Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011
Sagt er að enginn sé ómissandi
og að maður komi í manns stað en
við skyndilegt fráfall Ágústar Ár-
manns passar þetta engan veg-
inn. Okkur finnst einmitt að hann
hafi verið ómissandi bæði fyrir
sína heimabyggð og stórfjöl-
skylduna. Maður reiknar ein-
hvern veginn með því að svona
menn eins og Aggi verði eilífir og
sér ekki byggðarlagið fyrir sér án
hans.
Við vorum sveitungar Agga og
þótt hann væri nokkru eldri er
eins og vináttubönd milli bæja og
fjölskyldna gangi í erfðir. Þegar
Ágúst Ármann
Þorláksson
✝ Ágúst ÁrmannÞorláksson
fæddist á Skorra-
stað í Norðfirði 23.
febrúar 1950. Hann
lést á heimili sínu,
Sæbakka 12 í Nes-
kaupstað, 19. sept-
ember 2011.
Útför Ágústs Ár-
manns fór fram frá
Norðfjarðarkirkju
26. september 2011.
við hófum tónlistar-
nám hjá Agga sýndi
hann okkur mikla
hlýju og umhyggju
og okkur fannst
hann líta á okkur
eins og litlu frænk-
ur sínar. Síðar vor-
um við svo lánsam-
ar að syngja hjá
honum í kirkju-
kórnum. Þar var
mikið spaugað og
hópurinn eins og stór fjölskylda
þar sem Aggi var miðpunkturinn.
Eftir að við fluttum úr byggðar-
laginu átti Aggi það til að bjóða
okkur að syngja með kórnum
þegar við komum heim í frí og
þótti okkur vænt um það. Nú síð-
ast í vor kom kórinn í kórferðalag
norður í land þar sem við erum
búsettar. Þegar önnur okkar fór
með þeim í leikhús sagði Aggi:
„Magga mín, þú syngur bara með
okkur á tónleikunum á morgun.“
Þegar honum var þakkað traust-
ið með miklum efasemdum sagði
hann: „Já, ég veit að þú veist al-
veg hvenær þú átt að syngja og
hvenær ekki.“ Þarna var Agga
rétt lýst, hann hafði traust á sínu
fólki og hvatti það óspart. Nú eru
þessir tónleikar í bátnum á Síld-
arminjasafninu á Siglufirði dýr-
mæt minning. Elsku Jóa og Lalli,
Sigrún, synir, tengdadætur,
barnabörn, systkini og aðrir að-
standendur. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum
guð að styrkja ykkur í sorginni.
Marta og Margrét
frá Skálateigi.
Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur
hratt, hann flýgur máske úr augsýn
þinni í kveld.
Svo segir í einni vísu Omars
Khayyam í ljóðabálknum Rubá-
iyát í þýðingu Magnúsar Ásgeirs-
sonar.
Tíminn flaug úr augsýn
frænda míns Ágústar í einu vet-
fangi þótt á besta aldri væri eins
og stundum er sagt. Tíminn er
sem fleira afstæður og aldur seg-
ir ekki allt um hverju menn áorka
á lífsleiðinni. Ágúst fyllir óum-
deilanlega þann hóp manna sem
víða koma við og mörgu áorka.
Spor hans, bæði djúp og varanleg
á tónlistarsviðinu, má víða sjá í
samfélaginu á Norðfirði og Aust-
urlandi öllu og þótt víðar væri
leitað. Sama gildir á flestum öðr-
um sviðum félagsmála, á Norð-
firði a.m.k.
Hið óvænta fráfall sem enn er
að seytla inn í vitund mína hrærir
óhjákvæmilega upp í hugar-
fylgsnunum og þá allt aftur til
sjötta áratugarins – dregur þar
upp myndir af heimilislífinu á
Skorrastað, þar sem við systra-
synirnir erum báðir fæddir, og af
stórfjölskyldunum þar í þrjá ætt-
liði á báðum bæjunum og öllum
barnaskaranum sem þar undi sér
í áhyggjuleysi ungdómsáranna.
