Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 ✝ Hjördís Þor-leifsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1932. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 14. september 2011. Foreldrar Hjör- dísar voru Þorleif- ur Sigurðsson, f. 20. maí 1903, d. 4. des- ember 1976, og Sig- ríður G. Benjamíns- dóttir, f. 21. maí 1911, d. 26. mars 1996. Bræður Hjördísar eru Þráinn, f. 5. mars 1934, maki hans var Hrefna Pétursdóttir, f. 10. nóvember 1936, d. 24. desem- ber 2006, og Trausti, f. 6. janúar 1939, kvæntur Fríði Guðmunds- dóttur, f. 11. mars 1941. Eftir nám við Kvennaskólann í Reykjavík lá leiðin í Kennara- skóla Íslands þaðan sem Hjördís útskrifaðist sem handavinnu- kennari. Hún hélt áfram að 1968-70 og í stjórn Kennarafél. Barnask. Kópavogs 1971-72 og 1976-77. Listfengi var Hjördísi í blóð borið og ótal verk liggja eftir hana í handavinnu, málun, silf- ursmíð og keramiki. Hún hafði unun af tónlist og lestri góðra bóka og var mjög víðförul en þau eru ófá löndin sem hún hefur heimsótt, ýmist til styttri eða lengri tíma. Síðasta ferðin henn- ar var með hópi til Kína og þó að heilsan væri ekki alveg upp á það besta og enginn fyndist ferðafélaginn þá lét hún það ekki aftra sér frá því að fara. Hennar mottó í lífinu var að lifa því lifandi og það gerði hún svo sannarlega meðan heilsan leyfði. Hjördís bjó lengstum í Kópa- vogi á Ásbrautinni og síðar á Digranesvegi en flutti fyrir nokkrum árum í Hrísmóa 4 í Garðabæ. Eftir að heilsubrestur fór að gera vart við sig flutti hún á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún varði síðustu mánuðum lífs síns. Hjördís var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 26. september en bálför fer fram síðar. mennta sig, fór til námsdvalar í Dan- mörku 1972, sótti forskólanámskeið við KHÍ 1976 og 1985-86 nam hún sérkennslu. Hún var alltaf mjög fróðleiksfús og bætti við sig fjölda annarra námskeiða til að styrkja starf- ið. Árið 1958 flutti Hjördís upp á Akranes þar sem hún starfaði sem handavinnu- kennari við Gagnfræðaskólann til ársins 1964. Eftir að hafa prófað sig áfram við kennslu lá leið hennar í Kópavogsskóla 1968 þar sem hún starfaði sem handavinnukennari og sérkenn- ari allt þar til hún lét af störfum 1998. 1968-70 starfaði hún jafn- framt sem stundakennari við Blindraskólann. Hún var í stjórn Handavinnukennarafél. Ísl. Látin er góð leshrings- og ferðasystir til margra ára, Hjördís Þorleifsdóttir kennari. Ekki lét hún erfið og langvinn veikind buga vilja sinn til þátt- töku í áhugaefnum sínum fram á síðustu vikur. Síðast þann 1. september tók hún þátt í leshringsfundi að vanda, svo og kom hún með okkur systrum í leikhús sl. vor, þá orðin háð hjólastól. Sami eiginleiki birtist í fari Hjördísar frá unga aldri í dug og óttaleysi í skólagöngu og námskeiðssókn erlendis árum saman, ásamt ferðalögum til fjarlægra landa, en ekki var svo algengt að ungar stúlkur af hennar kynslóð væru einar á ferð. Eftir haldgóða menntun í handverkskennslu innan- sem utanlands varð ævistarf hennar mest á þeim vettvangi hér á landi. Gestrisni einkenndi heimili hennar á suðvesturhorninu. Varla held ég að jafnvel gest- risnustu húsráðendur hefðu tekið því eins vel og Hjördís þegar við danska barnabarnið mitt vorum gestkomandi hjá henni og fékk sá litli hjá henni