Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Íslandsmót skákfélaga hefst nú um helgina í Rimaskóla í Graf- arvogi. Fyrsta umferð er í dag, föstudag, kl. 20. Um 400 skák- menn á öllum aldri og öllum styrkleika munu tefla. Meðal gesta er Anatoly Kar- pov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem er hér á landi í boði Taflfélags Reykjavíkur. Karpov mun verða viðstaddur setningu mótsins. Einnig munu margir aðrir frægar kappar mæta til leiks en mikil leynd ríkir yfir liðsskipan félaganna sem fæst vilja gefa upp sína liðsskipan fyrirfram. Þó munu margir af sterkustu skákmönnum landsins mæta til leiks, s.s. stórmeistararnir Jó- hann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Héðinn Stein- grímsson, Hannes Hlífar Stef- ánsson og Henrik Danielsen. Morgunblaðið/Golli Skák Teflt á Íslandsmótinu í Rimaskóla. Íslandsmót skák- félaga í Rimaskóla Í dag er haldið tækni- og hug- verkaþing í Hamri, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Ís- lands við Stakkahlíð kl. 12.15- 17.00. Fyrirsögn þingsins er Nýsköp- un – uppspretta verðmæta. Fjallað verður um stöðu og starfsskilyrði tækni- og hug- verkafyrirtækja á Íslandi og hvernig stjórnvöld, stoðkerfi og atvinnulíf geta unnið saman að því að koma nauðsynlegum um- bótum í framkvæmd. Meðal fram- sögumanna eru Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra. Nýsköpun er upp- spretta verðmæta STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Alls veiddust 726 laxar í Stóru- Laxá í Hreppum í sumar og segir Esther Guðjónsdóttir á Sólheimum, formaður veiðifélagsins, að það sé mjög góð útkoma eftir sumar sem einkenndist af vatnsleysi, og næst- besta veiðin í ánni síðan farið var að halda utan um veiðitölur. Esther segir veiðina hafa að- allega komið af svæðum I og II, lítið hafi veiðst á efri svæðunum. „Það lifnaði yfir veiðinni upp úr miðjum ágúst og svo veiddist mjög mikið í lokin, síðasta hollið fékk 117 laxa,“ segir hún, en þeir veidd- ust á fjórar stangir á tveimur dög- um. Um 570 löxum sem veiddust í Stóru-Laxá í sumar var sleppt aft- ur. „Það var ekki mikið af stórlaxi en þó alltaf einn og einn. Ég held að það hljóti allir að vera ánægðir með þessa útkomu,“ segir hún en í bókina voru færðir nokkrir fiskar um tuttugu pund. Hópur veiðifélaga sem kallar sig Sogsmenn veiddi í fjóra daga í Stóru-Laxá í september og einn þeirra, Karl Logason, segir að ekki sé hægt að kalla veiðina annað en mok, því þeir veiddu alls 126 laxa. „Það var mikið af laxi og þá sér- staklega neðarlega á svæðinu. Stekkjarnef og Kóngsbakki voru stappaðir af fiski en það var mjög lítið vatn í ánni,“ segir Karl. „Það lá óhemja af fiski þar en svo var slatti í stöðum eins og Kálfhagahyl og Illakeri.“ Og laxinn tók vel. „Já, hann tók vel. Við gátum ekki kvartað. Einn morguninn var fimm gráða frost og að- stæður fáránlegar, sól og logn. Við byrjuðum að veiða klukkan tíu og óðum gegnum íshröngl. En lax var á strax í öðru kasti og síð- asta hálftímann setti ég í fimm. Þá var allt orðið vitlaust, við aðstæður þegar ætti í raun ekki að vera hægt að veiða neitt,“ segir Karl. Best í Bíldsfelli Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur var laxveiðin í Soginu einnig sú næst- besta frá því skráningar hófust. Voru 752 laxar færðir til bókar á svæðum félagsins, Ásgarði, Bílds- felli og Alviðru, en ekki er enn vit- að um veiðina á Syðri-Brú og Torfastöðum. Fyrir Ásgarðslandi veiddust 237, við Bíldsfell 387, 88 í Alviðru og 40 í Þrastarlundi. Inni á milli voru stórir drellar, þar á meðal 105 og 104 cm laxar. Þrátt fyrir að laxveiði sé víðast lokið þá tínast enn laxar úr Rang- ánum. Í þeirri eystri veiddust um 40 í liðinni viku. Veiðinni er hins- vegar lokið í Breiðdalsá, þar sem líka er byggt á seiðasleppingum, en þar var metveiði í ár, 1430 lax- ar. Næstbesta laxveiði í Stóru- Laxá frá því skráning hófst Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stefnumót Þegar Sigmundur Eyþórsson veiddi um liðna helgi hvar Dalsá rennur í Hvítá, sigldu áhorfendur hjá.  Síðasta hollið fékk 117 laxa  Laxveiðin einnig mjög góð í Soginu í sumar Veiðimenn sem kasta fyrir sjóbirting í Vestur- Skaftafellssýslu hafa náð ágætri veiði upp á síðkast- ið. Um síðustu helgi veiddust til að mynda um 30 fiskar í Tungulæk. Nokkrir voru vænir eða yfir 80 cm langir og er hafy eftir veiðimönnum að fiskur sé að ganga í auknum mæli. Á sama tíma mætti holl vanra veiðimanna að Tungufljóti í Skaftártungu en þá var fljótið í ham eftir rigningar. Hollið á undan hafði landað 19 fiskum og þar á meðal einum 16 punda. Þegar sjatnaði fór fiskur að taka hjá þessum mönnum og fengu þeir nokkra góða, þar á meðal einn 16 punda í skilum jökulvatnsins við Syðri-Hólma sem er aðal veiðistaðurinn í Tungufljóti eins og mörg síðustu ár. Með birting við Tungufljót. GÓÐ SKOT Í SJÓBIRTINGSVEIÐI Í VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU Hollin að fá 19 til 30 fiska NÝLEGIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI Toyota Yaris Árgerð 2010, bensín, beinsk. Ekinn 41.000 km Ásett verð: 1.990.000,- VW Golf Trendl 1,4 Árgerð 2010, bensín, beinsk. Ekinn 41.500 km Ásett verð: 2.890.000,- VW Jetta Árgerð 2008, bensín, beinsk. Ekinn 56.500 km Ásett verð: 2.350.000,- Land Cruiser 120 VX Árgerð 2007, dísel, sjálfsk. Ekinn 85.000 km Ásett verð: 6.690.000,- MM Pajero Árgerð 2008 dísel sjálfsk. Ekinn 76.000 km Ásett verð 5.740.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.