Áranna sem Bernhard Shaw
sagði einhvers staðar að væri
synd að eytt væri í reynslulaus
ungmenni.
Aggi, eins og hann þá og síðar
var kallaður af nærskyldum, var
þar í hópi elstu barnanna og því
leiðandi á ýmsum sviðum eins og
gerist. Snemma beygðist þó
krókurinn til þess sem verða vildi
á tónlistarsviðinu enda ekki langt
að sækja, bæði í föður- og móð-
urætt. Í minningunni var áhugi
hans og atgervi til hefðbundinna
sveitastarfa eitthvað síðra. Þótt
samskipti fullorðinsáranna hafi
alltaf verið góð hefðu þau mátt
vera meiri.
Ágústar frænda míns er sárt
saknað. Sigrúnu, sonum þeirra,
foreldrum og systkinum votta ég
samúð mína.
Guðjón Ármann.
Þá er fallin í valinn sú síðasta
hinna ljóngáfuðu og skemmtilegu
systra frá Bustarfelli í Vopnafirði,
stórfrænka mín Oddný Ólafsdótt-
ir, háöldruð kona en ern til hinstu
stundar. Frá því ég man eftir mér
voru heimili þeirra Oddnýjar og
eiginmanns hennar, Kristjáns
Friðrikssonar iðnrekanda, fyrst á
Bergstaðastræti og síðan í Garða-
stræti, helsti griðastaður pilts af
Suðurnesjum. Þar var eftir ýmsu
að slægjast: samneyti við tápmikl-
ar og uppátektasamar ungfrænk-
ur, myndverkum eftir helstu lista-
menn þjóðarinnar í
menningarlegu samhengi og ekki
síst húsfreyjunni, sem ávallt tók á
móti systursyni sínum af elsku-
legri háttvísi, var tilbúin að ræða
það sem ungum mönnum reynist
erfitt að anda upp úr sér við for-
eldra sína og reyndist ráðhollari
en flestir aðrir.
Enn frekar óx Oddný frænka í
áliti mínu eftir að ég fullorðnaðist.
Hún hafði til að bera reisn réttbor-
inna aristókrata, enda engar smá-
vegis ættir sem að henni stóðu,
prestar, sýslumenn og kvenskör-
ungar í tíu ættliði, í bland við lít-
illæti þeirra sem hafa einlægan
áhuga á fjölbreytileika mannlífs-
ins. Í ofanálag var hún einhver
fyndnasta manneskja sem ég hef
fyrirhitt. Hún kunni ógrynni af
sögum af skrýtnu fólki, uppátækj-
um þeirra, tilsvörum og vísum sem
þeim voru eignaðar. Þessar sögur
og vísur flutti hún með kúnstugu
látbragði, tungutaki og raddblæ
þeirra og klykkti út með svo vel
tímasettum skrítlum að viðstaddir
voru enn smáhlæjandi mörgum
klukkustundum síðar. Þegar þær
Bustarfellssystur komu svo saman
af ýmsu tilefni leið ekki á löngu
uns öll samkoman brast í söng, þar
sem systurnar sex mynduðu öfl-
ugan messósópran, enda allar í
meira lagi músíkalskar.
En kannski var hæst á Oddnýju
Oddný
Ólafsdóttir
✝ Oddný Ólafs-dóttir fæddist á
Bustarfelli í Vopna-
firði 6. janúar 1920.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
23. september 2011.