nægar spýtur, hamar og nagla og negldi nokkra lurka fasta við svalaþröskuld hennar og hét í munni þess 5 ára listaverk. Handmenntakennarinn lét í ljós hrifningu á listaverkinu. Kvaðst því miður þurfa að nota klaufhamar svo hún gæti lokað svölunum. Þetta var gestrisni sem sá 5 ára gleymdi ekki fljótt. Á þessum tíma árs fóru gjarnan fram í eldhúsi hennar fjölbreyttar tilraunir í marmel- aði- og sultugerð, haust hvert, úr villtum og ræktuðum jarð- argróða. Sýnishornum var síð- an dreift örlátri hendi til vina og vandamanna, með þakklæti þegin. Hlýhugur fylgir dugmikilli konu áfram veginn. Blessuð sé minning hennar. Sendum fjölskyldunni hug- heilar samúðarkveðjur. Með kveðju frá leshringnum, Herdís og Sigrún Gunnlaugsdætur. Hjördís Þorleifsdóttir Máttarstólpi er fyrsta orðið sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til Ágústs Ármanns. Hann var sannarlega máttarstólpi í sinni heimabyggð. Ótal minning- ar frá árunum fyrir austan tengj- ast Ágústi, m.a. var það eitt fyrsta embættisverk mitt sem bæjarstjóra að taka þátt í hátíð- arhöldum vegna hálfrar aldar af- mælis Tónskólans í Neskaup- stað. Þá varð mér strax ljóst hvern sess Ágúst og Tónskólinn skipuðu í samfélaginu. Tónlistar- líf og tónlistariðkun af öllum toga auðga mannlífið í Neskaupstað og þar var Ágúst miðpunkturinn. Gilti einu hvort um var að ræða kirkjutónlist organistans Ágústs, blús, rokk eða djass í Brján, þar sem hann gat spilað á öll hljóð- færin, eða kórsöngur og kór- stjórn. Meðal síðustu manna- móta sem ég sótti á árunum fyrir austan var einmitt sextugsaf- mæli Ágústs. Hann bauð til tón- listarveislu í Egilsbúð þar sem gestir nutu tónlistar að hans vali sem hann flutti með vinum sínum og sonum. Seint líður úr minni flutningurinn á lögum Deep Purple, Rolling Stones og fleiri hljómsveita frá þeim árum. Ágúst var í essinu sínu og auðvelt var að sjá fyrir sér töffarann sem spilað hafði víða um land á böll- um á bítlaárunum. Tónlistin varð ævistarf Ágústs sem flytjanda, organista, kenn- ara, kórstjóra og skólastjóra. Hann var afburðastjórnandi Tónskólans í Neskaupstað og allt stóðst hjá honum eins og stafur á bók. Við hittumst gjarnan með fleira fólki í morgunkaffi í Olís- sjoppunni í Neskaupstað og þar lét hann ekki sitt eftir liggja í Ágúst Ármann Þorláksson ✝ Ágúst ÁrmannÞorláksson fæddist á Skorra- stað í Norðfirði 23. febrúar 1950. Hann lést á heimili sínu, Sæbakka 12 í Nes- kaupstað, 19. sept- ember 2011. Útför Ágústs Ár- manns fór fram frá Norðfjarðarkirkju 26. september 2011. umræðunni um þjóðfélagsmál. Stríðnisglampinn í augunum fór ekki fram hjá mér þegar hann varpaði fram ýmiss konar stað- hæfingum til að koma hita í um- ræðuna og margt var skrafað og skeggrætt – ekki alltaf á lágu nótun- um. Ágúst lagði sitt af mörkum á ótal sviðum, t.d. sat hann í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar og lét sig varða alls kyns framfaramál. Hann átti rætur á Eskifirði og í Neskaupstað og tók þátt í tónlist- arlífi í öllum byggðakjörnunum í Fjarðabyggð. Styrking byggðar- innar fyrir austan með samein- ingu bæjarfélaganna undir hatti Fjarðabyggðar naut manna eins og Ágústs. Með söng og tónlist eru stilltir saman strengir og Ágúst stjórnaði kór Fjarða- byggðar þar sem fólk hvaðanæva úr Fjarðabyggð kom saman, kynntist og varð vinir. Þá