Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það eru um-brotatímarbæði nær
og fjær. Í Þýska-
landi gerðist á
dögunum sá ein-
stæði atburður að
forseti stjórnlagadómstóls
landsins varaði ríkisstjórn þess
við því að reyna að læðast bak-
dyramegin framhjá nýlegum
úrskurði dómstólsins um Evr-
ópumálin. En svo einstök sem
þessi aðvörun þýska dóms-
forsetans virðist, þá sannast
enn að fátt er nýtt undir sólinni.
Því bakdyraleiðin var einmitt
sú leið sem íslensk ríkisstjórn
kaus að fara eftir úrskurð
Hæstaréttar um kosningar til
stjórnlagaþings. Það var stjórn-
skipulegt skaðræðisverk.
Og á Íslandi er sá einstæði at-
burður að gerast að ríkis-
stjórnin og forysta hennar í
þinginu er komin á hlaup með
sjálfa þingsetinguna. Og það al-
varlega er að það er vegna
óstjórnlegs ótta sem ríkis-
stjórnin flýtir þingsetningu Al-
þingis. Þvert gegn ófrávíkjan-
legri venju er í ofboði ákveðið
að hafa þingsetningu að morgni
dags vegna þess að ríkis-
stjórnin óttast íslenskan al-
menning.
Lögreglan virðist hafa kynnt
ríkisstjórninni að hún sjái ekki
ástæðu til að standa að sér-
stökum heiðursverði við þing-
setninguna eins og jafnan hefur
tíðkast. Og ríkisstjórnin sem
komið var á með potta-
glamursaðgerðum, sem ýmsir
núverandi ráðherrar ýttu undir
með ráðum og dáð, flýr nú al-
menning eins hratt og fætur
toga. Núverandi ráðherrar, sem
sumir gengu fussandi og
sveiandi um þinghúsið fyrir
rúmum tveimur árum, þá
óbreyttir þingmenn, og
hneyksluðust yfir því að ör-
þreyttir lögreglumenn fengju
að athafna sig þar innan húss og
fá þar stundarskjól, skjálfa nú á
beinunum og segjast sann-
færðir um að sömu lög-
reglumenn muni passa þá sjálfa
fyrir illa sviknum
almenningi.
Skýringar þær
sem gefnar hafa
verið á flýtingu
þingsetningar eru
mjög ótrúverð-
ugar. Raunar er naumast of-
sagt að þær séu bersýnilega
ósannar og út í hött. Það er
ekki meiri ástæða nú en endra-
nær „að koma þingmönnum
inn í helgina“ og breyta frá
hefðbundnu formi þingsetn-
ingar. Enda munar engu. Nú-
verandi ríkisstjórn er fræg
fyrir athafna- og aðgerðarleysi
sitt og þrír klukkutímar á átta
mánaða starfstíma til eða frá
eru ekki líklegir til að breyta
því.
Fróðlegt væri að fá upplýst
hvort stjórnarandstaðan hefði
verið með ríkisstjórninni í að
leggja á ráðin um fyrir-
komulag flóttans frá íslensk-
um almenningi.
Það er orðið sérstakt og af-
markað vandræðamál í stjórn-
sýslunni hve sitjandi forsætis-
ráðherra virðist illa að sér um
stöðu og eðli mála. Nú síðast
bregst hún við þeim ógöngum
sem kjaramál lögreglumanna
hafa ratað í með því að segja að
ríkisstjórnin megi ekki „grípa
inn í gerðardóminn“ sem féll.
Vandamálið er ekki gerðar-
dómurinn. Vandamálið er að
ríkisstjórnin stefndi máli lög-
reglumanna úr farvegi samn-
inga og í gerðardómsmeðferð.
Og þar knúði hún á um að lög-
reglumenn fengju engar raun-
leiðréttingar sem máli skipta.
Því er fjarstæðukennt af odd-
vita ríkisstjórnarinnar að
skýla sér nú á bak við niður-
stöðu gerðardómsins.
Frá þessum staðreyndum
getur ríkisstjórnin ekki flúið.
Og það er ekki endilega víst
heldur að hún nái að komast
undan á flótta frá fólkinu í
landinu. Það er langflest búið
að átta sig á að ríkisstjórnin
sjálf er hið raunverulega ljón á
vegi bætts hags þess jafnt í
bráð sem lengd.
Það er dapurlegt að
horfa upp á ríkis-
stjórnina hrekjast
um á flóttanum}
Flóttinn mikli
Gríðarleg fjár-festingarþörf
er í íslenskum
sjávarútvegi en
samt sem áður
liggur fjárfesting í
greininni niðri.
Sama staða hefur verið uppi
allt frá því núverandi ríkis-
stjórn komst til valda. Afleið-
ingarnar eru mun meira at-
vinnuleysi en ella væri í
greinum sem þjónusta sjávar-
útveginn.