Útför Oddnýjar
fór fram frá Dóm-
kirkjunni föstudag-
inn 30. september
2011.
risið eftir að kraftar
hennar fóru að
þverra, svo mót-
sagnarkennt sem
það hljómar. Því
meira sem á hana
var lagt líkamlega,
því meira lagði hún
sig fram um að lifa
eðlilegu lífi í eigin
ranni. Sjálfsvorkunn
átti hún ekki til, og
aðspurð um líðan
sína sagðist hún ekki nenna að
barma sér, það væri svo fjári leið-
inlegt fyrir aðra að hlusta á svo-
leiðis. Á Mímisveginum eignaðist
hún góðan – og heilsutæpan – ná-
granna, Þorstein Gylfason heim-
speking, sem ekki nennti heldur
að barma sér. Orðaskipti þessara
tveggja eftirminnilegu einstak-
linga þar á stigapallinum þótti til-
fallandi áheyrendum jafnast á við
kómísk og eilítið absúrd leik-
stykki: sposkar athugasemdir frú
Oddnýjar í bland við reykmettuð
hlátrasköll heimspekingsins. Þau
orðaskipti halda vonandi áfram á
öðrum stað.
En þótt andinn væri styrkur
hafði líkaminn á endanum betur.
Það var Oddnýju töluvert áfall að
missa yngstu systur sína, Ingi-
björgu móður mína, nú í sumar, en
þær systur höfðu verið í næstum
daglegu símasambandi um nokk-
urra ára skeið. Í framhaldinu
mátti í fyrsta sinn skynja lífsleiða
á tali hennar. Dauðastríðið, þegar
það kom, tók blessunarlega fljótt
af. Mikilhæf kona er gengin. Ég
og fjölskylda mín sendum öllu
skyldfólki hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson
og fjölskylda.
Nú er kvödd kær frænka mín
og vinkona Oddný Ólafsdóttir, síð-
ust fimm systra úr Kaupvangi í
Vopnafirði, títt nefndar Ella,
Magga, Onna, Dúna og Inga, dæt-
ur móðurbróður míns Ólafs
Methúsalemssonar kaupfélags-
stjóra frá Burstafelli og Ásrúnar
Jörgensdóttur frá Krossavík.
Mér er í minni sem barn hvað
var gaman að koma í kaupstaðinn
úr sveitinni, litlum torfbæ, Ytri-
Hlíð, til þeirra í þetta stóra fallega
hús, allar stofurnar, hátt til lofts,
og skraut í loftum, allt svo fram-
andi.
Ekki spillti viðmótið og góð-
gerðir, ég var hálffeimin en man
samt hvað alltaf var glatt á hjalla,
þá var nú sport að koma í búðina.
Síðan söknuðurinn þegar fjöl-
skyldan flutti til Akureyrar. Ým-
islegt fékk ég af leikföngum
þeirra, sem voru fyrir mér óskap-
lega flott og framandi, sem Ólafur
hafði keypt í innkaupaferðum sín-
um suður. Einnig fína kjóla sem
voru lagaðir á mig.
Mér eru í minni heimsóknir fjöl-
skyldunnar á sumrin heim til okk-
ar, þá var farið í leiki og fleira gert
til gamans.
Þegar ég fór í skóla að Laugum
heimsótti ég fjölskylduna í
Brekkugötu 25 á Akureyri og var
tekið opnum örmum.
Síðan lágu leiðir okkar Onnu
saman þegar hún falaðist eftir mér
sem húshjálp og til sauma í Últímu
hálfan daginn. Ég fékk herbergi
hjá þeim hjónum á Bergstaða-
strætinu, þar sem þau bjuggu þá,
passaði Ásrúnu og Guðrúnu og
hjálpaði við húsverkin.
Það var skemmtilegur tími, mín
fyrsta dvöl í Reykjavík. Ég lærði
margt af þessari yndislegu,
skemmtilegu konu. Hún kenndi
mér að rata og margt haldgott fyr-
ir lífið. Man heimilið, hvað það var
fallegt, mikil reglusemi og hvernig
hún lagði fallega á borð og bar
góðan mat fram og mínar fyrstu
uppskriftir að smákökum fékk ég
þar og nota enn. Þá var hún ein-
stök handavinnukona, saumaði svo
fallega jólakjóla á dæturnar og
prjónaði á þær.
