Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Ármúla13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Dýraspítalinn í Garðabæ er í viðskiptum hjá okkur Hanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum í hverjum mánuði, stórum sem smáum. Þau eru sérfræðingar á sínu sviði og sinna fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna. Það gerum við líka. Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A Þúsundir manna tóku í gær þátt í mótmælum í New York gegn fjár- málakerfinu og mótmælafundir voru einnig haldnir í fleiri borgum Banda- ríkjanna, m.a. Boston, Chicago og Los Angeles. Háskólanemar sýndu víða samhug sinn með því að yfirgefa kennslustofur. Um síðustu helgi voru hundruð manna handtekin eftir að hafa efnt til mótmæla í New York undir kjörorðinu „Hernemum Wall Street“. The New York Times segir að þessir atburðir hafi gert marga af leiðtogum hefðbundinna stéttar- félaga hugsi. Þeir sjái að óþekktum grasrótarsamtökum gangi mun bet- ur en þeim að vekja athygli og þau nái mun betur til unga fólksins. Nokkrir leiðtoganna kvarta yfir því að viðleitni þeirra undanfarin tvö ár til að mótmæla bónusgreiðslum og öðrum umdeildum aðgerðum fjár- málafyrirtækjanna hafi vakið litla athygli þótt þátttakendur hafi verið mun fleiri en núna. Lítið var fjallað um 100 þúsund manna mótmælafund þeirra í Wash- ington í fjölmiðlum í október í fyrra. kjon@mbl.is Þúsundir mótmæla bönkum  Stéttarfélög hissa á áhuga fjölmiðlanna sem hunsa að mestu fundi þeirra Reuters Andóf Þátttakandi í mótmælunum með hundinn sinn við deild seðlabankans í San Francisco í gær. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandaríski fjárfestirinn og auðkýfing- urinn George Soros varð fyrir áfalli í gær er Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg komst að þeirri niður- stöðu að réttmætt hefði verið hjá dómstóli í Frakklandi að dæma hann fyrir innherjasvik árið 2002. Soros er á seinni árum þekktur fyrir að sveifla refsivendinum yfir fjármálalífinu og hvetja menn til að bæta siðferðið. Hann hefur lagt fram fé í margs konar framfaraviðleitni í Mið- og A-Evrópu en Soros er fæddur í Ungverjalandi. Fjórir af sjö dómurum Mannréttindadómstólsins sögðu að ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum So- ros í málinu á sínum tíma. Soros var að sögn Wall Street Journal dæmdur fyrir hafa nýtt sér innherjaupplýsing- ar er hann keypti og seldi síðar með hagnaði hlutabréf í franska bankanum Societe Generale en viðskiptin fóru fram 1988. Var hann dæmdur til að greiða 2,2 milljónir evra, liðlega 350 milljónir króna, í sekt sem reyndar var síðar lækkuð. Soros bar mál sitt undir Mannréttinda- dómstólinn árið 2006. Eftirlitsnefnd verðbréfa studdi Soros Soros segir að dómurinn 2002 hafi byggst á óáreið- anlegum vitnisburði. Einnig að hann hafi ekki fengið eðlilega málsmeðferð og lög sem dómurinn byggðist á hafi verið of óljós. Eftirlitsnefnd franska verðbréfa- markaðarins rannsakaði málið og var niðurstaða hennar að Soros hefði ekki brotið lög og reglur en dómstólar voru á öðru máli. Réttindi ekki brotin á fjárfesti  Dómstóll segir George Soros hafa verið sekan um innherjasvik árið 2002 Hann felldi pundið » George Soros komst í frétt- irnar árið 1992 vegna skortsölu hans á breskum pundum árið 1992 en þá var deilt um það hvort Bretar yrðu að yfirgefa ERM-samstarfið. » Skortseldi Soros pund að andvirði 10 milljarða Banda- ríkjadollara og græddi á einum degi 1,1 milljarð dollara, nær 120 milljarða króna. George Soros Mörg dæmi eru um að farþegar í flugi drekki of mikið og missi stjórn á sér, komið hefur fyrir að flug- stjóri hefur þurft að snúa við og lenda til að afhenda lögreglunni drukkna flugdólga. Sumir sem þjást af slæmri flug- hræðslu mæta auk þess augafullir um borð, hafa reynt að deyfa óttann með áfengi. Dálkahöfundur sem rit- ar á vefsíðu ABC-stöðvarinnar bandarísku nefnir mörg dæmi. Ný- lega hafi bresk, 25 ára kona í Virg- in-þotu hellt í sig viskíi, gripið síðan í flugþjón og heimtað að hann ætti mök við sig. Kominn sé tími til að íhuga áfengisbann í flugi. Verður lausnin að banna flugfarþegum að drekka áfengi? Muammar Gadd- afi, áður einræð- isherra í Líbíu, hefur sent frá sér hljóðupptöku þar sem hann hvetur Líbíumenn til að fara út á göt- urnar og sýna nýjum vald- höfum borg- aralega óhlýðni. Ávarpið var sent út í Al-Rai- sjónvarpsstöðinni, sem hefur orðið einskonar málgagn Gaddafis eftir að hann flúði frá Trípólí. Gaddafi, sem fer huldu höfði, segir að þjóð- arráð uppreisnarmanna sé ekki lögmætur valdhafi í landinu. kjon@mbl.is Gaddafi hvetur Líb- íumenn til óhlýðni Muammar Gaddafi Aðdáun vakti í ágúst þegar Vladím- ír Pútín, forsætisráðherra Rúss- lands, „fann“ tvö forn, grísk leirker við köfun í Svartahafinu. Á sjónvarpsmynd sést ráð- herrann halda á brotum úr ker- unum. „Strákarnir og ég fundum þau,“ segir hann. Nú hefur tals- maður hans, Dímítrí Peskov, að sögn Guardian viðurkennt að um sviðsetningu hafi verið að ræða. Fornleifafræðingar hafi komið gripunum fyrir á staðnum. Sviðsett afrek kafarans Pútíns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.