Austurland - 23.12.1965, Side 17
Neskaupstað', 10. desember 1965.
AU8TURLAND
17
vel, bæði í sjón og raun. Fljótlega
gerði Stefán sér lítið hús inni í
Vík, en reisti síðan myndarlegt
norskt hús, sem' enn stendur, en
hið eldra er horfið. Það hafði þó
að lokum skotið skjóli yfir fyrstu
raftækjaverzlunina hér, eign
Kristjáns Lundberg.
'ímsir fleiri en nú eru taldív
verzluðu hér á þessurn árum,
sumir lengur, aðrir skemur, svo
sem Lúðvík Sigurðsson, Pálmi
Pálmason o. fl.
Kringum 1880 upphófst ný
hreyfing hérlendis í verzlunar-
málum —- samvinnufélögin, — I
byrjun var slík starfsemi helzt í
pöntunarfélagsformi. Sá, sem
fyrstur Norðfirðinga hófst handa
um það, líklega 1902, var Hall-
dór nokkur Halldórsson, almennt
kallaður Halldór beykir. Pantaði
hann vörur fyrir ýmsa og af-
greiddi þær í sjóskúr Einars
hreppstjóra og sona hans. Telja
sumir hann hafa haft afnot Jóns-
húss til afgreiðslunnar, en svo
mun þó ekki vera. Halldór veitti
félagsskap þessum forstöðu að-
eins fá ár og flutti burt, líklega
1907. Ef til vill var ástæðan fyr-
ir því smávægileg sundurþykkja,
er upp kom í félaginu, en alimik-
ill úlfaþytur var gerður út af. Má
þar til nefna, að endurskoðandi
telur eitt sinn í athugasemdum
við reikningana, álagningu vera
of háa og tilgreinir því til stað-
festu eina öxi, er of hátt hafi
verið verðlögð.
Tók nú við félaginu Björn Jón-
asson, síðar fiskmatsmaður.
Réðst það í að byggja hús fynr
starfsemina innan við Konráðs-
læk, en hús þetta er nú íhúðarhús
v:ð Sverristún.
Mjög gekk á ýmsu meo s?m -
vinnuverzlunin?. þar til upp úr
þessum samtöku.m var stofnað
Kaupfélagið Fram 9. febr. 1912.
Framkvæmdastjóri var ráðinn
E'riðrik Jóhannsson á Sttönd, en
hann hafði verið við riðinn pönt-
unarfélagið eftir daga Halldórs
beykis. Það er ljóst, að félagið
hefur ekki í fyrstu verið mikils
um komið og þess gætt eftir
megni, að ekkert færi í súginn að
óþörfu.
Sú saga er sögð, að eitt sinn á
kaupfélagsfundi ræddu menn um,
að vörurýrnun hefði verið með
ólíkindum mikil á árinu. Töluðu
margir í máli þessu og höfðu um
mörg orð. Kaupfélagsstjóri sagði
fátt, en lét þess getið, að rotta
hefði nagað gat á poka og kynni
eitthvað að hafa spillzt af þeim
sökum. Er nú ekki meira rætt um
þetta að sinni og annað mál tek-
ið fyrir. Eftir nokkra stund kveð-
ur sér hljóðs bóndi einn og hefur
mál sitt á þessa leið: „Ja, ég ætla
nú að halda mig við gatið--------
En kaupfélagið óx og dafnaði
og hefur, eins og alkunnugt er,
reist glæsilegt stórhýsi við Hafn-
arbraut. Hús það setur mjög svip
á bæinn, enda innan veggja þess
stórmyndarleg kjörbúð auk ann-
arra þátta verzlunarinnar. Þá
rekur kaupfélagið nú siáturhús
og hraðfrystihús, svo og almenna
sölubúð inni á Tröllanesi, þar sem
áður voru um tíma aðalstöðvar
þess.
Árið 1932 var annað verzlun-
arfélag með samvinnusniði stofn-
að, Pöntunarfélag alþýðu. Byggði
það hús, hvar nú er meðal ann-
ars húsgagnasala Höskulds Stef-
ánssonar. Ennfromur keypti það
önnur hús og starfaði með blóma
um allmörg ár, en hefur nú hætt
störfum fyrir nokkru.
Um líkt leyti bundust útvegs-
menn samtökum um útflutning á
fiski og vöruinnkaup til atvinnu
sinnar. Nefndu þeir fyrirtækið
Samvinnufélag útgerðarmanna.
Hefur það félag síðan fært út kví-
arnar með byggingu fiskiðjuvers
mikils a-uk verzlunar með olíu svo
og síldarverkun hin síðari ár.
