Morgunblaðið - 25.10.2011, Síða 28
Stór stund rann upp fyrir Íslenzku óp-eruna á laugardagskvöld þegar fyrstauppfærslan í nýrri starfsvist fór framfyrir fullum Eldborgarsal, skipuðum
hátt í þrefalt fleiri hlustendum en rúmuðust í
Gamla bíói. Eftirvæntingin var að vonum á
suðupunkti, og fyrstu svör við tveimur stærstu
spurningum dagsins – hvernig flutningur
myndi hljóma og hvernig tækist til með svið-
sútfærslu í sal sem frumhannaður er fyrir sin-
fóníuleik – blöstu nú við.
Sviðsmyndin bar óneitanlega vott um tak-
markaða möguleika, jafnvel þótt nyti góðs af
verki sem gerist að mestu í einum og sama
töfraskóginum. Hvað gert verður við óperur er
útheimta mörg senuskipti er því annar hand-
leggur – nema þá hugsanlega með „hólógra-
fískum“ leiktjöldum er enn ku rándýr tækni.
Strax hefði þó mátt hækka hliðarinn-
göngudyr að sviðinu svo ekki yrði að fella
mastrið á báti drengjatríósins á útleið. Hitt var
óskiljanlegra hvaða tilgangi láréttu kastljósin í
augnhæð gegndu, er hlutu að vera enn óþægi-
legri fyrir söngvara á sviði en fyrir áhorfendur
úti í sal. Nýja textavélin virtist aftur á móti
skýrari en sú á gamla staðnum, þótt manni sé
til efs að gagnist gestum á fjærstu bekkjum.
Að öðru leyti var sviðsmyndin hugvits-
samleg miðað við aðstæður, þótt bæri frekar
einkenni skreyttrar konsertuppfærslu en upp-
setningar í alvöru óperuhúsi. Virðist því Eld-
borg varla endanleg lausn á þörfum íslenzks
óperuflutnings, eins og e.t.v. mátti lesa á milli
lína í spjalli Stefáns Baldurssonar í óperuskrá.
Um hljómburðinn vissi hins vegar flest á
betri veg hjá fyrri skraufþurri heyrð. Framan
af virtist hljómsveitin að vísu hljóma heldur
fjarlæg neðan úr gryfju, heyrð aftarlega úr
gólfsæti þar sem hún var í sjónhvarfi. En það
annaðhvort vandist eða lagaðist þegar fram í
sótti, og verður væntanlega aðeins spurning
um nánari styrkstillingu á seinni uppfærslum.
Það sem að söngburði sneri var ein-
staklingsbundið. Sumir einsöngvarar „fylltu“
stóra salinn betur en aðrir, einna bezt Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Þóra Einarsdóttir þrátt fyr-
ir ólíka raddgerð. Og óperukórinn beinlínis
glimraði að því leyti, hvort heldur á sviði eða
baktjaldsmegin á kórpöllum, með glæsilegum
tilþrifum. Eldborg er greinilega frábær kór-
salur.
Hvort einsöngvarar heyrðu nógu vel í
hljómsveitinni ofan af sviði var miður víst.
Alltjent áttu þeir til að ryðjast fram úr tempói
sveitarinnar, m.a.s. eftir hlé, og þó að annað
eins hafi heyrzt á frumsýningum í Gamla bíói
virðist enn ærin ástæða til að huga vel að þeim
vanda. Annars lék hljómsveitin afar samstillt
Töfraflauta á tímamótum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pamína og Næturdrottningin „Sumir einsöngvarar „fylltu“ stóra salinn betur en aðrir, einna bezt Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þóra Einarsdóttir
þrátt fyrir ólíka raddgerð. Og óperukórinn beinlínis glimraði að því leyti, hvort heldur á sviði eða baktjaldsmegin á kórpöllum ...“
og fallega, þótt hefði stöku sinni mátt leggja
meira í dramatískan kraft á kostnað fágunar.
Að öllu sögðu stóð meistaraverk Mozarts
handa farsaleikhúsi Schikaneders í Vín 1791
fyllilega fyrir síferskum galdri sínum, og er
raunar vaðið blint í sjóinn með stjörnugjöf um
sýningu við það nýjar aðstæður að viðmiðun er
af skornum skammti. Óperuskráin var eiguleg
sem endranær (þótt ekki væri lengur innifalin
í miðaverði heldur kostaði 500 kr.), ekki sízt
fyrir fróðleg skrif Árna Heimis Ingólfssonar
er benti m.a. á sterk Bach-áhrif eins og í tign-
arlega sungna „orgelkóralforleiknum“ í II.
þætti er myndaði etískan hápunkt verksins.
