Líf og list - 01.08.1950, Side 3

Líf og list - 01.08.1950, Side 3
RITSTJÓRAR: Gunnar Bergmann, Skegqjag. 21. Steingrírrvjr Sigurðsson, Barmahlíð 49. Símar: 81248 7771 LÍF og LIST TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL AFGREIÐSLA: Laugaveg 18 Kemur út í byrjun hvers mónaðar. Ár- gangurinn kostar kr. 50.00. Verð I lausa- sölu kr. 5.00. Sími 7771. órgangur Reykjavík, ógúst 1950 5. hefti „Form myndarinnar skiptir engu máli, ef myndin er góð44 Yiðtal við Jón Stefánsson, listmálara Jón Stefónsson: Blóm í krús. EFNI: MYNDLIST: ,,Form myndarinnar skiptir engu máli, ef myndin er góð.“ (Við- tal við Jón Stefánsson, list- málara....................3 TÓNLIST: Samvizka og selló. (Grein um Pablo Casals)............6 Bach-ættin, grein eftir Ivar Jones 7 SÖGUR: Victoría, smásaga eftir Geir Kristjánsson.............9 Sakleysi, smásaga eftir Graham Greene..................11 L J Ó Ð : Leitin, eftir Svein Bergsveinsson 14 Þ A N Ií A R : A kaffihúsinu.............2 Þegar við ámálguðum við Jón Stelánssðn, listmálara, að mega . ræða við hann hcr í ritinu um ým- islegt, er varðar myndlist, sagði liann, að sér væri fjarri skapi að auka á deilur — þar að auki væri ókleift að gera þessu skil í stuttu máli. En við tókum þó upp þráð- inn og sveigðum talið að abstrakt- listinni, sem enn er svo á huldu, og spurðum listmálarann um sjónar- mið hans á þeim afbrigðum listar- innar meðal íslendinga. Hlutræn og óhlutræn list. — Það hefir verið þyrlað upp svo miklu moldveðri um abstrakt-list hér á landi, að engu líkara er en sumt af þessu fólki, sem boðar þessa list, tilheyri einhverjum of- stækistrúarsöfnuði. Þetta fólk er fullt af belgingi og talar um þetta eins og alfa og ómega — meira að segja hefir trúaræsingur þessara manna gengið svo langt, að einn þeirra hefir í mín eyru óskað sér af heilum hug, að Louvre-safmð yrði brennt —i því að það sé nóg búið að skaða listina. Þetta fólk el- ur í sér óskiljanlega grernju í garð þeirra manna hér, sem leyfa sér að segja opinskátt, að hin íslenzka ab- strakt-list .falli þeirn ekki alls kost- ar í geð. Sú 'gagnrýni er fordæman- leg — að því finnst —, en hins veg- ar finnst mér, að allt það há- stemmda lof um abstrakt list, sem hér hefir einnig sézt á prenti, eigi engu meiri rétt á sér, því að það er sízt viturlegra né óskaðlegra en allar skammirnar. Ekki veit ég, hvort hér séu nokkrir „einvaldir listdómarar" eins og Líf og List talaði um fyrir nokkru. Virtist þar m. a. vera sveigt að Jóni Þorleifs- syni. Jón Þorleifsson tel ég hins vegar vera einhvern nytsamasta mann í íslenzkum listfélagsskap. — Sumt af þessu fólki notar slagorð, orð, sem það hvorki kann né skil- ur, — einhvers staðar rakst ég á það á prenti, þar sem því var hald- ið fram, að öll list væri bókmennt- ir eða nánar tiltekið lrárnákvæm vísindi. Þetta og annað eins er tóm vitleysa. Þó að listin eins og annað styðjist að mörgu leyti við niður- stöður vísindanna, er hún ekki vís- indi. Listin er sambland af sú- bjektivum og objektivum kennd- LÍF 0g LIST 3

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.