Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 13
MARC BLANCPAIN er nýr maður í frönskum bókmennt- um. Hann er fæddur 1909, og 21 árs gamall var hann kominn af staS út í heiminn. Hann hefur ferðazt mikið og fengið margþætta lífs- reynslu, var liðsforingi í heimsstyrjöldinni síðari og fór á vígvöllinn. Þar var hann tekinn til fanga og sat fjögur ár í fangabúðum Þjóð- verja, eins og faðir hans hafði gert. Eftir að hann kom heim, varð hann kunnur fyrir störf sín við blpð og útvarp, fekk síðan fram- kvæmdastjórastöðu hjó Alliance Francaise. Hann var kominn af æskuskeiði, þegar hann fór að skrifa bækur. í fangabúðunum kynntist hann rithöfundinum Georges Duhamcl,sem hvatti hann til að i.krifa. Fyrstu tvær bækur sínar samdi hann inn- an við gaddavírinn, og þangað bórust honum líka 1943 hin frægu bókmenntaverðlaan frönsku akademíunnar. Kunnust er fyrsta bók hans, „Le Solitairc.“ og síðan „Maturité,“ sem lýsir ungum manni af millistríðskynslóðinni. hverfi gömlu Kairó glymja söngv- ar og hlátrasköll, og dauf leiftur leggur frá vita á fljótinu. Bláir skuggar dansa yfir sigrihrósandi rauða ásjónu Mokattam-klettsins, sem sýnist vaka yfir dalnum og borginni. Leonide þegir eins og steinn. Þó heyri ég, að liann andar ótt og títt. Ég þegi líka, en óska þess af heil- um hug, að hann segði eitthvað . . . Ó að hann vildi tala og með því binda endi á fyrirlitningu mína á honum, að hann vildi tala og segja það, sem honum ber að segja við mig. Enn þegir hann. Frá eyðimörk- inni kemur liægur andvari, en ekki nógu svalandi. — Það er yndislegt hér, Leonide. Yndislegt eins og í svefnherbergi elskenda. ~ Já- (Þetta er meiningarleysa, sem ég er að segja. Svefnherbergi elsk- enda eru ýmist ísköld eða heit, volg, fátækleg eða skrautleg. En það hefur enga þýðingu. Ég vildi bara þvinga eiginmann Vadja til að tala . . .) Hljómsveitin er hætt að spila. Við heyrum grófan óm af hláturs- hviðum og röddum. Hvað skyldi liðsforinginn hafa gert af Vadja? Hljómsveitin heldur áfram að spila. Ég legg höndina á liáls líkneskj- unnar og lialla mér fram að líf- lausu andliti hennar. — Mér lízt ekki á þig, segi ég við hana, þú ert alltof lík einhverjum . . . Heldur þú ekki, Leonide, að hún hafi sama andlit og Vadja, breiða ennið, stóru egypzku am- báttaraugun, stóra munninn og ó- manneskjulega kæruleysissvipinn. Leonide steinjiegir enn. — . . . meira að segja eyrun eru eins, lítil, klemmd, uppstæð, segi ég aftur. Ég finn að ég roðna, mér finnst lijartað stöðvast. í þrjár eða fjór- ar óendanlega langar sekúndur svarar Leonide engu, síðan hallar hann sér að mér og muldrar: - Ef til vill. Ég teygi hönd mína út yfir vatn- ið í lauginni og ég sé spegilmynd hennar í vatninu, hvíta, óvirkilega, með útglennta fingur. Það fer hrollur um mig. Ég rétti skjótlega úr mér. Leonide stendur þarna ennþá álútur, og ég sé, hversu mjög hann þjáist. Ég þyrfti ekki meira en að rétta út höndina til Jæss að hrinda honum í vatnið. Ég aumkva og hata hann í senn. — Þú verður innkulsa, Vasidés. Ég fer leiðar minnar, og Leonide kemur hljóðlega í humátt á eftir mér. Er ég ekki eins huglaus og hann og enn fyrirlitlegri? Jæja. Við höldum báðir áfram að hræsna livor fyrir öðrum. Vadja verður ást- mey mín áfram. Og við Leonide höldum áfram að heilsast með handabandi og verðum álitnir góðir vinir. Liðsforinginn hefur hrifið alla, segir Vadja. Hann er franskt göfug- menni, andríkur, riddaralegur, og Jjó látlaus í framkomu. Já, Jjað eru vissulega bara Frakkar, sem . . . — Þér geðjast víst mjög vel að Jreim, er það ekki? grípur Leonide fram í fyrir henni. — Mjög vel. Konan finnur, að Fransmaðurinn metur hana á þann sérstaka hát't, sem hún helzt kýs. — Þökk, Vadja, þökk fyrirl Og ég þvinga mig til að hlæja. Við stöndum þarna þráðbein og augun loga af þrjózku. Leonide stingur höndum í frakkavasana. Vadja brosir og andlit hennar ljómar. Ég er að hugsa um, hvort ég eigi ekki að láta undan síga og flýja. En það er Leonide, sem fer, hann gengur Jjunglamalega, dreg- ur á eftir sér fæturna, þegar hann ryður sér braut gegnum hópinn af dansandi fólki, áleiðis til Hostier og dóttur hennar. Vadja tekur í hönd mér. Ég fyll- ist klúrri, eggjandi gleði, eins og af stolti yfir nýjum sigri. Óljóst vonast ég eftir því, að Vadja Jjegi núna, og, umfram allt, að hún fari ekki að tala um „ást okkar“, eins og hennar er vandi. Þegar hún seg- ir: „ást okkar“, — og satt að segja gerir hún það æði oft — Jjú er eins og einhver Jn iðja persóna sé kom- in með í leikinn, og sú persóna er sannarlega hálferfið og jafnvel van- Jjroska, og Jjó verð ég að taka tillit til Jjessarar veru. En Vadja er óbetranleg. LÍF og LIST 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.