Morgunblaðið - 07.10.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.10.2011, Qupperneq 12
Ársreikningar Álftaness og Garðabæjar *Skuldir Álftanessbæjar verða, eftir hugsanlega skuldaleiðréttingu, 3.200.000.000 eða 1.268.331 á hvern íbúa Garðabær, 10.653 íbúar Skuldir og skuldbindingar / á íbúa 6.524.610.000 / 612.467 Rekstrartekjur / á íbúa 5.770.850.000 / 541.711 Rekstrargjöld / á íbúa 5.081.758.000 / 477.026 Gróði (eftir fjármunatekjur og -gjöld) 611.346.000 Útsvar 12,46% Fasteignaskattar 0,22% Álftanes, 2.523 íbúar Skuldir og skuldbindingar / á íbúa 6.667.143.000 / 2.642.546* Rekstrartekjur / á íbúa 1.347.278.000 / 533.998 Rekstrargjöld / á íbúa 1.215.720.000 / 481.855 Tap (eftir fjármunatekjur og -gjöld) 8.813.000 Útsvar 14,61% Fasteignaskattar 0,40% FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á ársreikningum fyrir árið 2010 sést vel að himinn og haf er á milli fjár- hagsstöðu Garðabæjar og Álftaness. Skuldirnar eru um það bil jafn- miklar en íbúar á Álftanesi voru í fyrra um 2.500 en Garðbæingar tæp- lega 11.000. Fjármál Álftaness eru í ólestri eft- ir óstjórnina 2006-2009 en með fram- lagi frá ríkinu og afskriftum lán- ardrottna er ætlunin að grynnka á skuldunum þannig að þær verði um 3,2 milljarðar en ekki um sjö millj- arðar. Gangi þetta eftir verða for- sendur til að hefja á ný sameining- arviðræður á milli þessara tveggja sveitarfélaga. Þær hafa legið niðri frá því um áramót meðan beðið var eftir að fjárhaldsstjórnin næði samningum við ríkið og lánardrottna þess um endurskipulagningu fjár- mála og afskriftir skulda. Helstu lánardrottnar Álftaness eru Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem á íþróttamannvirkin, Lánasjóð- ur sveitarfélaga, Húsnæðissam- vinnufélagið Búmenn og Arion banki. Skulda áfram mikið Skuldir og skuldbindingar Álfta- ness námu um síðustu áramót 6,7 milljörðum og höfðu lækkað úr 7,2 milljörðum árið 2009, einkum vegna styrkingar krónunnar á því tímabili. Síðan þá hefur gengið heldur veikst og verðbólga verið töluverð og því líklegt að skuldir Álftaness, eins og annarra, hafi heldur hækkað. Í Garðabæ bjuggu í fyrra um 10.600 manns og námu heildar- skuldir og skuldbindingar rúmlega 6,5 milljörðum, um 612.000 krónum á hvern íbúa. Skuldir Álftaness voru um 143 milljónum hærri en þar eru líka fjórum sinnum færri íbúar. Skuldir á hvern íbúa voru 2,6 millj- ónir á Álftanesi. Jafnvel þótt skuldir Álftaness verði lækkaðar niður í 3,2 milljarða verða skuldir á hvern íbúa enn háar eða tæplega 1,3 milljónir á íbúa og tæplega 250% af tekjum sveitarfé- lagsins árið 2010. Í nýjum sveit- arstjórnarlögum er miðað við að skuldir fari ekki yfir 150% af reglu- legum tekjum sveitarfélags. Sameining við Garðabæ myndi þýða að skuldir Garðabæjar ykjust nokkuð. Skuldir á mann í sameinuðu sveitarfélagi yrðu um 738.000 krón- ur. Það vekur nokkra eftirtekt að rekstrartekjur sveitarsjóðsins í Garðabæ voru tæplega 542.000 krónur á mann en á Álftanesi voru þær um 534.000 a mann. Hér hefur það auðvitað veruleg áhrif að Álft- nesingar borga 10% álag ofan á útsvar og fasteignaskattar eru þar mun hærri en í Garðabæ, og raunar töluvert hærri en á höfuðborg- arsvæðinu að meðaltali. Á hinn bóginn er útsvar á höf- uðborgarsvæðinu hvergi lægra en í Garðabæ og fasteignaskattar sömuleiðis lágir. Kosið um sameiningu Sameiningu sveitarfélaganna þarf að samþykkja í báðum sveitarfélögum, með einföldum meirihluta í hvoru þeirrra. Verði sameining samþykkt er mögulegt að innanríkisráðuneytið boði til kosninga til sveitarstjórnar þótt kjörtímabilið verði aðeins u.