Morgunblaðið - 25.10.2011, Page 11
hesta fyrir þessa tuttugu nem-
endur og líklega um áttatíu eftir
áramót. Þannig sagði hann að hver
nemandi kæmi að þjálfun og tamn-
ingu um tíu hesta á þessu öðru
námsári sínu.
„Þetta er orðið þriggja ára há-
skólanám, þar sem nemendur út-
skrifast með BS-gráðu í reið-
mennsku og reiðkennslu og við
leggjum allt kapp á að þeir hafi
sem víðtækasta þekkingu og
reynslu og eins mikla færni og
kostur er,“ sagði Þórarinn að lok-
um.
Þetta er það sem ég hef
áhuga á og þetta vil ég gera
Bergrún Ingólfsdóttir frá
Kálfholti í Holtum sýndi gullfallega
hryssu, Glóeyju frá Torfunesi, og
sagði blaðamanni að nú væri verið
að ljúka frumtamningu og sýna af-
raksturinn. „Hér erum við að sýna
hvað það er sem við höfum verið
að gera þessar síðastliðnu sex vik-
ur. Við lærum vinnubrögðin við
frumtamninguna og hvert okkar
fær tvö trippi til tamningar og
þjálfunar. Kennararnir raða þeim
síðan á okkur og reyna að láta
okkur glíma við sem ólíkasta ein-
staklinga. Námið er mjög ein-
staklingsmiðað og raunar sniðið að
þörfum hvers og eins og þetta er
alveg gríðarlega gaman, hér er
mikið verklegt og það er það sem
ég er að sækjast eftir. Ég geri ráð
fyrir að ljúka náminu á þremur ár-
um með BS-gráðu, og þetta er það
sem ég hef áhuga á og þetta vil ég
gera,“ sagði Bergrún Ingólfsdóttir
um leið og hún skokkaði með Gló-
eyju í átt að hesthúsinu.
Þegar búinn að panta
pláss á næsta ári
Páll Dagbjartsson, fyrrverandi
skólastjóri í Varmahlíð, var bæði
að leggja inn og taka út úr skóla-
starfinu á Hólum. Hann var að
sækja tvö trippi sem hafa verið í
frumtamningu í sex vikur, en einn-
ig að koma með klár í framhalds-
þjálfun.
„Mér líst alveg frábærlega á
þetta sem hér er verið að gera, það
er gríðarlega gott verk sem hér er
unnið. Eftir þessar sex vikur eru
trippin orðin góð í beisli, þæg og
mjög vel reiðfær, – bæði úti og
inni. En auðvitað er um frumtamn-
ingu að ræða, það verður að vinna
traust hestsins, þetta eru fyrstu
kynni skepnunnar af hnakki, manni
og ásetu og allt tekur þetta sinn
tíma og verður að vera unnið af al-
úð og samviskusemi. Og ég er þeg-
ar búinn að leggja inn pöntun fyrir
pláss á næsta ári, því þetta er bar-
asta gott mál,“ sagði Páll Dag-
bjartsson.
Morgunblaðið/RAX
Fallegir Eftir sex vikur eru trippin orðin góð í beisli, þæg og mjög vel reiðfær. Síðan er að temja þau áfram.
Var undravert hversu
mikið hafði áunnist á
ekki lengri tíma.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Miðvikudaginn 26. október kl. 12:00-13:30
Hátíðasalur Háskóla Íslands
Fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar og Viðskiptafræðideildar í tilefni
sjötugsafmælis Þráins Eggertssonar.
Í fyrirlestrinum fjallar prófessor Benham um framlag smáþjóða til uppfinninga,
en framlag Íslands og Íslendinga til uppfinninga er hlutfallslega mjög stórt.
Uppfinningar eru uppspretta hagvaxtar, og Benham veltir fyrir sér þremur
spurningum:
• Hvers vegna eru rætur uppfinninga ákaflega staðbundnar?
• Hvers vegna er ekki meira um uppfinningar þvert og breitt um
heiminn?
• Hvers vegna hafa hagfræðingar vanrækt að kanna þær
aðstæður sem leggja grunninn að uppfinningum?
Lee Benham er prófessor emeritus við hagfræðideild Washington University í St.
