Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar líbíska þjóðar-ráðsins hófust í gærhanda við það erfiða verk-efni að mynda nýja ríkis-
stjórn og sameina sundurleitar fylk-
ingar eftir að þeir lýstu formlega
yfir því að Líbía væri frjáls eftir 42
ára einræði Muammars Gaddafis.
Formaður þjóðarráðsins, Mu-
stafa Abdel Jalil, sagði í ræðu á
sunnudag að stefnt væri að lýðræði
en lagði áherslu á að stjórnarskrá
landsins ætti að byggjast á sjaría-
lögum. Ræðan bendir til þess að ísl-
amistar séu áhrifameiri í þjóðar-
ráðinu en talið hefur verið.
„Við búum í íslömsku landi,“
sagði Jalil og boðaði endurskoðun á
lögum sem samræmdust ekki sjaría.
„Við gerum íslam að kjarna nýrrar
ríkisstjórnar. Stjórnarskráin á að
grundvallast á íslamskri trú okkar.“
Þessi áform er þó hægt að túlka
með ýmsum hætti og benda má á að
stjórnarskrá Egyptalands grund-
vallaðist á íslam á valdatíma Hosnis
Mubaraks þótt það teldist ekki ísl-
amskt ríki. Jalil gekk þó lengra en
búist var við og kvaðst m.a. ætla að
afnema lög, sem torvelda fjölkvæni,
og banna bankavexti í samræmi við
sjaríalög. „Vextir valda sjúkleika og
hatri meðal fólksins,“ sagði hann.
Notfæra sér tómarúmið
Samkvæmt sjaríalögum er
bannað að taka vexti og bankar í
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum og fleiri löndum múslíma hafa
því boðið upp á verðbréf, sem bera
ekki vexti en lántakendurnir greiða
gjöld sem munu vera eignatengd og
fara eftir hagnaði af undirliggjandi
eign. The New York Times hefur
eftir öðrum þjóðarráðsmönnum að
Jalil hyggist aðeins banna vexti á lán
til húsnæðiskaupa og önnur lán ein-
staklinga, ekki vexti á fyrirtækjalán.
Samkvæmt núgildandi lögum
þarf kvæntur karlmaður, sem vill
eignast aðra eiginkonu, að fá sam-
þykki eiginkonunnar og heimild
dómara. Einn ráðherra bráða-
birgðastjórnar þjóðarráðsins sagði
að Jalil hygðist auðvelda karl-
mönnum að „taka sér aðra eigin-
konu“ og bætti við að leiðtoginn
bæri auðvitað hagsmuni kvenna fyr-
ir brjósti. „Margar ungar konur
misstu eiginmann sinn í átökunum“
[og vilja því finna nýjan maka], hef-
ur The Washington Post eftir hon-
um.
Líbía hefur verið íhaldssamt
samfélag, t.a.m. hefur áfengi verið
bannað þar og margar líbískar kon-
ur nota slæður. Íslamistar gerðu
uppreisn gegn stjórn Gaddafis í
austanverðri Líbíu en einræðis-
stjórninni tókst að brjóta hana á bak
aftur árið 1998. Hreyfingar íslamista
virðast þó vera best skipulagða aflið
meðal pólitísku hreyfinganna sem
sprottið hafa upp eftir uppreisnina.
Jalil er álitinn trúhneigður
múslími en hefur ekki talist til ísl-
amskra ofstækismanna. Líklegt er
að með því að leggja svo mikla
áherslu á sjaría í ræðunni hafi hann
viljað koma sér í mjúkinn hjá ísl-
amistum í vopnuðum sveitum
þjóðarráðsins og ná hylli almenn-
ings sem hefur fengið sig fullsaddan
af háum vöxtum.
Ræðan er talin endurspegla
vaxandi áhrif íslamista meðal
þeirra sem börðust gegn einræðis-
stjórn Gaddafis. Nokkrir þeirra
þjóðarráðsmanna, sem vilja ver-
aldlegt lýðræði að vestrænni fyrir-
mynd, segja að íslamistunum
hafi tekist að notfæra sér
pólitíska tómarúmið eftir
fall einræðisstjórnar-
innar til að seilast eftir
völdum.
Íslamistar sækja
í sig veðrið í Líbíu
Reuters
Gleði Konur fagna frelsisyfirlýsingu leiðtoga líbíska þjóðarráðsins á torgi í
Trípólí eftir fall einræðisstjórnar Muammars Gaddafis.
Lík 53 bandamanna Muammars
Gaddafis hafa fundist við hótel í
borginni Sirte í Líbíu og talið er
að þeir hafi verið teknir af lífi án
dóms og laga, að sögn mannrétt-
indasamtakanna Human Rights
Watch.
