Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
✝ SigurbjörgNíelsdóttir
fæddist 17. júlí
1958. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. sept-
ember 2011.
Sigurbjörg var
dóttir hjónanna
Jakobs Níelsar Hall-
dórssonar, starfs-
manns Verðlags-
stofu, f. 15. júlí
1924, d. 14. desember 2002, og
Birnu Gunnarsdóttur húsmóður,
f. 17. janúar 1932. Bróðir Sig-
urbjargar er Gunnar f. 28. apríl
1963, kvæntur Ragnhildi Björgu
Jósefsdóttur, f. 15. apríl 1969.
Börn þeirra eru Birna Ósk, f. 22.
febrúar 1995, Tinna Björg, f. 26.
júní 1998 og Ólafur Níels, f. 9.
október 2001.
Sigurbjörg ólst upp í Oddeyr-
argötu 32 á Akureyri, en fluttist
með fjölskyldunni í Hafnarstræti
86b árið 1969. Síðan lá leið fjöl-
skyldunnar í Hjallalund 3 áður
en hún flutti í Kringlumýri 31 ár-
ið 1991. Í Kringlumýri 31 bjó Sig-
urbjörg til æviloka.
Að lokinni hefðbundinni skóla-
göngu í Barnaskóla
Akureyrar og
Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri
fór Sigurbjörg út á
vinnumarkaðinn.
Hún starfaði um
árabil á fataverk-
smiðjunni Heklu á
Gleráreyrum, sem
var ein af svoköll-
uðum Sam-
bandsverksmiðjum.
Frá árinu 1991 til 2003 var Sig-
urbjörg starfsmaður í KA-
heimilinu þar sem hún kynntist
óteljandi fjölda íþróttaiðkenda á
öllum aldri og naut þess mjög að
starfa með þeim.
Í frístundum sínum safnaði
Sigurbjörg ýmsum hlutum, með-
al annars servíettum, en bestu
stundir sínar átti hún sem dygg-
ur stuðningsmaður Knattspyrnu-
félags Akureyrar. Hún var gall-
hörð KA-kona og hvatti sitt fólk
til dáða af einlægni og festu en
umfram allt þó á jákvæðan hátt.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag,
7. október 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.30.
Bögga. Yndisleg manneskja,
herbergið hennar, rauður litur,
bleikur litur, jól, jólaskraut,
Kókópuffs, KA heimilið, Liver-
pool, styttur, fagurkeri. Þetta
eru orðin sem koma upp hjá
okkur systkinunum þegar við
hugsum til Böggu. Minningar
okkar fara allt aftur í Hjalla-
lund þar sem þau bjuggu vel og
lengi. En við ásamt foreldrum
okkar gerðum það að vikuleg-
um viðburði að kíkja til Binnu
og Nella á laugardagsmorgni
og við krakkarnir fórum nánast
yfirum af gleði þegar laugar-
dagur nálgaðist.
Maður fann það frá upphafi
hvaða manneskju hún Bögga
okkar geymdi. Þegar við kom-
um í heimsókn, fór Bögga alltaf
í Hrísalund og keypti kókópuffs
handa okkur. Stóran pakka.
Bögga hlustaði og gaf góð ráð
og það var alltaf hægt að leita
til hennar. Hún var alltaf
reiðubúin að gera allt fyrir okk-
ur. Bögga gaf sér alltaf tíma
fyrir okkur, Hvernig hafið þið
það? Hvernig gengur skólinn?
Hvað segja vinir ykkar gott?
Áhuginn fyrir því hvernig okk-
ur gekk var alger, allt fram til
síðasta dags. Stytturnar í her-
berginu hennar, skrautið í
gluggunum, og þá sérstaklega
fyrir jólin hjá Böggu er eitt-
hvað sem við minnumst vel. Þú
gast verið inni í herberginu
hennar allan daginn og séð eitt-
hvað nýtt. Þetta var eins og að
koma í lítið töfraland, langt fyr-
ir utan raunveruleikann. Allt
var hornrétt og snyrtilegt.
Í sumar var frænkuhittingur
í Kringlumýrinni þar sem syst-
ur mínar, Bögga og frænkurnar
hittust. Bögga var þar hrókur
alls fagnaðar eins og alltaf.
Hún kvartaði aldrei yfir neinu,
hún gaf og gaf og svo gaf hún
aðeins meira og þá erum við
ekki að tala um veraldlegar
gjafir. Bögga var eins falleg og
gjafmild og hægt var. Á hverju
ári eftir að hafa keyrt út jóla-
kortin á aðfangadag, fórum við
til Binnu og Nella sem varð svo
til Böggu seinna meir. Þetta er
orðin mjög svo sterk hefð í
jólaundirbúningi okkar systkin-
anna og þekkjum við ekkert
annað. Þessari hefð verður á
einhvern hátt haldið gangandi,
Bögga mín, ekki halda neitt
annað.
