Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2011, Blaðsíða 23
Það var oft gaman að keyra með honum innanbæjar sem utan því hann hafði auga fyrir nátt- úrunni, og benti manni á fallega liti í náttúrunni, birtu og skugga, liti og tóna í fjöllunum og annað sem maður hafði ekki veitt at- hygli. Eins spáði hann mikið í byggingarlönd og svæði og sá bletti og möguleika úti um allt. Þetta var allt ómetanlegt. Hreinn var trúaður og kristinn þótt hann blési það ekki upp í allar áttir, jafnvel þótt hann hefði sinnt kirkjustarfi árum saman lifði hann frekar lífi sínu samkvæmt góðum gildum og innri sannfær- ingu sem reyndist honum vel til loka, og örugglega enn. Hann hafði gaman af því að fylgjast með íþróttum en sérstak- lega þó handbolta og fótbolta og þótt Afturelding hefði alltaf verið hans lið, voru landsleikirnir og stórmótin hans uppáhald og horfðum við á ófáa leiki og mót saman fyrir framan kassann og oft voru vinnutímarnir aðlagaðir leikjunum og stemningin góð. Hann var mjög stoltur af fag- inu sínu og af okkur strákunum sínum sem hann var búinn að gera að múrurum og spurði hann okk- ur Þorra þegar við heimsóttum hann undir það síðasta á spítalann hvort það væri múrarafundur. Eins var hann mikill dýravinur og gaf hann sér oft tíma til að klappa og leika við hunda og ketti sem á vegi hans varð og á vinnustöðum urðu þau sérstaklega góðir vinir hans. Já, svona var þetta nokkurn veginn hjá vini mínum sem bar nafn með rentu, Hreinn að utan sem innan. Takk, elsku vinurinn minn, fyrir allar stundirnar með þér, takk fyrir að ala mig upp og gera þann mann úr mér sem ég er, takk fyrir að vera yndislegur afi drengjanna minna, takk fyrir að vera alltaf til staðar og bregð- ast mér aldrei, takk fyrir að fá að kynnast þér og allan tímann okk- ar saman. Takk takk takk. Við skálum saman seinna. Guð geymi þig og varðveiti þangað til. Það dimmir nú og dökknar hér í heimi og vinur minn þú horfinn ert mér frá í mínu hjarta minningu þína geymi ég man þig æ og tárin stöðugt væta brá (Ingibjörg Guðnadóttir.) Þinn vinur og stjúpsonur, Guðvin Flosason (Guji.) Elsku tengdapabbi, sorg okkar er mikil. Þú hrifinn burt frá okkur aðeins rúmum mánuði eftir að pabbi minn lést. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt, en það er lífið sjaldnast. Þú varst einn sá ljúfasti maður sem ég hef hitt, ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengdapabba. Er ég hugsa til baka og skoða samskipti okkar á þessu 31 ári sem við höfum tengst þá hafa þau einkennst af mikilli hlýju og virðingu. Í fyrsta skipti sem við hittumst varst þú að fara til Akureyrar, þú bauðst okkur að hafa bílinn þinn á meðan og þegar þú kvaddir sagðir þú að þér þætti leitt að vera að fara og ég svona nýkomin og færðir mér vinargjöf frá ykkur hjónunum. Þessi gjöf hefur verið mér mjög kær. Fyrstu árin kynntist ég þér frekar lítið þar sem þú vannst mikið á þeim tíma og ég eyddi þá sumrunum fyrir austan. Það hefur verið ein- stakt að horfa á ykkur Boggu þína dansa saman í gegnum lífið, fal- legri hjón fyrirfinnast varla nokk- urs staðar í heiminum. Þú varst mikill listamaður og eiginlega ótrúlegt hve margar einstaklega fallegar myndir þú náðir að mála samhliða fullri vinnu. Nokkrar myndir eftir þig prýða veggina á mínu heimili. Við höfum tvívegis verið á Kanarí á sama tíma og þið Bogga, í fyrra skiptið 2004 og voru börnin okkar þá með okkur og upp úr stendur dýrmætur tími þar sem þau kynntust ykkur á annan hátt en áður. Í seinna skipt- ið var það 2008, þá áttum við þrjár vikur í sólinni og ykkur að allan tímann, það var skemmtilegur og ómetanlegur tími þar sem við fór- um með ykkur í hellaferð og ým- islegt annað skemmtilegt. Þér þótti vænt um það þegar við skírðum son okkar Hrein og þar með fékkst þú alnafna, hann er líka afar stoltur af því að bera sama nafn og þú. Þegar pabbi minn lést komuð þið Bogga til mín að votta mér samúð og við áttum indæla stund saman, það voru alltaf svo notalegar stundir sem við áttum með ykkur þegar við hittumst. Þú varst búinn að vera lasinn þegar kveðjuathöfn pabba var haldin en þrátt fyrir það komst þú og vil ég þakka þér fyrir stuðninginn. Elsku Hreinn, þessi tími frá því að þú fórst á spítalann hefur verið bæði þér og okkur öllum mjög erfiður. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér. Þín tengdadóttir, Oddný Vala. Elsku afi okkar, sem var sá lífsglaðasti og duglegasti maður, nærvera hans var alltaf svo hlý og góð, hann kom alltaf svo vel fram við alla og vildi öllum svo gott, sama hvernig stóð á. það var æðislegt að fá að kynnast afa og vera samferða honum í gegnum þetta líf, svo margt sem við bauk- uðum saman og maður lærði af þessum reynslumanni, hann var rosalega góður i myndlist og myndirnar sem hann gerði voru algjör listaverk, við vildum óska þess að fá nokkur ár með þér í viðbót, afi okkar, en nú ertu hjá öllum englunum, við elskum þig afar mikið og einn daginn munum við sameinast á ný. Hvíl í friði, þínir afastrákar Ásbjörn Matti og Flosi Tryggvi. Elsku afi minn. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, skrýtið að hugsa til þess að þú verðir ekki á meðal okkar um næstu jól, í matarboðum eða af- mælum. Þetta skeði allt of hratt. Að í dag sé ég að kveðja þig í hinsta sinn. Ég þakka þér fyrir samveruna síðustu tuttugu og sex árin eða allt frá því er ég man eftir mér. Ég á margar góðar minningar um þig og munu þær allaf vera hjá mér hvert sem ég fer. Öll þau skipti sem ég gisti hjá þér og ömmu, allir fimmhundr- uðkallarnir sem þú laumaðir að mér, allar ferðirnar sem voru farnar til Lýsudals í Staðarsveit, ferðirnar til ykkar ömmu upp í ljósbláa sumarbústaðinn og hvað þá ferðin til Kanaríeyja þegar ég var tólf ára minnir mig. Hún var æðisleg og standa þar upp úr ferðin í villta vestrið og í fiðrild- adalinn. Þetta voru frábærar stundir, líka sérstaklega síðustu jól þá skemmtum við okkur sko konunglega fjölskyldan saman inni á Kleppsvegi. Jólin verða ekki söm án þín. Þetta eru bara brot úr minn- ingunum sem við eigum og mun ég varðveita þær og fleiri um ókomin ár. Elsku afi, ég minnist þín nú á hverjum degi með stolti og bros á vör er ég lít á fallegu málverkin þín sem þú hefur gefið mér í gegnum árin, þau hanga hérna í stofunni hjá mér. Og get ég sagt að þú verðir alltaf hjá mér. Þótt vegir okkar séu farnir í sitthvora áttina þá mun ég alltaf vera með þig í hjarta mér, elsku afi. Ég veit að þér líður vel núna, afi minn, þetta var erfið barátta en vil ég að þú vitir að það var alltaf einhver þér við hlið. En með þessum orðum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst þér og þakka fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér. Haltu nú áfram að mála og múra og hvað þá dansa nema bara á betri stað. Blessuð sé minning þín, elsku afi Hreinn. Þín, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir. Mig langar til þess að minnast Hreins Þorvaldssonar, múrara- meistara og myndlistarmanns. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tveimur áratugum þegar ég kynntist Ellen Flosadóttur, stjúpdóttur hans og síðar eigin- konu minni. Hreinn var alltaf mjög hreinskiptinn og kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Öll fjölskyldan elskaði hann og virti og kom hann börnunum í afastað. Sérstaklega eru mér minnisstæðar samverustundir með þeim hjónum Boggu og Hreini í sumarbústaðnum í Kjós- inni. Það vantaði ekkert upp á múrverkið og myndarskapinn þar. Einnig eru mér mjög minn- isstæð hjólhýsaferðalög með þeim hjónum. Loks má ekki gleyma samverustundum