Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 4
fjölda ára skeið hafa verið einvald- ir listdómendur, þá finnst Lífi og List orðið tímabært að kynna önn- ur sjónarmið en þau, er ráða lista- smekk þessara þriggja fyrrgreindu listfræðinga og allra þeirra mörgu áhangenda. Þess vegna báðum við Nínu um að segja nokkur vel valin orð. Mér finnst allir Kínverjar eins, en . . . Fyrst byrjum við að rifja upp gamlar þulur um abstrakt-list eins og: Þetta gæti ég nú gert. — Þetta Nína Tryggvadóttir: Sjálfsmynd. er óðs manns kák. Öll þessi ab- strakt-list er alveg eins. — Hún er kannske oft áþekk, sagði Nína, ekki fremur en mér íinnst t. d. all- ir Kínverjar eins, og ætli því sé ekki svipað farið með Kínverjana, að þeim finnist við hvíta fólkið al- veg eins, fljótt á litið. Ef myndir eru aðeins skoðaðar á yfirborðinu, þá er ekki hægt að búast við miklu. Málaralistin er bókmenntir engu síður en annað. — Margir hverjir lialda því fram, að málaralist eigi ekkert skylt við bókmenntir og varast beri að rugla þessu tvennu saman. Hvað telur þú? — Þetta er alrangt. Auðvitað er málaralistin bókmenntir — og nán- ar tiltekið hárnákvæm vísindi. Öll list er í nánu sambandi við mann- lífið á hverjum tíma. Með aukinni þekkingu og framför í vísindum hefir mönnum opnazt nýr heimur í málaralistinni engu síður en á öðrum sviðum mannlegrar starfs- semi. Náttúrustælingar og óhlutræn list. — Við vitum nú, bætti Nína við, að í smásögn er orka, sem nægir til að sprengja upp hnöttinn. — Það er því algerlega ófullnægjandi að mála aðeins ytra útlit hlutanna, en sleppa alveg að minnast á alla þá dularfullu leyndardóma, sem í þeim býr. Náttúrustælingar minna einna helzt á falska mynt. Maður verður fyrir vonbrigðum að fá eft- irh'kingu af lilutnum, en ekki hlut- inn sjálfan. Ég minnist þess sem bárn, að ég kom oft í hús, þar sem málverk af fossi hékk yfir legubekk. Ég Jjorði aldrei að setjast á bekk- inn af hræðslu við að fá fossinn yf- ir mig. Mynd af eplum vekur hjá manni löngun í epli. Þannig eru áhrif hlutrænna mynda meira og minna „útvortis", ef svo mætti kalla. Óhlutræn list er Jdví enn nær veruleikanum en sú, sem aðeins líkir eftir ytra útliti hlutarins — hún lalar lil tilfinninganna milli- liðalaust, án þess að nota hlutrœn táltn (symbol), sem draga athyglina frá aðalatriðinu. Málverk á að lifa sínu eigin lífi. — Ef fávís maður sæi óhlutræna mynd og langaði til að forvitnast um af hverju hún væri — hverju á þá að svara? — Það er álíka fjarstætt, þegar um óhlutræna mynd er að ræða, að 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.