Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 15
sem ég skynja enn ilm Vadja, finnst mér ég enn sjá hana fyrir mér, nakta í sínu friðsæla, heiðna blygðunarleysi, með opinn, lokk- andi og dularfullan munninn. Átti-það þá einnig fyrir mér að liggja að elska hana? Ég varð ótta- sleginn við að finna, að sönn til- finning, gat sprottið upp úr girnd, að úr gleðivenjum okkar myndast þrældómshlekkir ævilangrar astar. Það sem ég á eftir að segja frá núna, er ákaflega einfalt — það er upplausnin. Það er svo einfalt, að ég er hræddur um að verða grunað- ur um lygi. í skáldsögum, og ef til vill í daglegu lífi, eru slík atvik gíf- urlegri, hryggilegri og harmsögu- legri. Ég átti von á Vadja. Dyrabjöll- unni var liringt. Ég fór til dyra. Ég skal viðurkenna, að mér brá. — Þú áttir ekki von á mér, sagði Leonide (án nokkurs háðhreims). Hann stóð kyrr á þröskuldinum, studdi sig hálfvandræðalega á svartviðarstafinn sinn með silfur- hnúðnum. Var liann kominn til að skjóta,mig? Þrátt fyrir vorhitann var hann ívaðmálsfötum.Sólbrennt hörund hans virtist vera óhreint. linnudökk augun gljáðu af á- hyggjum eða reiði. — Gerðu svo vel að koma inn, kæri vinur. Grikkinn hikaði. Barkakýlið á honum lireyfðist ótt og títt. Ætli hann haldi áfram að tala eða fari að æpa? Hann leit í kringum sig, varp öndinni og settist í djúpan hægindastól. Mér létti. Sitjandi maður sýnist aldrei eins hættulegur og sá sem stendur, og hann er ekki lieldur eins aumkvunarverður. Sjálfur stóð ég enn, bæði til þess að vera var um mig og til að sýna honum að ég hefði nauman tíma. — Þú áttir ekki von á mér, byrj- aði hann aftur. Nei, honum tókst hvorki að tala í eðlilegum tón né sannfæra sjálf- an sig um, að hann kæmi að mér óvörum. Ég þagði, ákveðinn í að láta hann koma upp um sig. Hann laut höfði, og þögnin þjappaðist að okkur. Ég er viss um, að ef ég hefði far- ið að spyrja hann um heilsufarið eða boðið honum glas af viský, þá myndi hann hafa lagt á flótta. — Hitinn hér á illa við mig, Théraz, myndi hann hafa svarað. Það er lifrin, eins og vant er. Ann- ars kom ég til að fá þig með mér til Mena House, við gætum spilað bridds þar . . . Já, eitthvað myndi hann liafa sagt í þessum dúr. Ég myndi hafa tekið boði hans og farið út með lionum. Og á morgun myndi Vadja hafa komið aftur og „ástir okkar“ haldið áfram. En ég sagði ekki neitt. Ég hreyfði livorki legg né lið. Ég lét þögnina umkringja Leonide, læsa klónum í hann, neyða hann til að flýja eða taka til máls. Hann dró djúpt andann, og án þess að líta á mig þuldi hann: — Ég ásaka ykkur ekki, hvorki þig né hana. En þessu getur ekki haldið áfram lengur. Ég elska hana enn og mun alltaf gera það. Hún kemur aftur til min, ef þú lætur hana afskiptalausa. Við ætlum að fara burt í dag. Skrifaðu henni aldrei. . . . Röddin varð veikari og breyttist í bænarróm: — . . . enda þótt hún skrifaði þér. Þetta fannst mér ágætt. Hann hefur ekki þor til að ausa hatri sínu yfir mig. Þetta var prýðilegt. Ég skal ábyggilega ekki sakna Vadja. Nú var fétt af mér þungu fargi. Ég þarf ekki að ásaka sjálfan mig um framkomu mína gagnvart ástmey minni. Þetta var fyrirtak, en samt langaði mig til að sýna, hvað ég get verið riddaralegur (eða ósvífinn). — Er hún fús til að fara með þér? spurði ég. ~ Já- — Það er ágætt. Ég skal lofa því! Hann stóð upp, gekk til dyranna — hann nærri hljóp — og hvarf. Drottinn minn dýri, hvað van- inn er í rauninni ægilegur! Ég elska ekki Vadja og hef aldrei elsk- að hana. Ég hef ekkert reynt til að fá vissu fyrir því, livort þau hafa farið saman né hversu lengi þau ætla að vera í burtu. En það kemur fyrir, að mig dreymir hana, og þá byltist ég um í draumnum. Það er nóg að ég sjái rósavönd í forstof- unni — lienni þótti svo vænt um rósir — þá fæ ég hjartslátt og fölna. I gær sá ég í Boulác-safninu fara- ó-líkneski úr granít frá Miðríkinu. Við hlið mannguðsins er djúpt inngreypt mynd af konu, eigin- konu hans. Þannig er því varið með okkur. LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.