Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
sjúkir fiskar,“ sagði Árni. Gera þarf
skýran greinarmun á smiti annars
vegar og hins vegar fiskum sem
sýna sjúkdómseinkenni. Vötnin sem
búið er að rannsaka eru Elliðavatn,
Vífilsstaðavatn, Eyrarvatn í Svína-
dal, Vatnsholtsvatn á Snæfellsnesi,
Húnavatn, Mjóavatn á Auðkúlu-
heiði, Mývatn og Úlfljótsvatn. El-
liðavatnskerfið hefur mest verið
rannsakað. Árni sagði niðurstöður
sýna að smitið væri mjög algengt í
vatnakerfinu, ekki síst í bleikjunni í
Elliðavatni.
„Þetta herjar mest á 1-2 ára fisk,
um og yfir helmingur fiskanna er
sjúkur. Af bleikjunni voru 97-100%
smituð en 35-70% urriðans árin 2009
og 2010,“ sagði Árni. Bleikjuseiði á
fyrsta ári sem voru veidd í Hellu-
vatni, en það tengist Elliðavatni,
voru ekki smituð. Árið 2009 voru 0-2
ára laxa- og urriðaseiði úr Elliða-
ánum, Hólmsá og Suðurá, sem eru
kaldar ár og renna í Elliðavatn,
rannsökuð. Enginn sjúkur lax fannst
í ánum. Hins vegar reyndust sex
urriðar sem veiddust í Elliðaánum
allir vera sjúkir.
Í fyrra voru sýni tekin fjórum
sinnum frá vori til hausts í Elliða-
ánum. Laxinn var ósýktur þótt smit
væri nokkuð útbreitt. En í ágúst í
fyrra reyndust 38 af 39 urriðum úr
Elliðaánum vera með svæsin ein-
kenni PKD-sýkinnar.
Árni tók fram að
sjúkdómur þessi
hefði ekki nein áhrif
á menn og því fylgi
því engin hætta fyrir
menn að neyta fiskjar
úr vötnum þar sem
PKD-smit væri
að finna.
PKD-sýki leggst á laxfiska
Fjármuni skortir til frekari rannsókna á afleiðingum PKD-sýki á villta laxfiska Sjúkdómurinn
fannst hér haustið 2008 Bleikja í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni er nær öll smituð af PKD-sýki
Morgunblaðið/Golli
Elliðavatn Flestar bleikjur úr Elliðavatni hafa reynst smitaðar af PKD-sýki og meira en helmingur þeirra sjúkur.
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
PKD-sýki sem leggst á nýru laxfiska
hrjáir stóran hluta bleikju í vötnum
á borð við Elliðavatn, Vífilsstaðavatn
og fleiri vötn sem hlýna mikið. Sama
gildir um urriða í Elliðaánum.
Árni Kristmundsson, fisksjúk-
dómafræðingur við Rannsóknadeild
fisksjúkdóma, og Þórólfur Antons-
son og Friðþjófur Árnason hjá
Veiðimálastofnun, hafa rannsakað
útbreiðslu PKD-sýkinnar. Hún
greindist fyrst hér á landi í október
2008 þegar unnið var að söfnun sýna
úr Elliðavatnssilungi. PKD-sýkinni
veldur smásætt sníkjudýr og eru
mosadýr millihýsill fyrir það.
Sjúkdómurinn er vel þekkur í út-
löndum og hefur hann valdið miklum
skaða bæði í fiskeldi og eins í stofn-
um villtra fiska. Eftir að sýkin
fannst var efnt til rannsóknar m.a. á
útbreiðslu hennar og hvernig hún
hafði lagst á hinar ýmsu tegundir
laxfiska. Árni Kristmundsson sagði
að fjárskortur stæði frekari rann-
sóknum á afleiðingum sýkinnar fyrir
þrifum. Hann sagði að flestar bleikj-
ur úr Elliðavatni og Vífilsstaðavatni
sem rannsakaðar voru hafi reynst
vera smitaðar af PKD-sýki og meira
en helmingur þeirra var sjúkur.
Ungir fiskar, 1-2 ára, voru flestir
sjúkir. Hlýnun er talin stuðla að efl-
ingu sýkinnar. Til þessa hafa verið
tekin sýni í átta vötnum og tveimur
ám.
„Við höfum greint sýkilinn í sjö
vötnum og í sex vötnum hafa fundist
Aðalmarklíffæri PKD-sýkinnar
(Proliferative Kidney Disease)
er nýra fisksins sem verður
svampkennt, ljósleitt og mjög
þrútið. Sýkin getur valdið veru-
legum nýrnaskemmdum sem
orsakar skerðingu á seltustjórn-
un, útskilnaði úrgangsefna og
nýmyndun blóðfrumna með til-
heyrandi ónæmisbælingu. Þetta
kemur fram í skýrslu sem Árni
Kristmundsson, Þórólfur Ant-
onsson og Friðþjófur Árnason
skrifuðu um PKD-sýkina og var
gefin út í júní sl.
Þar segir að sjúkdómsfar-
aldrar af völdum PKD tengist
vatnshita en sýkin láti jafnan
ekki á sér kræla nema vatnshiti
hafi náð 12-15°C og haldist þar í
1-3 mánuði. Hins vegar geti fisk-
ar borið einkennalaust smit við
mun lægri vatnshita, sem við-
heldur sýklinum í vistkerfinu.
