Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 9
ERLINGUR E. HALLDÓRSSON: Smámynd af bænum í dalnum Himinninn er blár.og blámi hans hjúpar lítinn dal, því að bláminn er ekki alleinasta vippi í loftinu, heldur strýkur hann mjúkfingrað- ur grösin og ána og meira að segja grimmleita klettana uppi í hlíð- inni; það er einungis úti við sjón- hring, að örsmár skýhnoðri gægist fram og ýfir við sárri minningu hóndamanns um dumbung síðustu dægra. Engan skyldi því undra, þó að snemma fari að rjúka í bænum. Fólk í afdal er öllum næmara fyrir blámanum, það finnur hann gcgn- um svefninn, og þá rýkur móðirin fram úr fyrir allar aldir til að Fveikja upp og hita kaffið, enda þótt sólin hafi enn ekki vakið morguninn. Og meðan móðirin hellir upp á könnuna, verður henni af og til litið út um glugg- ann að gá að sólinni, -en nú er eins og sólin vilji láta fólk í afdal bíða sín, — svo er að sjá hún vilji allra- náðarsamlegast rninna það á, að brátt verði biðin lengri. Túnið stendur uppi undir hlíð- inni, og hlíðina langar mest til að dctta yfir túnið. hegar sólin sendir fyrstu geisla sína yfir hálsinn hinum megin, glitrar á daggardropa úti í túnjaðr- inum. í sama mund kemur faðir- inn út. Hann stendur um stund á hlaðhellunni og strýkur kaffið úr skcgginu. Síðan ier hann ofan í vasann, nær í pontuna og fær sér í nefið. Hann stígur fram á annan fótinn, og með pontuna í annarri hendi skyggnist liann yfir dalinn °g túnið. Hlýtt bros bærist í aug- um lians, þegar liann sér lanirnar þarna niður á flötinni og nýslægj- una og löngin; að lokum litur hann eins og af vangá út í túnfót- inn, þar sem döggin glitrar. — Heilagt sé blessað veðrið, seg- ir hann ofan í klútinu um leið og hann snýtir sér. Hann gengur hægt yfir lilaðið og strýkur um nefið á göngunni. Úti undir vegg nemur hann staðar, stingur klútnum í vas- ann og pissar. Hann horfir upp á þekjuna á meðan; hún er grasi gró- in og liggur í legu. — Nújá, hér þarf ég að slá, segir hann, laumar höndinni upp á þekjuna og grípur ofan í grasið. — Hér sprettur, segir hann. Unglingschcngur kemur út á hlaðhelluna og nagar harðfisk. — Pabbi, scgir hann, hvar cru ljáirn- ir? — Úti í skemmu og á sínum stað, scgir faðirinn. Við þurfurn að fara að halda af stað. — Já, það er víst, segir sonurinn og lítur á hann út undan sér. Hann nagar harðfiskinn og slítur frá tönnunum og þurrkar sér um nef- ið á handarbakinu. Svo gengur Iiann yl'ir hlaðið, að skemmunni og opnar; það er myrkt inni. — f>að vcrður rífandi þurrkur í dag, segir sonurinn út úr skemm- unni. — Ef hann gerir Uæsu. Það er ekki nóg að sólin skíni. scgir faðir- inn. En nú er störin orðin falleg skal ég segja þér. Það verður gam- an að slá í dag. Hann hefur lokið sér af, kemur fram á lilaðið. — Ég hélt við ætluðum að þurrka í dag, segir sonurinn og kemur út úr skemmunni. — Nei, ségir faðirirtn, við treyst- um á að þurrkurinn haldist næstu daga. Upp eftir verðum við að komast. Ekki er seinna vænna. Ég er bara hræddur um, að hitinn fari alveg með okkur. — Ja, ég hélt nú þetta, af því við eigum nóg að Jrurrka og illa hefur viðrað undanfarið, segir sonurinn og kemur fneð tvo ljái út úr skemmunni. — Svo eigum við eftir að slá talsvert, þúfurnar í túnjaðr- inum og mýrina fyrir neðan túnið, og ekki nema þrjár vikur til leita. — O, við ljúkum okkur af, áður cn í eindaga er komið, segir faðir- inn. Engin hætta á öðru. Hefurðu nokkuð utan um ljáina? Drengurinn bregður sér aftur inn í skemmuna til að ná í poka- dulu. Faðirinn tekur við henni, gengur yfir að bæjardyrunum og breiðir úr henni á hlaðhelluna. Hann leggur ljáina J^vert á annan enda dulunnar og brýtur inn af frá báðum jöðrum. Svo vefur liann ljá- ina inn í duluna með hnitmiðuð- um handtökum. Hann leggur sig allan fram við verkið. — Jónas á Viðidal lætur sér nægja að slá túnið, segir sonurinn. Hann heldur á harðfiskinum í ann- axri hendi, en hefur hina í vasan- Erlingur E. Halldórsson EÍF og LIST 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.