Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011
Anton Lachky er stofnandiog meðlimur hins þekktadanshóps Les Slovakssem sýndi á Listahátíð í
Reykjavík fyrr á þessu ári, en
Lachky hefur unnið töluvert sem
gesta danshöfundur fyrir dansflokka
víðsvegar í Evrópu.
Verkið Fullkominn dagur til
drauma samdi hann í náinni sam-
vinnu við dansara verksins, en verk-
ið var samið sérstaklega fyrir dans-
ara Íslenska dansflokksins.
Lachky vill skapa draumkenndar
aðstæður í þessu verki sem líkjast
súrrealískum myndum með mis-
munandi sögum í ólíkum litum innan
sama ramma sem hangir á sama
vegg. Þessi skírskotun hans í ramma
og vegg er skemmtileg vegna þess
að sviðsmyndin er hvítur dansdúkur
og hvítur veggur. Veggurinn líktist
hvítum renningi sem hangir frá lofti
og leggst niður á allt dansgólfið og
minnir þetta dálítið á dæmigert
gallerírými. Lýsingin var mjög vel
heppnuð, hún var nokkuð gulleit og
þrátt fyrir litríka búninga olli hún
því að dansararnir virtust draum-
kenndir eða óraunverulegir. Í loka-
kaflanum minntu þeir jafnvel á
styttur frá endurreisnartímabilinu
sem vöknuðu til lífsins. Tónlistin var
úr sálumessu Giuseppe Verdi og
sálumessu í d-moll eftir Luigi Che-
rubini og var hún mjög áhrifamikill
þáttur sýningarinnar.
Verkið er samsett úr afmörkuðum
köflum sem tengjast að einhverju
leyti, en fjalla þó ekki um sama við-
fangsefnið. Kaflaskiptingar voru
mjög skýrar og í fyrri hluta verksins
klappaði salurinn í öllum kaflaskipt-
ingum, sem er sjaldséð í dansleik-
húsi á Íslandi og gefur því sterk
skilaboð um ánægju áhorfenda.
Verkið hefði þó mátt stytta töluvert.
Seinni hluti verksins var ekki nærri
jafn skemmtilegur og vel unninn og
sá fyrri og jafnvel hefði mátt sleppa
sumum köflum án þess að veikja
heildaráhrifin. Satt að segja örlaði á
þeirri tilfinningu að ætlun höfundar
hefði verið að gefa hverjum dansara
einleikshlutverk eins og tíðkast í
mörgum skólasýningum, en að sjálf-
sögðu á slíkt ekki við þegar unnið er
með jafn sterkum atvinnudansflokki
og þessum.
Leikhúsinu var gert hátt undir
höfði þar sem í sumum köflunum var
stór hluti dansaranna aftast eða í
hliðarvængjum sviðsins og horfðu á
eins og þeir væru sjálfir meðal
áhorfenda. Stundum fóru þeir að
hreyfa sig með þeim sem voru í
sviðsljósinu eins og þeir væru að
herma eftir eða þeir vildu ná athygli
frá aðaldönsurunum. Minnti þetta
oft á kennslustund þar sem nem-
endur apa eftir hreyfingum kenn-
arans. Þetta er væntanlega skír-
skotun í óöryggi mannfólksins, að
vilja draga dám af náunganum og
bera sig saman við hann. Jafnvel bar
það við að dansararnir börðust bók-
staflega um að komast í sviðsljósið,
hver um sig vildi vera bestur og
mest áberandi.
Lachky segist sjálfur sjá dans-
arana eins og teiknimyndafígúrur,
sú nálgun tekst misvel en sjá má
greinilega skírskotun í teiknimyndir
í dúett Cameron Corbett og Hann-
esar Þórs Egilssonar sem var mjög
vel unninn og vakti mikinn hlátur á
köflum. Sérstakt hrós ber að gefa
yngsta dansara flokksins Þyrí Huld
Árnadóttur en karaktersköpun
hennar og hreyfiform voru þvílík að
hún stal senunni hvað eftir annað,
hvað sem á gekk á sviðinu. Einnig
má hrósa Hannesi Þór Egilssyni fyr-
ir frábæran leik sinn. Íslenski dans-
flokkurinn hefur sjaldan verið eins
vel mannaður og tæknilegri færni
dansaranna er sérlega góð.
Sýningar verksins standa út mán-
uðinn og ætti enginn unnandi dans-
listarinnar að láta verkið fram hjá
sér fara.
Fullkominn dagur til drauma
bbbmn
Íslenski dansflokkurinn sýnir verkið
Fullkominn dagur til drauma eftir slóv-
anska danshöfundinn Anton Lachky á
stóra sviði Borgarleikhússins. Frumsýnt
30. september.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Leikhús Frá æfingu á Fullkomnum degi til drauma sem samið var sér-
staklega fyrir dansara Íslenska dansflokksins.
Súrrealískar myndir
með mismunandi sögum
Galdrakarlinn í Oz –HHHHHKHH Fréttatíminn
Miðasala sími: 571 5900
L AU 01 /10
L AU 08/10
FÖS 14/ 10
L AU 1 5/ 10
LAU 22/10
L AU 29/10
FÖS 04/11
L AU 05/11
L AU 18/11
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
-Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Leikfélagið Hugleikur tekur á næst-
unni upp sýningar á leikritinu Einka-
mál.is eftir Árna Hjartarson. Leikritið
var frumsýnt síðastliðinn vetur og fékk
lofsamlega dóma gagnrýnenda.
„Leikritið fjallar um viðhald ætt-
arinnar og gensamengisins; um þessar
frumhvatir mannsins að geta af sér af-
kvæmi og viðhalda kynstofninum,“
segir Árni um viðfangsefni verksins.
Þetta er dramatískur gamanleikur en
fjallað er um nútímafjölskyldu þar sem einkasonur og
tengdadóttir fráskilins manns ákveða að eignast ekki
börn, heldur leggja alla áherslu á starfsframann.
„Maðurinn grípur til sinna ráða, fer á Einkamál.is og
auglýsir eftir konu sem væri til í að ganga með barn fyrir
hann, gegn tvöföldu meðlagi og arfsvon. Hann hyggst þó
ekki umgangast barnið sem faðir heldur sem góður og
grandvar afi – konan á að ganga með barnabarn fyrir
manninn,“ segir Árni. Hann bætir við að ákveðin atburða-
rás fari af stað og allt fari þetta úr böndunum.
Árni kom inn í leiklistina sem texta- og lagahöfundur en
segir Einkamál.is sitt fyrsta þar sem engir söngvar heyr-
ast. „Þetta er stofudrama án tónlistar,“ segir hann.
Reyndir Hugleikarar koma fram í uppfærslunni, þar á
meðal Rúnar Lund, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Júlá
Hannam og Einar Þór Einarsson. Leikstjórar eru Hulda
B. Hákonardóttir og Þorgeir Tryggvason.
Sýningar á Einkamáli.is verða aðeins fjórar og er sú
fyrsta á föstudaginn kemur, að Eyjarslóð 9.
„Konan á að ganga með
barnabarn fyrir manninn“
Morgunblaðið/Hjaltistef
Í Einkamál.is Sigríður Bára Steinþórsdóttir og Rúnar
Lund í hlutverkum sínum í leiknum.
Árni Hjartarson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is