Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 6
SIGURJÓN EINARSSON úr Ketildölum: r GÖTUBARN Hann ráfar um strœtiö svo stefnulaust með steinrunninn andlitsdrátt. Þvi hann er soltinn og sáran þjáður, og senn tekur dimma af nátt. Hann skriður á kvöldin í skitugt bæli i skúrum niður við höfn og mœnir i hiímið myrkum augum, mœnir í vonlausri þögn. Hann á engan föður og enga móður og ekkert húsaskjól. Og aldrei hefir auðnazt að þekkja ástúð, guð eða jól. Og hatrið brennur úr barnsins augum svo biturt og nístings kalt. Hann grœtur svo sáran i götunnar ryk af grimmd og hatri úti allt. Hann á enga von og enga löngun og engan framtíðardraum. Hann óttast mennina meira en hungrið því meðaumkun þeirra er aum, Aðeins gráleiti steinninn i götunni þelikir hans góðvilda hjartalag. Hvar er nú mildi meðbrœðra þinna, sem mikil er sögð i dag? Hann lœðist i húminu, lýgur og stelur með lœvisi glœþamanns. Þeir þekkja ekki annað en þjófnað og svik í þjóðfélaginu hans. Og meðkrœður hans, sem meiri segjast matra það skipulag, sem öðlaðist sess i árroða timans, en œtti að falla i dag. miklu failegri en mynd af venjulegu barni. Mat á landslags- mynd fer oft eftir því, hvort menn hafa skemmtilegar endur- minningar frá þeim stað eða ekki. Annað sjónarmið á lands- lagi kemur fram í þessari vísu: Ég vildi, að sjórinn yrði að mjólk og undirdjúpin að skyri — Öll þessi sjónarmið eru íremur persónuleg en myndræn. Myndrænt sjónarmið kalla ég það, þegar menn skynja and- stæðu-áhrif lína og flata, þvi að eins og lífið er byggt upp af tveimur andstœðum, þannig er lif hvers málverks byggt upp af andstœðu-áhrifum lina, lita og forma. Um nútíðarlist almennt. — Hvað finnst þér sterkasti þáttur í nútíðarlist? — Það má segja um málverk vorra tíma, að þau séu meira máluð sjálfkrafa (spontant) en eftir áætlun. Oft hlaupa mcnn auðvitað í gönur í þessari leit sinni, en eins og Leifur heppni fann nýja heimsálfu, þegar hann ætlaði til Grænlands, þannig opnast mönnum stundum nýr heimur, án þess að menn hafi ætlað sér að skilja við þann gamla. Og maður nemur aldrei ný lönd, nema maður þori að hætta sér út á hafið! 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.