Morgunblaðið - 28.09.2011, Page 19

Morgunblaðið - 28.09.2011, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Hvítur á leik Útitaflið á Siglufirði hefur vakið mikla lukku meðal þeirra sem hafa heimsótt þennan skemmtilega bæ og er það ágætis innlegg í iðandi mannlífið við höfnina. Árni Sæberg Margir eyjabúar hafa tekið upp á því að úða flugvélar með flugnaeitri til að forðast innflutn- ing aðkomukvikinda. Einnig þarf að gæta þess að flytja ekki inn jarðveg og hafa hemil á innflutn- ingi lífvera í gámum og með bíl- um á ferjum. Nýlega var þess getið í frétt- um, að risahvönnin, bjarnarkló, væri að breiðast út, en hún er hættuleg og getur valdið nokkr- um brunasárum. Þá eru lúpínan og skógarkerfill talin vera ágengir innflytj- endur. Erfitt reynist okkur að sporna við innflutn- ingi lægri dýra. Hingað bárust vespur, senni- lega með bílainnflutningi að Austfjörðum. Þá þurfum við að glíma við spánarsnigil, og nú er komin einhver ágeng hrossaflugutegund og farin að herja á gróður. Sjáist hér nýr fugl, er viðhorfið hins vegar allt annað, og er honum jafnan tekið með þökk- um. Samt var hér um árið steypt undan grás- pörvapari, sem hafði hreiðrað um sig í Reykja- vík. Var þar heft hingaðkoma þessa algenga fugls Evrópu. Starrinn hefur hins vegar verið látinn nema hér land óáreittur. Við reynum svo að varðveita íslenska hænsnastofninn, þótt hvítir Ítalir hafi verið innfluttir til ræktunar. Við miklumst af íslenska hestinum okkar. Og okkur kæmi ekki til hugar að flytja inn ar- abísk hross. Einnig hefur okkur enn tekist að varðveita íslenska kúastofninn. Við fluttum hingað inn karakúl-kindur til þess að endur- bæta fjárstofn okkar. Var það til mikilla óheilla. Því með þeim barst mæðiveiki og riðu- sótt. Varð þá að skera niður og fella stóran hluta af fjáreign landsmanna. Ég ætlaði samt einnig að geta um mann- fólkið í landinu. Við þessi útvalda þjóð, sem bjuggum í þúsund ár einangruð á þessu út- skeri, erum allt í einu komin í þjóðbraut. Við höfum einnig opnað dyr okkar fyrir öllum Evr- ópubúum. Nú ætlum við að ganga í Evrópu- sambandið og jafnvel taka upp evru, þennan staðfasta gjaldmiðil! Við þurfum þá einmitt að aðstoða Grikki fjárhagslega og hjálpa svo Ítöl- um, Spánverjum og Portúgölum að komast úr skuldavandanum. Það yrði strax leitað til okk- ar. Yrði þessi innganga í Evrópusambandið mikið gæfuspor fyrir okkur? Það halda sumir. Mér datt nú einnig í hug að ræða um Fídjibúa, sem eiga heima hinum megin á hnettinum, á eyjum í Kyrrahafinu skammt norðan við Nýja-Sjáland. Ég hef gaman af því að bera þá saman við okkur. Fídjibúar eru Pólines- ar með melanesískri blöndu. Mjög sérstakir menn, sem gam- an var að hitta. Þeir námu þessar eyjar fyrir fjögur þúsund árum. Eyjarnar eru um 18 þúsund fer- kílómetrar að flatarmáli og lifa þar yfir 400 þúsund fornir Fídjibúar. Þarna bjuggu þeir óáreittir fram til 1643 að Evrópumenn rákust á eyjarnar. Sagt var að sæfarar, sem þangað björguðust í land á þessum árum, hafi um- svifalaust verið drepnir, steiktir og étnir. Eyjarskeggjar vildu halda skerjunum sínum hreinum. Samt fór svo, að árið 1879 falaðist breskur auðkýfingur eftir að kaupa þar vot- lendar sléttur á eynni, sem höfðu verið til lítilla nytja. Þetta voru einskonar Grímsstaðir Fídji- búa. Bretunum var sjálfsagt selt þetta land til að lífga upp á fjárhag landssjóðsins. Bretar hófu að rækta þarna sykurreyr. Þetta var al- gjör nýjung þar í landi. Bretar töldu síðan, að nauðsynlegt væri að fá kunnáttumenn til að rækta reyrinn fyrir sig. Fengu þeir leyfi til að flytja inn nokkra Indverja, sem hlutu að sjálf- sögðu dvalarleyfi á Fídji. Indverjunum fjölgaði ört. Þeir urðu nær jafnmargir og gömlu Fídji- búarnir. Þeir lögðu undir sig verslunina, þeir reistu og ráku hótel og veitingahús staðarins og þeir sjá nú einnig um alla ferðaþjónustu á eyjunum. Fyrir nokkru ætluðu þeir að taka við stjórnartaumum landsins. En þá gerðu Fídji- búar loks uppreisn. Okkur, þessum eyjarskeggjum, er nokkur vandi á höndum að hindra ásælni í landið. Eins og hér má sjá, er erfitt að tryggja hagstæða af- komu í lífríki