Morgunblaðið - 28.09.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Norræn tíska, hönnun og menning
verður í kastljósinu á Norræna
tískutvíæringnum, Nordic Fashion
Biennale (NFB). sem hefst 30. sept-
ember nk. með sýningu í Norræna
sögusafninu, The Nordic Heritage
Museum, í Seattle. Tvíæringurinn er
verkefni Norræna hússins og sér
Ilmur Dögg Gíslastjóri, verkefnis-
stjóri hússins, um skipulagningu
hans ásamt fjölda annarra. Tvíær-
ingurinn er haldinn í samvinnu við
Reykjavík Calling, verkefni sem
heyrir undir landkynningarátakið
Iceland Naturally.
Á sýningunni verður varpað ljósi á
margt það fremsta í norrænni tísku-
hönnun með áherslu á Ísland, Græn-
land og Færeyjar og munu alþjóð-
legir hönnuðir leiða tveggja daga
tísku- og hönnunarmálþing, 30. sept-
ember og 1. október, auk þess sem
12 ungir, bandarískir hönnuðir munu
keppa um ferð á Reykjavík Fashion
Festival.
Hluti af Norræna tískutvíær-
ingnum og kjölfesta hans er sýningin
Looking Back to Find our Future en
á henni er lögð áhersla á norræna
tísku- og skartgripahönnun sam-
tímahönnuða á Norðurlöndum.
Listakonan Hrafnhildur Arnar-
dóttir, öðru nafni Shoplifter, er list-
rænn stjórnandi hennar en hún hef-
ur m.a. unnið fyrir listasafnið
Museum of Modern Art í New York
og með tónlistarkonunni Björk.
Hrafnhildur teflir á sýningunni sam-
an gömlu og nýju, nýtir gripi í safn-
inu og blandar saman við nýja, nor-
ræna hönnun. Mun það varpa
ljósi á menningarleg áhrif og
djúpar rætur fortíðar sem
margir hinna norrænu list-
muna spruttu úr.
Haldið utan Norðurlanda
„Norræna húsið er fram-
leiðandi NFB. Hann var
haldinn fyrst árið 2009
í Norræna húsinu og
eftir þann viðburð var
ákveðið að hann yrði
ekki haldinn á Íslandi,
Færeyjum eða Græn-
landi, þeim löndum
sem eru í fókus. Við
viljum halda viðburð-
inn fjarri heimahög-
um þessara landa í
meira framandi
samhengi,“ segir
Ilmur. Á stað þar
sem verk hönnuða
frá þessum löndum
væru sjaldséð.
Ilmur segir
Seattle því kjör-
inn vettvang fyrir
tvíæringinn og að
sýningin sé mjög stór,
margir hönnuðir taki
þátt í henni. Í Nordic
Heritage Museum sé
tekin fyrir arfleifð
norrænna land-
nema í Seattle sem
settust að í hverfinu
Ballard og Hrafn-
hildur setji sýn-
inguna í raun upp
inni í sýningum
sem fyrir séu í safn-
inu, blandi samtíma-
hönnun saman við þær.
„Hún nær með þessu að tengja sam-
an fortíð, nútíð og framtíð,“ segir
Ilmur, hönnuðir séu enda að vinna
mikið með menningararf sinna
landa. Sýningin sem Hrafnhildur
stýrir er á þremur hæðum í safninu
og ólíkar áherslur á hverri hæð. Á
miðhæðinni eru t.d. innsetningar eft-
ir hönnuði og á efstu hæð sérstök
herbergi tileinkuð hverju landanna á
Norðurlöndum fyrir sig, hönnuðir
frá tilteknu landi með innsetningar
þar, m.a. er Henrik Vibskov með inn-
setningu í danska herberginu.
„Aðalfókusinn á sýningunni er á
Ísland, Færeyjar og Grænland og
þetta er stærsta sýning á norrænni
fatahönnun sem hefur verið haldin í
Ameríku,“ segir Ilmur. „Hvorki hafa
svona margir hönnuðir komið saman
áður né á þennan hátt því algengasta
miðlunin á tísku er m.a. í gegnum
tískusýningar og svokölluð „show ro-
om“,“ bendir Ilmur á. Til viðbótar
tísku- og hönnunarinnsetningunum
verður haldin götutískuljós-
myndasýning með myndum frá
Reykjavík, Nuuk, Færeyjum, Kaup-
mannahöfn, Helsinki, Osló og Stokk-
hólmi. Ljósmyndararnir sem verk
eiga á henni eru Jói Kjartans frá
Reykjavík, Hildur Hermans
frá Osló, Hel-Looks frá Hels-
inki, The Locals frá Kaup-
mannahöfn, Style Clicker frá
Stokkhólmi og Aviaaja Ezeki-
assen frá Nuuk.