þ.b. hálfnað, líkt og m.a. var gert þegar sex sveitarfélög sameinuðust í Ísa- fjarðarbæ árið 1996. Einnig geta stjórnir hvors sveitarfélags fyrir sig starfað áfram fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Ef sú verður raunin er í lögum kveðið á um að samþykki beggja sveit- arstjórna þurfi fyrir ákvörðunum í fjármálum. Ólík skuldastaða nágranna  Sveitarstjórn Álftaness safnaði meiri skuldum en Garðabær þótt íbúar á Álftanesi séu fjórfalt færri  Þótt skuldir lækki um fjóra milljarða munu skuldir á hvern íbúa í Garðabæ aukast við sameiningu Svört skýrsla » Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur Álftaness 2006- 2009 var kolsvört. » Sveitarstjórnin réðst ekki aðeins í alltof miklar fjárfest- ingar heldur var reksturinn einnig í ólestri. » Í skýrslunni segir að fullyrð- ingar um að „vandi sveitarfé- lagsins sé að mestu efnahags- hruninu að kenna standast ekki“. » Reksturinn hafi verið kom- inn í óefni löngu fyrir hrun. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 margir sem svo að ef sveitarfélag fari í þrot lendi kostnaðurinn óhjá- kvæmilega á öðrum og að aðstoða verði íbúana. Einnig hafi það við- horf komið fram að nýta eigi heim- ild til að leggja 25% álag á útsvar á Álftanesi en ekki einungis 10% eins og nú er. Um leið hafi menn áhyggj- ur af því að fleiri sveitarfélög sigli í þetta kjölfar en Halldór telur að önnur illa stödd sveitarfélög geti sparað nægilega í rekstri til að standa undir skuldum. Kostnaðurinn lendir á öðrum FÁ FRAMLAG ÚR JÖFNUNARSJÓÐI SVEITARFÉLAGA Alls er gert ráð fyrir að Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga leggi Álftanesi til einn milljarð aukalega, þar af 300 milljónir á þessu ári, að því gefnu að sveitarfélagið samein- ist öðru sveitarfélagi. Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir ljóst að aukaframlagið hefði einnig farið til annarra illra staddra sveitarfélaga ef Álftanesi hefði ekki verið siglt í kaf. Sveitarstjórnarmenn segiHalldór Halldórsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það væri best fyrir alla ef þeir fara í dómsmál svo fáist dómsniðurstaða í sem flestum vafamálum,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, sviðs- stjóri kynningarsviðs Umboðs- manns skuldara. Fram kom í Morg- unblaðinu í gær að Félag áhuga- manna um réttmætt skuldauppgjör undirbýr málsókn á hendur bönk- unum fyrir endurútreikning á geng- isbundnum lánum. „Það ríkir réttar- ágreiningur um túlkun á þessu og úr honum verður ekki skorið nema fyrir dómstólum,“ segir Svanborg. „Það þarf að fá niðurstöðu um þessi mál.“ Sérfræðingar staðfestu Í svörum frá Íslandsbanka í gær er lögð áhersla á að farið hafi verið eftir lögunum um vexti og verð- tryggingu og breytingum sem á þeim voru gerðar við endurútreikn- ing ólögmætra gengisbundinna lána. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fól Umboðsmanni skuldara að hafa eftirlit með útreikningum fjármála- fyrirtækja. Umboðsmaður leitaði til Raunvísindastofnunar Háskóla Ís- lands til að fá hlutlaust og faglegt mat á útreikningum fjármálafyrir- tækjanna. Í niðurstöðum stofnunar- innar kom fram að öll fjármálafyr- irtækin reikna húsnæðislán með sama hætti,“ segir þar. Minnt er á að efnahags- og við- skiptaráðherra hafi sagt í svari við fyrirspurn á Alþingi að lögin kveði skýrt á um hvernig beri að end- urreikna lán hafi þau verið dæmd ólögmæt og niðurstaða Raunvís- indastofnunar bendi til að ekki hafi verið þörf á samræmdum leiðbein- ingum umfram lögin. „Þá skal áréttað að Íslandsbanki hefur í mörgum tilvikum boðið við- skiptamönnum sínum upp á úrræði sem ganga lengra en lög kveða á um, til að mynda með því að gefa þeim kost á að velja á milli höf- uðstólslækkunar og endurútreikn- ings erlendra lána auk þess sem tímabundinn vaxtaafsláttur hefur einnig verið í boði.