Ef við þekkjum Böggu rétt
þá er hún búin að koma sér vel
fyrir þar sem hún er, með nýtt
lögheimili, stytturnar á sínum
stað og öllum hlutunum er vel
raðað og allt er hornrétt. Rúm-
ið hennar er fullumbúið, púð-
arnir á sínum stað, og er hún
búin að laða að sér allt það
góða fólk sem í kringum hana
er. Fólk eins og Bögga fær allt
það besta hvar sem er, hvenær
sem er. Fyrir okkur er Bögga
bara flutt, hún er hjá okkur
alltaf.
Við kveðjum uppáhalds-
frænku með miklum söknuði og
við erum alltaf til staðar, Bögga
mín, fyrir þig þar sem við vit-
um vel að þú ert að lesa þetta.
Það er sagt að það fylgi þér
ávallt einhver meðan þú ert á
lífi. Pant fá Böggu. Við vitum
ekki hvort það er aldurinn eða
eitthvað annað, en þetta er erf-
iðasta bréf sem við höfum
nokkurn tímann skrifað og það
er fullgild ástæða fyrir því.
Elsku Binna, Gunni, Ragga og
fjölskylda. Okkar allra dýpsta
samúð fer til ykkar á þessum
erfiðu tímum og ef það er eitt-
hvað, þá erum við hér fyrir
ykkur, hvenær sem er. Bögga,
við söknum þín sárt. Við
sjáumst hinum megin.
Ásrún, Ásgeir (Brói) og Al-
ís.
Öll eigum við minningar.
Minningar um fegurð náttúr-
unnar, fólk sem við höfum
kynnst og atburði sem við höf-
um upplifað. Það fer eftir eðli
minninganna hvaða tilfinningar
þær vekja í brjóstum okkar.
Þegar ég á þessari stundu
hugsa til þín fyllist ég þakklæti
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem frænku. Ég man svo vel
eftir þér sem lítilli og því hvað
mér fannst gaman að fá að
passa þig, alltað svo fín, stillt
og prúð. Ég minnist líka stolts
foreldra þinna og hvernig þau
lögðu sig öll fram um að gera
líf ykkar systkinanna gleðiríkt.
Þú tileinkaðir þér í gegnum öll
þín ár allar þær dyggðir sem
þér voru kenndar í æsku og ég
veit að það eru margir sem eru
þér þakklátir því þú varst alltaf
boðin og búin að hjálpa öðrum
og komst þér allsstaðar vel. Þú
varst glaðvær og jákvæð og
hafðir einstaklega fallegan hlát-
ur. Ég dáðist að gleði þinni og
bjartsýni er við töluðum saman
þann 12. september síðastliðinn
þó þér og þínum nánustu hafi
eflaust verið ljóst hvert stefndi.
Kærleikur er auður sem vex
því meira sem af honum er tek-
ið og þú gafst af þér öll þín
æviár en ætlaðist ekki til end-
urgjalds.
Allt í tilveru okkar er gáta
frá því smæsta til hins stærsta,
efnið og andinn, lífið og dauð-
inn. Hvernig lífsbraut okkar
verður fer eftir upplagi, upp-
eldi, eigin vilja og ákveðni.
Í Biblíunni stendur að við
eigum ekki að safna fjársjóði á
jörðu heldur á himni.
Sá fjársjóður sem þú ferð
með með þér er trú á hið góða,
hjartahlýja, fallegar hugsanir
og umhyggjusemi.
Kahlil Gibran segir m.a. um
dauðann:
Og hvað er að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund Guðs síns.
Kæra Bögga! Guð blessi
minningu þína. Sofðu rótt.
Þín frænka,
Kristjana.
Það kom mér að vísu ekki al-
veg á óvart þegar Gunni
hringdi í mig og sagði að Bögga
okkar hefði dáið þá kvöldið áð-
ur. Við Gunni höfðum rætt um
þetta og við vissum að dóm-
urinn var kominn, en vonuðum
báðir að biðin yrði lengri og að
Bögga mætti njóta þess í faðmi
ástvina sinna að fá að lifa leng-
ur. Sá sem öllu lífi okkar ræður
er ekki alltaf sanngjarn finnst
okkur, og þá sárstaklega þegar
í hlut eiga þeir einstaklingar
sem bara haga lífi sínu þannig
að samborgurum þeirra og vin-
um líður betur í návist þeirra.