Verzlanir bæjarins hafa flestar
haft og hafa enn aðsetur með
strandlengju fjarðarins. Áður
fyrr var þetta vitanlega höfuð-
nauðsjm, þegar vegir voru engir
og flutningatæki hjólbörur einar
og handbörur. Björn Björnsson
byrjaði þó verzlun í Bái árið
1919, þótt erfitt væri um aðflutn-
inga á brattann. Eitt sinn keypti
Björn á Seyðisfirði lítinn vöru-
slatta, þar á meðal gólfdúk. Kom
hann með góssið á bát að kvöldi
dags, en var nóttina alla að tosa
því á hjólbörum upp götuslóða,
sem lá framan við núverandi
skrúðgarð bæjarins. Var ekki
hægt um vik að halda gólfdúks-
rúllunum í jafnvægi á börunum
og varo að hafa þær nærri kjálk-
um, því ella sökk hjólið á kaf.
Seinna keypti hann svo Bakka og
verzlaði þar um margra ára skeið,
þar til hann seldi verzlunina Birni
syni sínum. Fyrstur kaupmanna
hér tók Björn upp staðgreiðslu-
verzlun. —o—
Þegar vélbátaútgerð hófst hér
árið 1905, kom mikill fjörkippur
í viðskiptalífið, og fólkiuu fjölg-
aði. Fremstir í flokki um þá
verzlun voru þeir Sigfús Sveins-
son og Konráð Hjálmarsson, enda
með athafnamestu kaupsýslu-
:mönnum landsins á sínum tíma.
Komu þeir á beinum viðskiptum
við Italíu og Spán, en áður hafði
fiskur allur verið seldur til
kóngsins Kaupinhafnar. Tvívegis
sendi Konráð skip, er hann átti
og Rigmor nefndist, með fisk til
Spánar, en frá því að skipið lagði
upp í seinni ferðina hefur ekkert
til þess spurzt.
Lítið var um peningaverzlun
lengi fram eftir, enda hafði allur
almenningur svo til enga peninga
handa milli og allt var Skrifað
í búðum. Klöster var maður
norskur, er eitt sinn keypti lifur
af bátum og greiddi hana í pen-
ingum. Þó dró mest um, þegar
Ward hóf smáfiskkaup.
Sigfús og Konráð tóku og að
kaupa fisk, m. a. af útlendingum.
Þurftu þeir þá vitanlega á all-
miklu handbæru fé að halda, en
sækja varð alla peninga í íslands-
banka á Seyðisfirði, og fóru
sendimenn þeirra erinda oft. Sig-
urður Jónsson í Holti, sem nú er
látinn fyrir mörgum árum, sagði
mér frá einni slíkri ferð, sem
hann fór fyrir Konráð síðari hluta
sumars.
Áður en Sigurður lagði af stað,
lagð'i Konráð ríkt á við hann um
það að láta undir engum kring-
umstæðum setja sig á báti yfir
Mjóafjörð í heimileið. Hefur hann
talið það of áhættusamt. Segir
ekki af ferðum Sigurðar fyrr en
hann kemur í Mjóafjörð á suður-
leið. Veður var þá sem bezt varð
á kosið, sólskin og stafalogn á
firðinum. Þykir honum nú illt að
hafa bundizt loforðinu við Kon-
ráð, en með því að hann var mað-
ur samvizkusamur og húsbónda-
hollur leggur hann land undir fót
fyrir fjarðarbotn og kemur að
ánni. Var hún ekki árennileg að
vaða, en þó varð svo að vera. Er
skemmst frá að segja, að Sigurð-
ur er stutt kominn frá landi, þeg-
ar áin tekur honum í mitti og er
allstraumþung, svo hann má hafa
sig allan við. En yfir komst hann
þó, enda þrekmaður og fylginn
sér. Er þeir höfðu skipzt á kveðj-
um, Konráð og Sigurður, og hann
sagt sínar farir ekki sléttar, þagði
Konráð um stund en segir síðan:
„Hm, já, ég steingleymdi bölvaðri
ánni“. —o—
Af öðrum verzlunum en hegar
hefur verið getið mætti ýmsar
nefna, sem starfað hafa um lengri
eða skemmri tíma. Nefni ég
Jón ísfeld, en hann átti hús það,
sem nú á Tónabær og Sæsilfur.
Sæmundur Þorvaldsson og Pétur
Waldorff verzluðu í félagi þar
sem nú er trésmíðaverkstæði Ól-
afs H. Jónssonar, Pétur flutti
síðan á Hólsgötuna, og arftaki
hans þar er Aðalsteinn Halldórs-
son. Á. A. Pálmason byggði nú-
verandi Verzl. Vík, og þar verzl-
aði seinna Sævaldur Konráðsson.
