Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 10
um og horfir með kostgæfni á föð- ur sinn búa um ljáina; skrýtnum glampa bregður fyrir í augunum. — Ekki er það líku saman að jafna, segir faðirinn. Jónas, stór- bóndi á hægindajörð, ég frammi í afdal á rýrðarkoti. Jónas á marga syni, sem eru honum eitt og allt, ég á bara þig. Náðu í^snæri. — Ég veit, að Jónas er stórkarl, segir sonurinn, en það er alveg sama. Við getum aldrei orðið stór- karlar, og hvers vegna erum við þá að reyna það. Hlíðin er svo brött og ekki nema þrír hestar undir reiðing. Þú manst, hvernig það gekk í fyrra; við verðum aðeins þreyttir, það er allt og sumt. — Ja, þreyttir, segir faðirinn. I>rír hestar undir reiðing er ekki svo lítið. Ég átti aðeins tvo, þegar ég hóf búskap tuttugu og átta ára, — og var þá einn. Nú erum við tveir. Auðvitað verðum við þreytt- ir, en þrír hestar, sex sátur — það eru mörg knippi. Kýrnar eru óðar í stör. Þegar sonurinn kemur með snærið, stingur faðirinn því milli varanna, meðan hann fer síðustu höndum um búnað ijáanna. Svo grípur hann snærið aftur úr munn- inum, bindur á lykkju og reyrir að ljáunum fast upp við þjóin, vefur síðan snærinu enda á milli og hnýt- loks að, krjúpandi við hlaðhelluna. Það fara vandvirknisdrættir um munninn. — Ég veit, að kúnum þykir stör- in góð, segir sonurinn og gefur handtökum föðurins gætur, — en ég hélt við hefðum nóg hey undir veturinn. — Maður hefur aldrei nóg hey, segir faðirinn krjúpandi við hlað- helluna, — en þó svo væri við hefðum nóg hey, þó svo væri við gætum gefið skepnunum inni í all- an vetur, þá verðum við samt að slá störina. — Jæja, segir sonurinn, og það Evamaria Feistel: Fiðlungur var eins og hann hefði misst alla löngun til að tala framar. Þá rís faðirinn á fætur og réttir úr sér með ljáina umbúna í ann- arri hendi. Það bregður fyrir glampa í augum hans, og glamp- inn á eitthvað skylt við ótta, því að nú gengur hann að drengnum og leggur hönd á öxl honum. — Á ég að segja þér nokkuð, seg- ir hann. Ég hef slegið störina allan minn búskap, faðir minn sló hana alla sína tíð, og hún var slegin svo langt sem hann mundi. Sonurinn þegir. — Það verður að slá störina, seg- ir faðirinn, og augu hans gráta og brosa í senn. — Það verður að slá störina. Ég get ekki hugsað mér að vita aí henni hverfa undir snjóinn í vetur. Sonurinn stendur tvílráður. Hann heldur ennþá á harðfiskbit- anum, og höndin hangir máttlaus niður með síðu hans. Faðirin horf- ir á hann þögull og fast, það er eins og hann óttist, að sonurinn hverfi, ef hann hviki af honum augum. — Nú skulum við koma okkur af stað, segir faðirinn þögull. Ekki ^ veitir okkur af deginum. — Nei, segir sonurinn og tekur um leið ofurlítið viðbragð. — Svo kemur mamma fram eítir, og mýr- arnar. eru blautar og blautt og þungt að raka. Svo fer hún kannske upp fyrir stígvélin. Hún, sem er dauðþreytt á kvöldin, enda þótt hún annist bara húsverkin, og styn- ur, áður en hún fer að hátta. Þú veizt, livað hún mamma er slitin. — Veit ég, veit ég, segir faðirin. En við sjáum nú, hvað setur. Kannske þarf hún ekki fram eftir. Ef vel gengur, getum við rakað; annars er hún rakstrinum vön. Faðirinn snýr við honum baki, reisir ljáina upp við dyrastafinn og liverfur inn í bæinn, en sonurinn stendur kyrr. Hann stingur liarð- fiskinum upp í sig og slítur frá. Það ganga tveir menn upp hlíð- ina. Þeir bera orf um öxl og eru líkir í vexti og tilburðum. Sá, sem fer á undan, er þó örlítið lotnari í herðum. S:kuggar þeirra teygja sig upp eftir hlíðinni, því að sólin er fyrir stuttu komin uþp. Brátt verða þeir uppi á brúninni. Þá tylla þeir sér eflaust niður á stein til að kasta mæðinni. Þeir eru örsmáir í fjarsk- anum, og þá ber við himin. Síðan hefja þeir gönguna á ný og hverfa að lokum bak við hnjúkinn, sem rís upp af snarbrattri lrlíðinni. Himinninn er blár. Frjáls samkeppni Ljóð Farðu burt af lóðinni minni! Hvers vegna? Af þvi ég d hana! Hvar hefurðu fengið hana? Hjá föður mínum! Flvar fékk hann hana? Hjá föður sinum! Hvar fékk hann hana? Hann barðist fyrir henni! Þá œtla ég að berjast við þig um hana! 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.