úthafseyja. Eftir Sturlu Friðriksson » Það er vandi að tryggja hagstæða afkomu í lífríki úthafseyjar. Sturla Friðriksson Höfundur er erfðafræðingur og umhverfissinni. Innrás lífvera í eyjar Einn af kostum íslensks sam- félags eru þeir sterku innviðir sem hér hafa verið byggðir upp á heilli öld. Hvað sem líður efna- hagslegum þrengingum er mik- ilvægt að verja og efla þá innviði enda eru þeir stoðin sem farsælt samfélag byggist á. Það er erfitt að skapa velferð í samfélagi þar sem skortur er á öryggi, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þetta er það fyrsta sem fátæk og vanþró- uð lönd þurfa að koma í lag og því forsenda efnahagslegrar uppbyggingar. Í ljósi mikilvægisins er í raun furðulegt hvað undirstöðustéttir á borð við heilbrigðisstarfs- fólk, kennara, slökkvilið og lögreglu búa við hlutfallslega lök kjör á Íslandi. Úr þessu þarf að bæta. Á slíkum sviðum þarf að liggja fyrir skýr framtíðarsýn til margra ára, þ.e. hvernig við viljum sjá umrædda málaflokka þróast næsta áratuginn hið minnsta og hvernig sú þróun verði fjármögnuð. Í ljósi þess hve hallar á undirstöðustéttirnar í launakjörum þarf framtíðarsýnin að fela í sér áform um að bæta jafnt og þétt kjör þeirra sem starfa við þessar greinar. Ungt fólk sem gæti hugsað sér að skrá sig í lögregluskólann á t.d. að vita hvernig stjórn- völd sjá fyrir sér að starfssvið lögreglumanna komi til með að þróast og sjá fram á að for- svaranlegt sé að velja sér löggæslu sem starfs- vettvang, þ.e. að hægt sé að búa við sæmileg kjör og sjá fyrir fjölskyldu á launum lögreglu- manns. Þeir sem þegar starfa í lögreglunni þurfa að sjá framtíð í því að starfa þar áfram svo að samfélagið fari ekki á mis við þá reynslu og þekkingu sem reyndir lögregluþjónar hafa byggt upp. Lögreglan þarf fjármagn og framtíðarsýn Á síðasta þingi lagði þingflokkur framsókn- armanna fram þingsályktunartillögu um „grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland“. Þar var lagt til að skilgreint yrði 1. öryggisstig á Íslandi, 2. þjónustustig lögreglu, 3. mannafla- þörf lögreglu og 4. þörf lögreglunnar fyrir fjármagn. Slík vinna hefur lengi verið aðkallandi. En í stað framtíðarsýnar býr lög- reglan við endurtekinn niður- skurð og viðvarandi óvissu. Við hljótum að spyrja okkur hvort slíkur niðurskurður feli í sér raunverulegan sparnað eða hvort hann valdi jafnvel samfélagslegu og efnahagslegu tjóni til lengri tíma litið. Það hlýtur að vera hægt að finna fjármagn til að verja grunnstoðir samfélagsins í ljósi ýmissa annarra útgjalda sem stjórnvöld hafa talið forsvar- anleg á undanförnum árum. Rík- isstjórnin og ótal álitsgjafar töldu til dæmis að samfélagið hefði vel efni á að greiða árlega 40 milljarða í vexti af Icesave-samningunum. Það voru rúmar 100 milljónir á dag sem hefðu farið út úr landinu í erlendri mynt. Kostnaður ríkis- ins vegna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nemur 3,1 milljarði á ári. Gera má ráð fyrir að alla vega helmingur þess skili sér aftur til ríkisins í beinum og óbeinum sköttum (tekju- skatti, virðisaukaskatti, tekjuskatti fyrirtækja o.s.frv.). Allur nettókostnaður ríkisins vegna lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu er því álíka mikill og tveggja vikna vaxtakostnaður af Icesave- samningunum. Fyrir 36 klukkustunda vaxta- kostnað mætti auka nettóútgjöld til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um 20% og bæta starfskjör og vinnuaðstöðu. Það sama á við um löggæslu á landsbyggðinni þar sem fólk býr nú sums staðar í margra klukkutíma fjarlægð frá lögreglu. Það er því erfitt að halda því fram að samfélagið hafi ekki efni á að standa sóma- samlega að því að umbuna undirstöðustéttum fyrir mikla og erfiða vinnu og verja öryggi íbú- anna. Fjármagni sem varið er í að styrkja grunn- stoðir samfélagsins er vel varið. Með lögum skal land byggja. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Það er erfitt að skapa vel- ferð í samfélagi þar sem skortur er á öryggi, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Löggæslumál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.