Reyndar skilaði snöfurleg túlkun flestallra
hlutaðeigandi prýðilegri heildarupplifun á
þessu ódauðlega stórtrompi óperubók-
menntanna. Þótt ég sætti mig ekki alveg við
dauflega leikinn og raddlega ófókuseraðan
Tamínó Finns Bjarnasonar, er e.t.v. hefði mátt
skipta um hlutverk við skúrkinn Mónóstatos
og setja eðalborna en að vísu fullveika ten-
órrödd Snorra Wium í sinn stað, þá voru flest
önnur hlutverk vel skipuð. Diddú brilleraði að
vonum sem næturdrottning. Þóra lék og söng
með glæsibrag og sýndi óvæntan innileika í
fyrstu aríu sinni eftir hlé. Ágúst Ólafsson var
raddrænt jafnt sem leikrænt sjálfkjörinn
Papagenó fuglafangari með kímnigáfu og al-
þýðlegt jarðsamband.
Valgerður Guðnadóttir heillaði ýmist sem
kómísk tuðrunorn eða þokkafull ballerína í
hlutverki Papagenu, og þó að Sarastró Jó-
hanns Smára Sævarssonar næði ekki dýpstu
bassanótum með fyllsta móti, þá geislaði af
honum viðeigandi vizka og manngæzka. Döm-
urnar þrjár voru valdsmannslegar við hæfi,
drengjatríóið krúttlegt og í „props“-auka-
hlutverki var kostulegt gaman að tístandi tré-
brúðufugli Ogrodniks í I. þætti.
Frumraun ÍÓ í Hörpu lofaði í meginatriðum
góðu um næstu uppfærslur – með tilhlýði-
legum fyrirvara um að læra sem fyrst á húsið
eftir föngum. Fari svo, þarf varla að óttast um
aðsókn unz endanlega rætist úr frambúð-
arhúsnæði undir íslenzkan óperuflutning.
Eldborg í Hörpu
Óperabbbnn
Mozart: Töfraflautan. Þóra Einarsdóttir, Finnur
Bjarnason, Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævars-
son, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðnadóttir,
Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Kolbeinn Jón Ket-
ilsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Auður Gunnars-
dóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Pétur Úlfarsson,
Jasmín Kristjánsdóttir og Birta Dröfn Valsdóttir
ásamt kór og hljómsveit ÍÓ. Hljómsveitarstjóri:
Daníel Bjarnason. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búningar: Fil-
ippía Elísdóttir. Ljós: Páll Ragnarsson. Leikbrúður:
Bernd Ogrodnik. Laugardaginn 22.10. kl. 20.
RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON
TÓNLIST
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Lúðrasveit
Reykjavíkur
hyllir tvö ástsæl
tónskáld á tón-
leikum í Nes-
kirkju í kvöld, þá
Oddgeir Krist-
jánsson og Jón
Múla Árnason.
Báðir voru
þeir Oddgeir og
Jón Múli miklir
lúðrasveitarmenn. Oddgeir fæddist
árið 1911 og starfaði í Vestmanna-
eyjum. Hann var einn stofnfélaga
Lúðrasveitar Vestmannaeyja og
stjórnaði henni frá 1939 til dauða-
dags árið 1966. Jón Múli fæddist ár-
ið 1921. Hann var trompetleikari í
Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðra-
sveit verkalýðsins og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands.
Landsmenn allir þekkja mörg
laga þeirra Oddgeirs og Jóns Múla.
Lög Oddgeirs á tónleikunum verða
flutt í upprunalegum útsetningum
tónskáldsins en Þórir Baldursson
hefur útsett lög Jóns Múla. Kynnar
á tónleikunum verða Hafsteinn
Guðfinnsson, tengdasonur Odd-
geirs, og Ragnheiður Gyða dóttir
Jóns Múla. Stjórnandi lúðrasveit-
arinnar er Lárus Grímsson.
Tónleikarnir hefjast í Neskirkju í
kvöld klukkan 20.00.