okkar á Kanaríeyjum en þar voru þau hjón tíðir gestir í svokölluðum Kanaríeyjaflakkaraklúbbi. Sér- staklega skal þó nefnt að aldrei voru gömlu dansarnir langt frá þeim hjónum á gleðistundum. Hreini var myndlist í blóð bor- in. Hann málaði fjölda góðra verka sem sýnd voru á myndlist- arsýningum. Mörg verka hans tengdust heimaslóðum hans á Fáskrúðsfirði. Það voru forrétt- indi að njóta milliliðalaust alls þess fróðleiks sem hann hafði að miðla um sögu byggðanna þar þegar við hittumst nokkrum sinnum á „frönskum dögum“ fyr- ir austan. Listfengi Hreins kom sterkt fram í afburðasmekkvísi í fag- vinnu hans allri. Hann þekkti ekki hugtakið sérhlífni og nutu því margir góðs af verkum hans. Elsku Hreinn, heiðarleiki þinn og styrkur hefur stutt okkur og kennt okkur margt á lífsleiðinni. Ég þakka innilega samfylgd þína. Bolli Bjarnason. Elsku bróðir, nokkur kveðju- orð langar mig að senda þér. Ég vil þakka þér fyrir þá góðu samfylgd sem við áttum um ára- raðir. Mín fyrsta minning um þig er síðan við áttum heima hjá for- eldrum á Fáskrúðsfirði, þú komst af vertíð sunnan frá Sandgerði, þú varst bara unglingur, þá var ég níu ára. Þú komst með stórt glansandi karlmannsreiðhjól, ég komst fljótlega upp á lag með að láta mig renna á því undir slá nið- ur brekkuna heima, en að stoppa gekk mér illa og fljótlega fór að sjást á glansinum, ég marin og blá og fallega hjólið skellótt og beyglað. Þú fórst inn til mömmu og sagðist vera að fara út í Komp- aní og kaupa hjól fyrir Jónu syst- ur því hún væri að eyðileggja þitt. Ég fékk því nýtt kvenhjól sem ég átti um áraraðir. Þannig varst þú alla tíð hjálpsamur og góður bróðir. Við deildum sorg og gleði og hjálpuðumst að við að leysa vandamálin. Ég kveð þig, elsku Hreinn minn, með þökk fyrir allt gott. Guð veri með þér Þín systir, Jóna. Ég var ekki gömul þegar þú komst inn í líf og starf fjölskyldu minnar. Bara sjö ára sveita- stelpa. Varla að ég skildi til fulls hvaða maður þetta væri og hvaða erindi hann ætti í sveitina. En þessi glettni maður var víst trú- lofaður systur minni að sagt var. Hann var með dillandi hlátur og teiknaði vel. Hvað það var að vera trúlofaður var ofar mínum skiln- ingi. Það hlýtur að hafa verið að vori til þegar Fjóla systir kom með mannsefnið því það var rambað upp á flóa til að tína kríuegg. Kríurnar gerðu loftárás og þú settir pott á höfuð þér. Þetta var skrítinn maður fannst ungu stelpunni. Öðru man ég ekki eftir frá þessari fyrstu heim- sókn. Seinna man ég eftir að þið komuð í snjó og byl. Ekki botnaði ég frekar í þeirri heimsókn en var sagt að þið ætluðuð að gifta ykk- ur. Pabbi karlinn fór með ykkur út í hríðina að Reynivallakirkju. Ég man nú ekki hvort einhver veisla var en mamma hlýtur að hafa slegið í pönnsur og hellt upp á kaffi. Þú varst víst múrari, en hvað það var hafði ég ekki vit á. En allt í einu voru komnar fínar tröppur heima. Hinar voru hrein- lega ekki nógu góðar, enda man ég alltaf eftir þegar þið komuð í sveitina með stelpurnar ykkar og Fjóla datt niður tröppurnar með yngri telpuna í fanginu, þá bara nokkurra mánaða. Þá var mælir- inn fullur og múrarinn lagði í og pússaði, svo eftir það var óhætt að ganga og hlaupa þessar óláns- tröppur upp og niður. Það væri hægt að rifja upp margar minningar um þig en ég læt þetta duga. Þú berð svo kæra kveðju til himnaríkis eða hvert sem leiðin liggur. Það er sagt að kaffidrykkja sé stunduð þar ótæpilega og væntanlega verður þú munstraður í klúbbinn. Vertu svo kært kvaddur. Þrúður. Elsku Hreinn minn, mágur minn og vinur. Í dag kveð ég þig með söknuði og sorg í hjarta, en svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum og ljúfum manni sem þér. Ég bjó lengi erlendis og þegar ég kom í heimsókn til Íslands hélt ég alltaf til hjá þér og