Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 20
Af meintri fyndni Samtaka atvinnulífsins Jón Bjarnason, sjáv- arútvegs- og landbún- aðarráðherra, sendir Samtökum atvinnulífs- ins kveðju í Morg- unblaðinu á mánudag- inn og segir samtökin hafa farið með gam- anmál á opnum fundi um atvinnumál sem fram fór í Hörpu 26. september sl. Þar hvöttu samtökin til nýrrar atvinnusóknar og að ráðist yrði að rótum atvinnuleysisins en 11 þúsund manns eru nú án vinnu. Á fundinum bentu SA á að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að koma vinnu- fúsum höndum til starfa auk já- kvæðra samfélagslegra áhrifa sem af því hlytust. Það er fjarri að erfitt ástand í atvinnumálum þjóðarinnar hafi nokkuð með kímni að gera. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá hruni er sorglegt hversu mörg tækifæri til að skapa ný störf og snúa vörn í sókn hafa runnið út í sandinn. Ráðherra segir Samtök atvinnu- lífsins ekki vilja framar tala við stjórnvöld og að öll atvinnusköpun verði stöðvuð á meðan ekki verði farið að ráðum SA. Þetta er rangt. Á fyrrgreindum fundi SA sagði ég hins vegar að SA myndu að svo komnu máli ekki hafa frumkvæði að frekari samskiptum við ríkisstjórn- ina. Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, í tengslum við stöðugleikasáttmálann og nýja kjarasamninga í maí sl., lof- uðu góðu en því miður hefur rík- isstjórnin ekki haft kraft til að fylgja þeim eftir. Það ætti að vera for- gangsverk stjórnvalda að virkja at- vinnulífið til góðra verka í stað þess að halda því niðri og tefja nauðsyn- legan efnahagsbata. Takist ekki að leggja grunn að öflugum hagvexti sem byggist á verðmætasköpun og útflutningi verður það árviss við- burður að skera niður útgjöld rík- isins til velferðarmála og hækka skatta á almenning. Á fundi SA um atvinnumál var dregin upp raunsönn mynd af stöðu mála. Ummælum um persónulegar árásir og ómálefnalega umræðu er vísað til föðurhúsanna og því fer víðs fjarri að aðild- arsamtök SA séu í áróðursstríði gegn ís- lenskum landbúnaði. Þau hafa hins vegar bent á að aukið frelsi í innflutningi landbún- aðarafurða komi ís- lenskum neytendum til góða og að landbún- aðarkerfið sem við bú- um nú við sé of dýrt. Jón Bjarnason nefn- ir að framundan sé mikilvæg vinna við að leita sátta um fjölmörg mál, t.a.m. um stjórn fiskveiða. Þar er ég algjörlega sammála. Samtök atvinnulífsins voru harðlega gagn- rýnd fyrir að vekja máls á skaðsemi fyrirhugaðra breytinga sl. vetur en þær fjölmörgu umsagnir sem bárust um frumvarpið sýna að varnaðarorð SA áttu við rök að styðjast. Hvet ég ráðherrann til að taka mark á þeim. Ráðherra kallar eftir hófsemd og sanngirni í umræðunni en sakar um leið íslenska útgerðarmenn um að hóta að stöðva alla uppbyggingu til að knýja fram yfirráð sín yfir stjórn landsins! Þetta er hvorki sanngjarnt né hófsamt. Á fundi SA lýsti Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, því yfir að útgerðin gæti fjárfest fyrir tugi milljarða ef henni yrðu sköpuð sanngjörn rekstrarskilyrði og vissa um starfsskilyrði til lengri tíma. Þannig gætu skapast hundruð af- leiddra starfa. Fullyrðing um að ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki búi nú við meira og betra starfsöryggi en áður er í besta falli öfugmæli. Látum hófsemdina ráða för, tryggjum atvinnulífinu samkeppn- ishæf rekstrarskilyrði og hefjum af krafti sköpun nýrra starfa sem byggja á íslensku hugviti og verð- mætasköpun. Eftir Vilmund Jósefsson »Nú þegar þrjú ár eru liðin frá hruni er sorglegt hversu mörg tækifæri til að skapa ný störf og snúa vörn