Morgunblaðið - 07.10.2011, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Smúlað Þótt skammdegið nálgist og óhreinindi séu ekki jafnáberandi og þegar sólin er hæst á
lofti hverfa þau ekki alveg í skuggann og engin vanþörf er á því að þrífa gangstéttirnar.
Árni Sæberg
Verkefni þingsins í vetur eru sem fyrr bæði
stór og smá. Mikilvægasta verkefnið er að
skipta um kúrs og fara frá niðurskurði og
skattahækkunum stjórnvalda og yfir í skyn-
samlega efnahagsstefnu með áherslu á að
byggja upp atvinnu. Undir þeim formerkjum
munu þingmenn Framsóknarflokksins leggja
fram þingmál í upphafi þings og reyna að fá
stjórnvöld til að opna augun og taka skyn-
samlegum tillögum opnum örmum. Ástandið í
samfélaginu væri betra ef Samfylkingin og VG
hefðu tekið efnahagstillögum framsókn-
armanna betur í febrúar 2009 m.a. um almenna
lánaleiðréttingu en ekki barist gegn þeim með
kjafti og klóm.
Stór mál og smá
En einnig þarf að skoða ýmis smærri mál
sem við fyrstu sýn sýnast léttvæg en eru í reynd
afar stór. Í sumar varð nokkurt fjölmiðlafár yfir
synjun heilbrigðiseftirlits á hefðbundnum og ár-
legum kökubasar norður á Akureyri. Ástæðan
var sú að við innleiðingu evrópsku matvælalög-
gjafarinnar ásamt meðfylgjandi reglugerðum
féllu úr gildi séríslenskar reglur sem gerðu eft-
irlitsaðilum heimilt að leyfa slíka sölu, en eru
bannaðar nú. Það var ekki vilji löggjafans að
reglur á Íslandi væru harðari en í öðrum lönd-
um hvað þetta varðar. Engu að síður standa
menn nú frammi fyrir því að líknarfélögum,
íþróttafélögum, kvenfélögum og öðrum sam-
bærilegum félögum er bannað að afla fjár með
slíkum samkomum. Það er skoðun undirritaðra
að góðgerðarfélög eigi að hafa þennan sögulega
og menningarlega rétt. Á það hefur verið bent
að það sé félagsstarfinu afar nauðsynlegt bæði
vegna fjáröflunarinnar en ekki síður vegna
þeirra jákvæðu félagslegu áhrifa sem slík sjálf-
boðavinna hefur í fjöldahreyfingum.
Vilja heimila sölu
á heimagerðum afurðum
Þessi heimatilbúni vandi er engu að síður
staðreynd og þá er mikilvægt að bregðast við og
bæta ágallana. Ásamt undirrituðum hafa nokkr-
ir þingmenn Framsóknarflokksins því lagt fram
lagafrumvarp til breytingar á matvælalögunum.
Í frumvarpinu er lagt til að veitt verði heimild til
leyfisveitinga til sölu matvæla sem ekki eru
bökuð í sérstökum eftirlitsskyldum eldhúsum.
Til að unnt sé að veita undanþáguna verður skil-
yrt að framleiðslan sé vegna góðgerð-
arstarfsemi, til að styrkja félagastarf eða í öðr-
um sambærilegum tilgangi.
Dæmi um atburði væru kökubasarar og sala
matvæla sem tengjast sérstökum viðburði, svo
sem bæjarhátíð. Íslendingar vita af áratuga
langri reynslu að lítil hætta stafar af heimabök-
uðum muffins, jólakökum, hjónabandsælum eða
pönnukökum
Nái frumvarpið fram að ganga geta kven-
félög, skátar, íþróttafélög og aðrir hafist handa
við baksturinn.
Eftir Sigurð Inga Jóhannsson og
Ásmund Einar Daðason
» Í frumvarpinu er lagt til að
veitt verði heimild til leyf-
isveitinga til sölu matvæla sem
ekki eru bökuð í sérstökum eft-
irlitsskyldum eldhúsum.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundar eru þingmenn Framsóknar.
