlands með silfur, hrá-
járn og te. Gairsoppa varð viðskila
við skipalest í óveðri í Atlantshafi og
skipstjórinn ákvað að sigla til
Galway á Írlandi en þýskur kafbátur
sökkti kaupskipinu.
Fundu silfurfarm
sem metinn er á
25 milljarða króna
Fjársjóðsskip fannst á hafsbotni
1
1
2
2
FUNDU GILDAN SILFURSJÓÐ Á HAFSBOTNI
BRETLAND
FRAKKLAND
ÍRLAND
ATLANTSHAF
Norðursjór
Flak kaupskipsins fannst um 480 km frá
strönd Írlands og á um 4.700 metra dýpi
125 m
76 m
Heimild: Odyssey Marine Exploration Ljósmynd: Úr samtímasögusafni í Stuttgart
ODYSSEY EXPLORER
Skipsflakið fannst í sumar með
hljóðsjárbúnaði í rússneska skipinu
RV Yuzhmorgeologiya sem leigt var
og notað við leitina
Leitarskipið Odyssey Explorer notaði
fjarstýrt farartæki, Fönix Remora, til að
kanna skipsflakið
Breska ríkið samdi við bandaríska
fyrirtækið Odyssey Marine um björgun
flaksins eftir útboð á síðasta ári.
Samkvæmt samningnum á fyrirtækið
að halda 80% af nettóverðmæti
silfursins sem bjargað verður
Fönix
Remora
(Miðað við dýpi
farþegaskipsins
Titanic 3.810 m)
S.S. Gairsoppa
4.700 m
metrar
MAK-1M
Köfunarhljóðsjá
1.000
2.000
3.000
4.000
S.S. GAIRSOPPA
Gerð:
Gufuknúið
kaupskip
Eigandi: Skipafélagið British
India Steam Navigation í
Lundúnum
Stærð:
5.237
tonn
Smíði
lokið:
1919
Í áhöfninni
voru 85 menn
og aðeins einn
þeirra komst
lífs af
Í skipinu voru 2.600 tonn af
hrájárni, 1.765 tonn af tei,
219 tonn af silfri og 2.369
tonn af öðrum varningi
Þýskur kafbátur sökkti
skipinu 17. febrúar 1941
þegar það var á leiðinni
til Írlands frá Kalkútta á
Indlandi
Dómstóll í Sádi-
Arabíu hefur
dæmt konu til
hýðingar með tíu
vandarhöggum
fyrir að brjóta
bann við því að
konur aki bílum.
Konan var fund-
in sek um að aka
bíl í Jedda-borg í
júlí. Sádi-arabísk
samtök, sem berjast fyrir því að
banninu verði aflétt, segja að konan
hafi þegar áfrýjað dómnum.
Tvær aðrar konur verða dregnar
fyrir rétt síðar á árinu fyrir að
brjóta bannið, að sögn fréttavefjar
breska ríkisútvarpsins. Tugir
kvenna hafa virt bannið að vettugi í
sádiarabískum borgum síðustu
mánuði til að knýja ráðamennina til
að afnema bannið.
Konungur Sádi-Arabíu, Abdull-
ah, tilkynnti á dögunum að sádi-
arabískar konur fengju kosninga-
rétt í fyrsta skipti árið 2015.
SÁDI-ARABÍA
Kona dæmd til
hýðingar fyrir
að aka bifreið
Kona við stýri!
Skoðanakönnun á vegum Danske
Bank bendir til þess að 50,6% Dana
séu andvíg því að Danmörk taki
upp evruna og 22,5% séu hlynnt því.
Ef marka má könnunina hefur and-
stæðingum evrunnar fjölgað um
22,3 prósentustig og það er mesta
fjölgun sem mælst hefur milli kann-
ana. Á vef danska ríkisútvarpsins
er þetta rakið til umræðunnar um
skuldavanda evruríkja. Þar segir
ennfremur að munurinn á vöxtum í
Danmörku og á evrusvæðinu sé
orðinn sáralítill, eða aðeins 0,05
prósentustig, en hann hafi verið
1,75 prósentustig fyrir tveimur ár-
um þegar vextirnir í Danmörku
voru hæstir. „Það þýðir að kostn-
aðurinn við að taka ekki upp evr-
una hefur minnkað verulega,“ segir
á fréttavef danska ríkisútvarpsins.
DANMÖRK
Meirihluti
á móti því að
taka upp evru