Morgunblaðið - 25.10.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
SÖLUTÍMABIL
12.- 26. OKTÓBER
Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi | Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind | Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára
Þjóðminjasafnið - Suðurgötu | Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri
Verslanir Póstsins um allt land og í netverslun á kaerleikskulan.is
MEÐ KAUPUM Á KÆRLEIKSKÚLUNNI STYÐUR
ÞÚ STARF Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA.
... fyrir Ísland með ástarkveðju
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/S
ÍA
-
11
-1
80
8
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hundruð björgunarmanna héldu í
gær áfram leit að fólki í rústum
bygginga sem hrundu í öflugum
jarðskjálfta í Tyrklandi í fyrradag.
Yfirvöld sögðu að hundruð manna
hefðu farist og um 970 byggingar
hrunið í náttúruhamförunum.
A.m.k. 272 lík höfðu fundist í húsa-
rústunum í gær og talið var að tala
látinna myndi hækka verulega. Um
1.300 manns slösuðust.
Eyðileggingin er mest í bænum
Ercis þar sem 169 lík höfðu fundist í
gær. Um 1.200 björgunarmenn tóku
þátt í leitinni í bænum. Talið var að
tugir manna lægju í húsarústunum,
en ekki eins margir og óttast var í
fyrstu. Fréttastofan AP hafði eftir
innanríkisráðherra Tyrklands, Naim
Sahin, að ef til vill væru um hundrað
manns í rústunum í Ercis.
Fréttaritari breska ríkisútvarps-
ins á staðnum sagði að um 80 íbúa
fjölbýlishúss, sem hrundi í bænum,
væri enn saknað. Alls voru 20 íbúðir í
byggingunni.
Sextán ára stúlka var dregin bros-
andi upp úr rústum heimilis síns og
tvö börn fundust á lífi í öðrum rúst-
um í Ercis.
Um hundrað lík hafa fundist í
borginni Van sem er skammt sunnan
við Ercis.
Ríkisstjórn Tyrklands sagði að um
2.400 leitar- og björgunarhópar
hefðu verið sendir á hamfarasvæðið
frá 45 borgum, auk rúmlega 200
sjúkrabíla. Herinn hefur sent þang-
að sex þyrlur, þar af fjórar sjúkra-
þyrlur, og herflutningavélar með
tjöld, matvæli og önnur hjálpargögn.
Tyrkland er á mótum Evrasíuflek-
ans og Arabíuflekans og jarðskjálft-
ar eru tíðir þar vegna misgengis sem
sjá má á kortinu fyrir ofan. Um 98%
íbúa landsins búa á svæði þar sem
jarðskjálftahætta telst mikil.
Nær 20.000 manns fórust í
skjálfta, sem mældist rúm 7 stig, á
þéttbýlu svæði í norðvesturhluta
landsins árið 1999. Um 3.840 manns
létu lífið í jarðskjálfta í bænum Cald-
iran í Van-héraði árið 1976.
Um 970 hús hrundu í skjálftanum
Reuters
Barni bjargað Yunus, þrettán ára gömlum pilti, er hér bjargað úr rústum
byggingar í bænum Ercis, nálægt borginni Van í Tyrklandi.
Hundruð manna fórust og 1.300 slösuðust í náttúruhamförunum í Tyrklandi Jarðskjálftar eru tíðir
í landinu vegna misgengis Um 98% landsmanna búa á svæði þar sem jarðskjálftahætta telst mikil
MANNSKÆÐUR LANDSKJÁLFTI
Heimild: Bandaríska jarðfræðistofnunin
U.S. Geological Survey
Ankara
Ístanbúl
T Y R K L A N D
SÝRLAND ÍRAK
GEORGÍA
IRAN
Miðjarðarhaf
Svartahaf
Styrkur skjálftans
Lítill Mjög mikill
Ercis
55 byggingar hrundu í skjálftanum
sem olli miklu manntjóni í bænum
Van
Yfir 100 lík fundust og
fjölda manna saknað
Norður-Anatólíumisgengi
Au
stu
r-A
nat
ólíu
mis
gen
gi
Óttast er að hundruð manna hafi farist í jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland í
fyrradag. Skjálftinn mældist 7,2 stig og honum fylgdi fjöldi eftirskjálfta.
Upptökin voru skammt frá borginni Van
100 km
Yfirvöld í Portsmouth, fæðingar-
borg breska rithöfundarins Charles
Dickens, hafa ákveðið að taka rit-
höfundinn Carl Roberts í sátt átta-
tíu árum eftir að hann níddi ritsnill-
inginn, frægasta son borgarinnar.
Carl Roberts skrifaði skáldsög-
una „This Side Idolatry“ sem kom
út árið 1928. Yfirvöldum í Ports-
mouth þótti hann draga upp svo
skammarlega mynd af Dickens að
ákveðið var að banna bókina í bóka-
söfnum borgarinnar.
Borgaryfirvöldin hafa nú ákveð-
ið að aflétta banninu fyrir 200 ára
fæðingarafmæli Dickens á næsta
ári, að sögn fréttavefjar breska
ríkisútvarpsins. „Við höfum ákveð-
ið að gleyma gömlum misgerðum,“
hefur BBC eftir Dom Kippin, bók-
menntafulltrúa Portsmouth-
borgar.
Lýst sem hræsnara
Þótt bók Roberts væri skáldsaga
skrifaði hann hana til að reyna að
kveða niður goðsagnir um ritsnill-
inginn. „Höfundur skáldsögunnar,
Carl Roberts, heldur því fram að
Charles Dickens hafi verið hræsn-
ari, flagari, sjálfselskur, eigingjarn
hrokagikkur, lágkúrulegur, önug-
lyndur, fégjarn og farið á bak við
vini sína með því að draga upp af-
skræmda mynd af þeim í bókum
sínum,“ sagði í ritdómi í The
Sunday Times um bókina.
Charles John Huffam Dickens
fæddist 7. febrúar 1812 og lést í
Kent 9. júní 1870. bogi@mbl.is
Fyrirgefa gamalt
níð um Dickens
Banni við 80 ára gamalli bók aflétt
Afburðasnjall Dickens var um-
deildur maður en mikill snillingur.
Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks
hefur neyðst til að hætta tímabundið
að birta skjöl vegna fjárskorts. Juli-
an Assange, stofnandi vefjarins,
skýrði frá þessu í gær og sagði að ef
til vill þyrfti að loka vefnum fyrir lok
ársins.
Assange sagði að fjárframlög til
vefjarins hefðu minnkað um 95%
vegna þeirrar ákvörðunar alþjóð-
legrar greiðslumiðlunarfyrirtækja á
borð við Visa, MasterCard, Western
Union og PayPal að stöðva greiðslu-
miðlun til WikiLeaks. Ákvörðunin
hefði verið tekin í pólitískum tilgangi
og hún hefði orðið til þess að sjóðir
WikiLeaks væru nú uppurnir. „Ef
WikiLeaks finnur ekki leið til að af-
létta þessari greiðslustöðvun getum
við einfaldlega ekki haldið starfsem-
inni áfram eftir áramótin, miðað við
núverandi útgjöld,“ sagði hann.
WikiLeaks hættir að birta
skjöl vegna fjárskorts