í sókn hafa runnið út í sand- inn. Vilmundur Jósefsson Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011 Í framhaldi af fundi SA sendi sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra for- svarsmönnum atvinnulífsins þ.m.t. undirritaðri tóninn í grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. mánudag. Þar ræddi ég sem formaður SVÞ m.a. um þau tækifæri sem verslunin stend- ur frammi fyrir en þann málflutn- ing afgreiðir ráðherra því miður með eftirfarandi orðum „… sem áróður SVÞ sem nú birtist gegn íslenskum landbúnaði og er vita- skuld tengdur ásókn í aðild að Evrópusambandinu“. Þetta væri mikil einföldun á málflutningi mín- um – en það sem alvarlegra er, þetta er alröng túlkun. Það er hins vegar ekkert laun- ungarmál að SVÞ er það aðild- arfélag SA þar sem stuðningur við aðildarumsókn Íslands að ESB er mestur, enda sýna skoðanakann- anir að um 64% landsmanna eru okkur sammála og vilja klára um- sóknarferlið. Stærstu fyrirtæki landsins hafa yfirgefið íslensku krónuna, en það geta hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert. Að svipta þau möguleikanum á því að sjá hvern- ig rekstrarumhverfi og lífskjör þeirra gætu breyst með aðild – er að okkar mati óþolandi forræð- ishyggja. Hlutverk stjórnvalda í Evrópumálinu er að tryggja þjóð- inni sem bestan samning – en hennar að taka ákvörðun í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Það er heldur ekkert launung- armál að engin atvinnugrein býr við eins slæm rekstrarskilyrði um þessar mundir og verslunin – þó að lítið fari fyrir því í opinberri umræðu, jafnvel þó að við verslun starfi 25% starfsmanna á hinum almenna vinnumarkaði. Á ofan- greindum fundi var því ekki síður leitast við að benda á þau tæki- færi sem verslunin stendur frammi fyrir, sem að okkar mati felast t.d. í að fjölga þeim krónum sem heimilin hafa eftir að hafa greitt skatta, afborganir og vexti og keypt í matinn. Staðan er nefnilega þannig að þegar heimilin hafa greitt þessi útgjöld er hjá mörgum lítið eða ekk- ert eftir og það kem- ur mjög illa niður á allri annarri verslun í landinu. Ef hagvöxtur verður áfram veikur eins og margt bendir til – felast tækifæri verslunar ekki síst í að lækka ofangreinda útgjaldaliði og færa þá neyslu yfir í aðrar greinar verslunar eins og fatnað, hús- gögn, raftæki o.fl. Sá tilflutningur gæti skipt atvinnugreinina sköpum á komandi misserum. Þau tækifæri sem blasa við versluninni eru í fyrsta lagi að flytja inn verslun til landsins með því að fjölga ferðamönnum. Í öðru lagi að flytja inn verslun Íslend- inga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu. Vöru- gjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun og á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni til þingheims að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera sam- keppnishæf við nágrannalöndin þ.a. verslun flytjist heim, skapi störf og tekjur. Í þriðja lagi vill verslunin auka frelsi í innflutningi landbún- aðarvara enda vega þær vörur um 45% af matarkörfu heimilanna. Krafa um aukið frelsi er ekki áróður á íslenskan landbúnað eins og ráðherra heldur fram í grein sinni – heldur gagnrýni á kerfið sem hið opinbera gerir bændum að starfa í. Það hlýtur að mega gagnrýna kerfi sem hvort tveggja gerir íslenskum neytendum að búa við eitt hæsta búvöruverð í heimi og gerir bændur að lág- launastétt. Verslunin telur að standa eigi vörð um hinn hefðbundna land- búnað í sveitum landsins – en að ekki eigi að setja iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt, þar sem framleiðslan