Okkar vinskapur hefur haldist
síðan. Aldrei hef ég komið til
Reykjavíkur án þess að heim-
sækja hana, notið sömu hlýju og
skemmtunar, að heyra hana segja
frá ýmsu gömlu sem hún mundi
svo vel, alltaf svo glettin og spaug-
söm og hafði gaman af að rifja upp
að heiman, frá Burstafelli og
Kaupvangi, og þegar hún kom í
heimsókn hingað til Vopnafjarðar
fyrir nokkrum árum. Hafði hún
ánægju af því hvað búið var að
gera Kaupvang, gamla heimilið
hennar, glæsilegt og hafði gaman
af að frétta af allri starfsemini sem
þar fer nú fram.
Þetta eru perlur sem ég orna
mér við í minningunni um þessa
frænku mína, sem ég var heppin
að kynnast, og er mikið skarð í
vinahópnum.
Guð styrki fjölskylduna í sorg-
inni og söknuðinum.
Valgerður Friðriksdóttir,
Vopnafirði.
Óli bróðir hringdi í mig og sagði
mér að hann væri að fara út á land
að vinna og kæmist því miður ekki
í jarðarförina hennar Oddnýjar,
þannig frétti ég af andláti þeirrar
góðu konu. Oddný verður alltaf
hluti af æskuminningum mínum
frá Bergstaðastrætinu. Ég bjó á
númer 29, Oddný og Kristján
ásamt dætrunum Ásu, Diddu,
Heiju og Sigrúnu ská á móti á
númer 28a. Ferðir mínar yfir göt-
una til þeirra voru margar og gátu
verið jafnt að morgni sem um
miðjan dag eða þá að kvöldi til,
þegar ég hljóp yfir á náttfötunum
til að gista. Alltaf tók hún mér opn-
um örmum og aldrei kom styggð-
aryrði frá henni.
Gestkvæmt var hjá þeim hjón-
um og einnig var íbúðin oft full af
krökkum, eins og Kjartan, Edda,
Davíð og Bjarni, Davíðs og Ester-
arbörn af 3. hæðinni, frændsystk-
inin Magnea og Eggert eða þá aðr-
ir krakkar úr götunni.
Á efri árum Oddnýjar hitti ég
hana aðeins einu sinni, en mynd
hennar í huga mér er af ungri, fal-
legri, góðri og glaðlegri rauð-
hærðri kona, mömmu æskuvin-
kvenna minna. Það eru óteljandi
minningarnar frá Bergstaðastræti
28a, ein þeirra er að inni í íbúðinni
var stórt hol sem á voru margar
dyr inn í hin ýmsu herbergi, ég hef
verið á níunda ári og stend í holinu
við baðherbergisdyrnar og horfi á
Oddnýju. Hún hefur að öllum lík-
indum verið með Sigrúnu litlu á
brjósti á þessum tíma, mjólkað vel
og var að minnka spennuna í
brjóstunum með því að sprauta
mjólkinni í vaskinn á baðinu. Ég
var frekar undrandi á þessu, þá
snýr hún sér að mér brosandi og
sprautar bunu á mig og við hlógum
báðar að þessu.
Eldhúsið á 28a var notalegt, af-
langt og bjart með glugga sem vís-
aði út að götunni, en þaðan kallaði
hún oft á stelpurnar sínar, það hef-
ur verið þægilegt því að íbúðin
þeirra var á 2. hæð. Drekkutíma-
rnir hennar Oddnýjar voru alveg
sérstakir í mínum huga því að ein-
hverra hluta vegna bauð hún mér
oft inn að drekka ásamt hópi ann-
ara barna úr götunni. Kræsingar á
borðum, mjólk í bláum glösum,
notaleg minning.
Heimili Oddnýjar og Kristjáns
var fallegt og þar var gott að vera,
feluleikur á bak við sófa eða bara
að horfa á það sem var að gerast í
íslenskri myndlist hangandi á
veggjum heimilisins. Sunnudags-
bíltúrarnir voru skemmtilegir, þá
var mér oft boðið með, ég man
ekkert sérstaklega hvert farið var,
en það var gaman og mikið sungið
í þessum ferðum. Þetta voru góð
ár og ég, „Adda Stína“, þakka
Oddnýju og Kristjáni fyrir að hafa
staldrað við á Bergstaðastræti
28a.
