Líf og list - 01.08.1950, Side 13

Líf og list - 01.08.1950, Side 13
uppi á miðju hæðardraginu stóð sjálft húsið enn, og þarna var sami afleggjarinn — og, ef til vill, sama gamla konan að kenna dans. í þá daga hefir hún alls ekki verið meira en þrjátíu og fimm ára, en börn ýkja alltaf um aldur. Mér fanhst ég jafnvel heyra óminn af slaghörpunni. Hún hélt sér sjálf- sagt við gamla vanann. Börn innan 8 ára aldurs 6—7 síðdegis, börn á aldrinum 8—13 ára 7—8 síðdegis. Ég opnaði garðshliðið og gekk spölkorn áleiðis. Ég fór að reyna að rifja upp. Ekki veit ég, hvað dró það fram 1 huga minn. Ég býst við, að það hafi aðeins verið haustið, þessi Éuldi og hrímgrá laufin á trjánum — öllu heldur en slagharpan, sem leikið hafði alls konar lög í þá daga. Ég mundi nú eftir litlu telp- unni eins vel og menn geta munað eftir einhverju, án þess að hafa Ijósmynd við höndina til að styðj- ast við. Hún var ári eldri en ég — hún hefir hlotið að vera fullra átta ^ea gömul. Ég elskaði hana ákaft, svo ákaft hefi ég aldrei elskað neinn, hvorki fyrr né síðar, að ég ^tla. Minnsta kosti hefir mér aldrei °rðið það á að skopast að barna- ást. Hún hefir óhjákvæmilega í för með sér hræðilegan viðskilnað, Vegna þess að þar getur aldrei orð- tð nein fullnæging. Auðvitað segir maður uppspunnar sögur um hús 1 björtu báli, sögur um stríð og á- rásir, sem sanna hugrekki manns í augum hennar, en aldrei sögur um giftingu. Maður veit, að þvílíkt og þetta getur gerzt, án þess að vera sagt það, en vitneskjan um slíkt þarf ekki að valda því, að maður Þjáist minna. Ég minnist allra leikjanna í afmælisveizlunum, þeg- ar bundið var fyrir augun á mér, °S ég vonaði árangurslaust að grípa hana, svo að ég gæti haft það að afsökun að snerta og halda utan um hana, en ég náði henni aldrei; hún gat alltaf skotizt úr vegi mín- um. En einu sinni í viku, tvo vetur samfleytt, fékk ég tækifærið: ég dansaði við hana! Það bætti ekki úr skák (það sleit í sundur einu tengsl okkar) þegar hún sagði mér eitt sinn í lok síðustu danstíma vetrarins, að hún myndi flytjast upp í eldri deild árið eftir. Henni leizt vel á mig líka, ég vissi það, en við gátum hvorugt látið tilfinning- ar okkar uppi. Ég fór til hennar alltaf, þegar hún átti afmæli, og liún kom alltaf í mitt afmæli, en það gerðist ekki einu sinni svo mikið, að við hlypum saman heim að loknum danstimunum. Það myndi okkur hafa virzt skrýtið; ég býst ekki við, að það hafi nokkru sinni flögrað að okkur. Ég varð að gera svo vel að slást í hóp með há- værum og glettnum félögum mín- um af karlkyninu, og hún varð eitt af hinu umsetna pískrandi hneyksl- aða kyni, sem við reyndum að hrinda niður liæðina. ... Ég var farinn að skjálfa af hrolli þarna í kvöldmóðunni og bretti upp kápukragann. Það var verið að leika lag úr gamalli revíu á slaghörpuna. Þetta virtist vera orð- inn drjúgur vegarspottiogfinnaað- eins Lólu á leiðarendanum. Það er eitthvað í sakleysi, sem aldrei er hægt að auðmýkja sig fyrir að tapa fyrir fullt og allt. Þegar ég er nú í einhverjum vandræðum eða sorg út af stúlku, geri ég mér lítið fyrir og kaupi aðra. En þá — þá var hið bezta, sem ég gat hugsað mér, að skrifa einhver innileg ástarorð og lauma þeim síðan í holu ( það var hreinasta snilld, hve ég fór nú að muna allt) á trjéverki garðhliðsins, og ég var þá viss um, að hún myndi fyrr eða seinna stinga þar inn fingrinum og finna ástarkveðjuna. Mig fór að langa til að vita, hvern- ig sú ástarkveðja hefði verið. Ég hugsaði með sjálfum mér, að í þá . . . og finna aðcins Lólu ó lcidorcndanum daga liefði maður ekki getað tjáð mikið, en þó að tjáningin hefði verið ófullkomin, þá hefði sársauk- inn ekki endilega þurft að vera minni þó en ég stundum þjáist af nú. Ég mundi, hvernig ég hafði dögum saman þreifað í holunni og alltaf fundið þar miðann. En um þetta leyti hættu danstímarnir. Sennilega hefi ég alveg verið bú- inn að gleyma þessu veturinn eftir. Um leið og ég gekk út úr hlið- inu.grennslaðist ég eftir því, hvort holan væri þarna enn. Hún var þarna. Ég stakk fingrinum inn í hana, og þarna var miðinn enn í öruggu skjóli fyrir árstíðum og ára- skiptum. Ég dró hann út og opn- aði hann. Síðan kveikti ég á eld- spýtu, sem varpaði ofurlitlum ljós bjarma og hita í myrkrinu og þok- unni. Mig hryllti við að sjá þar í Ijósglætunni ruddalega saurlífis- mynd. Það var ekki um að villastl Þarna undir þessari barnalegu og ílausturslegu teikningu af manni og konu voru stafirnir mínir. En þetta vakti færri minningar en móðan af andardrætti barnanna í frostinu, línpokarnir, röku lauf- blöðin á trjánum eða sandhaugur- inn við áveituskurðinn. Ég kann- aðist alls ekki við myndina. Hún hefði vel getað verið teiknuð á sal- ernisvegg af einhverjum klúrum náunga, sem enginn þekkti. Allt,. LÍF og LIST 1*

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.