Boggu syst- ur sem hafið alltaf verið svo ótrú- lega góð við mig. Þú barst systur mína á hönd- um þér og lýsir heimili ykkar ást og hlýju, þar blasa við listaverkin þín og sýna hversu listrænn þú varst og með næmt auga fyrir ís- lenskri náttúru. Ég á nokkur mál- verk eftir þig og er hreykin af. Það er manngöfgandi að hafa þekkt mann sem þig. Vil ég þakka þér fyrir allar samverustundir, ferðalög og útilegur. Margt fleira er upp að telja sem ekki er rúm fyrir hér. Ég veit að þér líður vel núna og það hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku Bogga mín, við Óli Vign- ir vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur í þessari stóru sorg. Inga Fanney Jónasdóttir. Með Hreini Þorvaldssyni er fallinn góður félagi og öflugur fagmaður. Hann bjó í Mosfells- hreppi til margra ára, var mennt- aður múrarameistari og hafði á hendi trúnaðarstörf fyrir sveitar- félagið sem verkstjóri, síðan byggingafulltrúi og bygginga- stjóri m.a. Varmárskóla, Varmár- laugar, Gagnfræðaskóla og Íþróttahúss Mosfellsbæjar ásamt fjölda annarra verkefna innan- héraðs og utan. Því tengt má nefna hvílíkur geðprýðismaður Hreinn var, hann haggaðist aldrei og fór ávallt leið samninga og sátta að settu marki. – Ekki má gleyma ferðalögunum, bæði innanlands og utan, en Hreinn og Sigurborg voru ötulir félagar í hinum öfluga en óformlega ferðahópi Kanaríf- lakkara, sem stóð fyrir ferðum og skemmtanahaldi bæði hér heima og erlendis. Nú sl. sumar var síðasta ferð Hreins með hópnum sínum að Ár- nesi í Gnúpverjahreppi, en þar hafa Kanaríflakkarar haldið sum- arhátíðir sínar. Hreinn var þar sem áður hvers manns hugljúfi og áttum við öll þar saman dásam- lega helgi. Þess má geta hér að Hreinn var mjög listrænn maður, ekki aðeins í byggingalist heldur einnig á striganum, því eftir hann er fjöldi málverka sem bera uppi merki þessa ljúfa og listræna manns. Með þessum minningabrotum viljum við hjónin senda Sigur- borgu Jónasdóttur og öðrum að- standendum Hreins Þorvaldsson- ar samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson og Elfa Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011 ✝ Friðgeir BentJónsson fæddist 20. nóvember 1927 í Meiri-Hattardal við Álftafjörð í Ísafjarð- ardjúpi. Hann and- aðist á líknardeild Landspítala í Landakoti 26. sept- ember 2011. Hann var sonur hjónanna Jóns J. Bentssonar, f. 26.7. 1901, d. 8.5. 1981 og Guðrúnar M. Guðnadóttur, f. 22.7. 1899, d. 7.1. 1977. Systkini Bents eru: Lára, f. 23.12. 1921, d. 7.1. 2011, Matthías f. 17.7. 1923, d. 25.9. 2001, Guðrún, f. 8.11. 1925, Sigurður Guðni, f. 21.12. 1935, d. 18.9. 2007. Bent kvæntist 18. júlí 1954 Gerði Rafns- dóttur frá Bíldudal, f. 27.2. 1935, d. 13.7. 1989. Bent og Gerður eign- uðust þrjú börn: 1) Gyða f. 20.6. 1953, maki Flemming Madsen f. 18.6. 1953. Sonur Gyðu er Hrafn Ásgeirsson, f. 22.7. 1978. 2) Guð- rún Edda, f. 4.3. 1957, maki Viktor A. Guðlaugsson, f. 7.5. 1943 og eiga þau soninn Gyrði, f. 5.4. 1991. 3) Jón Bjarki, f. 14.9. 1965, maki Kristín Vilhjálmsdóttir, f. 31.1. 1973. Þau eiga synina Jóhann Pét- ur og Valgarð Bent, f. 18.5. 2000. Þau slitu samvistum. Seinni kona Bents var Kristbjörg Oddgeirs- dóttir en þau slitu samvistum eftir stutta sambúð. Bent ólst upp hjá foreldrum sínum í Meiri- Hattardal. Á heimilinu voru einnig föðurforeldrar hans, Friðgerður Þórðardóttir og Bent Ekesdal en Bent bar nöfn þeirra beggja. Bent sótti barnaskóla í Súðavík og var einn vetur í Héraðsskólanum í Reykjanesi. Síðan tóku við ýmis störf til sjávar og sveita. Hann var m.a. eina vetrarvertíð í Hvíta haf- inu við Nýfundnaland til að afla fjár til frekari mennta. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1952 og prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1953. Að loknu námi starfaði Bent einn vetur við versl- unarstörf í Búðardal þar sem þau Gerður hófu búskap, en fluttust til Akraness 1954. Þar vann Bent fyrst verslunarstörf en svo sem lög- reglumaður og síðan varðstjóri til 1971. Samhliða vann Bent ýmis störf og tók m.a. að sér bók- hald fyrir ýmis fyrirtæki. Þegar sveitungar úr Súðavík stofnuðu fiskverkunina Haförninn gerðist hann skrifstofustjóri hjá fyr- irtækinu. Um 1980 varð hann að- albókari og síðar skrifstofustjóri hjá sýslumannsembættinu á Akranesi til starfsloka árið 1997. Eftir að Bent hætti störfum flutt- ist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Bent var mikill félagsmála- maður. Hann sinnti trún- aðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn á Akranesi og sat í stjórn Verslunarmannafélags Akraness. Hann lærði ungur að spila brids, var ástríðuspilari, tók þátt í Íslandsmótum og vann til margs konar verðlauna. Bent var félagi í Lionsklúbbi Akraness og gegndi þar trúnaðarstörfum. Áhuga sinn á hreyfingu og útivist sameinaði hann um tíma með þátttöku í björgunarsveit Slysa- varnafélagsins á Akranesi. Jafn- framt spilaði hann blak með hópi „eldri drengja“ og tók þátt í Ís- landsmótum í sínum aldursflokki. Bent hafði mikla ánægju af tón- list, sérstaklega söng og var fljót- ur að læra alla texta. Á efri árum gerðist hann félagi í Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi og tók virkan þátt í starfi eldri borg- ara. Útför Bents fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 5. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Tengdafaðir minn, Bent Jóns- son er nú allur. Við leiðarlok er við hæfi að minnast hans með nokkr- um fátæklegum orðum og þakka honum samfylgdina í aldarfjórð- ung. Bent var eins og margir af hans kynslóð maður hófsemdar og nægjusemi, gekk á skinnskóm fram til 10 ára aldurs, traustur maður og áreiðanlegur í þess orðs besta skilningi. Bent var ágætlega menntaður á sinnar tíðar vísu, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni og síðar verslunarnámi við Samvinnuskólann og var um margt vel lesinn. Lífsstarf hans varð á Akranesi þar sem hann starfaði um langt skeið innan lögreglunnar og síðar sem skrifstofustjóri hjá sýslu- mannsembættingu þar í bæ. Bent var öflugur félagsmála- maður og var um árabil starfandi í Lionshreyfingunni, stundaði bridsíþróttina sem keppnismaður og var um tíma virkur í bæjarpóli- tíkinni á Akranesi. Hann var einnig áhugamaður um útivist og íþróttir sem hann lagði rækt við sem áhugamaður enda hraustmenni að upplagi. Á seinni árum var hann meðlimur í kór eldri borgara í Kópavogi sem hann hafði ánægju af enda tónvís og raddmaður góður. Bent missti konu sína, Gerði Rafnsdóttur, fyrir 22 árum og varð það honum þungt áfall. Árin sem í hönd fóru voru ekki öll stráð sólskini. Tengdafaðir minn var hins vegar dulur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg en það áttum við sameiginlegt. Það var í hæsta máta eðlilegt að hann tæki mér sem tengdasyni með varúð í byrjun en með árunum styrktist sambandið og varð að gagnkvæmri vináttu. Við deildum áhuga á þjóðlegum fróðleik og náttúru landsins og á heimili okkar var hann tíður gestur hin síðari ár. Reiturinn okkar að Valbjarnar- völlum var báðum kær og þó heils- unni hrakaði er nær dró ævihvörf- um spurði hann fram til hins síðasta frétta af staðnum og fólk- inu í sumarbyggðinni. Bent og Gerður eignuðust þrjú börn sem öll gengu menntaveginn og af þeim var hann stoltur og studdi þau til allra góðra verka. En nú er tími þinna hérvista út- runninn og ég kveð þig, kæri tengdafaðir, með þessum ljóðlínum Hannesar Péturssonar: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Viktor A. Guðlaugsson. Friðgeir Bent Jónsson • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.