Þannig var það með Böggu.
Hún var einstök í sínu lífi. Hún
breiddi út meðal okkar gleði og
jákvæðni sem raunar átti engan
sinn líka. Hún vildi að allir
væru vinir og hún umgekkst
alla af þeirri ástúð og nærgætni
að til var tekið. Fjölskyldan var
þó alltaf númer eitt, bæði þeir
nánustu og einnig þeir fjar-
skyldustu.
Ég held að bestu árin hennar
hafi verið þegar hún vann í KA-
heimilinu. Þar umgekkst hún
mikið ungt fólk, bæði skólabörn
og íþróttafólk og þar eignaðist
hún mikinn fjölda vina. Þarna
var hennar heimavöllur og hún
naut þess að vinna þar. Þegar
heilsunni fór svo að hnigna og
hún varð að segja upp því starfi
sem hún unni mest var hug-
urinn alltaf til staðar, sérstak-
lega þegar uppáhaldsliðið henn-
ar KA var að spila. Heiman úr
stofu sinni fylgdist hún með
eins og hægt var, sama hvort
um var að ræða börn, fullorðna,
handbolta, fótbolta, blak eða
júdó, þá var hugurinn á keppn-
isvellinum alveg til síðustu
stundar. Það var ánægjulegt að
drengirnir í Handboltafélagi
Akureyrar tileinkuðu Böggu
vinkonu sinni sigur liðsins dag-
inn eftir að hún lést.
Við í minni fjölskyldu áttum
alltaf náin kynni við Böggu og
fjölskyldu hennar og urðu sam-
verustundirnar margar. Oft var
líf í tuskunum þegar fjölskyld-
an kom saman og mikið hlegið.
Á gleðistundum var Bögga
hrókur alls fagnaðar og á sorg-
arstundum var gott að eiga
hana að. Einn landsþekktur
íþróttamaður sem mikið var í
KA-heimilinu kallaði Böggu
alltaf Nellikuna sína. Það var
að sönnu því í lystigarði lífsins
var hún algjör nellika sem reis
hæst úr blómabeði daglegs lífs.
Bögga bjó alltaf heima hjá
foreldrum sínum Nella og
Binnu og eftir að Nelli dó
bjuggu þær mæðgur saman á
sínu fallega heimili í Kringlu-
mýrinni. Nú hefur hallað undan
fæti hjá Binnu og hefur hún
undanfarna mánuði verið á
sjúkrastofnun og í fyrsta sinn á
ævinni bjó Bögga ein þann
tíma. Gunni sér nú af einu syst-
ir sinni en mjög kært var alltaf
á milli þeirra systkina. Einka-
dóttir Binnu er fallin frá langt
um aldur fram.
Við fjölskylda mín vottum
Binnu, Gunna, Röggu og börn-
um þeirra sem nú sjá af sinni
kæru frænku sem var þeim
börnum svo mikið, dýpstu sam-
úð og við vitum að söknuður
þeirra er mikill. Við biðjum al-
máttugan guð að vaka yfir vel-
ferð þeirra um ókomna tíð.
Ólafur og
Bente Ásgeirsson.
Nú er komið að kveðjustund,
Bögga eins og hún var alltaf
kölluð var einstök persóna og
það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast henni. Alltaf
þegar ég mætti í KA-heimilið
til að þjálfa og hún var á vakt
var byrjað að spjalla. Bögga
lumaði alltaf á nokkrum sögum
og kunni þá list að segja
skemmtilega frá. Á þessum ár-
um tók ég oft krakkana mína,
Stefán og Sólveigu, með á æf-
ingar, þau voru ekki há í loftinu
þegar þau byrjuðu að fara með
mér og var Bögga fljót að laða
þau að sér og reyndist þeim
frábærlega. Ég þurfti aldrei að
hafa áhyggjur af þeim og þegar
æfingin var búin gat ég verið
viss um að finna þau hjá henni.
Hún hafði einstakt lag á börn-
um og átti mjög auðvelt með að
umgangast allan þann fjölda
sem kom í KA-heimilið á hverj-
um degi.
Það var gott að koma til
hennar í afgreiðsluna þegar
mann vantaði eitthvað, hún var
alltaf fljót að bjarga því, alveg
sama hvert vandamálið var.
Eitt sinn lenti ég í vandræðum
og leitaði þá auðvitað til henn-
ar. Sigmar Þröstur Óskarsson
landsliðsmarkmaður, sem spil-
aði þá með KA, var með alls
konar hjátrú og eitt af því sem
hann varð að hafa í leikjum var
rétt blandaður íþróttadrykkur.