Mikið um að vera í
Ballard
Ilmur segir tvíær-
inginn hafa breitt úr
sér í hverfinu Ballard.
Í verslunarmiðstöð-
inni Bellevue hafi ver-
ið sett upp sýning á
göngunum, NFB
Curator’s Cut og
hófst hún 8. sept-
ember. Þá starfar
NFB einnig með
myndlistargalleríi í
Seattle, Project Ro-
om, en íslenska
hönnunarmerkið
Vík Prjónsdóttir
er að setja upp
verk þar og í einni
heitustu tískuvöru-
verslun Seattle,
Blackbird verða
einnig haldnir hlið-
arviðburðir.
Tvíæringurinn
hefst með mál-
þingi, NFB 2011
Fashion Summit,
röð gagnvirkra
kynninga og
umræðufunda
sem stýrt verður
af leiðandi fólki
og forystuaðilum
í hönnun og tísku.
„Þetta er alþjóðlegt
málþing, bæði norrænir
fyrirlesarar og amerískir
sem endar á stórum gjörn-
ingi með Henrik Vibskov,“
segir Ilmur. Gjörningurinn
sé ágætisdæmi um það í
hvaða áttir tískan sé að fara, hönn-
uðir séu að fara nýjar leiðir í því að
miðla hugmyndaheimi sínum. Meðal
þeirra sem halda fyrirlestra eru Yv-
an Mispelaere, listrænn hönnuður
hjá Diane Von Furstenberg; Áslaug
Magnúsdóttir, stofnandi Moda Oper-
andi, og íslenski hönnuðurinn Mundi
Vondi.
Ilmur segir tvíæringinn hafa feng-
ið mikla umfjöllun nú þegar í fjöl-
miðlum í Seattle þó að hann sé ekki
formlega hafinn. Þá megi það sama
segja um þátttökulöndin. „Það er
eiginlega framar okkar björtustu
vonum,“ segir Ilmur.
Fatahönnunarkeppni
og tónleikar
Síðasti hluti tvíæringsins verður
keppni tískuhönnuða og ber hún yfir-
skriftina North by Northwest og er
henni ætlað að „glæða andagift og
sköpunargleði með óviðjafnanlegum
listmunum og straumum í norrænni
hönnun“, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu. Nemendum og ungum hönn-
uðum frá vesturströnd Bandaríkj-
anna var boðið að taka þátt í
keppninni og voru 12 valdir til að
taka þátt í úrslitum. Sigurvegarar
munu hljóta ferð til Íslands á tísku-
vikuna í Reykjavík á næsta ári.
Ekki er allt upp talið enn því
haldnir verða tónleikar sem eru hluti
af tvíæringnum, tónleikar með yfir-
skriftinni Sister City Showcase:
Reykjavík Calling. Þar koma fram
tónlistarmenn frá Íslandi, Grænlandi
og Færeyjum með tónlistarmönnum
frá Seattle: Ólöf Arnalds & Sean
Nelson með Kyle O’Quin; Snorri
Helgason og David Bazan; Gudrid
Hansdottir og Tomo Nakayama og
Nive Nielson og Shelby Earl. Tón-
leikarnir eru haldnir í samstarfi við
útvarpsstöðina KEXP í Seattle sem
mun m.a. vera með beina útsendingu
frá Iceland Airwaves-hátíðinni, 12.-
14. október nk. og prentmiðlana The
Stranger, Seattle Weekly og Seattle
Magazine.
Norræni tískutvíæringurinn
stendur yfir í sex vikur.
Norræn tíska, hönnun
og menning í brennidepli
Norræni tískutvíæringurinn hefst 30. september í Seattle Stærsta sýning á norrænni fatahönn-
un sem hefur verið haldin í Bandaríkjunum Hrafnhildur Arnardóttir listrænn stjórnandi sýningar
Ilmur Dögg
Gísladóttir
Hrafnhildur
Arnardóttir
Prjón Vík Prjónsdóttir setur upp verk í myndlistargalleríinu Project Room í Seattle.
Vefsiða tvíæringsins: www.nordic-
fashionbiennale.com.
Kvenlegt Inuik Design er grænlenskt tískumerki.
Dökkt Hönnun bAR-
BARA Í gONGINI ,
dansks tískuhönnuðar.
Þekktur Danski hönnuðurinn Dani-
el Vibskov verður á tvíæringnum.