Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 4
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
„Þetta fer allt í gegnum Lúxemborg
og þar liggja upplýsingarnar,“ segir
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri, en skattayfirvöldum
hefur ekki tekist að varpa skýru
ljósi á öll viðskipti sem íslenskir
kaupsýslumenn stunduðu í skjóli
dótturfélaga íslensku bankanna í
Lúxemborg. Sum þessara viðskipta
tengjast skattaskjólseyjum víða um
heim.
Eftir hrun gerði Ísland samn-
inga, fyrir milligöngu Norður-
landanna, við nokkrar skattaskjóls-
eyjar eins og Mön, Guernsey,
Jersey og fleiri eyjar. Samningarn-
ir fela í sér gagnkvæman aðgang að
upplýsingum. Nokkrar vonir voru
bundnar við að þessir samningar
myndu auðvelda skattayfirvöldum
hér á landi að fá upplýsingar við
rannsókn á skattsvikamálum.
Bryndís sagði að þessir samning-
ar hefðu vissulega skipt máli og þar
hefðu fengist upplýsingar sem
hefðu verið notaðar í nokkrum mál-
um. Í einstökum málum hefðu þær
skipt verulegu máli og í öðrum
hjálpað við rannsókn mála.
Takmarkaðar upplýsingar
Bryndís sagði nauðsynlegt að
hafa í huga að þrátt fyrir þessa
samninga fengju íslensk skattayfir-
völd takmarkaðar upplýsingar t.d.
frá Tortola-eyjum og Bresku Jóm-
frúareyjum. „Það eru takmarkaðar
upplýsingar þarna því að þetta fer
allt í gegnum Lúxemborg og þar
liggja upplýsingarnar. Við höfum
ekki getað fengið allar þær upplýs-
ingar frá Lúxemborg sem við höf-
um viljað og í sumum tilvikum er
þetta mjög þungt.“
Ísland er með samning við
skattayfirvöld í Lúxemborg, en það
felur ekki í sér að allar dyr séu opn-
ar. Íslensk skattayfirvöld mega t.d.
ekki „fiska“ eftir upplýsingum með
því að kalla eftir ítarlegum óskil-
greindum upplýsingum. En það
sem skiptir einna mestu máli er að
að samningurinn við Lúxemborg
nær ekki til svokallaðra „1929-fé-
laga“, en það eru félög sem eru
stofnuð á grundvelli laga frá árinu
1929. Langflest félögin sem Íslend-
ingar voru með í Lúxemborg voru
slík félög. Enn er því margt óljóst
um erlendar eignir íslenskra kaup-
sýslumanna sem þeir eignuðust fyr-
ir hrun.
„Það er alveg ljóst að það sem við
sjáum hjá okkur er að leiðirnar
liggja til Lúxemborgar gegnum
dótturfélög bankanna þar. Það er
alveg á hreinu. Síðan er verið að
stofna félög í skattaskjólum eins og
Tortola. Þar eru yfirleitt engin nöfn
Íslendinga, en þar rekumst við á
nöfn einhverra félaga sem bankarn-
ir hafa umsjón með. Í Lúxemborg
eru bankareikningar, en á bresku
Jómfrúareyjum eru engir banka-
reikningar heldur félög og eigendur
þeirra eru yfirleitt einhver félög í
Lúxemborg eða einhvers staðar
annars staðar.“
Bryndís sagði að það væri ekki
búið að varpa ljósi á þessa starfsemi
alla. Menn sjái þræðina í gegnum
þau mál sem verið er að vinna í, „en
það er ekki þannig að þetta sé allt
klárt og allar leiðir fyrir okkur að
nálgast upplýsingar séu opnar“.
Skattsvik í skjóli bankanna
Dæmi eru um að einstaklingar og
félög hafi ekki talið fram tekjur upp
á hundruð milljóna króna vegna
hagnaðar af afleiðuviðskiptum á ár-
unum fyrir hrun. Þessi viðskipti
þrifust í skjóli bankanna en eftir að
bankarnir hrundu hafa þeir skilað
upplýsingum til skattayfirvalda um
þessi viðskipti. Rannsókn á þessum
málum er langt komin og í sumum
tilvikum lokið.
Eftir hrun var komið á fót starfs-
hópi sem rannsakaði hvort eitthvað
í starfsemi bankanna fyrir hrun
hefði falið í sér brot á skattalögum.
Hópurinn komst að þeirri niður-
stöðu að verulega hefði skort á að
bankarnir hefðu í öllum atriðum
fylgt lögum.
Bryndís sagði að í framhaldi af
þessari skýrslu hefðu skattayfir-
völd einkum einblínt á mál þar sem
bæði einstaklingar og félög hefðu
ekki greitt skatta af ýmiss konar af-
leiðuviðskiptum. „Nokkrum af
þessum málum er lokið og önnur
eru í farvegi. Þarna er um mál að
ræða þar sem vantaldar tekjur
nema hundruðum milljóna,“ sagði
Bryndís.
Dótturfélög Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn ráku dótturfélög í Lúxemborg. Ekki var alltaf greiddur skattur af peningum sem félögin geymdu.