Fyrir einn leikinn þegar ég
ætlaði að fara að blanda drykk-
inn kom í ljós að efnið í hann
var búið. Nú voru góð ráð dýr,
stutt í leik og ekki tími til að
útvega nýtt efni. Ég fór til
Böggu til að athuga hvort hún
Sigurbjörg
Níelsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kær vinkona er kvödd.
Elsku Birna, Gunni,
Ragga og börn,
Þið sem voruð henni svo
einstaklega góð, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur
Ingibjörg, Axel og Ingólfur.
✝ Unnur Haralds-dóttir fæddist á
Svalbarðseyri 26.
september 1923.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 27.
september 2011.
Foreldrar hennar
voru hjónin Har-
aldur Gunnlaugsson
og Guðný Jóns-
dóttir. Guðný átti
fyrir Unni og Ástu Þóru. Har-
aldur átti Kolbrúnu. Alsystkin
Unnar eru Hörður, Þuríður,
Gunnlaugur, Vilborg Ágústa,
Gunnlaugur Ingi, Lórelei, Reg-
ína og Jónína Herdís. Eftirlif-
andi eru Vilborg Ágústa, Lóre-
lei og Jónína Herdís.
Unnur giftist Þórði Þórðar
Kristjánssyni, húsasmíðameist-
ara, f. 18.6. 1924. Þórður átti
fyrir Ómar, f. 1945, giftur Frið-
a) Alexander Pétur. Fyrir átti
Helga b) Harald Hannes, en
dóttir hans er Ylfa Marin. c)
Unnar. Fyrir átti Kristján d)
Kristínu Erlu, sambýlismaður
Þórður Halldórsson, þau eiga
Kolbrá Jöru. e) Elísabetu
Dröfn. 4. Unnur, f. 1956, gift
Valdimar Erlingssyni, þau eiga
a) Erlu Hrönn, gift Morten
Nörgaard, þau eiga Magna,
Frey og Þór. b) Erling, giftur
Bertu Kristínu Óskarsdóttur,
þau eiga Valdimar, Margréti
Ösp og Þórunni Emilíu. c) Þór-
unni, sambýlismaður Kristinn
Loftur Einarsson, þau eiga
Baldur Frey. 5. Þórður Már, f.
1964, d. 1990. Sambýliskona
hans var Arndís Sævarsdóttir,
börn þeirra eru a) Ruth Þórðar,
b) Þórður Atli.
Unnur verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag, 7. október
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
gerði Friðgeirs-
dóttur, þau eiga
Atla, Gunnstein
Reyni og Rebekku,
en Ómar átti Sig-
urþór fyrir. Börn
Unnar og Þórðar
eru: 1. Haraldur, f.
1949, d. 1968. 2.
Kristján, f. 1950,
giftur Guðrúnu
Guðmundu Þór-
arinsdóttur, þau
eiga a) Guðlaugu Þóru, gift
Örnólfi Þorvarðssyni, börn
þeirra eru, Guðrún Sara, Þor-
varður Snær og Kristján Sölvi.
b) Unni Ýr, gift Bjarna Páls-
syni, börn þeirra eru Kristján
Frosti, Álfheiður og Páll Theo-
dór. c) Þórð Örn, giftur Völu
Gísladóttur, börn þeirra eru
Fróði og Óðinn. d) Þórarin Má.
3. Helga, f. 1953, gift Kristjáni
Guðmundssyni, barn þeirra er
Nú er hún mamma okkar dá-
in, daginn eftir afmælisdaginn
sinn, en hún varð 88 ára hinn 26.
september sl. Margs er að minn-
ast.
Mamma er í minningunni fal-
leg, vel klædd og kvenleg kona.
Allt í umhverfi mömmu varð fal-
legt, hún hafði mikla sköpunar-
hæfileika hvort sem um var að
ræða að fegra heimilið, sauma á
okkur föt eða prjóna. Og nú í
seinni tíð prýða stóru olíumál-
verkin hennar veggi heimila
okkar.
Eins og þeir sem þekkja fjöl-
skylduna vita var líf mömmu og
pabba ekki alltaf dans á rósum.
Við vorum fimm börnin hennar,
Haraldur, Kristján, Helga, Unn-
ur og Þórður Már. Þetta var
stór og fjörugur hópur og allir
höfðu sínar sérþarfir, sem hún
sinnti af mikilli natni og óeig-
ingirni.
Haraldur fékk lömunarveik-
ina sjö ára gamall og þurfti
mikla umönnun og var bundinn
hjólastól eftir það. Hann lifði
fram á 19. aldursár og það var
mikil sorg sem við öll þurftum
að takast á við þegar hann dó.
