Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 ✝ Fjóla Bene-diktsdóttir fæddist á Þórkötlu- stöðum í Grindavík 17. janúar 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi hinn 27. september 2011. Hún var dóttir Benedikts Benón- ýssonar frá Þór- kötlustöðum í Grindavík, f. 21. júlí 1894, d. 29. júní 1953, og Magnúsu Að- alveigar Ólafsdóttur úr Grinda- vík, f. 23. september 1902, d. 26. október 1987. Systkini Fjólu eru: Þórlaug, f. 25 apríl 1923, látin 19. september 2001, Ólöf, f. 14. mars 1927, látin 24. sept- ember 2007, Benóný, f. 28. maí 1928, Jóhann Ragnar, f. 14. nóvember 1930, Ólöf Sigurrós, f. 3. október 1934 og Elsa, f. 20. mars 1938. Foreldrar hennar nóvember 1959. Þórarinn, f. 25. febrúar 1965. Maki Þóra Haf- steinsdóttir, börn þeirra eru Ingibjörg Þóra og Klara Lind. Benedikta, f. 16. desember 1966. Maki Haukur Ingi Jóns- son, börn þeirra eru Pétur Ingi og Helga Ósk. Ólafur, f. 7. febr- úar 1972. Maki Lára Sif Jóns- dóttir, börn þeirra eru Jón Smári, Ólöf Rut og Viktoría Fjóla. Fjóla fluttist til Keflavíkur 1941 og bjó þar alla tíð síðan. Hún vann alla almenna vinnu í fiski, síld og saltfiski. Hún vann við afgreiðslustörf stærstan hluta ævi sinnar, mest í versl- uninni Eddu í Keflavík. Hún starfaði með öldruðum í mörg ár þangað til heilsan fór að gefa sig og tómstundastarfið fluttist á Nesvelli. Útför Fjólu Benediktsdóttur fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 7. október 2011, kl. 13. voru bæði með bú- skap og útróðra ásamt Guðmundi bróður Benedikts og Sigríði systur Magnúsu og bjuggu þau alla tíð í sama húsi á Þór- kötlustöðum og átti hún góða æsku með þeim. Fjóla vandist allri vinnu frá unga aldri og fór í vist til Reykjavíkur. Hún lauk barnaskólaprófi og fór síð- an að læra matreiðslu á hótel Skjaldbreið í Reykjavík. Fjóla giftist Ingólfi Eyjólfs- syni, þau slitu samvistir. Fjóla eignaðist eina dóttur, Ingi- björgu, f. 26. nóvember 1940, maki Pétur Þórarinn Þór- arinsson, f. 28. júlí 1933. Fjóla eignaðist fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn sem hún lifði fyrir. Þau eru: Fjóla, f. 20. Þá er komið að kveðjustund, kæra mamma og árin orðin ansi mörg og góð sem við áttum sam- an. Fyrst vorum við einar, svo bættist Pétur tengdasonur þinn í hópinn og svo börnin okkar, Fjóla, Þórarinn, Benedikta og Ólafur og seinna þeirra fjölskyldur. Pétur hefði ekki getað fengið betri tengdamóður en þig, kæra mamma. Þakka þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur á þinni löngu ævi, fyrst fyrir mig og svo börnin mín og svo barnabörn- in og allt það góða sem þau fengu frá þér. Betri mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu er ekki hægt að hugsa sér. Lengi vel var enginn til staðar fyrir mig nema þú og þín fjöl- skylda á Þórkötlustöðum, afi sem dó alltof snemma, amma Magnúsa og þau hjónin Sigga og Gummi, margar góðar stundir áttum við með þeim í Grindavík. Við áttum líka margar góðar stundir með systkinum þínum, Rósu, Elsu og Bensa í Grindavík, Jóa í Keflavík og Laugu og Lóu á Selfossi, það voru nú margir sunnudagsbíltúr- arnir sem við fórum til að heim- sækja þau. Ég vil líka þakka þér fyrir öll yndislegu jólin sem við áttum saman, fyrst hjá þér á Ása- brautinni og svo hjá okkur Pétri í Baugholtinu, þau hafa alltaf skip- að stóran sess í lífi okkar og minn- ingin um þig lifir með okkur um hver jól. Innilegt þakklæti fyrir allt í gegnum lífið. