Líf og list - 01.08.1950, Page 4

Líf og list - 01.08.1950, Page 4
um, en visindin geta aldrei verið súbjektív, þau verða að vera ob- jektív. í þessari sömu grein var tal- að um, að náttúrustælingar minpi einna helzt á falska mynt. (Af greininni er að skilja, að höf. eigi við allar náttúrueftirlíkingar í mótsetningy við abstrakt-list). Það er óskiljanlegt, að nokkur listamað- ur geti látið sér um 'munn fara slíkt illgjarnt slúður, því að ennþá hefir enginn abstrak-málari gert mynd, sem tekur fram ýmislegu í fornkínverskri og egypzkri list eða hella-málverkunum í Lascaux að innra lífi og listrænum krafti. Mótív beint úr náttúrunni getur skapað eins djúpar kenndir í huga listamannsins eins og heilaspuni abstrakt-málara. Það er hæpið að fullyrða, að mynd af eplum veki hjá mönnum alltaf löngun í epli, og að áhrif hlutrænna mynda séu þess vegna meira og minna „út- vortis“, eins og það var orðað. Þegar maður horfir á epli eftir Cezanne, langar mann álíka mikið til að eta þau eins og til að eta gimsteina. Eplamyndir Cezannes hafa dregið fram marga leyndar- dóma, sem venjulegum manni hef- ir ekki verið kleift að sjá í venju- legu epli. Grundvöllur allra lista. En finnst yður ekki abstrakt-list- in hafa flutt nýjar hræringar í ís- lenzka myndlist, rótað upp í lista- lífinu? — Yfirleitt finnst mér lítið and- legt nýtt hafa komið fram í þess- um íslenzku abstrakt-málverkum. Forvígismaður kúbismans Picasso hefir auðvitað gert geypilegan landvinning í list og snert við ótal vandamálum í myndlistinni. Ég er mjög hrifinn að mörgum mynd- um hans. Það er eitthvað í þeim eins og i allri góðri list, er snertir við því dýpsta og huldasta í mann- legum anda. Svipuð tilfinning get- ur gagntekið mann af lestri góðrar bókar. Sumar mannlýsingar í bók- um Kiljans Laxness geta haft svip- uð áhrif, hans stíll gengur stund- um svo djúpt, rótar i þvi óþekkta i mannssálinni, sem er grundvöllur allra lista. í bókum sínum lýsir Kiljan fólki, sem maður trúir, veð- urbrigðum og öðru slíku og nær einmitt að snerta mann með lýs- ingu á þessum raunverulegu hlut- um á sama hátt og góð mynd, jafn- vel þó að aðeins fjall sé fyrirmynd- in. Abstrakt-tilraunir eftirtektar- verðar, en . . . En finnst yður ekki sum íslenzk abstrakt málverk geta þjónað þannig fegurðinni? — Mér þykir þessar íslenzku abstrakt-tilraunir eftirtektarverðar, en mér finnst margar þessar mynd- ir keyra svo mikið á þægilegri lita- samstillingu og öðrum estetískum kenndum — en það er ekki nóg. Ef listin byggist eingöngu á hinu fag- urfræðilega, nálgast hún að vera aðeins dekóratív. Listamaðurinn verður fyrst og fremst að hafa ein- hverja tilfinningu fyrir manninum og því, sem er að gerast í manni sjálfum. Til þess að mynd hafi fullt gildi, verður liún að vera eins og fullkominn og virkilegur heim- ur út af fyrir sig, og maður verður að muna hana í heild eins og líf- ræna byggingu. Fallegir litir eru góðir með öðru góðu, en þó ekki höfuð-atriðið. Það verður að stafa andlegur kraftur, andleg spenna af myndinni, þar sem tilfinningar listamannsins fyrir lífinu endur- spcglast. Þörfin fyrir nýjungar. Teljið þér þá fráleitt að mála abstrakt, og að íslenzk myndlist sé á refilstigum, ef liún heldur lengra út á þessa braut? — Það vil ég ekki segja, en margt þetta fólk er svo nýjunga- gjarnt. Það virðist hafa einhverja voðalega þörf fyrir að gera mann liissa. Þú getur gengið út á götu og séð spýtudrumb liggja við gang- stétt, án þess að taka eftir honum, en ef þessum sama drumb er stillt upp ástæðulaust á miðri götunni, hlýtur þér að verða starsýnt á hann. Eins getum við gengið út á götu og mætt tveimur mönnum og jafnvel strokizt við þá, án þess að taka eftir þeim, en ef við hins veg- ar sæjum mann, einn mann, liggja á miðri götunni, lilytum við að taka eftir honum. Öll þessi athygli, sem fremur dregst að hlutnum, ef hann er settur upp á áberandi hátt, þarf ekki að bæta hann, þó að slíkt geti verið gott með öðru góðu. 4 LÍF og UST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.