Ásmundur Einar
Daðason
Hollur heimabakstur
Margt hefur verið skrafað og
skrifað um samgöngur á Vest-
fjörðum í gegnum árin og eðlilega
þurfa Vestfirðingar og reyndar
landsmenn allir að fá samgöngur í
það horf að sæmilega megi
treysta því að komast óskaddaðir
um vegi landsins jafnt að vetri
sem sumri.
„Teigsskógur“. Nokkuð sem
allur þorri landsmanna hafði varla
heyrt minnst á hvað þá litið eigin
augum og deila menn hart um það
hvort leggja megi veg um viðkomandi land og
sitt sýnist hverjum. Ég undirritaður varð hins
vegar spenntur að sjá fram á að falin nátt-
úruperla opnaðist þarna unnendum fagurrar
náttúru, en eðlilega eru menn viðkvæmir fyrir
því að vel sé gengið um slíka staði og af fullri
virðingu fyrir landinu og hinum viðkvæma
gróðri þannig að mikilvægt er að vel takist til í
þeim efnum.
Vegagerðarmenn á Vestfjörðum hafa sýnt
það og sannað að þeir eru fullfærir um að gera
vegi um viðkvæm svæði þannig að vel fari.
„Ásbyrgi“ Við erum heppin að það skuli ekki
vera í dag sem til stendur að opna Ásbyrgi fyrir
almenning, hætt er við að skammsýnar nefndir
og ráð kæmu í veg fyrir að það væri hægt.
Framsýnir menn á síðustu öld vildu gera staðinn
þannig úr garði að sem flestir gætu notið hinnar
fögru og sérstæðu náttúru staðarins þannig að
átroðningur væri sem minnstur og lögðu snyrti-
legan veg inn dalinn (byrgið). Þannig að í dag
njóta ferðalangar þessarar fögru náttúru hvort
sem þeir eru bundnir við að sitja í bíl eða geta
komist um á eigin fótum.
Þar er vegurinn svo snyrtilega lagður að hann
er nánast eins og hluti af náttúrunni
Undirritaður leggur til að nú þegar verði haf-
in skoðun á því hvort hægt sé að koma á samn-
ingi við hlutaðeigandi að lagður
verði nettur og snyrtilegur vegur
um Teigsskóg. Taka þar með burt
þá þröskulda sem vegir yfir hálsana
þarna verða fyrir vegfarandann,
minnka slysahættu og opna um leið
þessa náttúruperlu fyrir þá sem
vilja njóta landsins. Að ákvörðun
um vegstæði og veggerð þurfa allir
hlutaðeigandi að koma, þ.e. heima-
menn, landeigendur, hönnuðir Vest-
fjarðaumdæmis Vegagerðar rík-
isins og skógræktarsérfræðingar.
Þarna má ekki fara um með stór-
virkar vinnuvélar og ryðja upp vegstæði úr land-
inu heldur verður að aka allri fyllingu úr námum
utan hins viðkvæma svæðis eins og gert var til
dæmis í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þar
er vegurinn listilega lagður í gegnum viðkvæm
skógarsvæði þannig að vegfarendur geta virki-
lega notið þess fagra umhverfis og gróðurs sem
þar er að sjá í hrauninu, sem og vegar sem fellur
einstaklega vel að landinu umhverfis.
Ekki má gleyma því að á svona stöðum þurfa
að vera stór og góð bílastæði, helst borð og
bekkir, ruslagámar, góð upplýsingaskilti sem
varða bæði umgengni sem og sérkenni stað-
arins, Með ósk og von um að Vestfirðingar sem
og aðrir landsmenn fái nettan og fallegan veg
um Teigsskóg.
Eftir Hjálmar Magnússon
» Vegagerðarmenn á Vest-
fjörðum hafa sýnt það og
sannað að þeir eru fullfærir
um að gera vegi um viðkvæm
svæði þannig að vel fari.
Hjálmar Magnússon
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri og
er áhugamaður um góðar samgöngur
fyrir alla landsmenn.