Nokkuð sé síðan menn gerðu
sér grein fyrir að sýkillinn væri
útbreiddur meðal laxfiska í
náttúrunni. Það sé þó ekki fyrr
en í seinni tíð að menn sáu að
PKD getur orsakað veruleg af-
föll í villtum laxfiskastofnum.
Vatnshiti
mikilvægur
PKD-SÝKIN
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Talsvert hefur verið um að undan-
förnu að stolið hefur verið þvotta-
vélum og þurrkurum úr sameigin-
legu rými fjölbýlishúsa. Tilkynntur
var slíkur þjófnaður á þvottavél í
Hlíðunum í Reykjavík í fyrradag.
Íbúi nokkur hugðist nota vélina en
greip í tómt, hún var horfin.
Oft geta slík sameiginleg tæki
verið mjög dýr enda þurfa þau að
vera öflug þar sem margir nota
þau.
Nýlega var stolið þurrkara úr
fjölbýlishúsi við Eyjabakka, hann
fannst síðar mikið skemmdur á
svæðinu. Við þjófnaðinn var notað
kúbein til að spenna upp hurðir og
þýfið flutt á brott með kerru sem
blaðberi í húsinu geymdi í kjall-
aranum.
Hver íbúðareigandi ber að sjálf-
sögðu ábyrgð á því hvort hann
þjóftryggir sínar eigin vélar,
ákveður sjálfur hvort hann kaupir
innbústryggingu með slíku ákvæði.
Tryggingar eru ýmist einkamál
eða sameiginleg. Flest húsfélög
eru með húseigendatryggingu
vegna til dæmis tjóns af völdum
vatnsleka úr rörum í vegg. En
komi upp leki í eldhúsvaski eða
baðtækjum hjá íbúa á efstu hæð
geta skemmdir á parketi og öðru á
hæðunum fyrir neðan orðið geysi-
miklar. Hafa mörg húsfélög því
keypt sérstaka tryggingu sem
greiðir tjón um umfram það sem
trygging óheppna (eða hirðulausa)
íbúðareigandans dugar fyrir.
En hvað um sameiginlegar
þvottavélar, sláttuvélar og fleira
þess háttar í sameiginlegu rými
sem innbústrygging tekur ekki til?
Stundum neitað að tryggja
„Þá kaupir húsfélagið oft svo-
nefnda lausafjártryggingu fyrir
sameiginlega rýmið,“ segir Ástrós
Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá
VÍS. „Hún getur verið eingöngu
þjófnaðartrygging en líka hægt að
láta hana ná til annars tjóns. Við
metum áhættuna í hverju tilviki en
oftast er um að ræða lokuð rými
þannig að börn geta t.d. ekki geng-
ið þar um.
En ef ekkert er tekið á slíkum
málum á staðnum, engrar varúðar
gætt, þá annaðhvort hækkar ið-
gjaldið eða við hreinlega seljum
ekki trygginguna. Þetta getur ver-
ið svo slæmt að það gangi ekki
upp.“
Tryggingar af þessu tagi geta
náð til tjóns af völdum vatns, elds
og þjófnaðar. Vandinn við sameig-
inleg rými er að allir íbúarnir hafa
lykla að þeim og því mikilvægt að
ekki leiki vafi á því hvort um inn-
brot hafi verið að ræða þegar hlut-
um er stolið. Að sögn fulltrúa
nokkurra tryggingafélaga er ljóst
að gerðar eru sömu sönn-
unarkröfur og í venjulegum inn-
brotsmálum, að ummerki sýni að
beitt hafi verið valdi til að komast
inn, ekki bara lykli.
Þvottavél og þurrkari á bak og burt
Bíræfnir þjófar færa sig upp á skaftið og ráðast inn í sameiginleg rými fjölbýlishúsa
Húsfélög geta keypt sérstakar tryggingar vegna ýmissa hluta sem íbúarnir eiga saman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þvottavélar Færst hefur í aukana að þvottavélum og þurrkurum sé stolið úr sameiginlegu rými fjölbýlishúsa.
Húsfélög í fjölbýli geta keypt
sérstaka tryggingu á sameig-
inlegar þvottavélar, þurrkara,
sláttuvélar og annan búnað.
Verðið er auðvitað misjafnt eftir
aðstæðum en sé miðað við
tryggingu upp á eina milljón
gæti iðgjaldið verið nokkur þús-
und krónur á ári.
Verðið fer ekki síst eftir því
hve miklar tryggingar eru
keyptar hjá umræddu félagi, all-
ir fá magnafslátt. Auk þess er
oft hægt að þrýsta verði niður
með því að hafa samband við öll
félögin og bera saman verð.
Fram kemur í lögum um fjöl-
býlishús að ekki má taka
ákvörðun um fjárhagslegar
skuldbindingar eins og trygg-
ingar nema á húsfélagsfundi,
stjórnin getur ekki gert það upp
á sitt eindæmi. Þá gildir einu
hvort um er að ræða kaup á
tryggingu eða uppsögn trygg-
ingar.
Dæmi eru um að nýkjörinn
gjaldkeri hafi fengið snjalla
hugmynd, séð að félagið var að
greiða stórfé í iðgjöld ár hvert
og ákveðið að minnka útgjöld.
Hver ætli að fari nú að stela níð-
þungri þvottavél eða þurrkara
úr blokk?
Óþarfi að
tryggja?
SAMEIGINLEGAR VÉLAR
Árni
Kristmundsson