Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 12
UPPLAUSN Smásaga ejlir MARC BLANCHAJNE 15- apríl 1938. 1 heilt ár hef ég verið elskhugi Vadja Vaside. í nærri sex mánuði hefur maðurinn hennar vitað um það. Við förum öll þrjú saman út til að skemmta okkur eða við hitt- umst úti, eins oft og áður, ef til vill oftar en áður. Leonide brosir, þegar hann sér mig, og ég brosi á móti. Hann réttir mér liönd sína, ég tek í hönd hans, áhyggjufullur á svip spyr ég um heilsufar hans . . . (Það er lélegt, hefur alitaf ver- ið iélegt). Svo tökum við tal sam- an. Eg býð Vadja upp í dans, og það koma örlitiir krampadrættir kring- um munninn á Leonide, en jrað er enginn sem tekur eftir því nema ég og Vadja. Leonide elskar konu sína. Það er alveg áreiðanlegt. Hún liefur sjálf sagt mér jtað. Það var auðvit- að óþarfi af henni, og auk þess særði j)að mig, en konur eru hé- gómagjarnar. Eitthvert kvöid, ein- hverja kyrrláta kvöidstund, rétt undir svefninn, ætla ég að nota til jjess að setja mig inn í liugarástand Leonides, þjáningar Iians, vonir og ótta, hina kúguðu, máttvana reiði lians. Sjálfur elska ég ekki Vadja. í morgun spurði ég ástmey mína. „Vina, þegar maðurinn Júnn er búinn að komast að jæssu, crtu þá ekki Iirædd um, að . . . ? — Hann er huglaus ræfill. Hug- iaus ræfill. Hann kemur aldrei upp uin sig. Hún virtist vera móðguð. Það fyllir liana óróa og auðmýkir liana, að maðurinn er henni svo eftirlát- ur. Ef Leonide lætur sem hann viti ekkert, þá er það af jrví, að hann er viss um, að konan hans muni snúa til hans aftur. Hann veit, hversu liáð hún er auðæfum og þessari stöðu í þjóðfélaginu, og hann getur sér þess til, að ég elski ekki Vadja. Vadja veit þetta allt, en hún hefur ekki hugrekki til að viðurkenna Jjað fyrir sjálfri sér. Ég held, að Leonidc sé ekki liug- leysingi. Ég held, meira að segja, að Iiann muni koma upp um sig, og það mjög bráðlega. Ekki við liana, heldur mig. Þá verð ég að vera heiðarlegur. — Leonide, ég sver við allt, sem heilagt er, að upp frá þessu . . . Og ég skal efna orð mín, og ekki sjá eftir Jtví. l>að erfiðasta kemur, Jregar ég liitti Vadja í síðasta sinn. Þá koma afsakanir, krókódílatár, skopleikur um lieiður karlmanns- ins. I>á stingur hún upp á einhverri bölvaðri 1 jarstæðu, fer að gráta og formælir mér. Drottinn rninn dýri, ég verð taugaveiklaður Ijara við tilhugsun- ina, og Jjó — einhvers staðar á bak við í hugárlylgsnum mínum giottir gamall púki háðslega. Frú Hostier er klædd í hvítan silkikjói, hún líkist hel/t íjallshlíð í vetrarskrúða. Þrjár eða ijórar mjúkar, titrandi hökur ná frá munni niður á brjóstið. En smá- gerð hönd hennar er fínleg og ber gagnsæjan iit, eins og sjúkt blóm. Húðin er svo skelfilega nakin. Ég fyllist óttablöndnum viðbjóði. Andlit frú Hostier er eins og fá- gætlega fagurgjörð smámynd, sem í ógáti hefur vilzt í endalausu fitu- hafi. Augun dökkbrún, fjörleg, augnabrýnnar fagurlega dregnar, parísarnef, og munnurinn í senn barnalegur og ástríðufullur. Hin grannvaxna Denise Hostier hefur nákvæmlega sama andlitsfall og nióðir hennar. — Heyrðu, Tliéraz, mér finnst Jjað óhugnanlegt, hvað þær eru lík- ar, segir Leonide, og stúlkan hlýtur að þjást af Jjví, að Jjurfa sífellt að liorfa á sjáll’a sig í spegli ókom- inna ára. — Hvernig getur þú vitað Jjað? Denise Hostier er áreiðanlega sannfærð um, að móðir hennar hef- ur aðeins uppskorið verðskulduð laun fyrir græðgi sína og leti. Ég er í vondu skapi í kvöld, reyndar að ástæðulausu. Þrátt fyr- ir allt eltir Leonide mig cins og skugginn minn út í garðinn. Hvers vegna bíður hann ekki eftir Vadja á meðan hún er að dansa við liðs- foringjann? Svalur andvari kentur frá fljót- inu. Hvítir liúsveggir sendiráðsins glampa í silfurbirtu nýmánans, raf- magnsljósið kastar daufum rauð- leitum bjarma inn í súlnagöngin. Á bakka marmarasundlaugarinn- ar stendur líkneski. Það er cins og Jjað lúti og spegli sig í grænu vatn- inu, hamingjusamt yfir nekt sinni. Á himinhvolfinu tendrast í sífellu nýjar og nýjar stjörnur, og bakka- fuil niðar áin Níl. — En hvað borgin virðist stór héðan, l'héras! Hvers vegna er Leonide skjálf- raddaður? Ég halla mér upp að líkneski og horfi út í nóttina. Handan við hina miklu elfu gnæf- ir, cins og í draumsýn, stórfenglegt hús Kasr el Doubarah. Úr fátækra- 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.