Teigsskógur/Ásbyrgi
Umræða um verðlag matvöru
hér á landi hefur náð nýjum hæð-
um á síðustu vikum. Nú síðast er
verðhækkunum á kjöti kennt um
aukna verðbólgu í landinu. Heima-
síða Hagstofu Íslands inniheldur
allar upplýsingar sem fréttamenn
og aðrir þátttakendur í þjóðmála-
umræðu þurfa á að halda til að
geta fjallað málefnalega um orsak-
ir verðbólgu og hvaða þættir það
eru sem vega þyngst í útgjöldum
heimilanna. Samkvæmt vísitölu
neysluverðs í september eru búvörur án græn-
metis 5,4% af útgjöldum heimilanna og mat- og
drykkjarvörur í heild 14,6%. Bensín vegur hins
vegar 5,9% og hefur hækkað um 23% frá sama
tíma í fyrra. Liðurinn „ferðir og flutningar“ í
heild vegur 15,2% og hefur hækkað um 13% á
einu ári. Húsnæðisliðurinn nemur rösklega 24%
af útgjöldum heimilanna og hefur hækkað um
8% á einu ári. Hiti og rafmagn hafa hækkað um
21% og vega nú 3,2% í útgjöldum heimilanna.
Innflutt matvæli hafa
hækkað um rúm 60%
Frá ársbyrjun 2007 hefur innfluttur matur
hækkað um 60,2% en íslensk búvara aðeins um
32%. Almennt verðlag í landinu hefur hækkað
um 43% frá ársbyrjun 2007.
Athyglisvert innlegg í umræðu um útgjöld
landsmanna til matvörukaupa er samanburður
við önnur Evrópulönd. Á heimasíðu hag-
fræðistofnunar Evrópusambandsins, Eurostat,
er hægt að skoða hvernig útgjöld neytenda í
löndum ESB og EFTA skiptast innbyrðis sam-
kvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs (HICP)
sem Eurostat birtir. Hafa verður í
huga að Eurostat gerir ýmsar
breytingar á upplýsingum frá ein-
stökum löndum til innbyrðis sam-
ræmingar. Því getur hlutfall út-
gjalda til einstakra málaflokka
verið annað en birtist í upplýs-
ingum Hagstofu viðkomandi lands.
Samkvæmt upplýsingum Eurostat
verja íslenskir neytendur 15,1% út-
gjalda sinna til matvörukaupa.
Meðaltal ESB-landa er 15,6%, Sví-
ar eyða 15,3% og Finnar 15,5%
sinna útgjalda í mat. Aftur á móti
eru útgjöld Dana til matvörukaupa aðeins
12,8% af heildarútgjöldum þó verðlag þar sé
það hæsta í Evrópu. Pólskar fjölskyldur eyða
hins vegar 21,4% útgjalda sinna í matvörur en
þó er verðlag í Póllandi með því lægsta sem
þekkist í Evrópu. Meðfylgjandi mynd sýnir
hlutfall heimilisútgjalda til kjötkaupa. Ísland er
þar í flokki með Svíþjóð og Danmörku en langt
undir meðaltali ESB.
Þeir sem taka þátt í umræðum um verðlags-
hækkanir og útgjöld heimilanna verða að vera
málefnalegir. Það er fjarri lagi að íslenskar bú-
vörur séu megindrifkraftur verðbólgunnar hér
á landi, það er augljóst þegar rýnt er í opinber
tölfræðigögn.
Útgjöld Íslendinga
til matvörukaupa
Eftir Ernu Bjarnadóttur
Erna Bjarnadóttir
» Frá ársbyrjun 2007 hefur
innfluttur matur hækkað
um 60,2% en íslensk búvara
aðeins um 32%.
Höfundur er hagfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Útgjöld til
kjötkaupa í % –
Pólverjar verja
stórum hluta
sinna útgjalda
til kjötkaupa.
Íslendingar eru
langt undir með-
altali ríkja innan
ESB og Evrópska
efnahagssvæð-
isins.
Heimild: Eurostat.