Ástsæl
tónskáld
Leika lög Oddgeirs
og Jóns Múla í kvöld
Jón Múli
Árnason
BÓKMENNTIR
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Ég
bið að heilsa“, sem hann samdi í Só-
rey snemma vors 1844 og sendi fé-
lögum sínum í Fjölni til birtingar, er
fyrsta sonnettan sem ort er á ís-
lensku og eitt dáðasta kvæði lista-
skáldsins góða. Í forvitnilegri grein
nýjasta heftis Ritsins, tímarits Hug-
vísindastofnunar, leggst Helga
Kress, prófessor emeritus í al-
mennri bókmenntafræði í HÍ, í
handrita- og samanburðarrann-
sóknir á kvæðinu. Hún sýnir hvernig
félagar Jónasar í Fjölni hafa við rit-
stýringu kvæðisins, fyrst í tímarit-
inu og síðar í ljóðmælunum sem
komu út tveimur árum eftir lát Jón-
asar, ekki einungis látið við það sitja
að „samræma greinarmerki og laga
málfar frá því sem birtist í eig-
inhandarriti Jónasar,“ heldur hafa
þeir gengið lengra og „skipt út orð-
um sem breyta myndmáli þannig að
merking kvæðisins brenglast“.
Létu orðið ráða
Forvitnilegt er að kynna sér þessa
rannsókn Helgu, enda býr þetta
kvæði Jónasar í vitund allra Íslend-
inga sem komnir eru til einhvers
þroska. En er það kvæðið eins og
Jónas skilaði því frá sér? Sú virðist
ekki vera raunin. Þegar kvæðið birt-
ist í 7. árgangi Fjölnis vorið 1844, er
uppsetning þess orðin önnur en hjá
Jónasi og upphrópunarmerki komið
aftan við heiti þess, og gerir „lág-
væra kveðjuna, sönginn litla, að ópi“.
Hjá Jónasi er 3. lína fyrsta erindis til
að mynda: „og flykkjast út að fögru
landi Ísa-“, en í Fjölni er hún orðin:
„og flykkjast heim að fögru landi
Ísa“; í eiginhandarriti Jónasar er 1.
lína annars erindis: „Ó, heilsið öllum
heima í orðum blíðum“ en í Fjölni
stendur: „Ó! heilsið öllum heima
rómi blíðum“. Helga segir veiga-
mestu breytingarnar þó í síðasta
hluta kvæðisins, þríhendunum, „þar
sem skiptir um svið og sjónarhornið
þrengist að fuglinum,“ fuglinum sem
við þekkjum sem vorboðann. En í
eiginhandarriti Jónasar er vorboð-
inn ekki til staðar, heldur er þröst-
urinn ávarpaður þannig: „Söngv-
arinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer“.
Eins og Helga bendir á kveður fugl-
inn í samræmi við það, syngur
kvæði. Hún segir að þeim félögum
Jónasar, Brynjólfi Péturssyni og
Konráði Gíslasyni, hafi ekki líkað
„orðið söngvari og breyttu því sýni-
legri jafnt sem heyranlegri mynd
söngfuglsins í hugtakið „vorboði“
sem framkallar enga mynd. Það er
athyglisvert að hér er það orðið sem
ræður, þeim líkaði ekki orðið, hvert
sem ljóðmálið var“.
Rauðan skúf fyrir grænan
Breytingarnar sem verða á kvæð-
inu þar til það er prentað eru fleiri.
Jónas sagði þröstinn fljúga í „lágan
dal“, sem breyttist í sumardal í
Fjölni, og svo var það skúfurinn á
húfunni, sem var grænn hjá Jónasi
en er löngu orðinn rauður. Athygl-
isvert er að lesa þessa birtingarsögu
kvæðisins í fróðlegri grein Helgu.
Sonnetta Jónasar vísaði leið til nú-
tímans í íslenskri ljóðagerð, skrifar
hún, en var breytt talsvert á leiðinni.
Lesendur geta dæmt um hvort það
var til bóta.
Söngvarinn eða vorboðinn ljúfi?
Í Ritinu fjallar Helga Kress um breytingar sem gerðar voru á kvæði Jónasar
Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa Orðum var skipt út og merking brengluð
Helga Kress Segir félaga Jónasar
hafa breytt kvæðinu.
Í nýjasta
hefti Ritsins,
tímarits
Hugvís-
indastofn-
unar í rit-
stjórn
Ásdísar R.
Magn-
úsdóttur og
Þrastar
Helgasonar, er meðal efnis
frumbirt þýðing Helga Hálfdan-
arsonar (1911-2009) á hinu
kunna kvæði „Hrafninum“ eftir
bandaríska skáldið Edgar Allan
Poe (1809-1849). Ekki er ljóst
hvers vegna Helgi birti aldrei
þýðinguna.
Í ritinu fjalla feðgarnir Ey-
steinn Þorvaldsson og Ástráður
Eysteinsson um þýðingu Helga
og sex annarra á þessu áhrifa-
mikla ljóði. Meðal annarra sem
hafa þýtt það eru Matthías
Jochumson og Sigurjón Frið-
jónsson.
Birta þýð-
ingu Helga
ÞÝÐINGAR Á HRAFNINUM
Helgi Hálfdanarson