Líf og list - 01.08.1950, Page 2

Líf og list - 01.08.1950, Page 2
Fríður ílckkur. t EINN SÓLBJARTAN hásumardag fyrir skemmstu stóðum vér sunnarlega í Tjamargötu og virtum fyrir oss dýrð veraldar. Skyndilega heyrðist þungur dynur líkt og af fótataki herfylkis á göngu. Og sjá, neðan Tjamargötu kom hópur manna, nær tveimur hundruð- um en hundraði, mislitur söfnuður, konur og karlar, flest fólk með snotr- ar einkennishúfur, sumt í skrýtnum þjóðbúningum, yfirleitt glaðlegt og frjálslegt. Fremstur gekk kolsvartur reykvískur lögregluþjónn, steinsteypt tákn allra jarðneskra stofnana. Þetta voru þátttakendur í kristilegu stúd- entamóti á skrúðgöngu suður í háskóla, þar sem sex norrænir fánar blöktu við hún, fegursti systkinahópur meðal allra heimsins fána. Þetta var hressandi sjón, æska, gleði, litir, birta, og féll vel inn í mynd hinnar fögru veraldar, sem við oss blasti. Vizkusteinninn. ÞANNIG kom oss þetta fólk fyrir sjónir, fagurlitt og marglitt, enda kom- ið af mörgum löndum. En hvað bjó því í huga? Það hópast saman vegna sam- eiginlegrar trúar, vegna þess að það tel- ur sig, hver og einn, hafa fundið flís úr sama steini, sjálfum vizkusteininum. Það stendur á biblíulegum grundvelli. Það efast ekki, það veit. Það er sælt og glatt, því að fyrir sérstaka náð hefur lausn alls vanda verið laumað í lófa þess, ásamt vegabréfi til himnaríkis. Eins og atomfræðingar tala sín í milli mál, sem vér skiljum ekki, svo talar og þetta fólk tungumál, sem oss er hulið. Það talar sitt fagmál, það ræðir um hluti, sem skyn vort nær ekki upp í. Það er ekki vor sök. En vér fordæm- um ekki þetta fólk, heldur sýnum fag- máli þess umburðarlyndi og tökum því ekki illa upp, þótt það sýni oss í fullri vinsemd, hvar helvíti er á landakortinu. Það er einkamál þess, hvernig það skipar lífi sínu. En hitt lefyum vér oss að hugleiða, hversu undarleg manneskjan er og hve margvísleg. Hið mannlega á víst alltaf kröfu á samúð manns, og það mun vera mannlegt að vera rétttrúnaðarmaður á biblíulegum grundvelli. En vér getum ekki að því gert ,að það magnast hjá oss mótþrói, þegar vér hittum menn, sem þykjast ganga með vizkusteininn upp á vasann. Það er þroskavegur að leita vizkusteinsins, en heimska að finna hann. Sá, sem hefur fundið hann (þ. e. telur sig hafa fundið hann), er búinn að vera og getur snúið upp tán- um í eitt skipti fyrir öll án þess að missa nokkurs. Sú sjálfumglaða vissa að hafa í vasanum bréf upp á guð (eða fullkomið mannfélagsskipulag) er and- legur dauði hvers þess, sem slíkt bréf fær. Sælir eru þeir, sem efast, því að þeir munu aldrei finna vizkusteininn. Tveir prófessorar. OG NÚ verður oss allt í einu hugsað til Dungals prófessors. Trú og vantrú eru tvíburasystur. Prófessorarnir tveir, Dungal og Hallesby, eru eins og tvö lóð, sem vega salt, sitt á hvorri meta- skál. Dungal er að sínu leyti sami ofsa- trúarmaðurinn í vantrú sinni eins og Hallesby í réttartrúnaðinum. Sama sál- gerð er í báðum, þótt ólíka stefnu taki vegna einhverra hluta, sem líklega væri hægt að benda á, ef rannsakaður væri æviferill beggja, eins og Hekla er sama eldfjallið, þótt hún gjósi stundum svörtum vikri og stundum hvítum og leggi ösku sína ýmist í norður eða suð- ur eftir vindátt. Hin þykka bók Dung- als, Blekking og þekking, er gegnsýrð af þessari hamslausu ofsatrúuðu van- trú, sem undir eins kemur upp um höf- und sinn, auk þess sem hún fyllir hvern þann mann leiða, sem ekki er gæddur áþekku lundarlagi. Enn einn, sem hefur vizkusteininn í skjalamöpp- unni. Vér getum haft sögulega ánægju af rökræðum miðaldamanna um htinn á fjöðrum Gabríels erkiengils. Vér tök- um þetta sem eins konar frumstæða fuglafræði á vísindalausri öld. En vér sjáúm ekki, hvað oss nútímamönnum skulu þykkar bækur til að sanna, að skólaspekin hafi farið vill vegar og draga að því líkur, að guð sé ekki til. Dungal getur skrifað eins mörg hundr- uð síður eins og hann vill til að sanna þetta fyrir sjálfum sér, ef hann þarf þess með, því að þessi mál verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig, eftir því sem hann hefur persónu og upplag til. En það er -óþarfi að gefa slíkt út eins og prédikari. En sem sagt, ekki er ástæða til annars en vera ekki umburðarlyndur við hina (van)trúuðu, prófessorana tvo, kannske er það ekki sjálfra þeirra sök, að þeir hafa fundið vizkusteininn. Malkusar eyra. ÞAÐ er alkunna, hvernig túlkendur guðs orðs hagræða því í hendi sér, ef þeir þurfa á að halda. Oss var í æsku kennt, að Kristur hafi boðað frið og fordæmt vopnaburð og valdbeitingu, og þessu viljum vér fegnir trúa. En í fyrra reis séra Pétur í Vallanesi upp og lýsti því yfir, að Kristur hefði ekki verið frá því, að menn bæru vopn hver á annan, og lét jafnvel á sér skilja, að hann mundi hafa verið með því, að ís- lendingar gengju í hernaðarbandalag. „Sá, sem vegur með sverði, skal falla Framhald á bls. 15. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.