Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 2
Afskorin cyru. í HROSSASVEITUNUM norðanlands var það alvanalegt áður fyrri (og kannske ekki langt að minnast), að ó- prúttnir bændur, sem felldu hross sín úr hor, laumuðust út í hagann og skæru eyrun af hræunum. Þeim var nóg að nema mark sitt af hryggðar- myndinni, þóttust eftir það ekki bera meiri ábyrgð á henni en aðrir, gengu keikir manna á meðal, og sá þeim eng- inn bregða. Enn er það mikill siður meðal ís- lendinga að afmarka sjálfs sín skamm- arstrik. Þau kunna að vera ósaknæm- ari en að horfella stóðhross, en fínt er það ekki að læðast burt frá strákapör- um sínum og þykjast hvergi nærri koma. Dulnefni er algengt fyrirbrigði hér á landi nú á dögum. Að rita undir gervinafni getur að vísu verið af heil- brigðum rótum runnið, er stundum jafnvel nauðsynlegt vegna ritverksins og afstöðu manna til þess. Sá, sem skrifar drengilega, hefur leyfi til að rita undir dulnefni, ef hann sjálfur kýs. En því miður er gervinafn oft notað af uppburðarleysi og stundum af lubba- hætti og hugleysi í óaðskiljanlegri ein- ingu. Menn nota dulnefni til að mann- skemma borgarana án þess að þurfa að bera ábyrgð gerða sinna. Auk þess til þess að gera sér leik að að fella grun á saklausa menn. Þeir skera eyrun af horhræi sínu, benda síðan á náunga sinn og segja: „Það var hann, sem gerði það.“ „Svona rétt til gamans.“ SAMVIZKA Mánudagsblaðsins, Jón Reykvíkingur, er einn þessara manna og sá, sem langmestur gaumur er gef- inn, af því að hann skrifar vel og er hnyttinn og fær í ótugtarskap sínum. Hann hefur þegar skammbitið fjölda heiðvirðra manna í þessu þjóðfélagi án þess að nokkrum refsingum verði fram komið. Það er einkennandi fyrir öll hans skrif, að það hlakkar í þeim ánægja höfundarins yfir að geta leynzt í skúmaskoti og horft óhultur á fómar- lambið, þegar það kennir sviðans. Ekki skrifar hann af umvöndunarsemi eða umbótavilja, heldur líkist hann miklu fremur pörupilti, sem laumast til að brjóta rúður í sumarbústað eða klippa sundur símaþræði „just for the fun of it“. Hann væri til með að láta mylnu- stein falla í höfuð einskis uggandi manni „svona rétt til gamans.“ 2 Þessi híðbjörn er nýlega risinn af all- löngum vetrarsvefni og leggst á menn sem fyrr. Hann svipast um eftir bráð. Þama sér hann nýjan mann, Armann Snævarr prófessor. Rétt að bíta hann og sjá, hvernig honum verður við. Jón Reykvíkingur ræðst á málfar og stíl þessa unga manns og kallar hann pedant í máli. Látum það vera, vér er- um ekki heldur alls kostar ánægðir með stíl prófessorsins og vildum, að hann gerði betur. En Jón Reykvíkingur dregur þá ályktun, að af því að Ar- mann Snævarr ritar tyrfið mál, hljóti hann líka að vera lélegur prófessor, jafnvel stórhættulegur maður í um- gengni við unga menn. Þarna er Reyk- víkingi rétt lýst. Ekki fór hann upp í háskóla til að hlera eftir frammistöðu hins unga manns eða kynnti sér feril hans. Þá mundi hann hafa orðið þess vísari, að Snævarr er einn efnilegasti maður háskólans, í hávegum hafður af nemendum og samkennurum. Pedanterí mundi enginn kunnugur bera honum á brýn. En Reykvíkingur kærir sig kollóttan. Hann finnur eitt fölnað lauf- blað, og fyrir það fordæmir hann skóg- inn. Það var hvort eð var aldrei ætlun hans að aga til þess að bæta, vanda um við hinn unga mann með föðurlegri umhyggju, svo að hann mætti laga sinn vankant. Hann ætlaði bara að narta, stinga, glefsa, sjá bráðina kenna til, „just for the fun of it“. Lýst eftir grcnjaskyttum. ÞAÐ er alkunn saga úr íslenzku sveitalífi bæði fyrr og síðar, að einn góðan veðurdag berast tíðindi bæja í milli: Það er kominn dýrbítur á fjallið. Hann leggst á unglömb og jafnvel full- orðið. Og röskir menn fara á fjall upp, leita uppi grenið og sækja rebba með stáli og blýi og jafnvel eldi og brenni- steini. Nú er kominn dýrbítur á fjall- ið, leggst á menn og leikur lausum hala. Það þarf að finna grenið og svæla skaufhalann út. Hér er þakklátt verk- efni fyrir snjallar grenjaskyttur. En munið, að hér þarf ekki að eyða púðri og blýi, bara hrekja skolla út á víða- vang, svo að allir megi sjá, hver hann er. Þá hættir hann að bíta, því að bak við bit hans býr mikið hugleysi. VÉR höfðum hugsað oss að binda aðra sátu merkta Lofti Guðmundssyni og bröndurum hans í klyf á móti á- virðingum Jóns Reykvíkings, en vér komumst að raun um, að þó að Loftur eigi þunga sök fyrir alla sína mislukk- uðu fyndni, þá hefði sú klyf orðið létt- væg á móti syndaþunga Reykvíkings. Heldur en að eiga á hættu, að allt snar- aðist undir kviðinn, hurfum vér því frá þessu ráði, og er ekki þar með sagt, að vér höfum gleymt Lofti. Hann á sjálf- sagt eftir að segja marga lélega brand- ara. Til Jóns Eyþórssonar. ÞAÐ er misviðrasamur kærleikur milli vor Jóns Eyþórssonar. Nú hef- ur hann aftur skrifað oss vinarbréf með smóskömmum í síðustu Landvöm. Vinur er sá, er til vamms segir. En of- rausn í þess háttar vinmálum ber þó að varast. Útúrsnúningar eins og það, að vér köllum málhreinsunarmenn lær- dómsheimskingja öðru nafni, eru raun- Framhald á bls. 23. LÍF og LIST Baggamunur. k

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.