Hvernig ætli
standi á þessu?
Forsætisráðherra
telur að þetta sé
atvinnulífinu að
kenna og komi rík-
isstjórninni ekki
við. Flestir aðrir átta sig á að
þetta ástand er bein afleiðing
af sjávarútvegsstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Forsætisráð-
herra losnar ekki við ábyrgð-
ina á þessu með því að reyna
að skella skuldinni á aðra.
Forsætisráðherra
telur að verk ríkis-
stjórnarinnar hafi
engar afleiðingar}
Fjárfestingar sem bíða
F
yrir stuttu fór ég að hjóla í vinn-
una mér til skemmtunar. Það var
líka skemmtilegt, meira að segja
miklu skemmtilegra en ég hafði
búist við, og líka fróðlegt. Nokkr-
ir molar sem mig langar að deila með þér,
ágæti lesandi:
Vegalengdir eru afstæðar Vegalengd er
fall af vilja, því meiri vilji því minna máli skipt-
ir vegalengdin; ef viljinn er til staðar er engin
vegalengd of löng. Það skýrir að nokkru hvers
vegna fólk leggur upp í það að hjóla hringinn í
kringum landið og sumir oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar (þetta helst í hendur við þau
sannindi að geta er fall af vilja; því meiri sem
viljinn er því meiri er getan, eða það lærði ég í
það minnsta þegar ég byrjaði á sjónum).
Veður er mismunandi gott Ég hef ekki lent
í því að hjóla í vondu veðri, en það hefur vissulega verið
misgott. Líkt og ég lærði á sjónum þá er best að vinna
sér til hita – í stað þess að fara kappklæddur af stað þarf
maður bara að skjálfa rétt á meðan farið er af stað og svo
sér innbyggða miðstöðin um restina. Þessu tengt má
geta þess að á morgnana er ríkjandi norðaustanátt og
síðdegis ríkjandi suðvestanátt – ég er nefnilega alltaf
með vindinn í fangið á leiðinni úr Hafnarfirði upp að
Rauðavatni og eins á heimleiðinni.
Brekkan er vinur þinn Kunningi minn úr borgar-
pólitíkinni sagði mér eitt sinn frá því að borgarfulltrúar
hefðu samþykkt í borgarstjórn fyrir löngu að alltaf þeg-
ar stofnleiðir væru lagðar yrði gert ráð fyrir hjólabraut-
um en embættismenn hefðu hunsað þá sam-
þykkt enda myndi enginn hjóla vegna veðurs
og mishæða. Eins og ég nefndi er eiginlega
aldrei vont veður á Íslandi og brekkurnar eru
eitt það besta við hjólamennskuna, þær eru
persónuleg áskorun sem gaman er að sigrast
á og síðan gefa þær innspýtingu af endorfíni
sem eykur enn ánægjuna.
Konur gefa ekki séns Frá því ég fór að
hjóla í vinnuna hef ég farið 700 sinnum yfir
gatnamót og þar af 385 sinnum yfir gatnamót
sem eru ekki ljósastýrð. Ekki er alltaf bíll á
leið um viðkomandi gatnamót, en mér telst
svo til að það hafi þó gerst ríflega 200 sinnum.
Af þeim skiptum hafa konur stoppað tvisvar,
en karlar 146 sinnum.
Garðabær rokkar Á leið minni hjóla ég í
gegnum fjögur sveitarfélög. Af þeim er lang-
best að hjóla í Garðabæ og mjög gott að hjóla í Kópavogi
og Reykjavík. Í Hafnarfirði, þar sem félagshyggjuflokk-
ur (hrunflokkurinn) hefur stjórnað í 26 ár af síðustu 30 er
ömurlegt að hjóla og hættulegt.
Öryggið er málið Eins og ég nefndi er veðurfar ekki
hindrun hjólreiðum og ekki heldur hæðir og hólar; það
sem stendur hjólreiðum helst fyrir þrifum er öryggis-
leysi. Reglulega fá tilteknir flokkar flog yfir „einkabíl-
ismanum“ og vilja pína alla til að taka strætó eða hjóla,
en gera þó ekkert til að tryggja öryggi hjólreiðamanna.
Það er trúa mín að ef góðar og öruggar hjólabrautir
væru í boði yrðu hjólreiðamenn legíó á Íslandi.
arnim@mbl.is
Árni Matt-
híasson
Pistill
Ævintýri í hjólaferð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
E
nn ríkir mikil óvissa
um stöðu sérgreina-
lækna og greiðslu-
hlutfall sjúklinga
þeirra. Sjálfstætt
starfandi sérgreinalæknar hafa
verið samningslausir síðan samn-
ingur þeirra við Sjúkratryggingar
Íslands rann út um mánaðamótin
mars/apríl sl. og staðan hefur m.a.
leitt til þess að sjúklingar hafa
þurft að taka á sig aukinn kostn-
að. Sá kostnaður á enn eftir að
aukast en seint og illa hefur geng-
ið að ganga frá samningum við
læknana.