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Ingibjörg og börnin. Það er komið að leiðarlokum, kæra tengdamóðir. Það eru 55 ár síðan kynni okkar hófust þegar ég fór að skjóta mér í einkadóttur þinni henni Ingibjörgu. Það er langur tími og fyrstu árin dvöld- um við hjá þér á Ásabrautinni en svo fluttum við í okkar eigið hús- næði á Baugholtinu eins og geng- ur og gerist í lífinu. Þú fluttir svo til okkar og bjóst hjá okkur í mörg ár, en eftir að þú hættir að vinna fórst þú aftur í íbúðina þína og bjóst þar á meðan heilsan leyfði eða þangað til í júlí í fyrra að þú fórst á hjúkrunarheimilið Garðv- ang. Árið 1997 lentir þú í alvarlegu bílslysi og þér var vart hugað líf og varst í marga mánuði á sjúkra- húsi, en fyrir það hvað þú varst vel á þig komin líkamlega, enda fórst þú allra þinna ferða gangandi því þú tókst aldrei bílpróf, hafðir þú það af. Það var aðdáunarvert hversu vel þú náðir þér eftir þetta. Öll þessi ár okkar saman hefur aldrei borið skugga á okkar sam- veru og þakka ég það. Þú varst ein af þessum góðu manneskjum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Varst alltaf til staðar til að líta eftir barnabörnunum ef við Inga fórum eitthvað hvort sem það var í styttri eða lengri tíma. Þau voru náttúrlega þínir augasteinar. Eftir að þú hættir að vinna og varst alltaf heima reyndi ég að koma til þín eins oft og ég gat í morgunkaffi hjá þér og um leið að athuga hvort ekki væri allt í góðu lagi. Ég kom þó ekki fyrr en þætt- irnir þínir Glæstar vonir og Ná- grannar voru búnir. Ég vildi ekki trufla þig fyrr, því þú vildir alltaf drekka kaffi með mér inni í eldhúsi og hættir því að horfa ef ég kom of snemma. Ef ég hafði ekki komið í kaffið daginn áður var alltaf sagt, þú komst ekki í gær, Pétur minn. Við borðuðum alltaf saman fjöl- skyldan á hátíðisdögum og sunnu- dögum, þú hjá okkur eða við hjá þér og áttum við saman margar notalegar stundir á þessum dög- um. Margt fleira væri hægt að segja um þig en ég geymi það í minning- unni um eindæma góða tengda- móður. Að endingu vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka þér samfylgdina og sérstaklega fyrir að gefa mér Ingu einkadóttur þína sem minn lífsförunaut. Guð blessi þig, elsku Fjóla mín. Pétur Þórarinsson. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann nú þegar mín elskulega amma, amma Fjóla, kveður þennan heim. Hann var einstaklega fallegur og sólríkur haustdagurinn sem hún amma valdi til þess að fara í langferðina miklu. Ég var svo heppinn að alast upp við að hafa ömmu Fjólu á æsku- heimili mínu fyrstu 15 ár ævi minnar í Baugholtinu. Þar naut ég góðs af henni og þær voru nú ófáar brauðsneiðarnar með kæfunni og heitu kakóbollarnir sem hún gerði handa mér enda gerði hún lang- besta kakó í heimi. Oft sátum við saman og horfðum á sjónvarp, lás- um í bók eða hlustuðum á útvarp og hún sagði mér oft skemmtileg- ar sögur úr æsku sinni í Grinda- vík. Þegar amma flutti á Ásabraut- ina árið 1987 kom ég til