Þræðirnir eru í Lúxemborg
Íslensk skattayfirvöld hafa ekki fengið þær upplýsingar sem þau vonuðust
eftir frá Lúxemborg en peningar af leynireikningum fóru þaðan m.a. til Tortola
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Lögreglan hefur hafið rannsókn á hinu alvarlega umferð-
arslysi sem varð á Dalvegi í Kópavogi rétt fyrir klukkan
fjögur síðastliðin miðvikudag. Þá hefur lögreglan auglýst
eftir vitnum að slysinu. Aðdraganda slyssins má rekja til
þess að gámabifreið var beygt í veg fyrir hjólreiðamann
sem lenti á bifreiðinni og undir henni. Bæði ökumaður
bifreiðar og reiðhjóls voru á leið vestur Dalveg. Á fyr-
irhugaðri akstursleið ökumanns er innakstursbann.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsóknin bein-
ist m.a. að meintu broti ökumanns bifreiðarinnar á um-
ferðarlögum með því að aka í veg fyrir umferð gangandi
og hjólandi, með því að aka gegn innakstursbanni og
broti á hegningarlögum og með því að valda öðrum tjóni á
líkama eða heilbrigði með gáleysi. Þá lýtur rannsókn
málsins að aðstæðum á vettvangi, m.a. hvernig staðið var
að ákvörðun um bann við innakstri á þessum stað og
hvort innakstur hafi verið auðveldaður ökumönnum á leið
vestur Dalveg með breytingum á umferðarmannvirkjum.
Rannsakað verður jafnframt hvort vinnureglur og
jafnvel fyrirmæli yfirmanna fyrirtækis sem þarna er með
aðstöðu hafi gert ráð fyrir innakstri á nefndum stað. Í öll-
um tilvikum verður kannað hvort um refsiábyrgð geti
verið að ræða, segir í tilkynningu lögreglunnar.
Líðan hjólreiðamannsins er óbreytt. Honum er enn
haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild LSH.
Lögreglan rannsakar
slysið á Dalvegi
Kannað verður hvort um refsiábyrgð geti verið að ræða
Morgunblaðið/Júlíus
Sum þeirra mála sem
rannsökuð hafa verið
vegna notkunar á erlend-
um kreditkortum hér á
landi reyndust vera marg-
falt stærri en í fyrstu var
talið. Rannsóknin hófst ár-
ið 2009, en í nóvember
þar ár var farið í 19 hús-
leitir. Málin eru um 30 og
er rannsókn á flestum
þeirra lokið eða að ljúka.
„Almennt má segja að þarna
hafi verið um verulega fjármuni
að ræða. Oft á tíðum tengjast
þessi mál Lúxemborg. Mörg þess-
ara mála hafa margfaldast frá því
að rannsókn á þeim hófst,“ sagði
Bryndís Kristjánsdóttir.
Bryndís sagði að þessi mál
væru af ýmsu tagi. „Það
er þannig að menn voru
með bankareikninga er-
lendis og voru með erlend
kreditkort sem þeir not-
uðu hér. Þannig sjáum við
á framtölunum að það var
ekki verið að telja fram
neinar eignir eða tekjur
erlendis. Síðan hefur
rannsóknin beinst að því
að finna uppruna þessara fjár-
muna og bankareikningana og
annað sem þeim tengist. Oft hef-
ur þar reynst vera miklu meira en
þessi notkun hér á landi sýndi.
Í sumum tilvikum eru þetta al-
veg svartir peningar og í öðrum
hefur ekki verið greiddur fjár-
magnsskattur.“
Sum málin reyndust afar stór
RANNSÓKN Á KORTANOTKUN AF ERLENDUM REIKNINGUM
Bryndís
Kristjánsdóttir
Einstaklingarnir
tveir sem greind-
ust með
salmonellu-
sýkingu eftir að
hafa borðað hol-
lenskar anda-
bringur sem var
smyglað til lands-
ins eru búnir að
ná fullri heilsu.
Það staðfestir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Tilfellin greindust á sýkla-
fræðideild Landspítalans í lok sept-
ember. Við nánari athugun kom í
ljós að báðir aðilarnir höfðu tekið
þátt í 40 manna matarveislu í heima-
húsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem
boðið var upp á bringurnar, sem
voru vel rauðar. „Þetta er alþjóðlegt
vandamál og menn þurfa alltaf að
gæta sín. Það eru margar varn-
arlínur svo mengað kjöt fari ekki á
markað en ef það gerist, eins og hef-
ur sýnt sig, er ein varnarlínan að
sjóða og steikja kjöt vel,“ segir Har-
aldur.
Á batavegi
eftir sýkingu
Fengu salmonellu af
smygluðu kjöti
Haraldur
Briem
Hollendingar
sigruðu Íslend-
inga á heims-
meistaramótinu í
brids í gær þegar
þeir unnu 96 spila
viðureign í átta
liða úrslitum með
233 stigum gegn
142. Er landsliðið
þar með úr leik á
mótinu en það
tekur hins vegar þátt í annarri
keppni samhliða heimsmeist-
aramótinu og segir Björn Eysteins-
son, fyrirliði íslenska landsliðsins, að í
því móti keppi fjöldi heimsþekktra
spilara.
,,Það verður spennandi að sjá
hvernig tekst til, en strákarnir hafa
sýnt það á löngum köflum hér í Hol-
landi að þeir standa bestu bridsspil-
urum í heiminum nú vel á sporði.“
Björn hefur lýst vonbrigðum sín-
um yfir að hafa tapað fyrir Hollend-
ingum í átta liða úrslitum en þurft
hafi að taka áhættu í sjöttu og síðustu
lotunni. Mikill aðstöðumunur sé á hol-
lenska liðinu og því íslenska. Hollend-
ingarnir hafi mikla reynslu enda geri
þeir ekki annað en að spila. Þeir hafi
þjálfað liðið sitt gríðarlega vel á und-
anförnum áratug, mikið fé sé lagt í
vinnuna og góður stuðningur hafi
fengist frá fyrirtækjum. ,,Það væri
gaman að sjá svipað gerast á Íslandi.“
„Standa bestu spil-
urum vel á sporði“
Björn
Eysteinsson