Davíð Jóhannesson og seinna
Haraldur Víglundsson verzluðu í
núverandi brauðbúð. Kristján Sig-
tryggsson stofnaði Verzlunina
Heklu og átti um skeið. Af sér-
verzlunum má geta skóverzlunar
Helga á Hól og timburverzlunar
Jóns Sigfússonar, en lyfjaverzlun
hóf hér fyrstur Ottó Grundtvig
þar sem nú er afgreiðsla Spari-
sjóðs Norðfjarðar. Alls munu
35—40 verzlanir hafa starfað hér
frá upphafi til þessa dags.
Einhver kann nú að spyrja:
Hvernig voru kjör verzlunar-
íólksins fyrr á árum? É|g hef
l'.aft af þvi nokkrar spurnir, og
er heimildarmaður minn Tómas
Zoega, sparisjóðsstjóri, sem lát-
inn er fyrir allmörgum árum, en
hann var um fjölda ára búðar-
maður hjá Bræðraverzlun og
Konráðs.
Vinnutíminn var frá kl. 6 ár-
degis til 9 síðdegis, allan ár.sins
hring, nema hvað lokað var kl. 8
á laugardögum fyrir stórhátíðir.
Afgreiðsla dróst þó oft allt til
kl. 11, einkum ef útlendir þurftu
fyrirgreiðslu, og svo hylltust
ýmsir bændur til að komast í búð
rétt fyrir lokun og þá þurfti ekki
að sökum að spyrja. Eitt sinn
var Tómas vakinn kl. 2 um nótt.
Var þar kominn góðbóndi innan
úr sveit og sagði svo: „Ég á ekki
beint heimtingu á því, það er
ekki afgreiðslutími, en gætuð þið
ekki hjálpað mér um einn rúg-
mjölssekk ?“
Sunnudagarnir voru ekki frið-
helgir heldur. Tómas var sunnu-
dag nokkurn kominn í útreiðar-
túr ásamt fleira fólki, en mætti
inni á Strönd stórbónda, sem þar
var kominn með ullarlest sína.
Varð sá hinn versti, er Tómas
neitaði að snúa við með honum
en sagði bónda, að hann skyldi
láta ullina inn í pakkhús, og
mundi hann vega hana á mánu-
dag. Skildi þar með þeim og bað
hvorugur annan vel fara. Eftir
þetta strjáluðust sunnudagaferðir
sem þessi úr sveitinni.
Kalt var í búðunum á vetrum,
og höfðu afgreiðslumennirnir úr
sér morgunhrollinn með því að
umstafla 'kartöflupokum, svo og
með kefladrætti. Minntist Tómas
þess, hve hábölvað hafi verið að
byrja vörutalningu daginn eftir
nýjár með því að mæla upp svell-
kalt léreft, ósofinn eftir áramóta-
ballið, sem þá var venja að halda
á nýjársdagskvöld. Tóku þeir það
ráð að mæla af bút, hæfilegan í
svuntu eða svo, vega hann og
reikna síðan út strangann.
—o—
Oft hefur það hent, bæði fyrr
og síðar, að vöruinnkaup hafi
misheppnazt, og reynir þá á hug-
kvæmni verzlunarmannsins að
gera sér eitthvað úr vörunni.
Konráð fékk einhverju sinni all-
mikla .sendingu af röndóttu silki,
sem ætlað var í peysufatasvuntur,
en þegar til kom, vildi engin
stúlka lita við silkinu, af því að
rendurnar sneru þversum í efn-
inu. Nú voru góð ráð dýr, og tók
Tómas það til bragðs, að hann
lét sauma sér vesti úr silkinu og
skartaði á næsta balli í svörtum
fötum og .silkivesti. Brá þá svo
við, að innan fárra daga var silk-
ið til þurrðar gengið. En á næsta
balli var hann heldur ekki einn í
silkivesti.
—o—
Nú er liðin ein öld og tíu ár
betur frá því að verzlun var gef-
in frjáls á Íslandi. Það eitt út af
fyrir sig var risaskref í framfara-
átt og einn meginþátturinn í
frelsisbaráttu Islendinga. Okkur
finnst þó oft að orðin „frjáls
verzlun“ séu innantóm og eigi
lítið skylt við raunveruleikann.
En skyldum við þá ekki minnast
þess, hverju verði snærishönkin
hans Hólmfasts heitins var
keypt?
Tæp níutíu ár eru liðin síðan
Norðfirðingar sjálfir hófust
handa um verzlun sína, og á þeim
tíma hafa norðfirzkir verzlunar-
menn ótrauðir sótt á brattann og
haldið á loft því merki, sem fyrst
var reist, þar ,se.m nú er tóftar-
brotið undir Þórhólnum.