hennar nánast daglega og fékk alltaf eitt- hvað gott að borða hjá henni. Fyrst um sinn kom ég einn, svo bættist unnusta mín, Lára Sif, í hópinn árið 1993 og svo barna- barnabörnin Jón Smári, Ólöf Rut og Viktoría Fjóla. Við Lára Sif fluttum í Kópavoginn árið 1997 og reyndum við að koma eins oft og við gátum að heimsækja ömmu enda ómissandi að fá kakóbolla og brauð með kæfu hjá henni ásamt öðru góðgæti. Ég hef alla tíð stundað íþróttir, sérstaklega knattspyrnu og fylgd- ist amma Fjóla vel með mér og safnaði í úrklippubækur úr öllum blöðum þar sem fjallað var um leiki mína og færði mér svo til eignar þegar ég hætti að spila. Þetta segir meira en mörg orð um hugulsemi og væntumþykju henn- ar í minn garð. Ég hef alltaf verið mikið jóla- barn og það vissi hún og gerði hún því handa mér marga fallega jóla- lampa og jólaskraut sem skreytir heimili fjölskyldu minnar um hver jól og munu halda á lofti minningu hennar um ókomna tíð. Hinn 3. febrúar 2010 fæddist okkur Láru Sif dóttir sem fékk nafnið Viktoría Fjóla í höfuðið á Fjóla Benediktsdóttir ✝ MargrétBjörnsdóttir Blöndal fæddist á Siglufirði 6. janúar 1924. Hún andaðist 28. september á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi. Foreldrar henn- ar voru Björn Jó- hannesson, bóndi á Þverá í Hrolleifs- dal, síðar verkamaður á Siglu- firði, f. 23.6. 1888, d. 11.8. 1961, og Ólöf Jónsdóttir frá Stóru Brekku í Fljótum, f. 15.5. 1891, d. 15.10. 1980. Systir Margrétar var Guðbjörg María Björns- dóttir, f. 6.4. 1918, d. 26.11. 1997. Margrét giftist Óla J. Blöndal, f. 24.9. 1918, verslunarmanni og síðar bókaverði á Siglufirði, 23.9. 1944. Foreldrar hans voru Jósep Lárusson Blöndal frá Kornsá, símstjóri og kaupmaður á Siglu- firði, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Hóli í Lundarreykjardal. Börn Margrétar og Óla eru:1) Ólöf Birna, f. 11.11. 1942, maki Sveinn Þórarinsson, f. 23.7. 1940. Börn: a) Þórarinn, f. 26.6. 1967, maki Líney Sveinsdóttir, börn þeirra eru: Þórhildur, Sveinn og Haraldur. b) Óli Grétar Blöndal, f. 17.2. 1972, maki Anne Andrée Bois. Dóttir: Lilja Kristín. c) Sveinn Snorri, f. 28.10. 1973. d) Rósa Björk, f. 7.5. 1980, maki Jó- 1991, b) Snorri Páll, f. 23.3. 1994. c) Elín Gná, f. 19.4. 2001. Sonur Sigurðar er: Sigurður Ari, f. 19.4. 1979, sambýliskona Íris Eg- ilsdóttir. Börn: Alex Daði, Úlfur, Diljá. 5) Guðrún, f. 27.3. 1960, maki Friðrik Jón Arngrímsson, f. 1.3. 1959. Börn: a) Margrét Lára, f. 11.7. 1978, maki Pétur Geir Kristjánsson. Börn: Agla Sól, Friðrik Darri. b) Arngrímur Orri, f. 21.4. 1982. c) Óli Björn, f. 15.4. 1993. d) Sindri Már, f. 29.5. 1999. Margrét ólst upp í Hlíð- arhúsi á Siglufirði. Hún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Siglufirði og stundaði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík, lauk námi þar vorið 1944. Hún vann um tíma á Símstöðinni á Siglufirði, þar sem oft var anna- samt í erli síldaráranna. Eftir að þau Óli gengu í hjónaband helg- aði hún sig störfum fyrir fjöl- skylduna. Starfsvettvangur Óla var lengstum erilsamur og því hlutverk eiginkonunnar að móta umgjörð heimilisins, sem var sér- lega hlýlegt, þar réði glaðværð ríkjum og tónlist var í hávegum höfð. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu vann hún hjá Sjúkrasamlaginu á Siglufirði og síðar hjá Sýslumanninum á Siglufirði þar til þau Óli fluttu á Seltjarnarnesið 1996. Hún starf- aði með Sjálfsbjörg lands- sambandi fatlaðra og Slysa- varnafélagi Íslands. Síðustu 15 árin átti Margrét heimili á Sel- tjarnarnesi í nábýli við Guðrúnu dóttur sína og Friðrik eiginmann hennar. Útför Margrétar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 7. október 2011, og hefst athöfn- in klukkan 13. hannes Haukur Jó- hannesson. Börn: Ólöf Halla og óskírð- ur sonur. 2) Jósep Örn, f. 24.6. 1947, maki Erla Harð- ardóttir, f. 22.7. 1954. Börn: a) Smári Tarfur, f. 17.9. 1976. b) Guðbjörg María, f. 28.8. 1982. Dóttir: Erla Vala. c) Sigurbjörg María, f. 6.10. 1989, sambýlismaður Krist- ján Fenrir Sigurðsson. Jósep var áður kvæntur Oddnýju Helga- dóttur, f. 22.8. 1947, d. 23.8. 1996. Barn: Ída Margrét, f. 26.8. 1966. Síðar kvæntur Inger Jespersen, f. 1.2. 1946, d. 2001. Barn: Björn Ingimar, f. 14.3. 1971, maki Lilja Gunnarsdóttir. Synir: Gunnar og Baldur. 3) Ásbjörn, f. 25.11. 1954, maki Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 6.7. 1960. Börn: a) Guðmundur Óli, f. 11.11. 1989, b) Bryndís, f. 26.4. 1992, c) Egill, f. 16.9. 1996. Börn Ásbjörns eru: a) Ásbjörn Þór, f. 1.11. 1971, maki Arna Björg Sævarsdóttir. Synir: Sigtýr Snorri, Styrbjörn Sævar, Stein- kell Skorri. b) Berglind Soffía, f. 14.5. 1977, sambýlismaður Elías Hilmarsson. Sonur: Kristian Atli. Dætur Berglindar eru: Kristína May og Kamilla Mist. 4) Sigurður, f. 6.4. 1959, maki Linda Björk Guðmundsdóttir, f. 15.9. 1966. Börn: a) Theodór Sölvi, f. 25.9. Leiðir okkar Grétu tengdamóð- ur minnar og Óla lágu fyrst saman þegar við Olla elsta dóttir þeirra hjóna lukum stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1962. Þá var stundin runnin upp, nú skyldi kynna væntanlegan tengdason. Ég kveið hálfpartinn fyrir þessum fyrstu kynnum. Kvíðinn var ástæðulaust. Viðmót þeirra hjóna var hlýlegt og frá þeim stafaði gleði, sem var allt að því gáskafull. Gréta kom mér fyrir sjónir sem ákaflega yndisleg og aðlaðandi kona. Hún stakk við og hafði búið við ákveðna fötlun frá fæðingu. Annar fóturinn var styttri en hinn. Hún var áberandi hlédrægari en Óli, sem alltaf var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hún virtist hins vegar hafa ákveðna forystu fyrir þeim hjónum í allri sinni hógværð. Síðar átti ég eftir að kynnast íhygli hennar og frábærum mannkost- um. Ég er viss um að þau hefði bæði viljað standa í okkar sporum með hvítu húfurnar. Hún hafði alltaf verðið afburðanámsmaður og Óli var óvenjuvíðlesinn og menningarlega sinnaður, en tæki- færin buðu ekki upp á framhalds- nám þegar þau voru ung. Létt lund og glaðværð ein- kenndi heimilislífið á Háveginum. Þau hjónin höfðu bæði yndi af söng og tónlist. Gréta gat gripið í gítarinn ef svo bar við og Óli lék á mörg hljóðfæri. Í börnum og barnabörnum koma erfðaein- kennin fram í tónlistinni að meira að minna leyti hjá flestum. Þegar fram liðu stundir kynntist ég fjöl- skyldunni betur. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég hitti fyrst Ólöfu, móður Grétu. Hún bauð okkur í mat inn í Hlíðarhús. Allt var þar með einföldum og fáguð- um myndarbrag. Maturinn var frábær og framreiddur af fágætri smekkvísi, enda hafði hún numið matargerð í Kaupmannahöfn ung að árum. Við fyrstu kynni skildist strax að þarna fór kona sem hafði gömul og góð gildi í hávegum. Á skilmerkilegan hátt sagði hún mér frá forfeðrum, ætt og uppruna dótturdóttur sinnar. Seinna áttaði ég mig á að tengdamóðir mín var ekki síðri, þegar matreiðslan var annars vegar. Aldrei hef ég fengið betri lambahrygg en hjá henni. Skorpan hæfilega krydduð og stökk og öll umgjörðin með sérlega fáguðum brag. Alltaf var mikið ævintýri að heimsækja Óla og Grétu til Siglu- fjarðar. Rósa dóttir tók strax fram búðardótið, auglýsti opna búð og fór í búðarleik við ömmu og afa og strákarnir undu sér vel innan um allar bækurnar í bókasafninu. Á Siglufirði voru þau í sínu örugga og vinalega umhverfi sem þau höfðu mótað sjálf. Þar þekktu þau allt og alla og væri farið í bæinn var kast- að kveðju á alla sem á leið þeirra urðu. En ekkert varir óbreytt að eilífu. Þó svo að vel færi um þau á Nesinu í sambýli við sína nánustu, fannst mér alltaf einhver tregi í þeim og söknuður eftir Siglufirði. Ég sakna þess að hafa ekki um- gengist mína elskulegu tengda- móður meir en raunin varð, en við bjuggum á sitt hvoru landshorninu og því erfitt um vik. Að leiðarlokum þakka ég tengdamóður minni samfylgdina. Öllum ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning henn- ar. Sveinn Þórarinsson. Manngæska, æðruleysi, um- burðarlyndi og gleði er það sem sterkast leitar á huga minn þegar ég lít yfir þau ár sem ég naut þeirra forréttinda að eiga Grétu sem tengdamömmu. Þau voru svo ótrúlega ólík en um leið samstiga hjón þau Gréta og Óli. Minningin um Grétu er svo samofin minning- um um þau tvö að mér reynist erf- itt að skrifa um annað þeirra án þess að nefna hitt. Ótal stundir þar sem Óli tengda- pabbi sagði sögur og inni á milli heyrist í Grétu: „Nei, Óli minn, þetta var nú ekki alveg svona“ og þá brosti sá gamli og vissi alltaf að innskotin hennar Grétu leiddu hann á rétta braut. Sterk og hljóð kona sem alltaf hafði hlutina á hreinu. Gleðin var alltaf stutt und- an og samspil þeirra á milli svo ótrúlega sterkt að við fráfall Óla fannst manni nánast óhugsandi að sjá Grétu eina, en enn kom hennar innri styrkur í ljós. Það sem gerði þau svo sérstök var sú virðing og væntumþykja sem var á milli þeirra. Gréta gat alltaf brosað út í annað þegar Óli komst á flug í frá- sögum sínum og virðing hans fyrir rökum Grétu var takmarkalaus. Það er svo margt sem við sem yngri erum getum lært af einlægu sambandi þeirra. Þær voru margar yndislegar stundirnar sem við áttum með þeim en sérlega eftirminnilegar eru heimsóknir þeirra til okkar í Skotlandi. Ferðir sem við fórum með þeim á ólíka staði, St. And- rew’s, Edinborg, Stirling, Perth og Glamis-kastali svo nokkuð sé nefnt og alltaf voru þau jafn ánægð og upprifin yfir því litla sem fyrir þau var gert. Minningar frá Háveginum á Siglufirði þar sem alltaf var vel tekið á móti okkur. Gaman var að fylgjast með samræðum þeirra hjóna, stundir við eldhúsborðið þar sem margt var rætt og ein- lægur áhugi þeirra að fylgjast með