Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 2

Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is GE kæliskápar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Strætó er góður samgöngumöguleiki fyrir hag- sýna en sumum finnst þó biðin í strætóskýlum draga úr ánægjunni. Það ætti hins vegar ekki að vera vandamál á biðstöðinni við Þjóðminjasafn- ið. Skýlið er upphitað og í fyrra komu Stúd- entaráð og Orkusalan þar upp þráðlausri net- tengingu. Nú hefur verið bætt um betur með mikilli ljósadýrð sem lífgar upp á skammdegið og eru því allar forsendur fyrir góðu stuði. Sannkallað stoppistuð á Hringbraut Morgunblaðið/Ómar Þráðlaust net, rafhitari og diskóstemning fyrir strætófarþega Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fækkað verður um 15-17 stöðugildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ýmsar skipulagsbreytingar gerð- ar til að mæta lækkun fjárveitinga. Meðal annars verða ræstingar boðnar út. Fólki verður sagt upp um næstu mánaðamót. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður Heilbrigðisstofnun Suður- nesja gert að draga saman um 73 milljónir króna á næsta ári. Stjórn- endur stofnunarinnar hafa verið að fara yfir málið og kynntu niðurstöð- ur sínar á starfsmannafundum í gær. Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, hefur þann fyrirvara að aðgerðirnar kunni að breytast ef breytingar verða á nið- urskurðarkröfu eða auknar fjárveit- ingar fást. Vernda þjónustu við sjúklinga Mest á að spara með sameiningu fæðingardeildar og mæðraverndar og við útboð á ræstingu, 10 milljónir á hvorum lið, auk 11 milljóna með hagræðingu og sparnaði á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Skipulagi verður breytt í nætur- þjónustu, hagrætt í eldhúsi, dregið úr rannsóknum, bakvöktum breytt við heimahjúkrun og dregið úr við- haldi. Sigríður segir að fæðingum á sjúkrahúsinu hafi fækkað eftir að skurðstofunum var lokað. Hægt sé að samnýta starfsfólk með því að sameina fæðingardeild og mæðra- vernd í Ljósmæðravaktina. 200 störf eru nú hjá HSS. Að- gerðirnar hafa í för með sér að fækkað verður um 15-17 störf. Þar af eru um 10 störf við ræstingar. Niðurskurðurinn snertir fleiri störf því vissum hópum verður boðið lægra starfshlutfall. Varðandi ræst- ingafólkið segir Sigríður að óskað verði eftir því við verktaka að hann láti núverandi starfsfólk ganga fyrir við ráðningar. „Við erum að reyna að vernda þjónustu við sjúklinga en skerum niður stoðþjónustu. Um leið leggj- um við meira á þá starfsmenn sem annast þjónustuna áfram,“ segir Sigríður þegar hún er spurð hvort þjónusta við íbúa skerðist. Slæmt atvinnuástand er á Suður- nesjum og því fylgja ýmis vanda- mál. „Það er erfitt að standa í svona aðgerðum á því svæði þar sem at- vinnuleysið er mest, tekjur íbúa hvað lægstar og öryrkjar einna flestir. Geð- og sálfélagslegum vandamálum fjölgar í réttu hlutfalli við þau vandamál sem eru á svæð- inu. Þetta er því þungbær ákvörð- un,“ segir Sigríður. Fækkað um 15-17 stöður  Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þarf að minnka útgjöld um 73 milljónir á næsta ári  Sameina á fæðingardeild og mæðravernd  Ræstingar verða boðnar út „Það er erfitt að standa í svona að- gerðum á því svæði þar sem atvinnu- leysið er mest“ Sigríður Snæbjörnsdóttir Stöðu Íslands er best lýst þannig að hún sé ekki eins slæm og hún hefði getað verið segir nóbelsverð- launahafinn og hagfræðiprófess- orinn Paul Krug- man á bloggsíðu sinni á vefsíðu New York Times í gær. Hann segist fá mikið af pósti um skuldavanda heimilanna. Krugman segir að Íslendingar verði að spyrja sig að því hvort þeir væru í þeirri stöðu sem þeir eru í nú ef þeir hefðu farið „lettn- esku leiðina“ með því að festa gengið og reyna að endurheimta samkeppnishæfni sína með verð- hjöðnun. Svarið við því sé einfaldlega nei- kvætt. Krugman slær reyndar þann varnagla að hann sé ekki nógu vel að sér í því hvernig málum er hátt- að á Íslandi til að geta tjáð sig um hvaða leið skuli fara við niður- færslu skulda. Hins vegar sé ljóst að það að binda gengi krónunnar við evruna hefði verið til lítils gagns og getað leitt til mun meira atvinnuleysis. Binding við evru til lítils gagns  Krugman ræðir vanda Íslands í NYT Paul Krugman Hagsmuna- samtök heim- ilanna munu hefja vinnu við að koma þjóðaratkvæða- greiðslu um kröfu samtakanna á dagskrá. Engin viðbrögð hafa fengist frá rík- isstjórninni eftir að undirskriftir 33.525 einstaklinga, sem krefjast af- náms verðtryggingar og almennra leiðréttinga á lánum heimilanna, voru afhentar forsætisráðherra 1. október. Hinn 4. október tilkynnti forsætis- ráðuneytið að Hagfræðistofnun hefði verið falið að leggja mat á kröfur samtakanna. ,,Við reiknum með að fara á fund Hagfræðistofnunar og skýra okkar sjónarmið,“ segir Andr- ea J. Ólafsdóttir, formaður Hags- munasamtaka heimilanna. Næst á dagskrá hjá samtökunum er að höfða beint til þingmanna allra flokka. „Þingmenn geta lagt frumvarp sem yrði samið í samvinnu við okkur í þjóðaratkvæði,“ segir Andrea. „Við reiknum með að tala fyrst við þing- flokksformenn.“ Að sögn Andreu hafa Hagsmunasamtökin miðað við þann fjölda undirskrifta, til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, sem stjórnlagaráð hefur lagt til. mep@mbl.is Vilja vinna frumvarp með þinginu Andrea J. Ólafsdóttir  Hagfræðistofnun falið að meta kröfur Eldur kom upp í loftræstikerfi í vörumiðstöð Samskipa í Kjal- arvogi í Reykja- vík seint í gær- kvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn töldu starfsmenn sig vera búna að slökkva eldinn en tölu- verður reykur myndaðist. Kviknað hafði í einum mótor í hitablásara sem er hluti af loftræsti- og hitakerfi vörumiðstöðvarinnar. Að sögn slökkviliðsins var ekki mik- ið tjón vegna eldsins. Búið var að af- tengja mótorinn og tryggja öryggi á svæðinu í gærkvöldi. Eldur kviknaði í loftræstikerfi Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar rákust saman á horni Hrafna- gilsstrætis og Byggðavegar á Ak- ureyri um hálfníuleytið í gær- kvöldi. Ökumenn beggja bílanna og farþegi í öðrum bílnum sluppu án meiðsla en bílarnir eru báðir ónýtir að sögn lögreglunnar á Akureyri. Sluppu án meiðsla Níu ökumenn voru teknir fyrir ölv- unarakstur á höfuðborgarsvæðinu um seinustu helgi. Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, skv. upplýs- ingum lögreglu. Fimm þeirra sem grunaðir eru um ölvunarakstur voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Fjórir karlar á aldrinum 19-28 ára og ein kona, 36 ára, eru grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna en einn þessara öku- manna hafði verið sviptur ökuleyfi. Fíkniefni fundust í þremur bílanna. Margir undir áhrif- um við akstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.