Reglugerð um greiðsluþátt-
töku sjúklinga í heilbrigðisþjón-
ustu rennur út í lok október.
Samningar við sérgreinalækna
runnu út 31. mars sl. og daginn
eftir var reglugerðin fyrst fram-
lengd um tvo mánuði og síðan um
fimm mánuði. Verði reglugerðin
ekki framlengd með eða án breyt-
inga fellur aukinn kostnaður á
sjúklinga en nú er greiðsluhlut-
fallið frá því að vera ekkert upp í
um 75%. Þegar allir sjúklingar eru
teknir saman greiðir sjúklingur
um þriðjung að meðaltali. „Þessi
reglugerð um greiðsluþátttöku
sjúklinga er kjölfestan í allri fram-
vindu málsins,“ segir Kristján
Guðmundsson, formaður samn-
inganefndar Læknafélags Reykja-
víkur, um stöðu samninganna.
Samningur við Barnalækna-
þjónustuna til hliðsjónar
Samningur milli Barnalækna-
þjónustunnar í Domus Medica og
Sjúkratrygginga Íslands var end-
urnýjaður 1. ágúst sl. Engar efnis-
legar breytingar voru gerðar í
sambandi við þjónustustig eða
þjónustumagn, en einingaverð og
komugjöld hækkuðu í samræmi
við þróun verðlags.
Kristján segir að í máli sér-
greinalækna hafi verið rætt um
hækkanir á almennum nótum en
ljóst sé að hækkanirnar þýði
hærra sjúklingagjald. Hann hafi
ekki séð samninginn við Barna-
læknaþjónustuna, setja hafi átt
reglugerð um hann um liðin mán-
aðamót og hafi sérgreinalæknar
gert ráð fyrir að hafa hana til hlið-
sjónar í sínum samningum. Línan
hafi verið lögð en ríkið vilji ekki
taka á sig aukinn kostnað og því
liggi ljóst fyrir að hann lendi á
sjúklingum. Hvað hann verði mik-
ill eigi eftir að koma í ljós.
Í lausu lofti
Sérgreinalæknar hafa unnið
samkvæmt tvíframlengdum samn-
ingi og í sumum tilfellum bætt allt
að 10% aukagjaldi, sem sjúklingar
hafa ekki fengið endurgreitt. Sér-
greinalæknar benda á að eininga-
verð hafi nánast ekkert hækkað
síðan 2008 og ekki verði við svo
búið öllu lengur. Þeir hafi þurft að
taka á sig allar rekstrarhækkanir
án þess að fá nokkuð á móti og
slíkt gangi einfaldlega ekki upp til
lengdar.
Um næstu mánaðamót, þ.e. í
vikulok, rennur svonefndur efnis-
gjaldasamningur úr gildi. Um er
að ræða greiðslur fyrir einnota
áhöld og efni. Þegar samningarnir
runnu út um mánaðamótin mars/
apríl var þessum efnisgjaldasamn-
ingi sagt upp með sex mánaða
uppsagnarfresti. Rætt hefur verið
um að lengja uppsagnarfrestinn
um mánuð og tengist það reglu-
gerðinni sem allir bíða eftir.
Kristján segir að þó búið sé
að leggja meginlínur sé mikil
vinna eftir til þess að ná sam-
komulagi. En reglugerðin sé lykil-
linn að framhaldinu og eftir henni
sé beðið.
Þjónustan verður æ
dýrari fyrir sjúklinga
Morgunblaðið/Golli
Kostnaður Endurgreiðsla Sjúkratrygginga miðast við eldri gjaldskrár.
Sjúkratryggður einstaklingur
á rétt á afsláttarkorti þegar
hann hefur greitt ákveðna
upphæð á árinu fyrir heil-
brigðisþjónustu. 18-66 ára
einstaklingar og atvinnulausir
samkvæmt vottorði frá Vinnu-
málastofnun fá afsláttarkort
þegar þeir hafa greitt 28.000
kr. fyrir heilbrigðisþjónustu.
67-69 ára með skertan eða
engan ellilífeyri fá kortið þeg-
ar þeir hafa greitt 22.400 kr.
70 ára og eldri, 60-69 ára
með óskertan lífeyri, öryrkjar
og 67-69 ára sem nutu ör-
orkulífeyris til 67 ára aldurs
fá afsláttinn eftir að hafa
greitt 7.000 kr. 18 ára og
yngri í sömu fjölskyldu fá af-
sláttarkortið eftir að hafa
greitt 8.400 kr. á árinu. Ekki
er hægt að færa greiðslu á
einu ári yfir á það næsta.
Réttur fyrnist
um áramót
AFSLÁTTARKORT