Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 11

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 11
Hringahálsmen Nýjustu skartgripirnir úr smiðju Diljár Bjargar. Skart Perlur með glimmer koma fallega út á einfaldan máta sem þennan. í hárið,“ segir Diljá Björg. Hún seg- ist fá innblástur úr ýmsum áttum og meðal annars sækja innblásturinn í flottar hönnunarvefsíður. Einstakar geimverur Draumur Diljár Bjargar er að læra gullsmíði í framtíðinni en hún stundar sem stendur nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og er á öðru ári. „Ég fæ smáfráhvarfseinkenni ef ég hef ekki föndrað í langan tíma þannig að ég verð að sinna því við og við. Það er líka mjög þægilegt ef fólk á afmæli og maður kemst ekki í búð að geta hent einhverju saman. Ég reyni að gera skartgripi fyrir vinkon- ur mínar sem passa þeim vel og stundum benda þær mér á eitthvað sérstakt sem þær langar í. Ég er dálítið á móti því að allir geti átt það sama á Íslandi svo mig langar að stíla inn á eitthvað ein- stakt. Hringahálsmenin get ég líka ekki gert öll eins því ég á bara ákveð- ið margar perlur af hverri sort. Ég er búin að sanka að mér ótal perlum í gegnum tíðina en þær eru allar ólík- ar á sinn hátt. Þaðan kemur nafnið geimvera, að fólk geti verið dálítið spes,“ segir Diljá Björg og vísar þar til vefsíðunnar facebook.com/ geimvera en þar er hægt að skoða skartgripina hennar og kaupa. Gaman að endurnýta Það má segja að Diljá Björg sé nokkuð umhverfisvæn í hönnun sinni en hún endurnýtir skartgripi frá vin- konum sínum. Hún segir hugmyndin á bak við þetta þó frekar vera að henni finnist skemmtilegt að geta búið til einstaka skartgripi. „Ég á mjög góðar vinkonur sem gefa mér alltaf ónýtu skartgripina sína sem þær vilja ekki nota lengur. Úr þeim nýti ég allt frá festingunni yfir í perlur. Mér finnst gaman að reyna að endurnýta og nota það sem er til,“ segir Diljá Björk. Morgunblaðið/Kristinn Fjölhæf Diljá Björg Þorvaldsdóttir er nemi í grafískri hönnun en stefnir á gullsmíði í framtíðinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Litlatún í Garðabæ - verslunarkjarni í alfaraleið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.