tók Ágúst að sér að stjórna Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði sem er glæsileg miðstöð tón- listarlífs fyrir Fjarðabyggð og allt Austurland. Það er mikill missir fyrir Nes- kaupstað og Fjarðabyggð að Ágúst er fallinn í valinn langt um aldur fram. Fjölskyldu hans og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og kveð Ágúst í þökk. Megi Guð geyma hann. Helga Jónsdóttir. Mér féllust hendur sl. mánu- dagsmorgun, 19. september, þegar frændi minn austan af Neskaupstað hringdi og sagði: „Hann Ágúst Ármann dó nótt.“ Kynni okkar Ágústar hafa staðið lengi eða frá árinu 1966. Þá var hann í skóla úti á Norð- firði, en var annars ættaður frá Skorrastað, í sveitinni. Ekki var alltaf fært á veturna innan úr sveit og ekki rutt á hverjum degi. Hann bjó því hjá ömmu minni úti í bæ. Ofan við götuna bjó móð- ursystir mín en hún átti dóttur og fljótlega frétti ég að þau tvö væru að draga sig saman sem endaði með giftingu og þremur sonum og þremur barnabörnum. Þetta hjónaband þeirra stóð alla tíð traustum fótum. Ágúst var mikill tónlistarmað- ur og félagsmálamaður. Hann þurfti ekki að handleika hljóð- færi nema stutta stund til að ná úr því lagi og spilaði m.a. undir gamanvísnasöng hjá föður sínum á harmonikku aðeins 12 ára gam- all. Hann var fremstur í flokki að stofna danshljómsveit í Nes- kaupstað 1966, Austmenn, og var þetta fyrsta popphljómsveit á Norðfirði, síðar urðu þær fleiri. Hann fór til Reykjavíkur í tón- listarskóla og varð tónlistarkenn- ari og sérmenntaði sig síðar í kirkjutónlist. Hann kenndi í Tón- skóla Akraness og í Njarðvík, varð svo skólastjóri Tónlistar- skóla Neskaupstaðar og einnig organisti í Norðfjarðarkirkju. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum, hafði ódrepandi áhuga á fótbolta og sleppti aldrei enska boltanum nema eitthvað sérstakt væri í gangi. Margar ógleymanlegar stund- ir koma upp í hugann, heimsókn- ir hans og Sigrúnar til okkar hjónanna og heimsóknir okkar austur til þeirra. Upp í hugann kemur minning þegar Eyþór Árni sonur okkar var þriggja ára og Ágúst og Sigrún voru hjá okk- ur. Ágúst sat við píanóið með Ey- þór Árna í fanginu og spilaði og söng fyrir drenginn og sagðist vera að kenna honum að spila. Mikið skemmtu þeir sér vel. Fyr- ir þetta erum við þakklát og einn- ig margar fleiri stundir og af nógu er að taka. Þó svo að minn- ingarnar séu margar er erfitt að koma þeim öllum fyrir í stuttri minningargrein. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Ágústar vinar okkar og sendum Sigrúnu, son- unum Halldóri Friðriki, Bjarna Frey og Þorláki Ægi, tengda- dætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig öðrum aðstandendum. Úlfar og Sigrún. Kveðja frá Félagi íslenskra organleikara Félagi okkar, Ágúst Ármann Þorláksson, er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann var forystumaður í aust- firsku tónlistar- og menningarlífi en einnig á öðrum sviðum at- hafnalífs á Austurlandi. Hann var útvörður okkar organista í austri, bæði sem organisti og kórstjóri Norðfjarðarkirkju og driffjöður í austfirsku kórasam- starfi. Ágúst hafði sterkar skoð- anir á málefnum líðandi stundar og á málefnum organista og kirkjutónlistar á Íslandi og kom oft því til leiðar er til betri vegar horfði. Fyrir störf sín á hann mestu þakkir skildar og fyrir