Líkin fundust á grasflöt við
mannlaust hótel í Sirte þar sem
harðir bardagar geisuðu í vikunni
sem leið. Að sögn samtakanna er
talið að mennirnir hafi verið
drepnir fyrir viku. Sumir mann-
anna voru með hendur bundnar
fyrir aftan bak.
Vopnaðir hópar nýju valdhaf-
anna í Líbíu höfðu áður verið
sakaðir um grimmdarverk
og mannréttindabrot sem
bentu til þess að þeir
væru litlu skárri en
ofbeldissegg-
irnir sem
hrökkluðust
frá völdum.
Myrtu yfir
50 manns
GRIMMDARVERK Í SIRTE
Í
slendingar eru fljótir að grípa ýmislegt
á lofti, mynda sér skoðun og hrinda af
stað æði. Heitar umræður skapast út
frá einni fyrirsögn, fréttin í heild sinni
er ekki lesin. Nánast allir þurfa að eiga
fótanuddtæki eða leggingsbuxur sem eiga að
„eyða“ appelsínuhúð. Æðin virðast þó breiðast
hraðast út ef þau tengjast næringu. Með hverri
árstíð kemur nýtt æði sem allir telja sér trú um
að feli í sér lausnina að heilbrigðara líferni og
langlífi. Einn daginn er engifer soðið með vatni
og sítrónu í hverju heimahúsi, sett á flösku og
þambað yfir daginn til heilsubótar. Reynslu-
sögurnar ganga svo á kaffistofunni; hvernig sé
best að sjóða það og með hverju, hversu mikið á
að drekka og þann stórkostlega árangur sem
hefur komið í ljós. Þá er það kókosolían sem á
að bera á sig að innan sem utan og á að vera
allra meina bót. Smjör er allt í einu orðið afurð djöfulsins
og efasemdir um mátt kókosolíunnar eru jafn hneyksl-
anlegar í eyrum þeirra sem unna henni og blót í eyrum
prests í guðshúsi.
Íslendingar virðast gleypa gagnrýnislaust við öllum
heilsuboðskap. Þeir hafa meira að segja gengið svo langt
að drekka viðbjóðslegt heimaræktað sveppaseyði, ein-
göngu bragðbætt með trúnni á betra líf. Armbönd sem
eiga að bæta innyflastarfsemina rokseljast og hér þykir
líka sjálfsagt að borða duft og pillur í staðinn fyrir mat.
Það er auðvelt að heilaþvo okkur með ýmiss konar boð-
skap og gengur það oft svo langt að þeir sem
láta ekki heilaþvost eru úthrópaðir þröngsýnir
og talsmenn óhollustu. Æðin virðast þó renna
af okkur jafn hratt og þau renna á okkur.
Það nýjasta sem hefur verið gripið á lofti er
D-vítamín. Fræðingar hafa stigið fram og sagt
að þjóðina skorti D-vítamín sem er gott og gilt,
það er mjög líklegt að okkur skorti það. En
fræðingarnir höfðu vart lokið máli sínu fyrr en
hver heilsíðuauglýsingin á eftir annarri fór að
birtast í blöðum um D-vítamín í dunkum til
sölu eða D-vítamínbætt matvæli. Það ætla sér
allir að græða á þessari nýtilkomnu hræðslu
þjóðarinnar við að drepast úr D-vítamínskorti.
Eftir nokkrar vikur verða líklega hillur mat-
vöruverslana orðnar fullar af D-vítamín-
bættum matvörum. Það verður komið D-
vítamínbætt brauð, pulsur og jógúrt. D-
vítamíninu verður troðið í allt og reynt að græða á þessum
orðum fræðinganna. Ekki má andmæla þessu á kaffistof-
unni þegar hinir fara að tala um hvað þeim líður bara
miklu betur eftir að þeir fóru að éta meira af D-vítamíni,
skrokkurinn hefur liðkast og hægðirnar linast. Næsta
sumar verða svo sólbrenndir íslendingar alls staðar á ferð-
inni, hættir að nota sólarvörn til að fá sólarskammtinn af
vítamínum. Þeir sem nota sólarvörn verða fordæmdir fyr-
ir fávisku sína. En það er val: D-vítamínskortur eða húð-
krabbamein. Hvort ætli sé auðveldara að eiga við og hvort
ætli dragi mann fyrr til dauða? ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Trúin á betra líf er æði
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mjög skort-ir á aðsett séu
fram gagnleg rök
fyrir því af hverju
Íslendingar ættu
að ganga í Evr-
ópusambandið.
Rök um tollmúra þess duga
ekki því með EES-samning-
unum hurfu þau úr sögunni.