Guðrún Nielsen.
Elsku Þóra mín.
Mér finnst svo sárt til þessa að
hugsa að ég sé að kveðja þig
hinstu kveðju, sárast er að þú
skyldir aldrei hafa fengið rétta
greiningu á þínum veikindum.
Þegar þú gekkst undir hættu-
lega aðgerð kom í ljós eftir öll
þessi ár hvað hafði þjáð þig.
Aðgerðin gekk mjög vel, að ég
held flestum til undrunar. Við
vorum svo viss að nú mundir þú
komast heim aftur án allra
verkja.
Guð hafði aðra áætlun með þig,
hann tók þig til sín. Það er svo
margs að minnast sem ekki er
hægt að koma hér á blað.
Þú varst trú, traust og yndis-
leg. Aldrei nokkurn tíma heyrði
ég þig hnýta í nokkurn mann. Ég
held að þú hafir alltaf fundið það
góða í öllum, elsku Þóra mín,
Það var svo gott að koma til
þín í sumar og fá að gista, við átt-
um góðar stundir saman sem ég
gleymi aldrei.
Þú varst að sýna mér hvað þú
varst að prjóna á barnabörnin og
handbragðið var fallegt eins og
alltaf.
Þú sagðir, mér hefur liðið svo-
lítið betur þá gat ég gert þetta.
Það átti ekki við Þóru að sitja
auðum höndum, allt lék í höndum
hennar, sama hvort það var
prjóna- eða saumaskapur, eða
matargerð,
Þóra hafði ætíð nóg að gera,
sem gefur að skilja með 9 börn og
hafði aldrei neina hjálp. Hún var
alla tíð til staðar fyrir þau. Aldrei
komu þau að tómu húsi því alltaf
var mamma heima.
Þóra saumaði og prjónaði allt á
börnin.
Börnin hennar öll sakna henn-
ar sárt, það er mikið tómarúm í
hjörtum þeirra.
Þóra andaðist í faðmi barna og
Þóra
Gunnarsdóttir
✝ Þóra Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Moshvoli í
Hvolhreppi 19.
ágúst 1919. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
þann 19. september
2011.
Útför Þóru
Gunnarsdóttur fór
fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni í
Kirkjulækjarkoti 1. október
2011.
barnabarna sinna.
Ég votta þeim öll-
um samúð mína og
bið algóðan Guð að
halda utan um þau.
Ég kveð þig,
elsku Þóra mín, með
söknuði.
Ég veit að nú líð-
ur þér vel því þú
elskaðir Jesú.
Friður Guðs, sé
með þér.
Ég enda þetta með versi sem
Þóra orti.
Ég lofa þig Jesús
lífgjafi minn
sem náð mér og
lausn hefur veitt
frá veraldrar glaumi
frá myrkri til ljóss
í miskunn þú hefir mig leitt.
Þín mágkona
Oddný Guðnadóttir.
Elsku amma, við trúum ekki
að það sé komin kveðjustund.
Við gleymum aldrei hvað það
var gaman að koma til ömmu og
afa í Fljótshlíðina og minningarn-
ar þaðan eru margar.
Amma við söknum þín.
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og
þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann, sem er mér allar stundir
nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér;
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
(Sigurbjörn Einarsson)
Svava, Jón, Sigurður
og Sandra.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
STEFÁN M. GUNNARSSON
fyrrverandi bankastjóri,
sem andaðist mánudaginn 26. september,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarkort
Kópavogskirkju, s. 554 6820 eða Heimahlynningu
Landspítalans, s. 543 1159.
Hertha W. Jónsdóttir,
Jón Gunnar Stefánsson, Tracey E. Stefánsson,
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Benjamín Gíslason
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR
frá Hæli í Vestmannaeyjum
sem andaðist föstudaginn 23. september
verður jarðsungin frá Landakirkju
laugardaginn 8. október kl. 14.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.