fer að mestu fram í verksmiðjum í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins, undir sama hatt. Með auknum innflutningi getur versl- unin boðið íslenskum neytendum upp á ódýrara kjúklinga- og svínakjöt en nú er unnt, þ.a. neyt- andinn hafi val um íslenskt kjöt eða innflutt kjöt. Ráðherra hefur sagt að hann vilji vernda störf með því að vernda innlenda kjöt- framleiðslu. En við spyrjum á móti – eru störf í verslun minna virði en störf í öðrum atvinnu- greinum? Er um það samkomulag innan stjórnmálaflokkanna að loka landinu fyrir innfluttum landbún- aðarvörum – slá skjaldborg um iðnaðarframleidda kjötvöru en fórna í staðinn störfum í verslun og koma í veg fyrir lækkaðan mat- arkostnað heimilanna? En eitt í gagnrýni ráðherra skal ég taka til mín og biðjast op- inberlega afsökunar á en ég birti í ræðu minni hluta úr svari ráð- herra er hann var spurður um fjárfestingaráform Huang Nubo á Grímsstöðum. Rétt hefði verið að birta svar hans óstytt og verður þessi útúrsnúningur að flokkast undir pirring af minni hálfu. Ég hefði nefnilega viljað heyra ráð- herra fagna þessum fjárfesting- aráformum með sama hætti og forsætisráðherra gerði, enda eig- um við að taka fagnandi á móti fjárfestum sem sýna Íslandi áhuga án fyrirfram gefinnar tortryggni. SVÞ mun áfram vinna með hinu opinbera og leita eftir samvinnu þeirra við að bæta rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja. SVÞ hefur átt mikið og gott samband við mörg ráðuneyti – enda rétt sem kemur fram í grein ráðherra að með meiri samstöðu munum við vinna okkur út úr vandanum. Ég legg því til að lokum að við Jón hittumst við fyrsta tækifæri til að ræða þau mál sem við getum unn- ið að í sameiningu – af nógu er að taka. Eftir Margréti Kristmannsdóttur » Verslunin telur að standa eigi vörð um hinn hefðbundna landbúnað í sveitum landsins – en að ekki eigi að setja iðnaðar- framleitt kjúklinga- og svínakjöt, þar sem framleiðslan fer að mestu fram í verk- smiðjum í útjaðri höf- uðborgarsvæðisins, undir sama hatt. Margrét Kristmannsdóttir Höfundur er formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Eru störf í verslun ómerkilegri en önnur störf? Baráttusaga áfengis- og vímuefnasjúklinga er saga af baráttu fyrir virðingu og mannrétt- indum og saga af bar- áttu gegn fordómum. Og þeirri baráttu er ekki lokið – langt í frá. Þessi sjúklingahópur hefur þurft að berjast fyrir viðurkenningu á sjúkdóminum. Fyrir fáeinum áratugum voru áfengis- og vímuefnasjúklingar ekki viðfang heil- brigðisstofnanna heldur lögreglu og fangelsisyfirvalda. Mönnum var refs- að fyrir að vera veikir. Og þótt heil- brigðisyfirvöld viðurkenni nú í orði að fólk sé haldið áfengis- og vímuefna- sýki þá er það ekki alltaf svo á borði. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru víða um heilbrigðiskerfið ranglega greindir og þeim er beint í ranga meðferð – sem stundum getur verið þeim lífshættuleg. Viðhorf heilbrigð- isyfirvalda gagnvart misnotkun vímu- efnasjúklinga á lyfjum bera skýran vott um fordóma gagn- vart þessum hópi. Yf- irvöldum er fyrirmunað að grípa til aðgerða til að minnka skaðann af dreifingu þessara lyfja á þennan hóp. Þau vilja halda áfram að dreifa lyfjunum eins og þessi hópur sé ekki til; að hann sé utan samfélags- ins. Það eru fordómar. Það eru líka fordómar þegar stjórnvöld bregð- ast ekki sérstaklega við til að verja áfengis- og vímuefnasjúklinga í kreppunni. Það er vitað að þegar herðir að á vinnu- markaði og félagslegar aðstæður versna þá bitnar það verst á þessum hópi. Og ekki bara sjúklingunum sjálfum