Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 7
hefur grannkynnt sér liverja mann- lega tilfinningu og geðshræringu. Hann hefur þekkt til hlítar öll svið tónlistarinnar. Hjá honum er ekk- ert þurrt eða þungt. Það er ekki til neitt kennara eða prófessora-við- horf í tónsmíðum hans. Ég held, að það sé aðallega Þjóðverjum um að kenna, hvað Bach hefur lengi verið misskilinn. Þeir hafa ekkert ímynd- nnarafl, en hins vegar hafa þeir eignað sér Bach og túlkað hann á sinn ímyndunarsnauða liátt. Aðrar þjóðir liafa tekið þessa túlkun góða og gilda, af því að þeir skildu Bach ekki betur og héldu, að þýzk túlk- un lilyti að vera sú rétta. Satt er það, að Bach var fæddur í Þýzka- landi, en tónlistareðli hans var í- talskt og franskt og ungverskt ekki síður en þýzkt. Og reyndar er ég á þeirri skoðun, að Bach hafi ekki verið þýzkur í eðli sínu. Auðvitað var hann aldir á undan samtíð sinni. Hann samdi verk (einkum íyrir sólóhljóðfæri), sem á þeim dögum virtust vera óðs manns æði. Jafnvel eru enn til menn, sem skilja hann ekki. Það sannaðist Éka, þegar Schumann fór að setja píanóundirleik við fiðlusónötur hans. Grieg og fleiri hal'a gert hið sama við sellósvíturnar. Gounod samdi hina Iieimskulegu umgjörð við Ave Maria, sem sýnir algert skilningsleysi á Bach. Albert Schweitzer varð fyrstur til að koma mönnum í skilning um Bach.“ Casals telur það aðalatriði í túlk- lln á Bach, að láta hverja nótu hljóma út af fyrir sig, staka, leika staccato en ekki legato. ».Bach getur tjáð hverja hugar- hræringu mannsins," sagir Casals, »°g þar af leiðandi notar hann hinn víðtækasta tjáningarmæli- kvarða. Það er kraftaverk. Og við verðum að túlka það þannig. Þeg- ar hann er harmþrunginn, verðum við að skynja harminn. Þegar hann er viðkvæmur, er ekki til meiri mildi annars staðar en í tónlist hans. Ég hef aldrei rekizt á setn- ingu í tónsmíðum hans, sem erfitt er að útskýra. Hjá Bach skýrir allt sig sjálft." Þannig farast Pablo Casals orð, hinum 73 ára gamla tónlistarsnill- ingi, sem byrjaði að leika á fiðlu 7 ára gamall. Leikfélagar hans hlógu að honum og stríddu, af því að hann lokaði augunum og muldraði við sjálfan sig um leið og hann lék, svo að hann hætti við fiðluna. Þcgar hann hcyrði fyrst leikið á selló, sagði hann föður sín- um, að hann langaði til að læra á það hljóðfæri. Hann byrjaði á því Fyrir tvö hundruð árum var Jó- hann Sebastian Bach grafinn í nafnlausri gröf. Dauði hans fór fyr- ir ofan garð og neðan hjá flestum, og næstu öld á eftir voru verk hans vanrækt, og fáir hugðu þeim lang- lífí. Nú er öldin önnur. Snilld hans hefur verið vakin upp, og í sumar er tveggja alda dánarminning hans haldin með ldjómlcikum og há- tíðahöldum um heim allan. Um leið og vér minnumst Jó- lianns Sebastians er ekki óviðeig- andi að minnast hinnar stóru, frjó- sömu ættar hans, sumpart vcgna þess að erfðavenja ættarinnar gerði úr honum það sem Kann varð, og sumpart vegna ættarinnar sjálfrar. Þetta var einhver frábærasta ætt sögunnar, þar sem snilldarhæfileik- ar fylgdu kynslóð eftir kynslóð í tvær aldir. Á þeim tíma spruttu af þessari ætt 56 tónlistarmenn.Nærri allir voru ágætlega verki sínuvaxn- ir, og sumir eru enn í minnum hafðir fyrir verk sín eða áhrif á önnur tónskáld. Gáfa ættarinnar ellelu ára gamall og lieldur því víst áfram meðan honum endist aldur — fyrir vini sína. „Ég er af fátæku fólki kominn, faðir minn var al- þýðumaður. Þess vegna var ég ein- lægur lýðræðissinni," segir hann. Þess vegna er hann í mótmælaverk- falli, sannfæringin býður honum það. Því að hann er samvizka sam- tíðarinnar, ekki síður en sellóleik- ari. En hann varð að gera undan- tekningu í minningu um vin sinn Bach, sem hann telur, að mann- kynið standi í óborganlegri þakk- arskuld við. G. B. gufaði loks upp fyrir hundrað ár- um. Sann á ætt þessi engan sinn líka í allri listasögunni. Fyrsti tónlistarmaðúrinn, sem kemur við sögu í ættinni, var Veit Bach, malari í þorpinu Vechmar í Þýzkalandi. Hann settist að um tíma í Ungverjalandi, en varð að flýja þaðan aftur til Wechmar, vegna trúarofsókna, hann var ákaf- ur Lútherstrúarmaður. Hann átti tvo sonu, dó 1619. Fjórum manns- öldrum síðar skrifaði Jóhann Se- bastian þetta um hann: „Það, sem hann hafði mest yndi af, var gígj- an hans, sem hann var vanur að hafa með sér í mylluna. Hann lék á gígjuna á meðan myllan malaði. Allhávært hefur verið á þeim hljómleikum! Samt kenndi þetta honum að fylgja taktinum, og þannig hefur tónlistin bersýnilega komizt inn í ætt okkar.“ GÁFAN FESTIR RÆTUR. Tónlistargáfan dal’naði vel í ætt- inni, og næstu fimm Bach-kynslóð- Bach-ættin Grein eftir Ivor Jones LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.