Mamma hafði leynt og ljóst bar-
ist fyrir því alla tíð að Haraldur
fengi að ganga í skóla eins og
önnur börn, en það þótti ekki
sjálfsagt á þeim tíma að fatlaðir
nytu sömu réttinda og aðrir og
enga opinbera aðstoð var að fá.
Haraldur kláraði tvo bekki í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, en hann ætlaði sér í lang-
skólanám.
Mamma hafði mikinn metnað
fyrir hönd okkar krakkanna og
lagði mikla áherslu á að við
stæðum okkur vel í skólanum,
hún vildi að við gengjum
menntaveginn, eins og pabbi
líka. Hún sat ófáar stundir með
okkur við eldhúsborðið og hlýddi
okkur yfir landafræði, sögu og
las stíla, á meðan kakan í ofn-
inum var að bakast.
12. maí 1990 dundi annað
stóráfall á fjölskyldunni. Þórður
Már, yngsti bróðir okkar, fórst
þá af slysförum 26 ára gamall.
Þórður lét eftir sig sambýlis-
konu og dóttur, eins og hálfs árs,
og son sem fæddist tveimur
mánuðum síðar.
Þetta áfall hafði mikil áhrif á
okkur öll og urðum við aldrei
söm. Við þessar aðstæður var
það samstaðan og samkenndin
innan fjölskyldunnar sem skipti
sköpum, þótt ekki væri mikið
talað um atburðinn sjálfan eða
tilfinningarnar.
Við fjölskyldan áttum áfram
ánægjulega og skemmtilega
tíma saman og gátum samglaðst
yfir sigrum hvert annars.
Tveimur árum eftir andlát
Haraldar, eða 1970, fæddist
fyrsta barnabarn mömmu, Har-
aldur Hannes. Hann naut upp-
eldis mömmu og pabba að hluta
fram á unglingsár en ástar
þeirra alla tíð. Þau fæðast síðan
eitt af öðru barnabörnin og eru
nú 16 auk stjúpbarnabarna og
alls eru afkomendurnir 51.
Það er svo ótalmargt sem við
systurnar höfum rifjað upp við
þessi skrif og ekki hægt að
skrifa um það allt, en eitt fáum
við oft að heyra frá vinkonum og
vinum: „Alltaf vorum við vel-
komin heim til ykkar.“
Guð veri með ykkur öllum.
Helga og Unnur.
Unnur tengdamamma mín
hefur kvatt þennan heim, 88 ára
gömul. Hún dvaldi 2 síðustu ævi-
ár sín á hjúkrunarheimilinu í
Sóltúni þar sem hún naut góðrar
umönnunar starfsmanna en ekki
síst eiginmanns síns til 62ja ára,
Þórðar, sem heimsótti hana nær
daglega.
Unnur var mikil fjölskyldu-
kona með stóran faðm sem rúm-
aði alla. Ég kom í fjölskylduna
ung að árum og var mér vel tek-
ið frá fyrsta degi. Betri tengda-
foreldra en Unni og Þórð er vart
hægt að hugsa sér. Unnur var
vel gefin, fróðleiksfús og víðles-
in, fannst mikilsvert að allir
fengju menntun og studdi sína
stórfjölskyldu einhuga í þeim
efnum. Hún var alla tíð mikil
smekk- og listakona og bar
heimilið, og hún sjálf, alltaf vott
um slíkt. Unnur fékkst alla tíð
eitthvað við teikningu og list-
málun. Á þeim árum, þegar
börnin fimm voru ung og mikið
að gera heima fyrir, var ekki
forsvaranlegt að eyða tíma í
málun listaverka en þá veitti
hún listsköpuninni útrás í gerð
nytjahluta, sem voru heklaðir,
prjónaðir eða saumaðir. Á seinni
árum, er um fór að hægjast, gaf
Unnur sig alfarið að listinni og
fór að mála olíumálverk sem
prýða í dag mörg heimili og aðr-
ar vistarverur samfélagsins.
Eftir að börnin voru uppkom-
in fóru hjónin að leggja land
undir fót og fóru þá gjarnan til
útlanda. Ferðirnar voru oft með
menningarlegu ívafi, skoðaðir
sögufrægir staðir og listaverk
en einnig fjölskylduferðir þar
sem farið var að heimsækja
börnin sem bjuggu erlendis. Oft
komu þau að heimsækja okkur
Unnur Haraldsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín.
Ég vildi að þú værir til
með mér. Ég veit að á end-
anum kem ég til þín. Svona
er lífið amma mín, þú verð-
ur alltaf til í hjarta mér.
Diljá Björk
Atladóttir.