Líf og list - 01.08.1950, Side 8

Líf og list - 01.08.1950, Side 8
Jóhann Sebastian Bach átti fullt hús af börnum og músík irnar helguðu sig alveg ýmsum greinum tónlistarinnar. Þaðan komu organleikarar og aðrir hljóð- færaleikarar, hljóðfærasmiðir,kant- orar — það er kórstjórar — hljóm- sveitarstjórar og tónskáld. Tónlist- armönnum fjölgaði með hverri nýrri kynslóð. í annarri kynslóð á eítir Veit voru þeir þrír, í þeirri þriðju tíu, sú fjórða kom með sex- tán, þeirra á meðal var Jóhann Se- hastian, og flestir urðu þeir í hinni fimmtu, 21 alls. Allan þenna tíma sneru aðeins sex Bach-ar sér að öðr- um efnum en tónlist. Aftur á móti eru 38 Bach-ættmenn skráðir í Grove’s Dictionary of Music. Enn eru víst skiptar skoðanir um það, hver þessara manna hafi verið snjallastur. En þessir þrír verða á- byggilega taldir fremstir: Jóliann Kristófer (1642-1703), organlcikari í Eisenach, djúptækt og snjallt tónskáld. Jóhann Sebast- ian hafði mikið álit á verkum hans, lék Jrau, og varð áreiðanlega fyrir áhrifum af þeim. Jóhann Sebastian sjálfur (1685— 1750), mesta kirkjutónskáld verald- arinnar, sem naut annars mests á- lits hjá samtíðinni fyrir organ -og slaghörpuleik sinn. Karl Philipp Emanuel (1714—88), Jjriðji sonur Jóhanns Sebastians, sem losaði sig undan stíl föður síns og lagði grundvöllinn að sin- fóníuformi nútímans. Um hann sagði Mozart: „Hann er faðirinn og við erum börnin.“ ÆTTIN SAFNAST HEIM. Þessi nöfn ein út af fyrir sig sýna, hversu ást á tónlistinni og kunnátta gengu í arf frá einni Bach-kynslóðinni til annarrar. Það var ekki sízt skaphöfn ættarinnar, sem gerði þetta mögulegt. Ættin var bundin föstum böndum, næst- um eins og klíka. Piltar voru skírð- ir liinum hefðbundnu nöfnum ætt- arinnar, að minnsta kosti 45 hétu Jóhann að fyrsta nafni, og margir voru þar Kristóferar og Kristjánar. Strax og þeir höfðu aldur til, kenndu feður eða frændur þeim ættariðnina.Einu sinniá ári hverju safnaðist öll ættin í hóp til að dveljast einn dag saman í félags- skap til þess að skemmta hver öðr- um með tónlist. Um 1750 komu hvorki meira né minna cn 150 Bach-ar til slíks fagnaðarfundar. En íþróttirnar byrjuðu aldrei fyrr en bænir höfðu verið lesnar, því að Lútherskah gallhörð var ættinni í blóð boriri og var henni um leið orkulind. Annað var Jrað, að hinar fjórar ættgreinir héldu sig við borgirnar og þorpin, sem þær voru runnar frá. Veit var kominn af bændum og afkomendur hans báru tryggð til átthaganna. Einn hinna iáu, sem yfirgáfu heimahagana, var Jóhann Kristófer, 11. sonur Jó- hanns Sebastians, sem settist að í London og varð kunnur sem „Bach hinn brezki“. Hann kenndi fjöl- skyldu Georgs konungs þriðja og var vinur listmálarans Gainsbor- ough. Bach-arnir voru spauggreindir menn, heiðarlegir og heilsteyptir. Þó voru til svartir sauðir í ættinni, t. d. Jóhann Friðrik, organleikari í Mulhausen, sem var ofdrykkju- maður. Hann mætti slundum full- ur við messu til að leika á orgelið. En Jóhann Friðrik var undantekn- ing að íleiru en Jressu. Hann lærði guðfræði jafnframt tónlistinni. Annar úr ættinni vakti hneyksli fyrir heitrof. Það var Jóhann Kristófer, tvíburabróðir föður Jó- hanns Sebastians. Stúlkan, Anna Cunegunda’Wiener, ákærði hann fyrir að hafa ginnt sig eítir að Jrau voru búin að taka ofan hringana. Þó urðu svik ekki sönnuð, og stúlk- an tapaði málinu. Sá var siður í ættinni, að ekkju- menn kvæntust á ný aðeins fáum mánuðum eftir að þeir höfðu misst konur sínar. Þeir voru miklir barnakarlar, en öll voru börn Jreirra skilgetin. ERFIÐIR TÍMAR. Hin rótgróna siðferðiskennd 'íach-anna bjargaði þeim frá Jrví að misbeita hæfileikum sírium á spillingartímum Jseim, sem í hönd fóru eítir að Veit i’éll frá. Þá kom Þrjátíu ára stríðið, og herir Frakk- lands, Svíjyjóðar, Habsborgara og og Jjýzkra prinsa æddu fram og aft- ur um landið og skyldu ekki annað eftir en vök eyðileggingarinnar, nauðganir, niðurnídda uppskeru og rændar borgir. Trú og siðir l’óru hnignandi, en galdrar og hjátrú í vöxt. Meðan öll þessi ósköp gengu^ yfir, héldu Bachfjölskyldurnar fast við trú og siðgæði. Jóhannes Bach, sá fyrsti af hin- um miklu hæfileikamönnum ættar- innar, var organleikari í Erfurt flest Framhald á bls. 15. 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.