Margur féll flatur fyrir evr-
unni sem ekki var óeðlilegt,
en flestir sem það gerðu hafa
nú reist sig við og aðeins þeir
forstokkuðustu liggja enn
flatir. Enginn veit á þessu
augnabliki hvað um evruna
verður, en augljóst er þó orðið
að miklum fjármunum skatt-
greiðenda þarf að verja til að
reyna að tryggja framhaldslíf
hennar. Gallar hennar, sem
háværir aðildarsinnar vildu
ekki ræða, hafa sjálfir þrýst
sér inn í umræðuna með eft-
irminnilegum hætti. Hvað
sem út úr öllum þeim ósköp-
um kemur, sem nú skekja ríki
evrunnar, og hún myndi þrátt
fyrir allt hafa það af, þá yrði
hún ekki mynt Íslands árum
eða jafnvel áratugum saman.
Hún er því bersýnilega ekki
tæk í umræðuna af fjölmörg-
um ástæðum.
Lengi voru innanbúð-
armenn í utanríkisráðuneyt-
inu hafðir í því að koma með
tvenns konar spádóma, sem
hvor um sig átti að leiða til
þess að Ísland neyddist til að
ganga í Evrópusambandið,
þótt þjóðinni væri það óljúft.
Samkvæmt öðrum þeirra
hefði EES-samningnum
hrakað mjög og átti jafnvel að
vera hættur að virka. Í hvert
sinn sem þær fullyrðingar
voru skoðaðar kom þó strax í
ljós að enginn fótur var fyrir
þeim.
Hin kenningin var sú, að
öruggar heimildir úr innsta
hring stjórnkerfis Noregs
sýndu að á bak við tjöldin
væri það land á hraðferð í
undirbúningi aðildar að ESB.
Íslandi yrði óvært utan þess
færu Norðmenn inn. Þetta
reyndust líka rangfærslur eða
óskhyggjan ein. Nú er svo
komið að rétt tæp 80% þeirra
Norðmanna sem taka afstöðu
til spurningar um aðild Nor-
egs að ESB eru á móti aðild
en rétt liðlega 20% eru slíkri
aðild fylgjandi. Þetta sýna
nýjustu kannanir þar í landi.
Hefur andstaða Norðmanna
aldrei áður verið slík og því-
lík.
Nú nýlega dúkkaði þriðja
röksemdin af framangreindu
tagi upp í umræðunni og eru
jafnvel sumir
þingmenn VG með
hana á vörunum
til að réttlæta
svikult framferði
sitt. „Það verður
að klára málið.“
„Það fer ekkert og
hangir yfir nema þjóðin fái
þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Nú vill þannig til að það
voru kynntar tillögur á Al-
þingi um það að þjóðin yrði
sérstaklega spurð í almennri
atkvæðagreiðslu um hver
hennar vilji væri, áður en ætt
yrði í aðlögunarleiðangurinn,
sem þegar hefur kostað offjár
og lamað íslenska stjórnsýslu
á versta tíma. Þessum hug-
myndum var hafnað af þessu
sama fólki sem segir nú
gjarnan að ekki megi hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu af
landsmönnum.
En svo lýsandi sem þetta
dæmi er um tvískinnunginn
er annað þýðingarmeira. Það
vita flestir innst inni að þótt
umsóknarbröltinu verði hafn-
að myndarlega í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, eins og
allar líkur standa nú til þá
hættir þetta fullveldisafsalsl-
ið aldrei sínu baksi. Það sann-
ar einmitt Noregur betur en
flest önnur lönd, þótt þau séu
fleiri til sannindamerkis. Nor-
egur hafnaði aðild í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Það lauk
engu máli þar. Enn var ham-
ast og aftur var reynt. Og aft-
ur hafnaði norska þjóðin
bröltinu í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Og þrátt fyrir að
þjóðin hafi þannig í tvígang
frábeðið sér aðild að ESB er
jáhreyfingin enn á ferð í Nor-
egi og sú er í góðu samstarfi
við systurhreyfinguna hér á
landi. Skoðanakannanir sýna
vissulega að hún er ekki að ná
neinum árangri. En þetta
dæmi sýnir að atkvæða-
greiðsla um ESB hér á landi
er ekki líkleg til að ljúka einu
eða neinu hjá þeim sem hel-
teknir eru af hugðarefninu.
Enda er slík afstaða í góðu
samræmi við framgöngu ESB
sjálfs. Það tekur ekki neitt
mark á þeim sjónarmiðum al-
mennings í ríkjum Evrópu
sem ganga gegn hugmyndum
kommissaranna.
Ótal dæmi sýna að segi
þjóðir Nei þá eru þær látnar
kjósa aftur og aftur undir
vaxandi hræðsluáróðri og
hótunum þar til þær gefast
upp og segja Já. Eftir það fá
þær ekki að kjósa um málið á
ný eins og umræða í breska
þinginu þessa dagana er svo
gott dæmi um.
Þrátt fyrir að norska
þjóðin hafi tvívegis
hafnað ESB-aðild
eru aðildarsinnar
þar enn að}
Vantar rök
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Mustafa Abdel Jalil