Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 7
LEIIÍLIST Uppstigning á Akureyri Ég fer sjaldan í leikhús. Ég hefi aldrei skrifað um leiksýningu, en mér finnst ég verði að gera það nú. Ég brá út af venjunni í vor og horfði á sýningu Leikfélags Akur- eyrar á sjónleik próf. Sigurðar Nor- dals, Uppstigningu. Ég skal játa það, að ég fór með hálfum huga, af því að ég óttaðist, að ekki væri unnt að gera leiknum viðunandi skil hér. Ég hafði kynnt ntér leik- ritið áður. (Ég held, að enginn ætti að fara í leikhús, án þess að lesa fyrst það, er sýna skal). Mér var það ljóst, að liér var á ferðinni merkilegt leikrit. Leikritið er tvennt í senn. Það er hugleiðingar gáfaðs manns um sálardrepandi andrúmsloft þess umhverfis, er við íslendingar lifum í og hljótum að lifa í, um paradís smáborgarans og Iðavöll „menningar" starfseminn- ar, sem hefir heltekið marga í þessu landi, þó að menning þeirra sé vægast sagt af skornum skammti. Þingmennskudraumar Davíðsens og altaristaflan eru táknræn fyrir þetta. En leikritið er einnig annað. í því koma fram persónur skapaðar af manni, sem þekkir fólkið, veit, hvernig það er, hvað það hugsar og Jjráir, og hvernig á Jjví stendur, að það er eins og það er. Þetta tvennt, lýsing umhverfis og persóna, helzt meistaralega vel í hendur hjá höf- undi. Leikritið er lýsing á Jrví, hvernig fólk bregzt við umhverfi og hvernig umhverfið leikur Jiað. Mér finnst ekkert undarlegt við það, Jró að leikritið róti upp í venjulegum borgara, sem sér Jrað. Hitt virðist mér undarlegra, ef það gerir Jsað ekki. Ef svo er, er liann orðinn samdauna Knarrareyrar- mennskunni og á sér litla uppreisn- arvon. Það er í sjálfu sér ekkert ljótt við Jrað, þó að safnað sé í alt- aristöflu, og það er í sjálfu sér ekki saga til næsta bæjar, þótt prestur- inn sé tvískinnungslegur hugsjóna- vingull, sem barnlausa læknisfrú langar til að glingra við á kvöldin. En þessi saga verður miklu merki- legri við það, að hún er gerð að táknrænu dæmi um ástandið í ís- lenzku þjóðlífi og er sundurgrein- ing á skapferli íslendinga nútím- ans og viðbrögðum þeirra við til- verunni. Margir geta séð hér sína eigin sögu, sögu bæjar síns, sögu lands síns. Uppstigning er ádeila, en það er dálítið sérkennileg ádeila. Það er í rauninni ekki ádeila á skipulagið fyrst og fremst, heldur á manneðl- ið eða ef til vill öllu fremur á til- tekna Jtætti þess. í leikritinu eru leiddar fyrir sjónir okþar mann- gerðir, sem kallast kleyfhugar, t. d. séra Helgi og frú Herdís. (Reyndar eru einnig í leikritinu heilgerðar persónur, t. d. listakonan, en Jreirra hlutverk er að leiða enn bet- ur í ljós tvískinnung hinna). Bar- áttan milli holdsins og andans, borgaralegra „dygða“ annars veg- ar og andlegra áhugaefna og lang- ana, hins vegar, er meginefni leik- ritsins. Þetta tvennt heyr harða baráttu i sál tveggja höfuðpersón- anna, séra Helga og Elerdísar. Auð- vitað sigrar borgarinn í þessari við- ureign, en andans maðurinn bíð- ur lægri hlut. Sumir höfundar hel’ðu gert úr Jressu harmleik, aðr- ir skopleik. Sigurður Nordal gerir hvort tveggja. Það er hægt að gráta með öðru auganu, en hlæja með hinu, Jregar horft er á leikinn. Ég hefi orðið þess var, að sum- um fellur ekki tækni höfundar. Þeir kunna að vísu vel að meta Jjrjá fyrstu þættina, enda er form þeirra ekki í verulegum atriðum frábrugðið því, sem venjulegt er. Öðru máli gegnir um fjórða þátt. Þá er eins og sumum falli allur ketill i eld, en aðrir gerast upp- reisnarmenn, eins og séra Helgi, og neita að fylgja liugsanaþræði höf- undarins sjálfs. Þetta gerir það að verkum, að ýrnsir eiga erfitt með að njóta sjónleiksins í heild. Ég kann vel við tækni höfundarins, en mér er hún ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er, að merkilegt við- fangseíni f er krufið til mergjar. Þetta mátti vitanlega gera á fjöl- marga vegu, og það er í sjálfu sér gott, að menn velti vöngum yfir |)ví, hvort ekki hefði verið betra að gera það einhvern veginn öðru- vísi en gert er í sjónleiknum. En einmitt af þessum vangaveltum má marka, að sjónleikurinn hefir orð- ið mönnum umhugsunarefni. Ég kann höfundi miklar þakkir fyrir sjónleikinn, og mér finnst hann miklu merkilegri en mörg leikrit, sem meira er hampað og reynt er að telja fólki trú um, að séu eitt- hvað annað og meira en þau raun- verulega eru. Ég vil engin nöfn nefna í þessu sambandi. Ég þekki svo vel þann hugsunarhátt, sem próf. Nordal lýsir í sjónleik sínum, Knarrareyrarsjónarmiðið, að ég veit, að það er ekki hyggilegt. Framhald á bls. 11. LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.