hina íslensku þjóðkirkju var það mikill heiður að hafa hann starf- andi innan sinna raða. Skarð hans verður Austfirð- ingum vandfyllt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Fjölskyldu Ágústar Ármanns vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd FÍO, Jóhann Baldvinsson. Leiðtoginn er fallinn frá, eftir stöndum við ráðþrota og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Foringinn sem leiddi starf okkar styrkri hendi allt frá árinu 1974, að undanskildum tveimur árum sem hann stundaði framhalds- nám, er horfinn okkur langt fyrir aldur fram. Hvert skal halda, hvað skal gera? Hans skarð verð- ur vandfyllt. Kór Norðfjarðarkirkju hefur getið sér gott orð fyrir fágaðan og vandaðan söng gegnum árin og byggðist það allt á vönduðum undirbúningi og nákvæmni söng- stjórans. Hann náði því besta frá hverjum og einum með ljúf- mennsku sinni og þolinmæði. Ágúst tók við stöðu organista Norðfjarðarkirkju á haustmán- uðum 1974 að loknu námi og fékk fljótt eldskírnina í starfi þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað hinn 20. desember 1974 með þeim hörmulegu afleiðingum að 12 manns létu lífið. Menn geta rétt ímyndað sér það álag sem lagt var á ungan organista í þeirri erf- iðu jarðarför. Það álag stóðst Ágúst með prýði og hefur síðan verið sú trausta stoð sem þjón- andi prestar rétt eins og kórinn hafa lagt traust sitt á. Ágúst Ármann var mjög fjöl- hæfur tónlistarmaður og lét ekk- ert sér óviðkomandi á því sviði. Hann var áratugum saman kenn- ari og skólastjóri Tónskóla Nes- kaupstaðar og hefur kennt mörgu ungmenninu á hljóðfæri og að meta tónlistina enda er tón- mennt Norðfirðinga viðbrugðið og margir tónlistarmenn frá Norðfirði landsþekktir. Æviskeiði Ágústs og starfs- ferli verða örugglega gerð góð skil af öðrum en við í kór Norð- fjarðarkirkju viljum minnast starfs hans með okkur. Fyrir utan hefðbundin skyldu- störf við kirkjulegar athafnir skipti kórinn oft um gír og söng veraldlega tónlist af mikilli inn- lifun, hélt tónleika ýmist einn eða með öðrum kórum á Austurlandi. Helsti frumkvöðull að því sam- starfi var að sjálfsögðu Ágúst Ár- mann. Við fórum í söngferðir ut- an lands sem innan. Farnar voru ferðir til Tékklands, Slóvakíu, Austurríkis, Kanada, Írlands og plön uppi um frekari utanlands- ferðir. Innanlands fórum við vítt og breitt og nú síðast í vor norður til Akureyrar og Siglufjarðar. Allar þessar ferðir lifa í minning- unni og eru ógleymanlegar, ekki síst þær stundir þegar Ágúst tók upp harmonikkuna eða settist við píanóið og spilaði undir fjölda- söng af þeirri snilld sem fáir eða engir hafa náð. Þá sungu allir með af hjartans lyst. Nú í haust var Ágúst búinn að fitja upp á prjónana margt sem til stendur að gera. Ekki er séð hvernig hvernig þeim áformum reiðir af á þessari stundu en ljóst að hans vilji hefði staðið til þess að klára þau verkefni og vonandi gengur það eftir. Elsku Sigrún, sem alltaf stóðst við hlið manns þíns í leik og starfi, synir, tengdadætur, barnabörn, aldraðir foreldrar, systkini og öll stórfjölskyldan. Guð og allar góðar vættir styrki ykkur og styðji í sorg ykkar og söknuði. Minning um góðan dreng lifiir að eilífu. Kór Norðfjarðarkirkju, Freysteinn Bjarnason. Elsku Aggi frændi. Það er svo ótrúlega erfitt að setjast niður og skrifa þessa minningargrein því við trúum því varla ennþá að þú sért farinn, svona alltof fljótt. Það koma margar góðar minningar upp í hugann þegar við hugsum til þín. Þú varst svo hress og skemmti- legur og það var svo gaman að vera í kringum þig. Þú varst líka svo ljúfur og góður og sýndir það óspart með kossum og knúsum. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til ykkar Sig- rúnar og fannst okkur svo aðdá- unarvert hvað þið voruð alltaf hamingjusöm og ánægð saman. Það var alltaf líf og fjör þegar þú varst með í veislum eða skemmtunum, eins og þegar fjöl- skyldan fór öll saman í sumarbú- staðarferð á Flúðir sumarið 2009. Þá mættir þú með harmonikkuna með þér og fékkst alla til að syngja saman. Það var svo gam- an og allir skemmtu sér svo vel, bæði börn og fullorðnir. Svo komstu auðvitað með nokkra brandara líka og allir sátu bara og hlógu, þú varst svo skemmti- legur. Eftir það horfðum við saman á Klovn og þú hlóst manna hæst. Einnig höfum við systkinin aldrei horft á eins fjör- uga fótboltaleiki í enska boltan- um og með þér. Þú lifðir þig svo inn í leikina og lést sko leikmenn- ina heyra það ef þeir stóðu sig ekki nógu vel, en svo fagnaðir þú þeim líka þvílíkt þegar vel gekk. Það var ekki annað hægt en að gleyma sér í leiknum með þér. En þú varst ekki bara skemmtilegur heldur líka svo góður og varst alltaf reiðubúinn að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Eins og þegar Valgeir Marinus var skírður, þá fannst þér minnsta málið að koma og spila í skírninni og þótti okkur svo vænt um það. Þú varst auð- vitað svo frábær tónlistarmaður og þú gast sagt manni allt það sem maður þurfti að vita um ein- hvern tiltekinn tónlistarmann eða hljómsveit. Við systkinin höfum rætt um það hvað við ættum að taka þig til fyrirmyndar og vera opnari og hressari, því við eigum bara eitt líf og það er um að gera að njóta þess til fulls, sem þú augljóslega gerðir. Við gleymum til dæmis aldrei flutningunum í Vestur- bergið þar sem þú hittir Steina hennar Saskiu í fyrsta skipti, sem þá var rétt nýkominn inn í fjölskylduna. Þú vast þér beint upp að honum, kynntir þig fyrir honum og dróst hann strax með þér í flutningana og voruð þið tveir í burtu í margar klukku- stundir og hafði Steini voðalega gaman af. Svona ættu allir að vera, vera opnir og hressir en jafnframt ákveðnir og standa fast á sínum skoðunum, sem þú gerðir líka. Við litum öll mjög upp til þín og fannst þú svo klár og flottur frændi, enda stóri bróðir mömmu. Það verður skrýtið næst þegar stórfjölskyldan hittist og þú verður ekki með. En svona er líf- ið óréttlátt stundum og þeir sem eiga það síst skilið er kippt svona skyndilega frá ástvinum sínum. Þín er mjög sárt saknað og mun- um við alltaf minnast þín af mikl- um hlýhug. Hvíl í friði elsku frændi, Guð geymi þig. Elsku Sigrún, Halldór, Bjarni og Þorlákur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum við Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu í sorginni. Angelien, Saskia Freyja og Marco Fannar. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Ég sendi Sigrúnu og allri fjöl- skyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu Guði falinn, kæri vinur. Edda L. Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, "Senda inn minning- argrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.