öllu því sem var að gerast í þjóðfélaginu kom svo skýrt í ljós. Smáu hlutirnir voru gjarnan það sem þau pössuðu vel, eitthvað sem skipti okkur öll svo miklu, aldrei í gegnum árin leið afmæli öðruvísi en að þau hringdu sama hversu langt var á milli þeirra staða sem dvalið var á hverju sinni. Grétu var margt til lista lagt og góð mat- seld var eitt af því sem við sem þekktum hana nutum oft. Alltaf var hún að klippa út og halda til haga góðum uppskriftum og enn í dag er það sérstök stund á okkar heimili þegar við bjóðum upp á fiskibollurnar hennar ömmu Grétu. Í gegnum árin höfum við farið reglulega til Siglufjarðar og þá börnin okkar Sigurðar með og það er í mörgu makalaust að finna hvernig tengingar þeirra við Siglufjörð vaxa og dafna og þar held ég að notalegar minningar um afa Óla og ömmu Grétu skipti mestu. Lítið en um leið svo frið- sælt hús að koma í þar sem oft eru rifjaðar upp sögur frá uppvaxtar- árum þeirra systkina á Sigló. Hávegurinn verður alltaf sá staður sem kallar fram sterkar myndir um þau Grétu og Óla. Nú er það okkar að viðhalda og bæta í gott safn minninga. Ég kveð með miklum söknuði tengdamóður mína en veit að ef til er líf eftir þetta líf þá situr hún ef- laust núna í góðu yfirlæti við hlið Óla. Linda Björk Guðmundsdóttir. Það er komið að kveðjustund og kveð ég ömmu Grétu með söknuði. Þegar ég var lítil bjuggu afi Óli og amma Gréta á Háveginum á Siglu- firði, lengst uppi í fjalli. Það var alltaf gott að koma til þeirra og fá að leika sér með allt gamla dótið, prófa öll hljóðfærin, spila mast- ermind og kíkja í bækurnar sem voru alls ráðandi á heimilinu. Þeg- ar ég var unglingur fluttu amma og afi á neðri hæðina hjá okkur á Unnarbrautinni og urðu samveru- stundirnar fleiri. Það var ómetan- legt að fá að alast upp svona ná- lægt þeim, að geta farið niður á neðri hæðina og spjallað við þau þegar manni sýndist, oftar en ekki um árin á Siglufirði eða ferðina til Manchester. Menntun var ömmu og afa mikilvæg og hvöttu þau mann óspart áfram að ganga menntaveginn og glöddust þegar maður kom heim með nýjar ein- kunnir. Samrýndari hjón er varla hægt að finna og vináttan á milli þeirra var einstök. Þau gátu spjall- að saman um heima og geima og alltaf var stutt í dillandi hláturinn og húmorinn. Amma Gréta var einstaklega skapgóð, ljúf og blíð manneskja sem alltaf var notalegt að vera í kringum. Ég veit að amma er hvíldinni fegin og kveð ég ömmu mína og nöfnu með miklu þakklæti fyrir það sem hún kenndi mér og þann tíma sem við áttum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Margrét. Margréti Björnsdóttur kynntist ég þegar við hófum nám í fyrsta bekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar haustið 1937. Skólinn var staðsettur í risi á nýbyggðri og glæsilegri kirkju Siglfirðinga og voru menn ekki á eitt sáttir um þá ákvörðun skóla- nefndar að setja skólann á kirkju- loftið. Töldu sumir það ganga guð- lasti næst. Það reyndist vera skynsamleg ákvörðun að nýta hið mikla rými á kirkjuloftinu fyrir skólann og voru innréttaðar þar rúmgóðar kennslustofur með góðri aðstöðu fyrir kennara og skólastjóra. Margrét Björns- dóttir Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.