heldur á börnum þeirra og fjölskyldu. Það er því nauðsynlegt að efna til átaks til varnar áfengis- og vímuefnasjúklingum í kreppunni og halda að þeim þeirri aðstoð sem gagnast þeim best. Það er ekki rétt- lætanlegt að líta svo á að þessi hópur, sem er sannarlega veikur, geti sjálf- um sér um kennt um aðstæður sínar. Það eru fordómar. Það eru líka fordómar að sam- félagið haldi ekki betur utan um þá vímuefnasjúklinga sem nota spraut- ur. Þetta er hópur sem hefur vaxið og dafnað á misnotkun á lyfseð- ilsskyldum lyfjum. Hópurinn er því að mörgu leyti afleiðing af tregðu heil- brigðisyfirvalda við að setja eðlilegar reglur um dreifingu hættulegra lyfja. Það kemur æ betur í ljós hversu illa undirbúin yfirvöld eru þegar þetta fólk veikist alvarlega í kjölfar neysl- unnar. Það er eins og ekki hafi verið gert ráð fyrir að þetta fólk væri til í samfélagi okkar. Það eru fordómar. Það sýnir líka fordóma hversu illa samfélagið er búið undir fjölgun áfengissjúklinga meðal eldri borgara. Þrátt fyrir gífurlega aukningu í lyfja- notkun þessa hóps og óumflýjanlega misnotkun í kjölfar hennar; er eins og ekki sé gert ráð fyrir að aldraðir geti átt við áfengisvanda stríða eða mis- notað lyf. Það eru fordómar. Það eru líka fordómar sem valda því að engin úrræði eru til á Íslandi til að mæta vanda barna sem alast upp við alkóhólisma, vímuefnaneyslu eða ofneyslu á áfengi og vímuefnum. Tal- ið er að um 20 þúsund börn búi við þessar aðstæður; misalvarlegar. Það er vitað að fátt getur valdið börnum meiri angist og kvöl en slíkar að- stæður. Samt eru svo til engin úrræði í boði til að styðja þessi börn og fjöl- skyldur þeirra. Það er látið eins og þessi börn séu ekki til. Það eru for- dómar. Þótt margt hafi áunnist frá stofnun SÁÁ fer því fjarri að baráttu áfengis- og vímuefnasjúklinga gegn for- dómum sé lokið. Þess vegna komum við saman á hátíðar- og baráttufundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld; fögnum sigrum gærdagsins, þjöppum okkur saman til að takast á við baráttu dagsins og undirbúum verkefni morgundagsins. Berjumst gegn fordómum Eftir Gunnar Smári Egilsson Gunnar Smári Egilsson » Það eru líka for- dómar þegar stjórn- völd bregðast ekki sér- staklega við til að verja áfengis- og vímuefna- sjúklinga í kreppunni. Höfundur er formaður SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 2/10 var fyrsta spila- kvöldið í fjögurra kvölda tvímenn- ingskeppni. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður: Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss. 197 Hulda Hjálmarsd. – Unnar A Guðmss. 186 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 181 Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 181 Austur/Vestur Ólöf Ingvarsd. – Kjartan Ingvarss. 203 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 202 Halldór Þórólfss. – Björn Arnarsson 188 Bernhard Lynn – Ragnar Haraldsson 184 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, á sunnudögum kl. 19. Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 30. september var spilað á 17 borðum hjá FEBH með eftirfarandi úrslitum í N/S: Ólafur Gíslason – Guðm. Sigurjónsson 366 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 362 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 357 Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 338 A/V. Steinmóður Einarss. – Helgi Einarss. 366 Hulda Mogensen – Jóhann Benediktss. 360 Tómás Sigurjónsson – Björn Svavarss. 352 Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 351

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.