Louis og stjórnarmaður og kennari við Ronald Coase Institute.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Small Countries,
Important Innovations
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Lee Benham
Hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
eru starfræktir fjölbreyttir fjall-
gönguhópar sem ganga allt árið um
kring. „Sú hugmynd að bjóða fólki að
vera í hópi hefur mælst vel fyrir. Við
setjum dagskrána upp þannig að fólk
skráir sig í hóp og tekur þar með þátt
í vikulegum göngum og mánaðar-
legum lengri fjallagöngum,“ segir
Jón Gauti Jónsson hjá Íslenskum
fjallaleiðsögumönnum.
Ólíkir gönguhópar
Starfræktir eru tveir almennir
gönguhópar sem kallast Fjallafólk og
Fjallagengið. Markmiðið með þeim er
að ganga á fjöll allt árið um kring og
gera fjallagöngur að lífsstíl. Er gengið
á eitt stórt fjall í mánuði og hærri fjöll
eftir því sem líður á vorin. Nú í vor var
t.d. gengið í Öræfunum. Fyrir utan
mánaðarlegar gönguferðir er farið
einu sinni í viku í kvöldgöngur eða
þrekæfingar í Öskjuhlíðinni. Þá er
leitað að góðu undirlendi án snjós og
hálku til að auka þrek og þol. Í þess-
um hópum eru alls um rúmlega 100
manns. Fjallamennskuhópurinn
Brattgengið er ætlaður þeim sem
vilja aðeins meira en göngu. Sá hópur
fer í gegnum röð námskeiða þar sem
fólk lærir til að mynda að nota línu og
ísaxir en eftir hvert námskeið er farið
í ferðir og tæknin reynd. Í sumar gekk
þessi hópur á Hraundranga.
Loks verður starfræktur fjalla-
skíðahópur í vetur sem er nýjung á Ís-
landi. Jón Gauti segir vaxandi áhuga
vera á fjallaskíðum en þá eru skíðin
notuð til að ganga upp fjöll og skíða
niður. Með þessu gefist fólki tækifæri
til að sjá aðra hlið á landinu en þessi
hópur fer bæði á jökla- og snjófljóð-
anámskeið svo og grunnnámskeið í
notkun fjallaskíða. Vetrardagskrá Ís-
lenskra fjallaleiðsögumanna verður
kynnt á fimmtudagskvöldið klukkan
20 í verslun 66° norður í Faxafeni. Þar
verður hægt að fá allar nánari upplýs-
ingar um hópana.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson
Ganga Á Miðfellstindi í Öræfasveit í blíðskaparveðri.
Fjallgöngur stundaðar allt árið
og gerðar að lífsstíl
Á vefsíðu breska dagblaðsins The
Guardian kennir ýmissa grasa þegar
kemur að greinum um líkamsrækt og
hollt líferni. Þar má meðal annars
lesa grein eftir Sam Murphy þar sem
hann tiltekur nokkur atriði sem gott
sé að hafa í hug við undirbúning fyrir
London-maraþonið á næsta ári.
Murphy er skynsamur í ráðum sínum
og mælir meðal annars því að fólk
gleymi ekki að hvíla sig inn á milli.
Sófinn eigi ekki að vera óvinur þeirra
sem æfi af kappi heldur eigi fólk
reglulega að hvíla sig og safna orku
með því að faðma sófann. Hann talar
líka um að pasta sé ekki allt og þó að
kolvetni séu visslega eldsneyti þeirra
sem reyni mikið á sig megi ekki
gleyma próteininu í bland.
Murphy er höfundur bókarinnar
Marathon & Half Marathon From
Start to Finish og heldur úti vefsíð-
unni www.sam-murphy.co.uk. Fyrir þá
sem eru að byrja að hlaupa eða eru
að æfa fyrir maraþon getur verið
fróðlegt og forvitnilegt að skoða góð
ráð héðan og þaðan og finna síðan
það sem hentar manni best.
Maraþon
Gott að hvíla sig vel með því
að faðma sófann inn á milli
Morgunblaðið/Eggert
Maraþon Best er að æfa reglulega og byggja sig upp smám saman.