“ Við umræður á Alþingi í gær um frumvarp um endurútreikn- ing erlendra lána sagði Guð- laugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður þess, að hvergi væri að finna í lögum heimild fjármálafyrirtækjanna til að reikna mánaðarlega vaxta- vexti á gengislánin. Sagði hann það brjóta í bága við langa hefð þegar ekki væri tekið tillit til þess að lántakendur greiddu niður höfuðstól láns. Sagði hann efnahags- og viðskiptaráðherra ganga ansi langt í að gæta hags- muna fjármálafyrirtækja. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð- herra, neitaði því að hann væri að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Ástæða þess að gætt hefði verið var- færni væri sú að ef stjórnvöld mæltu fyrir um aðferð við uppgjör lánanna sem stæðist svo ekki fyrir Hæstarétti gæti ríkið þurft að greiða fjármálafyrirtækjunum bæt- ur. „Það er sú niðurstaða sem ég er ekki tilbúinn að taka áhættuna af. Ég vil ekki að þetta hörmungarmál verði til þess að við borgum al- mannafé inn í banka til þess að bæta þeim það sem við kunnum mögulega að skerða réttindi þeirra um. Það eru bankar sem eiga að borga fólki allt sem oftekið var,“ sagði ráð- herrann. Þarf að fá niðurstöðu dóms  Talsmaður Umboðsmanns skuldara segir æskilegt að dómsmál verði höfðað vegna ágreinings um endurútreikning gengislána  Íslandsbanki segir í einu og öllu farið eftir lagasetningu Alþingis Morgunblaðið/RAX Ólík sjónarmið » Félag áhugamanna um rétt- mætt skuldauppgjör telur að útreikningar bankanna á gengislánum standist ekki lög og óréttmætt sé að endureikna alla greidda gjalddaga á lán- unum og setja á þá vexti. » Tveir sérfræðingar við HÍ skiluðu skýrslu í maí um endurútreikning lánanna og komust að þeirri niðurstöðu að fjármálafyrirtæki fylgdu fyrir- mælum laganna. Þau notuðu þó ekki alltaf sömu aðferð. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, endurflutti í gær frumvarp á Al- þingi um endurútreikninga við uppgjör gengistryggðra lána. Í frumvarpinu, sem Guðlaugur Þór og sjö aðrir sjálfstæðismenn standa að, segir að við ákvörðun endurgreiðslu eða útreikning á stöðu skuldar skuli draga frá upphaflegum höfuðstól þær fjárhæðir sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörs- degi í afborganir o.fl. Tilgangurinn er að breytt verði um aðferðir við endurútreikninginn til hagsbóta fyrir skuldara „þannig að allar greiðslur sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörsdegi komi þegar til frádráttar upphaflegum höfuðstól en að sú fjárhæð sem þá stendur eftir verði vaxta- reiknuð í samræmi við almennt vaxtaviðmið laga um vexti og verðtryggingu frá upphafi samn- ingstímans. Einnig er lagt til að ekki skuli leggja vexti við þá fjár- hæð sem eftir stendur á hverju tólf mánaða tímabili eins og heim- ilað er í 12. gr. laganna“. Tillit til greiðslu á höfuðstól FRUMVARP GUÐLAUGS ÞÓRS O.FL. UM UPPGJÖR GENGISLÁNA Guðlaugur Þór Þórðarson Í þoku Margt er enn á huldu um hvernig réttmætt er að endurreikna gengislán sem dæmd voru ólögmæt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.