Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 5
Steinn eða list? Hvað er þá list? Málverk er íyrst orðið list, þegar Iiönd og hugur liefir framleitt eitt- lvvað, þar sem maður finnur mannsandann á bak við. Myndin verður að finna þá listrænu lausn, að maður sjái og skynji hug og hjarta á bak við myndina. — Ég heyrði eitt sinn abstrakt- málara halda því fram, að allir hlutir í náttúrinni gætu verið list og tók hann þar til dæmis sæsorf- inn stein í fjörunni. Steinninn í fjörunni — það er rétt — getur ver- ið fallegur og glatt augað, eti ekk- en efni eðn hlutur er orðið list, fyrr en maðurinn hefir mótað hann og formað með anda sínum, m. ö. o. gefið andanum form. . \ Um formið. En er ekki abstrakt-túlkun eðli- legt andsvar við of miklum nátt- úrueftirlíkingum í íslenzkri mynd- list, og er nokkuð óeðlilegra og óheiðarlegra að taka sér til fyrir- myndar góða abstrakt-málara eins og Picasso og Klee en líkja eftir náttúrunni? Form myndarinnar skiptir alls engu máli, ef myndin er góð. Vit- anlega er hægt að læra mikið af öðrum málurum eins og Picasso og Klee, en betra er að nota það, sem maður sér og reynir sjálfur og leita að sínu eigin eðlilega formi til að túlka það heldur en að not- færa sér beint stíl annarra málara. Þegar menn bera það fyrir sig, að abstrakt-túlkun sé nær nútímanum og nútímamanninum, þá er slíkt mikil firra. Frá öndverðu hafa ýms- ar þjóðir, sem átt hafa tilfinningu fyrir myndlist, túlkað listir á svip- aðan hátt, til að rnynda negrar, Forn-Mexíkanar og jafnvel Egyptar. Ef horft er á sum forn austurlenzk teppi, finnast í þeim mörg þau listrænu form, sem gefur að líta í einni nútíðar-abstrakt- mynd, og flest Jvað, sem gott er í abstrakt-mynd fyrirfinnst í beztu myndlist allra alda. Þess vegna er óvarlegt að segja, að hér séu á ferð- inni einhver nývísindi. Microcosmus af macrocosmus. Hver er innsti kjarni Iistarinnar? Innsti kjarni listarinnar er, verð- ur og hefir alltaf verið hinn sami, en Jiað er mannsandinn. Til þess að komast að kjarnanum, verður listamaðurinn að realísera sjálfan sig. Hið sanna listaverk er eins og microcosmus, }v. e. a. s. microcos- mus af macrocosmus (alheiminum) — ímynd alheimsins. Það grópast í hugann eins og ímynd þessa heims, það talar til alls í manni, það er endursvar við allri lífsbylgju, sem í manni býr. Það er samhljóma við alla alheimstilfinningu. Þó að maður loki augunum, er ekki hægt að gleyma Jvví. Það er í manni, í höndunum, í fótunum, — í manni öllum. Cezanne sýndi á einfaldan hátt, hvernig bygging góðrar myndar orkaði. Elann táknaði það með Jrví að spcnna greipar eins fast og hann gat og sagði: Hún er Jaetta! Klee, Kandinsky, o. fl. Hvernig geðjast yður að abstrakt- málurum eins og t. d. Klee og Kandinsky? — Kandisky hefi ég aldrei getað fellt mig við. Flestar myndir hans tæmir maður l'ljótt eins og margar myndir af svipuðu tæi. Hann er allt of væminn og sæt-rómantískur. Klee er ólíkt geðfelldari, þó að myndir lians sumar séu yfirdrifnar. Picasso og Braque eru brautryðj- endur kúbismans. Beztu myndir Jjeirra bera Jjað- með sér, að þær eru gagnhugsaðar, og það má meira læra af myndum þeirra en flestra annarra. Gagnrýni og samvjnna. Hvernig gæti íslenzk myndlist Jn óazt, svo að vel fari? — íslenzkir málarar mega ekki kveinka sér of mikið við gagnrýni, hvort sem þeim finnst hún rétt eða ckki. Listamanninum er í sjálfs- vald sett, hverju liann á að taka rnark á. — Ég, fyrir mitt leyti, hefi aklrei tekið mér gagnrýni nærri, og mér finnst ég hafa eins mikið lært af henni og hóli. Það er oft gott að sjá allt annað viðhorf lagt Framh. á bls. 14. Jón Stcfónsson: Bótor á heimleið. LÍF og LIST 5.

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.